Frávik í sængurlegu - helstu heilsufarsvandamál kvenna eftir fæðingu Flashcards
Hvað er óeðlileg blæðing eftir fæðingu?
- 1000ml samanlagt fyrsta sól. eftir fæðingu/keisara
Samkv verklagsreglum spítalans er það skilgreint meira en 800ml þá er það óeðlileg blæðing og meira en 1500ml þá er það alvarleg blæðing
Hvað er 1.stigs blæðing eftir fæðingu?
Verður snemma eða innan 24klst frá fæðingu (akút blæðing) tíðni er 6%
Hvað er 2.stigs blæðing eftir fæðingu?
Verður seint, þ.e 24klst-vikum eftir fæðingu. Tíðni 1-3%
Hver eru einkenni óeðlilegrar blæðingar?
Blóðmissis einkenni eins og:
- óreglulegur og/eða hraður púls / bþ fall
- Yfirliðatilfinning / svimi
- þróttleysi, sljó
- Sviti/svöl, köld húð
- Eirðaleysi / óróleiki og/eða kvíði
- Fölleit húð
- Ógleði, sjóntruflanir
- Leg mjúkt eða stækkandi
Hverjir eru helstu áhættuþættir / orsakir fyrir óeðlilegum blæðingum í kjölfar fæðingar?
- Spennuleysi í legi / lélegur tónus (uterine atony - 80-90%)
- Langdregin fæðing og notkun syntocinon
- Ofþensla á legi
- Mikil fjölbyrja
- Mikil notkun deyfi- eða svæfingalyfja
- Fyrri saga um ,,uterine atony’’
- þvagteppa / full þvagblaðra ‘
- Hröð fæðing (3klst eða minna)
- Vefjaskaði / trauma vegna inngripa (sogklukku, tangar eða keisara)
- Hluti af fylgju eða beljum verður eftir
- Meiðsli á fæðingarvegi s.s hematoma
- Legveggur rifnar
- Leg snýst við
- Blóðstorkuvandamál
Aðrir þættir: meðgöngugallstífla, áhalda eða keisarafæðing, Preeclampsia, vöðvahnútur í legi, ofþyngd kvenna
Hverjir eru helstu áhættuþættir / orsakri fyrir síðbúinni blæðingu / annars stigs eftir fyrsta sólarhringinn ?
- Hlutar af fylgju / belgjum hafa orðið eftir
- ,,subinvolution’’ / leg hættir að minnka / dregst saman
- ,,endometritis’’ / sýking
Hver er meðferð / viðbrögð við óeðlilegri blæðingu eftir fæðingu?
- Kalla á aðstoð ljósmóður, láta vakthafandi lækni vita
- Taka á legi og halda vel við það
- Meta orsök blæðingar
- Taka LM; meta meðvitundarástand konu. Ef hún er lág í bþ þá steypa henni og gefa súrefni
- Gefa inj. Methergin 0,2 mg í æð ef konan er með nál annars í vöðva (frábending: háþrýstingur)
- Gefa T.Cytotek 800 microgr. per/rectum
- Setja upp æðalegg og draga blóð í status og BKS
- Setja upp syntocinon dreypi (Inj. Syntocinon 20 AE í 500ml NaCl) gefið á 2 tímum
- Setja upp inf. RA 1000ml. láta renna hratt inn
- Tæma þvagblöðru, setja upp foley þvaglegg
- Læknir / ljósmóður konu m.t.t áverka í fæðingarvegi eða kvið
- Ath storkuþætti og áhættuþætti
- Skoða fylgju og belti m.t.t hvort vanti fylgjuhluta eða finna megi orsök blæðingar
- Meta magn blæðingar (vigta-mæla)
Hvað skal gera ef kona hefur misst meira en 1500ml ?
- Mjög náið eftirlit (tengd við monitor): stöðugt fylgst með HT, BÞ(tíðar mælingar), þvagleggur settur upp (fylgjast með útskilnaði), Gefa Inf. Voluven 60 mg/ml, 500ml, E.t.v gefa neyðarblóð, Ath storkuprfó, kalla á svæfingalækni
- Ef meðferð dugar ekki: Inj. Prostinfenem 1ml (0,25 mg/ml) gefið í vöðva eða beint í leg. Endurtaka má 1-90mín fresti (hámarks heildarmagn 2mg eða 8amp)
- Meta heildarblæðingu reglulega og halda konu og aðstandendunum upplýstum um ástand og aðgerðir
- Halda góða skráningu og skrá í atvikaskráningu
Hver er skilgreiningin á sýkingu eftir fæðingu / fósturlát?
Þegar líkamshiti > 38°í meira en 24klst og innan við 10 daga frá fæðingu/fósturláti og sem stendur í 2 sól eða meira
Hvaða þættir gera konur almennt móttækilegri fyrir sýkingu eftir fæðingu / fósturlát ?
- Saga um fyrri sýkingar
- Sykursýki
- Alkóhólistar / lyfjafíklar
- Skert ónæmissvörun
- Anemia
- Vannæring
Hvaða þættir tengdir fæðingu gera konur líklegri til að fá sýkingu ?
- Keisarafæðing
- PROM (legvatn fer snemma)
- Langdregin fæðing
- Inngrip t.d skoðanir, þvagleggur
- óeðlilegar blæðingar
- Vefjarof / áverkar / blóðgúlpur (hematome)
- Sýkingar á meðgöngu
Nefndu dæmi um nokkrar sýkingar eftir fæðingu ?
- Endometritis / Legbolssýking
- Sýking í sári t.d í spangarskurði eða í keisaraskurði
- Þvagfærasýkingar
- Mastitis / brjóstabólga / sýking í brjóstum
Hver er orsök blóðsegamyndunar (thromboemboli) á meðgöngu ?
Venous stasi og aukin storknunartilhneigin:
- Bólgubreytingar sem verða á æðaveggjum hindra eðlilegt blóðrennsli og veldur æðaþrengslum / stíflu.
Vegna aukinnar storknunartilhneiginga rá meðgöngu og eftir fæðingu => aukin hætta á Blóðsega- eða blóðtappamyndun. Hættulegast ef djúpvenu thrombosa => hætta á lungnaembóli
Hvaða konur eru í áhættu á því að fá blóðtappa tengdan meðgöngu og fæðingu?
- Keisarafæðingar
- Saga um blóðtappa eða æðahnútar til staðar
- Ofþyngd konu
- Aldur konur >35 ára
- FJölbyrja
- Reykingar
- Langvarandi rúmlega / kyrrseta
Hvaða vandamál geta komið upp vegna slökunar á grindarbotni og/eða spangaráverka?
- þvagleki
- Hægðaleki
- Legsig, blöðrusig, endaþarmssig
- Verkir og óþægindi við samfarir