Járn Flashcards
Járn (Fe) - eiginleikar
- Getur skipt milli oxunarstiga Fe2+ og Fe3+ með því að flytja electronur til annarra jóna
- þessi eiginleiki gerir Fe mikilvægt í mörgum oxunar-afoxunarhvörfum
- Fe getur einnig verið slæmt af sömu orsökum (hvatar myndun frírra radíakala)
Hver eru aðalhlutverk járns (4 hlutverk)
- Flutningur súrefnis
- Heilastarfsemi
- ónæmisvirkni
- ensím kófaktor eða efnisþáttur
Hlutverk járns í líkama - Súrefnisflutningur
- Járn getur bundið og sleppt súrefnissameindum
- járn er hluti tveggja heme próteina sem flytja súrefni um líkamann (Hemoblobin og myoglobin)
- Járnið gefur blóðinu rauða litinn
- 70-80% járns í líkamanum er bundið hemóglóbíni í rauðum blóðkornum sem flytja súrefni frá lungum til vefja líkamans
- Járn er einnig í mýóglóbíni sem hjálpar til við flutning súrefnis inn í vöðvana
Hlutverk járns í líkama - Ensím
- Hundruðir ensíma þurfa járn sem cofactor í efnahvörfum
- Orkuefnaskipti
- Nýmyndun glúkósa
- Hluti andoxunarensíma (frítt járn er einnig sterkur oxari)
Hlutverk járns í líkama - ónæmiskerfið
Járn er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins
- er þó einnig næringarefni fyrir bakteríur !
Ráðlegur dagskammtur af járni á dag - kk og kvk
KK: 10 mg/dag
KVK: 15 mg/dag
Hvert er daglegt járntap hjá kk og svo kvk?
KK: 1 mg
KVK: 1,5 mg
Frásog og jafnvægisstjórnun
Jafnvægisstjórnun fer fram við upptöku í þörmum sem er yfirleitt aðeins 10-15% þess sem neytt er
- jafnvægisstjórnun er mikilvæg því járn getur verið eitrað í of miklu magni
- Frásog fer eftir járnbúskapi líkamans og þörf fyrir járn
- Getur veirð frá minna en 1% upp í 50%
- ýmsir fæðuþættir sem auka eða minnka frásog
Járn í líkamanum
1. hverju er það bundið?
2 Hvað flytur járnið?
3. hvað geymir járn?
- Bundið próteinum, bæði við flutning milli vefja og við geymslu
- Transferrín flytur járn með blóði til beinmergs og annarra vefja líkamans
- Ferritín og hemosíderín í lifur og beinmerg eru geymsluprótein járns
í hvaða mat er járn að finna?
Mest í kjöti og fiski. Talsvert í baunum, þurrkuðum ávöxtum, dökkgrnænu grænmeti, ýmsu kornmeti og eggjum
Hverjar eru 2 tegundir járna í matvælum? og hvað frásogast betur
- Hem-járn (frásogast betur)
- Hemfrítt- járn
Hvaða 3 tegundir Járna keppast um frásog í þörmum?
Ca, Zn og Fe
Járnskortur
1. Hjá hverjum er það algengast
2. einkenni
Algengasti skortur á einu næringarefni í heiminum
1. Algengara meðal kvenna, smábarna og unglinga
2. minna viðnám gegn sýkingum, fölleiki, slen, þreyta, lélegt kuldaþol, bláleit augnhvíta. skortseinkenni sést löngu fyrir blóðleysi
Járnskortur og börn - Hvað hefur það áhrif á?
- Hjá litlum börnum hefur járnskortur áhrif á frammistöðu í hegðunar- og greindarprófum og getur valdið skertum hreyfiþroska
- Börn með járnskort líklegri til að þjást af svefnleysi og ADHD