Grunnhugtök og skilgreiningar í faraldsfræði Flashcards
Hvað er félagsleg faraldsfræði (social epidemiology) ?
Er undirgrein faraldsfræði sem fæsti við félagslega útbreiðslu og félagslega áhrifaþætti heilsu og sjúkdóma
Hvað er Endemic (landlægur sjúdkómur) ?
Sjúkdómur sem hefur viðvarandi tíðni á ákv svæði eða í ákv hóp.
Dæmi: hlaupabóla
Hvað er Epidemic (faraldur) ?
Vísar til útbreiðslu sjúkdóms umfram venjulega tíðni ákv sævði eða í ákv hóp
Dæmi: Inflúensa
Hvað er Pandemic (útbreiddur sjúkdómur, heimsfaraldur) ?
Vísar til mikillar útbreiðslu sjúkdóms innan meginlands eða alls heimsins
Dæmi: Svarti dauði, COVID
Hvað er Prevalence (algengi) ?
Hlutafll sjúkdóms eða slyss í hópo á tímabili
Hvað er Incidence (nýgengi) ?
- Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili
Hvað er Agent (sjúkdómsvaldur) ?
þáttur sem hefur áhrif á uppkomu eða tilurð sjúkdóms
Hvað er Host (hýsill) ?
Einstaklingur sem getur fengið tiltekinn sjúkdóm (Smitast)
Hvað er Vector (beri)?
Lifandi vera sem flytur sjúkdómsvald í hýsil
Hvað er Carrier (smitaður beri) ?
Smitaður einstaklingur sem flytur sjúkdómsvald milli manna. HAnn getur sjálfur verið einkennalaus (‘‘asymptomatic’’), haft forstigseinkenni (presymptomatic), eða einkenni sjúkdóms (Symptomatic)
Hvað er Smitstuðull (grunnsmitstuðull, basic reproduction number)
Meðalfjöldi einstaklinga sem smitaður einstaklingur smitar
Hvað er meinvirkni (virulence) ?
Geta sjúkdómsvalds til að sýkja smitaðan einstakling
Hvað er rekjanleg áhætta (attributabel risk, AR) ?
Hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt (p1) mínus hlutfall sjúkra / veikra meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt (p2)
Hvað er Rekjanleg áhætta í þýði (population attributable risk, PAR) ?
Reiknast sem hlutfall þeirra sem fá sjúkdóm í þýði (p0) mínus hlustall þeirra sem fá sjúkdóma meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt
Hvað er rekjanleg áhættuprósenta í þýði (PAR%)?
Er ((p0-p2)/p0)*100 segir til
um hlutfall sjúkdómstilfella í þýði sem má rekja til áhættuþáttar