Geðheilbrigði grunnskólabarna Flashcards
Hver er skilgreiningin á heilbrigði?
Heilsa / heilbrigði er þar sem líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan er til staðar
Hvað er Geðheilbrigði?
- Er andleg vellíðan þar sem einstaklingurinn þekkir getur sína og styrkleika, tekst á við streitu sem getur fylgt daglegu lífi og er virkur í samfélaginu
- Hugtakið er laust við sjúkdómsástand
- Geðheilbrigði getur ekki verið aðskilið líkamlegri, andlegri og félagslegri virkni
- Geðheilbrigði getur verið aðskilið líkamlegri, andlegri og félagslegri virkni
- Geðheilbrigði barna og unglinga er skilgreint út frá sálrænum, tilfinningalegum, vitsmunalegum og andlegum þroska þeirra
- Börn sem eru með gott geðheilbrigði eru líklegri til að þroskast á eðlilegan hátt, mynda góð samskipti við aðra, njóta einberu, skynja muninn á réttu og röngu, setja sig í spor annarra og leysa vandamál sem koma upp og læra af því
Hvað er seigla?
- Seigla er eiginleii sem einstaklingur nýtir sér til að takast á við ýmsar ástæður, bæði jákvæðar og neikvæðar
- Seigla sýnir færni einstaklingsins til að takast á við erfiðar aðstæður án þess að missa stjórn á hegðun og tilfinningum
- Seigla víkkar þolmörk einstaklinga gagnvart ógnandi og streituvaldandi aðstæðum - eykur mótlætaþol
Hvaða þættir hafa áhrif á þróun seiglu hjá fólki ?
Seigla þróast yfir ákveðinn tíma hjá einstaklingi og þar koma ýmsar breytur inn sem hafa áhrif á þróunina, s.s lífsviðburðir, áhættuþættir, verndandi þættir ofl
Hvað eru forvarnir?
íhlutun sem getur komið í veg fyrir eh ástand, dregið úr því eða komið í veg fyrir að það versni
Hvað er snemmtæk íhlutun ?
Einkenni til staðar og þarf að g´ripa sem fyrst inn í og veita úrræði / íhlutun
Hverjar eru algengustu geðraskanirnar?
- Kvíði
- Þunglyndi
- Átraskanir
- ADHD / ADD
Hver er algengasta geðröskun hjá börnum?
Kvíði - allt að 15%
Hvað er kvíði ?
- Tilfinning sem allir finna fyrir og er viðbragð við ógnvekjandi aðstæðum.
- Hjálpsamur í eðlilegum magni t.d bregðast við aðstæðum / hættum og undirbúa sig fyrir fyrirelstur en er orðinn geðröskun þegar tilfinning kemur í aðstæðum sem er ekki ógnandi
Hver eru Hugræn (andleg) einkenni kvíða ?
- Áhyggjufullar hugsanir
- Lítil einbeiting
- Eirðaleysi
Hver eru Líkamleg einkenni kvíða?
- Aukinn hjartsláttur
- Sviti í lófum
- Skjálfti
- Svimi
Hvenær kemur þunglyndi oftast fyrst fram?
Fyrstu einkenni oft um 15 ára, ekki eins algengt og kvíði, 4-8%
Hver eru helstu eiknenni þunglyndis?
- Depurð, grátur
- Breytt matarlyst
- Breytt svefnmynstur
- Minnkaður áhugi
- Vonleysi, neikvæðar hugsanir
- Pirringur, reiði
- Orkuleys, einbeitingarleysi
- Sektarkennd og sjálfsásökun
Hvað er Athyglisbrestur ?
Erfitt að halda athygli, erfiðleikar við skipulag, týna hlutum ofl
Hvað er ofvirkni ?
Erfiðleikar við að sitja kyrr, sífellt ið, tala mikið, bíða í röð, hvatvísi ofl