Orkugefandi næringarefni - SKOÐA HJÁ SONJU Flashcards
Orkugefandi næringarefni = Orkuefnin
Kolvetni (4 kkal/g)
Fita (9 kkal/g)
Prótein (4 kkal /g)
Afhverju er alkóhól næringarefni?
Ekki lífsnauðsynlegt næringarefni, þurfum að vita að það veitir orku ( 7 kkal/g).
Meðal íslendingur fær 2% af heildarorku úr alkóhóli.
Hvaða næringarefni finnum við í mat?
- Kolvetni ( 4 kkal/g)
- Fita ( 9 kkal/g)
- Protein (4 kkal/g)
- Alkóhól (7 kkal/g)
- Steinefni
- Snefilefni
- Vítamín
Hvaða efni eru í matnum frá náttúrunnar hendi? 2 týpur
Lífræn virk efni og eiturefni eru í matnum frá náttúrunnar hendi
1. Náttúruleg heilsusamleg efni - hollefni (t.d flavoníðar sem eru t.d í grænmeti og hafa jákvæð áhrif)
2. Náttúruleg eiturefni - (t.d í rúsínum er smá magn af sveppaeitri sem myndast í matvælinu sjálfu)
Efni sem ekki eru í matnum af náttúrulegum ástæðum
- íbætiefni / bragðefni etc
- mengunarefni
- efni sem myndast við matvælavinnslu
Hver eru hlutverk kolvetna í líkamanum ?
- Orkugjafi
- Byggingarefni
- Eiturefnaútskilnaður
Hver eru hlutverk kolvetna í líkamanum ? - Orkugjafi
- Glúkósi- orkugjafi fyrir flestar frumur líkamans
- ,,Preferred fluel’’ fyrir heila (140 g/dag), rauð blóðkorn, taugakerfið, fylgju og fóstur
Hver eru hlutverk kolvetna í líkamanum ? - Byggingarefni
- Niðurbrotsefni kolvetna notuð í myndun amínósýra
- Glyceról
- Kjarnsýrur (DNA, RNA)
Hver eru hlutverk kolvetna í líkamanum ? - Eiturefnaútskilnaður
Glúkúróníksýra
- Glúkúrónísýra er sykursýra sem verður til í lifrinni úr glúkósa. Hún er mjög vatnsleysanleg og getur bundist efnum sem þurfa að fara um og út úr líkamanum, svo sem hormónum, lyfjum og eiturefnum. þannig skiptir glúkúróníksýra máli fyrir hreinsun eiturefna úr líkamanum.
Hvert er hlutverk fitu í líkamanum?
- Fituvefur –> orkuforði
- Hluti af öllum frumuhimnum
- Vernd innri líffæra
- Einangrun
- Fita í fæði veitir orku og lífsnauðsynlegar fitusýrur
- Fitunni fylgja fituleysanleg vítamín (A, D, E, K)
- Gefur bragð og áferð –> við höfum líffræðilega mótaða tilhneigingu til að sækja í fituríkan mat
Hvert er hlutverk proteina í líkamanum?
- Gegna margvíslegu hlutverki
- Proteinskortur hefur áhrif á fjölmörg líffærakerfi
- Gegna hlutverki í byggingu og strúktúr frumna
- Ensímum
- Geta verið hormón
- Eru hlutar af antibodies
- Taka þátt í vökvajafnvægi líkamans
- Sýru- og basa jafnvægi
- Hlutar af ferjum inn og út úr frumum
- Taka þátt í flutningi um líkama o.fl
Protein sem hormón
Hormón eru mynduð í innkirtlum og eru flutt með blóðrás til annarra líkamshluta þar sem þau hafa áhrif á líkamsstarfsemi.
Sum hormón eru prótein:
- Insúlín
- Thyroid-stimulating hormone (TSH)
- Leptín
Protein sem hormón - Insúlín
1. Hvar er það framleitt?
2. Hlutverk þess?
- Framleitt í brisi
- Blóðsykurstjórnun
Protein sem hormón - TSH
1. Hvar er það framleitt?
2. Hlutverk þess?
- Framleitt í skjaldkirtli
- Stjórnun efnaskiptahraða
Protein sem hormón - Leptín
1. Hvar er það framleitt?
2. Hlutverk þess?
- Framleitt í fituvef
- Tekur þátt í stjórnun líkamsþyngdar
Tengsl proteins við ónæmiskerfið
- Mótefni: frumur sem ráðast á eða ,,merkja’’ bakteríur og vírusa þannig að þeim sé eytt í líkamanum
- Protein geta verið ofnæmisvaldar
- í proteinskorti myndast ekki nægjanlegt magn mótefna
- Árlega deyja milljónir manna úr sýkingum sem má rekja til proteinskorts (börn séerstaklega viðkvæm)
Protein sem orkugjafi
- Protein: 4 kkal/g
- Líkaminn reynir að spara protein (notar aðaleg kolvetni og fitu sem orkugjafa)
- Líkaminn notar protein sem orkugjafa þegar: fastandi, sjúkdómar, kolvetnasnautt fæði, langar æfingar
Bygging kolvetna
Kolvetni eru lífræn efni sem hafa það sameiginlegt að vera byggð úr (CH2O)n
Flokkun kolvetna - 2 flokkanir
Flokkuð eftir keðjulengd eða eftir hæfni til meltingar og frásogs í smáþörmum.
Flokkun kolvetna - Eftir keðjulengd
Einföld kolvetni:
- Einsykrur (mónósakkaríð) - ein sameind - ein lengja
- Tvísykrur (dísakkaríð) - 2 sameindir
Flókin kolvetni:
- Fásykrur (ólígósakkaríð) - 3-10 sykureiningar fastar saman
- Fjölsykrur (pólýsakkaríð) - 10 eða fl fastar saman
Flokkun kolvetna - Eftir hæfni meltingar og frásogs í smáþörmum
- Alfa-tengi: orkugefandi kolvetni (meltingarensím kljúfa alfa-tengi)
- Beta-tengi: trefjar (meltingarensím kljúfa EKKI beta-tengi)
Einföld kolvetni
Einsykrur - mónósakkaríð
- Glúkósi (þrúgusykur)
- Frúktósi (ávaxtasykur)- í ávöxtum
- Galaktósi
Tvísykrur - dísakkaríð
- Súkrósi (glúkósi + fúktósi) - t.d í hvítum sykri, púðursykri, sírópi
- Laktósi (glúkós + galaktósi) - t.d i mjólk og mjólkurafurðum
- Maltósi (glúkósi + glúkósi) (2 glúkósaeiningar)
Fásykrur (ólígósakkaríð)
- 3-10 einsykrur
- ólígósakkaríð eru fyrst og fremst í baunum og linsubaunum
- líkaminn getur ekki brotið niður fásykrur en bakteríur í meltingarvegi brjóta þá niður og mynda gas
- móðurmjólk inniheldur <100 mismunandi fásykrur (gegna svipuðu hlutverki og trefjar fyrir fullorðna (þarmaflóran o.fl), vernda barn gegn sýkingum))
Fjölsykrur (pólýsakkaríð)
Geta verið uppbyggð af þúsundum sykureiningum, einsykra sem eru tengdar saman með efnatengjum.
- Sterkja (alfa-tengi):
- Glýkógen (alfa-tengi)
- Trefjar (beta-tengi)
Fjölsykrur (pólýsakkaríð) - Sterkja (alfa-tengi)
Hluti sterkju meltist ekki og kallast resistant starch, stundum flokkað með trefjum
Fjölsykrur (pólýsakkaríð) - Glýkógen (alfa-tengi)
kolvetnaforði líkamans í lifur og vöðvum
- kolvetnaforðar eru litlir (2000 kkal)
- Heldur blóðsykri stöðugum
Fjölsykrur (pólýsakkaríð) - Trefjar (beta-tengi)
Hluti jurtafruma sem ekki eru brotnir niður af ensímum í smáþörmum mannsins. (nýtast því ekki (eða lítið) sem orka, 2 kcal/g)
- Bakteríur í ristli brjóta niður að hluta til
trefjar eru breytilegar að gerð, flokkaðar eftir byggingu eða leysanleika þeirra í vatni