Steinefnin - Kalíum, Klór, Fosfór, Magnesíum og Brennisteinn Flashcards
Kalíum (K) - hlutverk
- viðhalda eðilegu vökva- og elektrólýtajafnvægi
- Örvar mörg efnahvörf
- Aðstoðar við taugaboð og vöðvasamdrátt
- Mikilvægt í stjórnun blóðþrýstings
Hvar er Kalíum (potassium) í matvælum ?
- Kartöflur
- Spínat
- Hunangsmelónur
- Vatnsmelónur
- Bananar
- Möndlur
- Valhnetur
- Lambakjöt
- Nýmjólk
- Kaffi
- Te
Ráðlagður dagskammtur af Kalíum á dag
KK: 3,5 g/dag
KVK: 3,1 g/dag
Skortur á Kalíum
- Kemur oftast fram vegna uppkasta, niðurgangs eða notkun þvagræsilyfja
- Léleg inntaka getur aukið einkenni sem fylgja K tapi
- Vöðvaslappleiki, lömun, minnkuð matarlyst, ruglástand
- Ef um alvarlegt tap er að ræða geta orðið hjartsláttartruflanir
Eitrun vegna Kalíum
- óalgengt ef nýrun starfa eðlilega
- vöðvaslappleiki, uppköst og alvarleg eitrun getur valdið hjartastoppi
Klór (Cl) - hlutverk
- Steinefni sem aðstoðar við að viðhalda eðlilegu vökva- og elektrólýtajafnvægi
- Hefur hlutverki að gegna í súrefnisflutningi (rbk)
- Er hluti af saltsýru (HCl) sem er í magasafa og nauðsynlegt fyrir eðlilega meltingu
- Hluti af varnarefnum líkamans (ónæmiskerfinu)
- Er hluti af matarsalti (NaCl) (mestur hluti Cl neyslu okkar kemur þaðan)
Ráðlagður dagskammtur af klóri (Cl) á dag
Ekki sett (lágmarksneysla 750 mg/dag)
- meðalneysla mun hærri eða um og yfir 4500 mg/dag (miðað við 7,5 g af salti)
Skortur af Klóri (Cl) - einkenni
- Uppköst og niðurgangur
- Bulemía (þjást stundum af Cl skorti ásamt skorti á öðrum steinefnum ss. K)
- Ef miklum uppköstum fylgir lítil inntaka af vökva og steinefnum getur það valdið truflunum á sýrustigi í blóði ásamt ofþornun (hjartsláttatruflanir, minnkað blóðflæði til heila, minnkun á súrefnislfutningi, truflanir í öðrum efnaskiptum)
Eitrun varla þekkt
Fosfór (P)
Eitt helsta steinefni í beinum og tönnum.
Hluti af öllum frumum
- hluti af frumuhimnum
- mikilvægur hluti erfðaefnis
- notað í orkuflutningi og í bufferkerfum sem viðhalda sýru/basa jafnvægi
Fosfór (P) - skortur
Skortur í blóði
- oftast vegna undirliggjandi sjúkdóms, lyfjanotkunar eða skorts á D-vítamíni (minnkuð fæðuinntaka, svimi, sársauki í beinum, vöðvaslappleiki)
Fosfór (P) - Eitrun
- Vegna nýrnasjúkdóma, ofneyslu á D-vítamíni eða laxerandi efna sem innihalda P
- P getur bundið kalk (lágt Ca í blóði, krampar)
Hvað getur gerst ef fæði inniheldur mjög mikið af P og lítið af Ca?
Getur stuðlað að beinmissi / beinþynningu
Magnesíum (Mg) - Hlutverk
- Tekur þátt í beinmyndun
- Er hluti af meira en 300 ensímhvörfum
- uppbyggingu proteina ig DNA
- Orkumyndun (ATP) (7 ensím í glýkólýsu þurfa Mg)
Magnesíum (Mg) - Hvar er mesti hluti af Mg í líkamanum og hversu mikil %?
50-60% af Mg í líkamanum er í beinum
Helstu uppsprettur Mg eru úr jurtaríkinu
- Heilkorn (heilhveiti)
- Möndlur
- Soðnar sojabaunir
- Soðnar linsubaunir
- Spínat, kartöflur, bananar
Við vinnslu heilkorns tapast 80% af Mg