E og K vítamín Flashcards
Virkni E-vítamíns
- Stöðgar frumuhimnu og ver gegn stakeindum
- Verndar lungu gegn oxunar- skemmdum af völdum umhverfis-mengunar
- Getur hjálpað til við að vernda DNA gegn skemmdum
- Getur hjálpað til við að vernda fitu og LDL gegn oxun
- Hjálpar til við verndun augna, lifrar, brjósta- og vöðvavefs. Hjálpar til við að viðhalda beta-Karótín andoxunarvirkni.
E-vítamín er andoxari
- Ein aðalvörnin gegn áhrifum sindurefna (free radicalss)
- Stöðvar keðjuvirkni sindurefna
- Verndar fjölómettaðar fitusýrur gegn oxun
- Verndar A-vítamín gegn oxun
Í hvaða fæðu er E-vítamín?
- Mikið í jurtaolíum
- Einnig í grænu laufmiklu grænmeti, heilu korni, lifur, hnetum og fræjum
- Eyðilegst við hitun, vinnslu og geymslu
Skortur á E-vítamíni
- Sjaldgæft að skortur sé á E-vítamíni nema þegar fituupptaka er skert
- Veldur sundrun frumuhinu RBK, líklega vegna oxunar fjölómettaðra fitusýra í himnunni
- Sést helst í fyrirburum, sem fæðast áður en flutningur E-vítamíns til fósturs fer fram (á síðustu vikum meðgöngu)
- Langvarandi skortur veldur taugavandamálum, hefur áhrif á mænu og úttaugar
- Skortseinkenni koma ekki fram hjá fullorðnum nema skert upptaka hafi verið til staðar í 5-10 ár
Mjög háir skammtar af E-vítamíni geta:
- Hindrað blóðstorkuvirkni K-vítamíns
- Aukið áhrif lyfja sem notuð eru til að hindra blóðstorku
Hver eru helstu K-vítamínin og hvar eru þau?
K1 - Phyllókvínón: í grænu grænmeti
K2 - Menakvínón: í matvælum úr dýraríki og myndað af bakteríum í þörmum
K3 - Menadíón: myndað á rannsóknarstofu (syntetískt)
Hvert er hlutverk K-vítamíns?
- Gegnir hlutverki í blóðstorku
- Nauðsynlegt fyrir virkjun nokkurra blóð-storkuproteina meðal þeirra er pró-þrombín
- Ef einhvern storkuþáttinn vantar veldur það blæðingu
Hvað gæti gerst ef K-vítamín í blóði er lágt?
aukin hætta á beinbrotum
K-vítamín í fæðu
Aðallega í:
- Grænu laufmiklu grænmeti (spínat, brokkál)
- Káli
- Lifur
- sojabauna, canóla- og olífolíu
Minna í:
- Smjöri
- Eggjarauðum
- Osti
- Tófú
Hvað getur brotið K-vítamín niður?
Ljós
Hvenær gæti K-vítamínskortur orðið?
- Ef fituupptaka er skert
- Við langvarandi sýklalyfjameðferð (bakteríum sem mynda K-vítamín í þörmum eytt)
- A- og E- vítamín í stórum skömmtum geta unnið gegn virkni K-vítamíns (A-vítamín hindrar upptöku í þörmum og E-vítamín vinnur gegn storkuvirkni)
Mikilvægt er fyrir einstaklinga á blóðþynningu að neysla K-vítamíns sé stöðug
Skortur getur komið fram í nýburum, sértaklega þeim sem eru á brjóstamjólk….. afhverju?
- Engar bakteríur í þörmum við fæðingu, tekur tíma fyrir bakteríur að setjast að og hefja myndun K-vítamíns
- Fá lítið K-vítamín úr fæðu
- Til að koma í veg fyrir blæðingarsjúkdóm í nýburum er þeim gefið K-vítamín við fæðingu, fullnægir þörf þeirra í nokkrar vikur