Ofþyngd og offita Flashcards

1
Q

Hver er skilgreining á offitu?

A

Ofþyngd og offita eru skilgreind sem óeðlileg eða of mikil uppsöfnun fitu í líkamanum sem getur skaðað heilsu.
Offita er langvinnur, stigvaxandi sjúkdómur með endurföllum (e.relapsing) sem einkennist af of ikilli eða óeðlilegri fitusöfnum sem getur skaðað heilsu og vellíðan

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er líkamsþyngarstuðullinn góður til að meta?

A

Hann er góður til að meta þróun holdafars og bera saman stóra hópa en EKKI til að meta einstaklinga. Hann er hægt að nota til að fylgjast með þróun mála en ekki til að sjúkdómsgreina

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Getum við verið í kjörþyngd með offitusjúkdóm?

A

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Getum við verið of þung með heilbrigðan fituvef og eðlileg efnaskipti ?

A

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er Edmondon Obesity Staging System?

A

Stig 0 = Engir áhættuþættir til staðar

Stig 1 = Fyrstu merki um fylgisjúkdóma til staðar s.s hækkaður fastandi bs

Stig 2 = Fylgisjúkdómar til staðar svo sem sykursýki

Stig 3 = Varanlegar skemmdir á líffærum til staðar s.s fylgikvillar sykursýki

Stig 4 = Alvarlegt heilsufarsástand vegna offitu s.s obesity hypoventilation syndrome

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver eru M-in fjögur?

A
  1. Metabolic - Merki um truflun í efnaskiptum: sykursýki, blóðfituröskun, háþrýstingur, fitulifur
  2. Mechanical - skert færni vegna þyngdar eða fyrirferðar fituvefs: kæfisvefn, bakflæði, þvagleki, stoðkerfisverkir, færni til athafna daglegs lífs..
  3. Mental - andlegir sjúkdómar eða álag: þunglyndi, kvíði, athyglisbrestur, áföll, einelti, átröskun
  4. Milieu - umhverfi og aðbúnaður: erfið samskipti, fjárhagur, álag, lélegt stuðningsnet
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig er offita greind?

A
  • Möguleg orsök vandans
  • Líkamssamsetningin og dreifing fituvefs
  • þyngdarþróun frá barnæsku
  • Næringarstaða
  • Efnaskiptaheilsa
  • Álagsmerki á líkama
  • Áhrif á andlega líðan og lífsgæði
  • Aðrir sjúkdómar og meðferð þeirra
  • Alvarleiki sjúkdómsins (EOSS)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hver eru markmið offitumeðferðar?

A

Áhersla á heilsu og lífsgæði (með eða áng breytinga á þyngd)
- Minnka hættu á sjúkdómum
- Hægja á framgangi sjúkdóma sem til staðar eru
- Vina að jafnvægi á líkama og sál
- Áhersla á langtímaárangur
- Auka lífsgæði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað getur mikið umfang og fyrirferð fituverfs gert?

A

Getur valdið turlfunum á eðlilegri líkamsstarfsemi eins og t.d kæfisvefn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað getur gerst ef það er röskun á starfsemi fituvefjar?

A
  • Breyting verður á ýmiskonar efnaskiptum, ónæmissvörun og bólguþáttum sem geta leitt til sjúkdóma svo sem sykursýki og hjartasjúkdóma
  • þetta er alltaf sjúkdómsástand hvort sem fituvefurinn og þar með þyngd einstakling er mikill eða lítill
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað getur gerst ef uppsöfnun á fitu verður utan fituvefjar (ectopic fat)?

A

Getur valdið truflun á starfsemi ýmissa vefja og líffærakerfa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er heilbrigður fituvefur?

A

FJölgar fitufrumum við umframorku
- lítið um fríar fitusýrur
- Adiponectin er framleitt
- Lítil bólgu- og ónæmissvörun
- Nægt súrefni
- Lítil bandvefsmyndun
- Gott insúlínnæmi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er óheilbrigður fituvefur?

A

Stækkar fitufrumurnar við umframorku
- Fríar fitusýrur sleppa út
- Framleiðsla adiponectins minnkar
- Aukin bólgu- og ónæmisviðbrögð
- súrefnisskortur og bandvefsmyndun
- Aukin framleiðsla ýmissa efna (adipokines)
- Insúlínnæmi minnkar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er Adipokines?

A

Efni sem fituvefur framleiðir
- um 600 nú þekkt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er fitubjúgur (lipedema) ?

A
  • Sjúkdómur í fituvef undir húð
  • Oft ruglað saman við offitu, en er ekki sami sjúkdómur þó líkamsþyngdarstuðull geti verið hár
  • Erfitt að léttast þar sem vefurinn svarar ekki eins og annar fituvefur
  • Offita stundum samferða og gerir fitubjúg verri
  • Samhverf fitusöfnun
  • þungur og þykkur fituvefur
  • Oft grannt andlit og grannt mitti (léttast fyrst þar, ef léttast)
  • Fitusöfnun undir hnéskel
  • þroti ofan við ökkla
  • Marblettir
  • Eymsli og/eða verkir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Stigun fitubjúgs segir til um alvarleika hans, hver eru stigin ?

A

1.stig = þykk undirhúð með litlum hnútum en mjúk og slétt

2.stig = þykk undirhúð með stækkuðum hnútum og ójöfnu en mjúku yfirborði

3.stig = þykk undirhúð með stórum hnútum, ójöfnu og hörfðu yfirborði. Óeðlilega formaður fituvefur

Tegund sjúkdóms fer eftir dreifingu, staðsetning mismunandi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvar eru stýrikerfi líkamsþyngdar og hvernig virka þau?

A

Í heilanum
- frosendurnar sem stýrikerfin vinna með koma frá mörgum kerfum líkamans og umhverfi
- Ef við minnkum orku og aukum orkunotkun bregst kerfið til varnar
- Að ráðleggja einstaklingi með offitu að borða minna og hreyfa sig meira getur verið skaðlegt
- Ef stýrikerfin starfa eðlilega getur sú ráðlegging borið árangur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hver eru helstu þyngdarstjórnunarkerfin ?

A
  • Heilinn
  • Fituvefurinn
  • Svefninn
  • Streitukerfi
  • Áföllin
  • Blóðsykurskerfið
  • Meltingarvegurinn
  • Þarmaflóran
  • Kynhormónin
  • Ónæmiskerfið

þau mótast af erfðum, umhverfiserfðum, aðstæðum í móðurkviði, umhverfi og lífsstíl.

19
Q

Hvernig stýrir líkaminn þyngd sinni ?

A
  • Orösk offitu er flókið samspil líffræðilegra þátta, erfða, atferlis, félagslegra- og umhverfisþátta skiptir máli við stjórnun orkujafnvgis og uppsöfnun fitu í líkamanum
  • Heilinn setur ákveðið þyngdarviðmið ,,set point’ sem hann reynir að verja ef utanaðkomandi breytingar eiga sér stað
  • Hver ræður mismunandi þyngdarviðmiði hvers einstaklings veit enginn með vissu
20
Q

Hvaða hlutar heilans koma við sögu í offitu og hvernig?

A

Hypothalamus: Matarlystar- og mettunarstöðvar
- margskonar röskun dæmi: Leptin ónæmi

Mesolimbic area: Verðlaunasvæðið
- Getur valtað yfir sedduboð og krafist meiri fæðu/umbunar

Cognitive lobe: skynsemi sem veit þetta allt saman
- Frumheilinn er öflugri en lærði heilinn. Þetta svæði er mjög erfitt að virkja ef einstakling er undir álagi, vansvefta, þreyttur, stressaður, óöruggur

21
Q

Hvernig hefur lífsklukkan og dægursveiflan áhrif á þyngd?

A
  • Regla á máltíðum, svefntíma og hreyfingu
  • Hjálpar til að samstilla kerfin og hjálpa þeim að spila í takt, meltingu, hormónum, efnaskiptakerfum heilaboðefnum
22
Q

Hver er tilgangur streituviðbragðs?

A

Streita er jákvætt og eðlilegt sjálfsbjargarviðbragð. Streita breytir því hvernig líkaminn vinnur
- Blóðflæði til vöðva eykst
- Blóðflæði til meltingarvegar minnkar
- BS hækkar
- Grehlin ,,svengdarhormón’’ minnkar
- Leptin ,,sedduhormón’’ minnkar
- Kortisól-hormón sem stuðlar að fitusöfnun á kvið hækkar

23
Q

Hvernig getur langvinn svefntruflun og streita valdið skaða?

A
  • Getur valdið háþrýstingi, hjartaáföllum og heilablóðföllum
  • það er aukin hætta á sykursýki og offitu
  • Tengsl við Alzheimer
  • það er aukin bólga í líkama
  • þunglyndi ofl sjúkdómar tengjast þessu
24
Q

Hvað er megrunarstreita?

A

Innri streitan - hugsanir okkar, skömmin og samviskubitið eru mjög öflugur streituvaldur
- Kröfurnar sem við leggjum á okkur sjálf
- Ef við bönnum okkur að borða
- Ef við hugsum neikvætt um okkur sjálf

25
Q

Hvernig geta áföll haft áhrif á okkur ?

A
  • Áföll hafa mikil andleg og líkamleg áhrif
  • Áföll breyta því hvernig ýmis hormón og boðefni vinna. Hafa t.d mikil áhrif á þyngdarstjórnun og verkjaþröskuld
  • Mikilvægt að vinna vel úr því sem hendir okkur á lífsleiðinni og þiggja aðstoð
  • Ekki er alltaf samhengi milli stærðar áverkans og alvarleika afleiðinganna
26
Q

Hvað gerist ef sveiflur í bs eru of miklar?

A

við upplifum orkuleysi og fitnum meira af sömu hitaeiningunum.

27
Q

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að bs sveiflist of mikið?

A
  • Borða reglulega
  • Borðum mat sem heldur bs jöfnum
  • Borða matinn en ekki drekka hann
28
Q

Nefndu dæmi um truflandi þætti á þarmaflóruna?

A
  • Ýmis lyf s.s sýklalyf (nillari oft)
  • Hreyfingarleysi
  • Svefnleysi
  • Streita
  • Mikið unninn, trefjalítill matur
  • Sætuefni
29
Q

Hvar liggur vandinn gagnvart stjórnleysi í mat?

A
  • Aukin hungurtilfinning á grunni erfða
  • Áhrif lyfjameðferðar við öðrum sjúkdómum
  • Boð frá meltingarvegi eða efnaskiptakerfi
30
Q

Aukin hungurtilfinning verður vegna…?

A
  • Viðvarandi næringarskorts þó orkuinntaka sé mikil
  • Ójafnvægis í efnaskiptum s.s insúlíns
  • truflunar í efnaskiptum fituvefs (e. hungry fat)
  • Skortur á hormóninu GLP-1
  • Sjúkdóma í meltingarvegi
  • Röskunar á þarmaflóru
31
Q

Að hverju stafar stjórnleysi gagnvart mat?

A

Starfsemi heila og/eða andleg líðan
- Fíkn
- Átröskun s.s átkastaröskun
- Borðað yfir tilfinningar
- Lærð viðbrögð við vanda
- Áföll
- Árátta, þráhyggja
- Streita
- Svefnleysi

32
Q

Til hvers hreyfum við okkur?

A
  • Styrkjast - halda vöðvamagni
  • Koma jafnvægi á efnaskipti
  • Minnka streituhormón
  • Styrkja beinin
  • Auka orku
  • Auka gleðina
33
Q

Hvernig hafa reykingar og áfengi áhrif á líkama ?

A
  • Álag á líffæri
  • Aukin bólguvirkni með margskonar afleiðingum
  • Eflir örvandi hluta streitukerfisins sem gerir einkenni verri

og auðvitað fleira…

34
Q

Hvernig vitum við hvaða meðferð væri sniðug / hentar?

A

Við þurfum að þekkja grunninn, byrjum á að skoða hvað gæti verið að trufla þyngdarstjórnunarkerfin
- Byrjum á að vinna með heilbrigðan lífsstíl
- koma jafnvægi á þyngdarstjórnunarkerfin
- Hvað hefur verið reynt
- Hverjar eru væntingar einstaklings
- Hvaða möguleika hefur einstaklingur til að vinna með sinn sjúkdóm
- Hvert stefnum við og í hvaða skrefum
- Velja viðeigandi meðferð
- Stýra svo meðferðinni og endurmeta
- Meðferð offitu er ævilöng

35
Q

Hvernig virkar GLP-1 hliðstæða?

A
  • Meltingarvegur framleiðir GLP-1, viðtakar eru í heilanum og víðar í líkama - GLP-1 hliðstæða sest á þessa viðtaka
  • Liraglútíð; glúkagón-lík peptíð-1 (GLP-1) hliðstæða = Victosa / Saxenda
  • Semaglútíð; glúkagón-lík peptíð-1 (GLP-1) hliðstæða = Ozempic / Rybelsus / Wegovy

Heili:
- aukin tilfinning fyrir seddu og minni hungurtilfinning sem leiðir til minnkaðrar fæðuinntöku og dregur úr þörf fyrir skyndiorku
- stýrikerfin fá skilaboð um að ‘‘allt sé í lagi’’ þrátt fyrir minni máltíðir og grípa ekki til mótvægisaðgerða

Meltingarvegur:
- seinkum magatæmingu og hægjum á meltingu.
- Erum lengur södd

Efnaskiptakerfi:
- Hafa áhrif á bs og insúlín - meiri áhrif hjá einstaklingum með sykursýki eða forstig sykursýki
- Betra jafnvægi á bs = minna af orku fer inn í fituvef
- Ekki er hætta á sykurfalli við notkun lyfsins ef rétt er að staðið

36
Q

Hverjar eru mögulegar aukaverkanir lyfjameðferðar við offitu?

A
  • Ógleði, hægðatregða vegna hægari meltingar
  • Niðurgangur, uppþemba ofl einkenni frá meltingarvegi
  • Aukin seddutilfinning, hætta á að við borðum ekki nóg sem veldur nýjum hættum varðandi næringarskort og vöðvarýrnun
  • Ofnæmisviðbrögð, t.d á stungustað, ef veruleg þá þarf að hætta notkun lyfs
  • Sjaldgæfar aukaverkanir s.s brisbólgu þarf alltaf að hafa í huga
  • þreyta, höfuðverkur, breyting á andlegri líðan s.s aukinn kvíði, hjartsláttur ofl eru oft einkenni sem einstaklingar upplifa. þarf að skoða heildarmyndina og átta sig á hvort tengist lyfinu eða öðrum þáttum
37
Q

Fyrir hverja er lyfið Saxenda; Liraglutied ?

A

Skráð til offitumeðferðar
- BMI 30 eða hærra eða yfir 27 með amk einn þyngdartengdan fylgisjúkdóm
- Skráð til meðferðar fyrir einstaklinga 12 ára og eldri
- Skilyrði SÍ, BMI yfir 35 og lífsógnandi sjúkdómur (hjartasjúkdómar, háþrýstingur, sykursýki, kæfisvefn)

38
Q

Fyrir hverja er lyfið Ozempic; semaglutide?

A

Skráð til meðferðar við sykursýki
- Sykursýki ef önnur meðferð hefur ekki dugað. Byrja þarf að notam etformin og bæta þessu lyfi við ef meðferð er ekki nægileg eða í staðin ef metformin þolist illa
- Mælt með að nota Ozempic frekar en Saxenda ef bæði sykursýki og offita eru til staðar

39
Q

Fyrir hverja er Wegovy; semaglutide?

A

skráð til offitumeðferðar
- Sömu skilyrði og við liraglutide
- Mögulegt að nota hærri skammta en með Ozempic, mest 2,4mg, trappað upp

40
Q

Hvenær viljum við EKKI nota lyfin?

A
  • Ef ekki er þörf á sérhæfðu inngripi - lyfin eru ekki megrunarlyf
  • þegar grunnurinn er ótraustur, mikil óregla á matarræði, lítil næring
  • Ef ofnæmi er þekkt fyrir lyfinu
  • Grunur um undirliggjandi sjúkdóma s.s ákv skjaldkirtilssjúkdóm eða brisbólgu
  • á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur
41
Q

Hvað á að nota lyfin lengi?

A
  • Líklega ævilangt
  • Mögulegt að hætta og halda árangri ef breytingar hafa orðið á þeim forsendum sem stýrikerfin vinna eftir
  • þyngdarviðmið ,,set point’’ er ekki talið breytast við lyfjameðferð
  • Mikilvægt að nýta vel gluggann sem lyfin skapa til að innleiða góðar daglegar venjur og bæta næringu
  • Næringarskortur og vöðvarýrnun er helsta gildran
    -Ef lyfin eru notuð sem ,,megrun’’ með svelti og þvingunum er hætta á að vandinn verði verri þegar lyfjameðferð er hætt
42
Q

Hvernig virkar efnaskiptaskurðaðgerð?

A
  • Rjúfum samtal milli meltingarvegar og heila tímabundið
  • þannig geta hungursneyðarvarnarkerfin ekki farið í gang og hindrað þyngdartap eins og þau myndu gera við svelti
  • Margskonar breytingar í efnaskiptum ekki síst í meltingarvegi og heila
  • '’Endurforritun’’ á þyngdarstjórnunarkerfum
  • Breyting verður á þyngdarviðmiðum heilans ‘‘set-point’’
43
Q

Hvaða efnaskiptaðgerðir eru til

A
  • Hjáveita (öflugasta inngripið)
  • Ermi (minna efnaskiptainngrip)
  • Magaband (mælum ekki með)
  • Mini hjáveita (umdeild)