D-vítamín Flashcards
Hvar og hvernig myndast D-vítamín ?
D-vítamín myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla
Hversu lengi þarf maður að vera úti í sól til að fá nóg af D-vítamíni?
10-15 mín af sól x3 í viku - en bara yfir sumarmánuðina á Íslandi !
Hvenær og hvernig minnkar hæfnin til að framleiða D-vítamín?
með aldri og sólarvörn
Hver er uppspretta D-vítamíns?
- Feitur fiskur (t.d lax, silungur, síld, sardínur, lúða)
- Fiskiolíur (þorskalýsi og krakkalýsi)
- Smjör, eggjarauða
- íbætt morgunkorn
- íbættar mjólkurvörur
- íbættar jurtaolíur
Skortur á D-vítamíni
- Skortur á D-vítamíni hægir á myndun próteins sem eykur upptöku kalks í þörmum (beinkröm og beinmeyra)
- Jafnvel þó nóg kalk sé í fæðinu þá er það ekki tekið upp og beinin fá ekki nóg
- Aðeins um 10-15% af kalki í fæðu er tekið upp í þörmum ef lítið er af D-vítamíni í líkamanum
Hvert er hlutverk D-vítamíns í líkamanum?
- Tekur þátt í að stýra kalkbúskap líkamans
- Örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði
- nauðsynlegt fyrir uppbyggingu og viðhald beina
Vísbendingar um að D-vítamín geti haft jákvæð áhrif á aðra heilsutengda þætti
t.d dregið úr líkum á krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, sjálfofnæmissjúkdómum, sýkingum og aukið vöðvastyrk
D-vítamínskortur veldur …. í börnum
Beinkröm
Hvað er beinkröm?
- Bein
- Vöðvar
Bein
- ónóg kölkun beina leiðir til boginna leggja og minnkaðs vaxtar
- Stækkun beinenda langra beina (hné, úlnliður)
- Afmyndun rifja (bogin með hnúðum)
- Seinkun lokunar höfuðmóta leiðir til stækkunar höfuðs
Vöðvar
- slakir
- útstæður kviður
- Vöðvakrampi (spasm)
D-vítamínskortur veldur …. hjá fullorðnum
Beinmeyru
Hvað er Beinmeyra?
- Bein verða mjúk og bogna
- Aukin hætta á beinbrotum í mjöðmum, hrygg og öðrum beinum
- Aukin hætta hjá einstaklngum með sjúkdóma í maga, nýrum, gallblöðru, lifur eða þörmum
- Beingisnun, aukið umbrot beina og aukin hætta á beinbrotum
Hvað gerist við ofneyslu D-vítamíns?
- Hækkar styrk kalks í blóði
- Minni hæfni nýra til að styrkja þvag, leiðir til mikillar migu og þorsta
- útfellingar kalks í mjúkum vefjum, t.d nýrum, æðum, hjarta og lungum
- Áhrif á MTK, þunglyndi
Hver eru einkenni ofneyslu D-vítamíns?
- Flökurleiki
- Uppköst
- Lystarstol
Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns ?
- Efri mörk hjá fullorðnum ?
- Efri mörk hjá börnum ?
RDS er 15 µg/dag
- Efri mörk fullorðinna: 100 µg/dag
- Efri mörk barna: 25 µg/dag