Ofþyngd og offita Flashcards
Hver er skilgreining á offitu?
Ofþyngd og offita eru skilgreind sem óeðlileg eða of mikil uppsöfnun fitu í líkamanum sem getur skaðað heilsu.
Offita er langvinnur, stigvaxandi sjúkdómur með endurföllum (e.relapsing) sem einkennist af of ikilli eða óeðlilegri fitusöfnum sem getur skaðað heilsu og vellíðan
Hvað er líkamsþyngarstuðullinn góður til að meta?
Hann er góður til að meta þróun holdafars og bera saman stóra hópa en EKKI til að meta einstaklinga. Hann er hægt að nota til að fylgjast með þróun mála en ekki til að sjúkdómsgreina
Getum við verið í kjörþyngd með offitusjúkdóm?
já
Getum við verið of þung með heilbrigðan fituvef og eðlileg efnaskipti ?
já
Hvað er Edmondon Obesity Staging System?
Stig 0 = Engir áhættuþættir til staðar
Stig 1 = Fyrstu merki um fylgisjúkdóma til staðar s.s hækkaður fastandi bs
Stig 2 = Fylgisjúkdómar til staðar svo sem sykursýki
Stig 3 = Varanlegar skemmdir á líffærum til staðar s.s fylgikvillar sykursýki
Stig 4 = Alvarlegt heilsufarsástand vegna offitu s.s obesity hypoventilation syndrome
Hver eru M-in fjögur?
- Metabolic - Merki um truflun í efnaskiptum: sykursýki, blóðfituröskun, háþrýstingur, fitulifur
- Mechanical - skert færni vegna þyngdar eða fyrirferðar fituvefs: kæfisvefn, bakflæði, þvagleki, stoðkerfisverkir, færni til athafna daglegs lífs..
- Mental - andlegir sjúkdómar eða álag: þunglyndi, kvíði, athyglisbrestur, áföll, einelti, átröskun
- Milieu - umhverfi og aðbúnaður: erfið samskipti, fjárhagur, álag, lélegt stuðningsnet
Hvernig er offita greind?
- Möguleg orsök vandans
- Líkamssamsetningin og dreifing fituvefs
- þyngdarþróun frá barnæsku
- Næringarstaða
- Efnaskiptaheilsa
- Álagsmerki á líkama
- Áhrif á andlega líðan og lífsgæði
- Aðrir sjúkdómar og meðferð þeirra
- Alvarleiki sjúkdómsins (EOSS)
Hver eru markmið offitumeðferðar?
Áhersla á heilsu og lífsgæði (með eða áng breytinga á þyngd)
- Minnka hættu á sjúkdómum
- Hægja á framgangi sjúkdóma sem til staðar eru
- Vina að jafnvægi á líkama og sál
- Áhersla á langtímaárangur
- Auka lífsgæði
Hvað getur mikið umfang og fyrirferð fituverfs gert?
Getur valdið turlfunum á eðlilegri líkamsstarfsemi eins og t.d kæfisvefn
Hvað getur gerst ef það er röskun á starfsemi fituvefjar?
- Breyting verður á ýmiskonar efnaskiptum, ónæmissvörun og bólguþáttum sem geta leitt til sjúkdóma svo sem sykursýki og hjartasjúkdóma
- þetta er alltaf sjúkdómsástand hvort sem fituvefurinn og þar með þyngd einstakling er mikill eða lítill
Hvað getur gerst ef uppsöfnun á fitu verður utan fituvefjar (ectopic fat)?
Getur valdið truflun á starfsemi ýmissa vefja og líffærakerfa
Hvað er heilbrigður fituvefur?
FJölgar fitufrumum við umframorku
- lítið um fríar fitusýrur
- Adiponectin er framleitt
- Lítil bólgu- og ónæmissvörun
- Nægt súrefni
- Lítil bandvefsmyndun
- Gott insúlínnæmi
Hvað er óheilbrigður fituvefur?
Stækkar fitufrumurnar við umframorku
- Fríar fitusýrur sleppa út
- Framleiðsla adiponectins minnkar
- Aukin bólgu- og ónæmisviðbrögð
- súrefnisskortur og bandvefsmyndun
- Aukin framleiðsla ýmissa efna (adipokines)
- Insúlínnæmi minnkar
Hvað er Adipokines?
Efni sem fituvefur framleiðir
- um 600 nú þekkt
Hvað er fitubjúgur (lipedema) ?
- Sjúkdómur í fituvef undir húð
- Oft ruglað saman við offitu, en er ekki sami sjúkdómur þó líkamsþyngdarstuðull geti verið hár
- Erfitt að léttast þar sem vefurinn svarar ekki eins og annar fituvefur
- Offita stundum samferða og gerir fitubjúg verri
- Samhverf fitusöfnun
- þungur og þykkur fituvefur
- Oft grannt andlit og grannt mitti (léttast fyrst þar, ef léttast)
- Fitusöfnun undir hnéskel
- þroti ofan við ökkla
- Marblettir
- Eymsli og/eða verkir
Stigun fitubjúgs segir til um alvarleika hans, hver eru stigin ?
1.stig = þykk undirhúð með litlum hnútum en mjúk og slétt
2.stig = þykk undirhúð með stækkuðum hnútum og ójöfnu en mjúku yfirborði
3.stig = þykk undirhúð með stórum hnútum, ójöfnu og hörfðu yfirborði. Óeðlilega formaður fituvefur
Tegund sjúkdóms fer eftir dreifingu, staðsetning mismunandi
Hvar eru stýrikerfi líkamsþyngdar og hvernig virka þau?
Í heilanum
- frosendurnar sem stýrikerfin vinna með koma frá mörgum kerfum líkamans og umhverfi
- Ef við minnkum orku og aukum orkunotkun bregst kerfið til varnar
- Að ráðleggja einstaklingi með offitu að borða minna og hreyfa sig meira getur verið skaðlegt
- Ef stýrikerfin starfa eðlilega getur sú ráðlegging borið árangur