Lokapróf 2020 Flashcards

1
Q

100g af vöru inniheldur 8g af fitu, 9g af proteinum og 6 grömm af kolvetnum. Hvað gefa 80 grömm af vörunni margar hitaeiningar? (niðurstöður eru rúnaðar af heilum hitaeiningum )
a) 130 kkal
b) 108 kkal
c) 106 kkal
d) 132 kkal

A

c) 106 kkal
- 8x9 + 9x4 + 6x4 = 132 kkal í 100 g
- 132 x 0,80 = 105,6 => 106 kkal í 80 g

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

100 g af vöru inniheldur 4g af fitu, 5g af proteinum og 4g af kolvetnum. Hvað gefa 80g af vörunni margar hitaeiningar? (niðurstöður eru rúnaðar af að heilum hitaeiningum)
a) 58 kkal
b) 50 kkal
c) 72 kkal
d) 130 kkal

A

a) 58 kkal
- 4x9 + 5x4 + 4x4 = 72 kkal í 100g
- 72 x 0,80 = 57,6 => 58 kkal í 80g

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

100 g af vöru inniheldur 4g af fitu, 5g af proteinum og 4g af kolvetnum. Hvert er hlutfallslegt framlag fitu af heildarorkuinnihaldi vörunnar?
a) 50%
b) 28%
c) 31%
d) 55%

A

a) 50%
- 72 kkal í 100g
- Fita 4x9 = 36 kkal í 100g
- 36/72 = 0,5 x 100 = 50%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

100g af vöru inniheldur 20g af fitu, 5g af proteinum og 9g af kolvetnum. Hvert er hlutfallslegt framlag fitu af heildarorkuinnihaldi vörunnar?
a) 50%
b) 55%
c) 89%
d) 76%

A

d) 76%
- 236 kkal í 100g
- fita 20x9 = 180 kkal í 100g
- 180 / 236 = 0,76 x 100 = 76%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Áætlið heildarorkuþörf fyrir karlmann út frá eftirfarandi upplýsingum: Hæð 185cm, Þyngd 77kg, Aldur 25 ára, PAL 1,6.
Grunnþörf karlmenn = 66 + 13,7 Þ + 5,0 H – 6,8 A
Þ= þyngd í kg, H = hæð í cm, A = aldur í árum

a) 1876 kkal/dag
b) 3564 kkal/dag
c) 3302 kkal/dag
d) 3001 kkal/dag

A

c) 3302 kkal/dag

Heildarorkuþörf = grunnþörf x PAL x hitaáhrif næringar (1,1)

  1. Grunnþörf = 66 + 13,7 x 77 + 5,0 x 185 - 6,8 x 25 = 1875,9
  2. Heildarorkuþörf = 1875,9 x 1,6 x 1,1 = 3301,58 => 3302 kkal/dag
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvert af eftirfarandi vítamínum eru flokkuð sem B-vítamín?

a) B17-vítamín, PABA og þiamín
b) PABA, níasín og pantóþensýra
c) Ríbóflavín, biotín og pergamentsýra
d) Níasín, ríbóflavín og þíamín

A

d) Níasín, Ríbóflavín og þíamín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Beri-beri er sjúkdómur sem tengist skorti á

a) Níasíni (B3)
b) Ríbóflavín (B2)
c) Þíamíni (B1)
d) Kóbalamíni (B12)

A

c) Þíamíni (B1)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hversu stórt hlutfall af járni frásogast í smáþörmum manna undir venjulegum kringumstæðum á blönduðu fæði (Bæði úr jurta- og dýraríkinu)?

a) 50-60%
b) 90-95%
c) 2-5%
d) 10-15%

A

d) 10-15%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvers vegna eru grænkerar (vegan) í áhættuhóp fyrir að skorta B12 vítamín?

a) Hátt trefjainnihald grænkerafæðis orsakar að minna magn vítamínsins er geymt í lifur
b) Hátt trefjainnihald grænkerafæðis orsakar aukinn útskilað af vítamíninu
c) Grænkerafæði hindrar frásog á vítamíninu
d) Grænkerafæði inniheldur ekki nægjanlegt magn af vítamíninu

A

d) Grænkerafæði inniheldur ekki nægjanlegt magn af vítamíninu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvaða vítamín er hluti af Coensím-A

a) Ríbóflavín
b) Fólasín
c) Bíótín
d) Pantóþensýra

A

d) Pantóþensýra

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Skortseinkenni geta komið fram eftir aðeins 10 daga á ófullnægjandi fæði og lýsa sér í vöðvaslappleika, minnkaðri matarlyst og jafnvel taugalömun. Við hvaða vítamí á þessi lýsing?

a) Ríbóflavín (B2)
b) Þíamín (B1) – beri beri
c) Kóbalamín (B12)
d) Níasín (B2)

A

b) Þíamín (B1) - beri beri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

þessi vítamín eiga það sameiginlegt að vera mikilvæg fyrir eðlilega blóðmyndun

a) Fólsýra, B6 og þíamín
b) B12, þíamín og fólsýra
c) Þíamín, B6 og ríbóflavín
d) B6, fólsýra og B12

A

d) B6, fólsýra og B12

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Skorti K-vítamín í fæðuna getur það myndast í líkamanum

a) Úr beta-karóteni
b) Úr k-forvítamíni
c) Með aðstoð sólarljóss
d) Með aðstoð baktería í þörmum

A

d) Með aðstoð baktería í þörmum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Skortur á hvaða vítamíni hægir a myndun proteinsins sem eykur upptöku kalks í þörmum ?

a) D vítamíni
b) K vítamíni
c) A vítamíni
d) E vítamíni

A

a) D-vítamíni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvert af eftirtöldu á ekki við um fosfór (P)?

a) Mikilvægur hluti próteina
b) Er mikilvægur hluti af erfðaefni
c) Eitt helsta steinefni í beinum
d) Mikið í unnum matvælum

A

d) mikið í unnum matvælum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað af eftirfarandi á við um fituleysanleg vítamín?

a) Þau eru flest mynduð af bakteríum í þörmunum
b) Skorteinkenni koma ekki fram fyrr en eftir mörg ár á ófullnægjandi fæði
c) Umframmagni er skilað út um nýrun
d) Hætta á eitrun er meiri fyrir E- og K-vítamín en hin fituleysanlegu vítamínin

A

b) skortseinkenni koma ekki fram fyrr en eftir mörg ár á ófullnægjandi fæði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvert af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG varðandi vítamín?

a) Vítamín eru lífsnauðsynleg lífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í litlu mgni fyrir eðlileg efnaskipti og starfsemi líkamans
b) Matreiðsla og hiti geta skemmt/eyðilagt vítamín
c) Sumir einstaklingar hafa gagn af því að nota vítamín sem bætiefni, ef þeir fá ekki nóg með fæðu
d) Vítamín eru lífsnauðsynleg ólífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í miklu magni á hverjum degi

A

d) Vítamín eru lífsnauðsynleg ólífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í miklu magni á hverjum degi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir eldra fólk en sjötugt er

a) 15 ug á dag
b) 20 ug á dag
c) 20 mg á dag
d) 1000 AE á dag

A

b) 20 ug á dag

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvert af eftirtöldu bætir nýtingu kalks úr fæðu?

a) C-vítamín
b) Laktósi
c) Fýtín sýra
d) Trefjar

A

b) Laktósi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Eftir því sem best er vitað er A-vítamín ekki mikilvægt fyrir

a) Blóðstorkun
b) Myndun sjónlitarefnis
c) Vöxt beina og tanna
d) Viðhald slímhimna

A

a) Blóðstorknun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað borðar meðal Íslendingurinn mikið af trefjum samkvæmt síðustu Landskönnun frá 2010/11

a) 3 g/dag
b) 20 g/dag
c) 17 g/dag
d) 25-35 g/dag

A

c) 17 g/dag

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Karóteinóíð er að finna í mestu magni í

a) Mjólkurvörum, kjöti, fiski og örðum próteinríkum afurðum
b) Kornvörum, baunum, hnetum og fræjum
c) Gulrótum, rauðri papriku, sætum kartöflum, spínati og brokkáli
d) Lifur, lýsi, mjólkurvörum og eggjarauðum

A

c) Gulrótum, rauðri papriku, sætum kartöflum, spínati og brokkáli

23
Q

Skortur á vítamíninu veikir bein og þau verða einnig þykkari en eðlilegt er. í beinvexti gegnir vítamínið hlutverki við að eyða þeim hluta beina sem ekki er þörf á svo þau geti lengst frekar. Við hvaða vítamín er átt við?

a) K vítamín
b) A vítamín
c) D vítamín
d) E vítamín

A

b) A vítamín

24
Q

Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG varðandi fólinsýru ?

a) Mikið magn af fólinsýru getur falið skort á B12 vítamíni
b) Ráðlagður dagskammtur fyrir karla er hærri en fyrir konur
c) Of lítil neysla hennar á meðgöngu tengist auknum líkum á fósturgalla
d) Fólinsýra gegnir mikilvægu hlutverki í DNA myndun og efnaskiptum

A

b) Ráðlagður dagskammtur fyrir karla er hærri en fyrir konur

25
Q

Tengið saman (tafla )

  • Antiscorbutic factor
  • Microcytic hypochromic anemia
  • Intrinsic factor
  • Megaloblastic anemia
  • C vítamín
  • Fólsýra
  • B6
  • B12
A

Antiscorbutic factor – C vítamín
Microcytic hypochromic anemia – B6
Intrinsic factor – B12
Megaloblastic anemia – Fólsýra

26
Q

Neysla á hvaða karóteinóíði hefur verið tengd við minni hættu á blöðruhálskirtilskrabbameini

a) Beta-karótín
b) Lútein
c) Lýkópen
d) Zeaxantin

A

c) Lýkópen

27
Q

Vítamínið stuðlar að sérhæfingu þekjuvefsfrumna og slímkirtilsfrumna og skortur getur leitt til þurrs og óvirks þekjuvefs. við hvaða vítamín er átt?

a) E vítamín
b) K vítamín
c) D vítamín
d) A vítamín

A

d) A vítamín

28
Q

Hvað af eftirtöldu gerist ekki þegar kalkstyrkur í blóði eykst?

a) Kalsitónín er losað úr skjaldkirtli og hindrar virkjun D-vítamíns
b) Kalklosun úr beinum er aukin
c) Meltingarvegur frásogar minna kalk
d) Nýru skilja út meira kalk

A

a) Kalsitónín er losað úr skjaldkirtli og hindrar virkjun D vítamíns

29
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er RÖNG?

a) K vítamín gegnir hlutverki í karboxýleringu osteókalsíns í beinum
b) Aukin hætta er á beinbrotum þegar K-vítamín í blóði er hátt
c) Án K-vítamíns myndast óeðlilegt prótein sem ekki getur bundið kalsíum
d) K-vítamín er nauðsynlegt fyrir virkjun nokkurra blóð-storkupróteina meðal þeirr er pró-þrombín

A

b) Aukin hætta er á beinbrotum þegar K-vítamín í blóði er hátt

30
Q

Hvaða þættir draga úr upptökum femfris (nonhem-) járns úr fæðu?

a) Fýtöt (fýtínsýra/-ur), trefjar, kalk og tannín
b) Fýtöt (fýtínsýra/-ur), trefjar, oxalöt og magasýra
c) Fýtöt (fýtínsýra/-ur), trefjar, kalk, MFP-þáttur og koffein
d) Fýtöt (fýtínsýra/-ur), trefjar, oxalöt, C-vítamín, tannín, kalk og fosfór

A

a) Fýtöt (fýtínsýra/-ur), trefjar, kalk og tannín

31
Q

Hver er lágmarksinntaka af proteinum á dag fyrir heilbrigðan fullorðinn einstakling, óháð kyni og aldri

a) 0,8 g/kg/sólarhring
b) 0,5 g/kg/sólarhring
c) 1,5 g/kg/sólarhring
d) 1,2 g/kg/sólarhring

A

a) 0,8 g/kg/sólarhring

32
Q

Mataræði Jónu gefur henni að meðaltali 70 mg af C-vítamíni á dag. Ráðlagður dagskammtur fyrir C-vítamín eru 75 mg/dag. Hver eftirfarandi fullyrðinga er réttust?

a) Hún ætti að taka inn 500 mg af C-vítamíni á dag til að vera viss um að fullnægja þörfum líkamans fyrir C-vítamíni
b) Hún fær nóg af C-vítamíni því dreifingin á neyslunni er svo lítil
c) Hún fær of lítið af C-vítamíni til að fullnægja þörfum sínum fyrir C-vítamín
d) Líklegt er að hún fullnægi þörfum sínum fyrir C-vítamín með núverandi mataræði en æskilegt væri að auka neyslu á C-vítamínríkum matvælum

A

d) Líklegt er að hún fullnægi þörfum sínum fyrir C-vítamín með núverandi mataræði en æskilegt væri að auka neyslu á C-vítamínríkum matvælum

33
Q

Pellagra er sjúkdómur sem getur komið fram við skort á

a) Níasíni (B3)
b) Þíamíni (B1)
c) Kóbalamíni (B12)
d) Ríbóflavíni (B2)

A

a) Níasíni (B3)

34
Q

Hver af eftirfarandi fullyrðingum er röng um sink?

a) Frásog á sinki veltur á sínkbúskap, sínkþörf, sínkstyrk í matnum og hvort samkeppni sé til staðar um frásog
b) Sínk ásamt kopar eru lykilefni í superoxide dismutasa
c) Hugsanlega ástæða þess að sínk er svona mikilvægt fyrir eðlilegan vöxt barna er þáttka sínsk í nýmyndun DNA og RNA
d) Albúmín bindur sink í frumum smáþarma

A

d) Albúmín bindur sink í frumum smáþarma

35
Q

Hvað kallast geymsluform fitu í líkamanum ?

a) Kólesteról
b) Glýkógen
c) Þríglýseríð
d) Amínósýrur

A

c) þríglýseríð

36
Q

Hvert af eftirfarandi fullyrðingum varðandi protein er RÉTT?

a) Prótein eru raðir af kolvetnum
b) Prótein eru raðir af amínósýrum og fitusýrum
c) Til eru hundruð mismuandi amínósýra í líkamanum sem svo byggja upp prótein
d) Prótein eru amínósýruraðir

A

d) Protein eru amínósýruraðir

37
Q

Of mikið magn af hvaða vítamíni gæti valdi óafturkræfum taugaskemmdum?

a) Kóbalamín (B12)
b) Fólsýru
c) B6
d) Ríbóflavín (B2)

A

c) B6

38
Q

Hvað af eftirfarandimyndi benda til D-vítamínskorts?

a) Bognir fætur
b) Rof rauðra blóðkorna
c) Óeðlilega hátt kalk í blóði
d) Tíðar öndunarfærasýkingar

A

c) óeðlilega hátt kalk í blóði

39
Q

Hvaða eftirfarandi fullyrðing varðandi sérkenni á fæði Íslendinga árið 1990 er RÖNG ?

a) Brauð- og kornneysla var meiri á Íslandi árið 1990 en hjá flestum nágrannaþjóðum á Norðurlöndum
b) Almenn var fæðið árið 1990 prótein- og fituríkt
c) Fiskneysla var óvenju mikil meðal Íslendinga árið 1990 borið saman við aðrar Evrópuþjóðir
d) Mjólkurneysla var almennt mikil með Íslendinga árið 1990

A

a) Brauð- og kornneysla var meiri á Íslandi árið 1990 en hjá flestum nágrannaþjóðum á Norðurlöndum

40
Q

Merkið við eina RÉTTA fullyrðingu varðandi ráðleggingar um hlutfall orkuefna. Norrænu ráðleggingarnar mæla með því að hlutfall orkuefna sé:

a) 15-20% prótein, 45-60% kolvetni og 25-45% fita
b) 15-20% prótein, 40-50% kolvetni og 25-40% fita
c) 10-20% prótein, 40-60% kolvetni og 25-40% fita
d) 10-20% prótein, 45-60% kolvetni og 25-35% fita

A

c) 10-20% protein, 40-60% kolvetni og 25-40% fita

41
Q

í hvaða matvörum finnum við helst fásykrur (ólígósakkaríð)?

a) Heilu korni og afurðum þess
b) Baunum og linsum
c) Rótargrænmeti
d) Ávöxtum

A

b) Baunum og linsum

42
Q

Spurt er um ráðlagðan dagskammt (RDS) fyrir D-vítamín. Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÉTT?

a) Ráðlagður dagskammtur fyrir D-vítamín er hærra fyrir aldraða en fyrir börn eða fólk á miðjum aldri
b) Neysla sem samsvarrar RDS fyrir D-vítamín, tryggir að styrkur 25(OH)D í blóði sé yfir 50 nmól/L hjá heilbrigðum, vel nærðum einstaklingum
c) Ráðlagður dagskammtur fyrir D-vítamín er hærri fyrir fólk með dökka húð en ljósa
d) Neysla á ráðlögðum dagskammti fyrir D-vítamín verður best tryggður með því að neyta hollrar og fjölbreyttrar fæðu

A

a) Ráðlagður dagskammtur fyrir D-vítamín er hærra fyrir aldraða en fyrir börn eða fólk á miðjum aldri

43
Q

Hver af eftirfarandi fullyrðinga varðandi trefja er RÖNG?

a) Trefjar finnast bara í fæðu úr jurtaríkini
b) Trejfar eru fjölsykrur (polysaccarides)
c) Trefjar nýtast þarmaflórunni í ristli
d) Trefjar eru með alfa tengi og því ómeltanleg að mestu

A

d) Trefjar eru með alfa-tengi og því ómeltanleg að mestu

44
Q

Ómega-6 fitusýrur eru dæmi um:

a) Mettaðar fitusýrir
b) Fjölómettaðar fitusýrur
c) Einómettaðar fitusýrur
d) Trans fitusýrur

A

b) Fjölómettaðar fitusýrur

45
Q

Næringarefnið tekur þátt í að stilla líkamshita, efnaskiptahraða, æxlun og vöxt auk framleiðslu rauðra blóðkorna, virkni tauga og vöðva. Við hvaða næringarefni á þessi lýsing?

a) Joð
b) Selen
c) Magnesíum
d) Kopar

A

a) Joð

46
Q

Hver eru tengsl beta-karótens og A-vítamíns?

a) Bæði virka sem einskonar hormón í líkamanum
b) A-vítamín getur breyst í beta-karóten í líkamanum
c) Beta-karóten getur komið í stað A-vítamíns í efnaskiptaferlum líkamans
d) Í líkamanum getur beta-karóten einnig orðið að tveimur A-vítamín einingum

A

d) í líkamanum getur beta-karóten einnig orðið að tveimur A-vítamín einingum

47
Q

Hvaða eftirfarandi fullyrðing er RÖNG varðandi D-vítamín?

a) Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir börn frá 1-2 tveggja vinka aldri á Íslandi er 10ug á dag
b) Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir aldraða á Íslandi er 20ug á dag
c) Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir fullorðna á Íslandi er 15ug á dag
d) Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir ungt fólk (15-20 ára) á Íslandi er 25ug á dag

A

d) Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir ungt fólk (15-20 ára) á Íslandi er 25 ug á dag

48
Q

þú ert að fara af stað með rannsókn á járnbúskap ungra kvenna. Hvaða mælingar myndir þú velja til að meta járnbúskapinn?

a) Hemóglóbín, s-ferritín og transferritín-viðtakar
b) Hemóglóbín, s-ferritiín og albúmín
c) Hemóglóbín, hemósíferín og móbílferrín
d) Hemóglóbín, s-ferritín og metallóþíónen

A

a) Hemóglóbín, s-ferritín og transferritín-viðtakar

49
Q

Hver eru einkenni lífsnauðsynlegra amínósýra?

a) Þær geta myndast úr fitu í líkamanum
b) Þær innihalda efnahóp sem kallast lífskraftur
c) Þær geta myndast úr öðrum amínósýrum í líkamanum
d) Þær þurfa að berast í líkamann með fæðu

A

d) þær þurfa að berast í líkamann með fæðu

50
Q

Við hvaða vítamín á þessi lýsing: Tekur þátt í kollagen myndun og myndun efnasambanda á borð við carnitine, epinephrine og serotonin

a) Kóbalamín (B12)
b) Þíamín (B1)
c) Fólsýru
d) C-vítamín

A

d) C vítamín

51
Q

Eitt af eftirfarandi einkennir mataræði Íslendinga er lítil neysla á heilkorni. Á hvaða hátt geta eftirfarandi þættir haft áhrif á neyslu Íslendinga á heilkorni. Tilgreinið eitt dæmi í hverjum lið fyrir sig

a) Líffræðilegir þættir
b) Persónuleg reynsla
c) Félagslegir áhrifaþættir
d) Framboð og aðgengi
e) Stjórnmál og/eða sveitastjórnir
f) Fjölmiðar

A

?

52
Q

Á myndinni sést innihaldslýsing fyrir tortillur með BBQ kjúkling. Hvaða upplýsingum er framleiðandi vörunnar að miðla til neytenda í þessari innihaldslýsingu? (ATH að ekki er óskað eftir upptalningu á því sem þarna stendur, heldur er óskað eftir svari í almennum orðum um það hvaða upplýsingar megi lesa út úr innihaldslýsingunni)

A

Á myndinni sjást innihaldsefni Tortilla með BBQ kjúklingi.
- Ofnæmisvaldarnir eru merktir með skýrum hætti og svo aðgreindir með feitletrun.
- Aukaefnin eru merkt með flokksheiti sem lýsir tilgangi með notkun og E-númeri eða heiti aukaefna.
- Í lok textans er svo bætt við feitletrað ,,gæti innihaldið snefil af sesamfræjum og hnetum’’ það er oft bætt við innihaldslýsingu ef varan er framleidd á sama stað sem innihalda ofnæmisvalda (eins og sesam+hnetur)

53
Q

Hér að neðan má sjá valdar niðurstöður neyslukönnunar, auka almennra upplýsinga um fæðuval og líðan unglingstúlku (14 ára). Hún er 162 cm á hæð og 54 kg. Heildarorkuneysla hennar er að meðaltali 2300 kkal/dag.
Hlutfall kolvetna af heildarorku 54%
Neysla á viðbættum sykri er 65 grömm á dag
Trefjaneysla er 18 grömm á dag
Stúlkan borðar sjaldan morgunverð, en hefur þó tekið lýsi á hverjum morgni frá því hún var barn. Hún er matvönd og borðar lítið í aðalmáltíðum dagsins, en leitar mikið í mjólkurvörur (skyr, jógurt, Hámark, Hleðslu og þess háttar vörur). Á hverjum degi drekkur hún tvær dósir af Nocco (105 mg koffein í hvorri dós). Undanfarið hefur hún kvarfað yfir þreytu og svima
Svarið eftirfarandi spurningum út frá gefnum forsendum (þeim upplýsingum sem gefnar ereu hér að ofan) Rökstyðjið svöin:

a) Er kolvetnaneysla stúlkiunnar í samræmi við ráðleggingar?
b) Hvaða næringarskort er líklegast að stúlkan gæti greinst með?
c) Er líklegt að neysla stúlkunnar á Nocco geti að hluta til skýrt þreytu sem hún er að upplifa?

A

a) Ráðlagt er að kolvetni veiti á bilinu 45-60% af orkunni - þannig já hun er innan marka

b) Mikil mjólkurneysla ekki æskileg því þá eru líkur á að fæðið verði einhæft og skorti trefjar og önnur holl efni.

c) erfitt er að segja til um efri mörk einstaklinga á neyslu koffíns vegna þess að fólk er misviðkvæmt fyrir því. En hún er mjög létt og ung.
Bráð eitrunareinkenni (magaverkir, svefnleysi, höfuðverkur, flensueinkenni og jafnvel flog) geta komið fram við neyslu allt frá um 750 mg af koffíni hjá 70 kg fullorðnum einstaklingi.