Faraldsfræði Flashcards
Sjúkdómur sem hefur tiltekna tíðni yfir lengri tíma á ákveðnu svæði kallast…
a) Útbreiddur sjúkdómur (pandemic disease)
b) Faraldur (epidemic disease)
c) Landlægur sjúkdómur (endemic disease)
d) Þrálátur sjúkdómur (persistent disease)
e) Stöðugur sjúkdómur (stable disease)
c) Landlægur sjúkdómur (endemic disease)
Í kafla í kennslubók Stanhope og Lancaster: Public health Nursing, er ber heitið ,,Building a Culture of Health through Community Health Promotion’’ (sem er 17. kafli í 9. útgáfu kennslubókarinnar, eða 18. kafli í 10. útgáfunni) er fjallað um þrenns konar lýðheilsuaðgerðir (public health interventions). Þær eru…
a) Sveitafélagsaðgerðir (Community interventions), Landsaðgerðir (Nationvide interventions) og Alþjóðlegar aðgerðir (global health interventions)
b) Efling líkamlegrar hreyfingar (Physical activity engagement), Bætt næring (improved nutrition) og Álagsstjórnun (Stress management)
c) Heilsuefling (Health promotion), Forvarnir (Disease prevention) og Lækningar/umönnun (illness care)
d) Heilbrigðisfræðsla (Health education), Skimun (Screening) og Einkennameðferð (Treatment)
e) Greining (Diagnosis), Meðferð (Treatment) og Eftirlit (Monitoring)
c) Heilsuefling (Health promotion), Forvarnir (Disease prevention) og Lækningar/umönnun (illness care)
Í greininni Men-Woman-Health kemur fram að í ríkjum Evrópu er hlutfallslegur munur á dánartíðni karla og kvenna (mortality ratio) mestur á aldrinum…
a) 30-49 ára
b) 15-29 ára
c) 60-69 ára
d) 50-59 ára
e) 5-14 ára
b) 15-29 ára
Talið er að þeir sem upplifa streitu til lengri tíma á yngri árum séu…
a) Duglegri og úrræðabetri en aðrir
b) Stjórnsamari en aðrir
c) Metnaðarfyllri en aðrir
d) Viðkvæmari fyrir umhverfi sínu, samskiptum við aðra og eigin hugsunum
d) Viðkvæmari fyrir umhverfi sínu, samskiptum við aðra og eigin hugsunum
Í greininni Social Determinants of Health (The Solid Facts) er meðal annars fjallað um áhrif vinnu og atvinnuleysis á heilsufar. Þar kemur meðal annars fram að…
a) Skammtíma atvinnuleysi getur haft jafn slæm áhrif á heilsuna og lengri tíma atvinnuleysi.
b) Atvinnuleysi er stundum til góðs fyrir þá sem missa vinnuna, enda fá þeir oft nýja og betri vinnu.
c) Það er ávallt verra að missa vinnuna en halda henni, sama hversu slæm vinnan er.
d) Það að hafa óörugga vinnu (job insecurity) er ekki síður skaðlegt heilsunni en að missa vinnuna.
e) Þeir sem missa vinnu sem þeir töldu óörugga, verða fyrir minni neikvæðum aáhrifum en þeir sem missa vinnu sem þeir töldu örugga.
d) Það að hafa óörugga vinnu (job insecurity) er ekki síður skaðlegt heilsunni en að missa vinnuna.
Taflan sýnir samband milli fjölda bólfélaga og kynsjúkdóms meðal ungmenna 18-24 ára sem höfðu haft kynmök sl. 12 mánuði. Hver er hlutfallslega áhættan (Reletive risk, RR) af því að hafa 3 eða fleiri bólfélaga?
a) 0,40
b) 1,11
c) 1,45
d) 0,16
e) 3,25
e) 3,25
Rannsóknir á stéttarmuni á útbreiðslu heilsuvandamála sýna að…
a) Algengi flestra langvinna heilsuvandamála er hærra í lægri stéttum, en algengi hjarta- og æðasjúkdóma er þó hærra í efri stéttum.
b) Nýgengi skammvinnra heilsuvandamála er svipað meðal stéttanna, en algengi skammvinna heilsuvandamála er þó hærra í lægri stéttunum.
c) Meðal karla eru lífslíkur (life expectancy) minni í lægri stéttunum, en meðal kvenna er ekki stéttarmunur á lífslíkum.
d) Algengi bæði skammvinnra og langvinnra heilsuvandamála er almennt hærra í lægri stéttum.
e) Algengi skammvinnra heilsuvandamála er svipað meðal stéttanna, en algengi langvinnra heilsuvandamála er hærra í lægri stéttum.
d) Algengi bæði skammvinnra og langvinnra heilsuvandamála er almennt hærra í lægri stéttum.
John Mirowsky og Catherine Ross skýrðu meira þunglyndi kvenna en karla útfrá ólíkum hlutverkum kynjanna. Niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu að
a) Konur sem unnu utan heimilis, höfðu örugga barnagæslu og áttu maka sem tók þátt í heimilishaldinu, voru ekki þunglyndari en eiginmennirnir.
b) Konur sem unnu utan heimilis voru ekki þunglyndari en karlar sem unnu utan heimilis.
c) Konu sem unnu utan heimilis voru þunglyndari en karlar sem unnu utan heimilis.
d) Munur á þunglyndi kynjanna skýrðist aðeins að hluta til af ólíkum hlutverkum kynjanna.
b) Barnlausar konur voru þunglyndari en mæður.
a) Konur sem unnu utan heimilis, höfðu örugga barnagæslu og áttu maka sem tók þátt í heimilishaldinu, voru ekki þunglyndari en eiginmennirnir.
Þórunn athugaði fjölda tilfella blöðruhálskrabbameins sem greindust á árinu 2019 á Íslandi, deildi með fjölda fullorðinna karla á miðju árinu, og margfaldaði síðan með 100.000. Niðurstaðan (hlutfallstalan) kallast…
a) Hlutfallsleg áhætta (Reletive risk)
b) Nýgengi (Incidence)
c) Algengi (Prevalence)
d) Sjúkdómshlutfall (Disease rate)
e) Rekjanleg áhætta (Attributable risk)
b) Nýgengi (Incidence)
Ungbarnadauði á Íslandi hefur farið lækkandi á undanförnum árum og samsvarar nú um það bil…
a) 1 látnu ungbarni á hver 1000 lifandi fædd
b) 6 látnum ungbörnum á hver 1000 lifandi fædd
c) 5 látnum ungbörnum á hver 1000 lifandi fædd
d) 3 látnum ungbörnum á hver 1000 lifandi fædd
e) 4 látnum ungbörnum á hver 1000 lifandi fædd
a) 1 látnu ungbarni á hver 1000 lifandi fædd
Hlutfall sjúkra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt (risk factor), að frádregnu (mínus) hlutfalli sjúkra meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt, kallast…
a) Algengi
b) Sjúkdómsáhætta (disease risk)
c) Rekjanleg áhætta (attributable risk)
d) Hlutfallsleg áhætta (relative risk)
e) Nýgengi
c) Rekjanleg áhætta (attributable risk)
Rannsóknir á tengslum aldurs og sálrænnar vanlíðunar (psychological distress) fullorðinna sýna að…
a) Reiði (anger) minnkar jafnt og þétt með auknum aldri.
b) Kvíði (anxiety) er mestur eftir miðjan aldur.
c) Bæði þunglyndi og kvíði minnkar jafnt og þétt með aldrinum.
d) Mest er um þunglyndi (depression) meðal fólks á miðjum aldri.
e) Þunglyndi eykst með aldrinum, en reiði minnkar með aldrinum.
a) Reiði (anger) minnkar jafnt og þétt með auknum aldri.
Í skimunarprófi reyndust rétt neikvæðir (true negative, TN) einstaklingar vera 870 talsins, rétt jákvæðir (true positive, TP) reyndust vera 102, falskt jákvæðir (false positive, FP) voru 29 og falskt neikvæðir (false negative, FN) voru 37. Hvert er sértæki (specificity) skimunarprófsins?
a) 95,9%
b) 3,2%
c) 96,8%
d) 4,1%
e) 77,9%
c) 96,8%
Rannsóknir á athafnaskerðingu (Activity limitations; Low ADL) karla og kvenna á Vesturlöndum sýna að…
a) Öll lönd sýna svipaða athafnaskerðingu hjá körlum og konum almennt, þótt munur sé á milli kynja þegar kemur að einstökum athöfnum.
b) Í nær öllum löndum búa karlar við meiri athafnaskerðingu en konur.
c) Karlar búa við meiri athafnaskerðingu en konur varðandi þrifnað og næringu, en konur búa við meiri athafnaskerðingu en karlar varðandi það að ganga upp stiga og færa hluti úr stað.
d) Karlar og konur búa við svipaða athafnaskerðingu í flestum löndum, þó einhver lönd sýni meiri athafnaskerðingu kvenna.
e) Í flestum löndum búa konur við meiri athafnaskerðingu en karlar.
e) Í flestum löndum búa konur við meiri athafnaskerðingu en karlar.
Algengi langvinnra líkamlegra sjúkdóma og geðsjúkdóma er almennt lægra meðal giftra en ógiftra. Meðal skýringa sem settar hafa verið fram er svokallað ,,félagslegt val’’ (social selection). Sú skýring gengur út á það að…
a) Giftir einstaklingar hafi meiri félagslegan stuðning en ógiftir og það stuðli að betri heilsu giftra.
b) Giftir einstaklingar búi frekar við félagslegt taumhald (social control) en ógiftir og því séu giftir við betri heilsu en ógiftir
c) Einstaklingar með langvinna sjúkdóma eða geðsjúkdóma giftast síður en aðrir og því séu giftir við betri heilsu en ógiftir.
d) Giftir einstaklingar hafi betri efnahag en ógiftir og það stuðli að betri heilsu giftra.
e) Giftir einstaklingar velji frekar heilsusamlega lifnaðarhætti og það stuðli að betri heilsu giftra.
c) Einstaklingar með langvinna sjúkdóma eða geðsjúkdóma giftast síður en aðrir og því séu giftir við betri heilsu en ógiftir.