Áhersluatriði Flashcards
Fituleysin vítamín - Hvert er hlutverk þeirra
- Mikilvæg fyrir vöxt og viðhald líkamans
- Geymd í lifur og fituvef (mörg þurfa flutningsprotein til flutnings í blóðið).
- úskiljast ekki auðveldlega úr líkamanum eftir að þau hafa verið frásoguð
Fituleysin vítamín - uppspretta
Er aðallega að finna í matvælum sem innihalda fitu á einhverju formi
Fituleysin vítamín - skortseinkenni allra fituleysanlegra vítamínanna (A, D, E, K)
A-vítamín: er helsta ástæða blindu í heiminum, náttblinda er eitt af fyrstu einkennum. A-vít mikilvægt til að forðast sýkingar vegna hlutverk þekjuvefs sem umlykur allt t.d meltingarveg og lungum og ef það skortir A-vít þá verða frumur óstarfæfar sem leiðir til að bakteríur og vírusar eiga greiðari leið inn í líkamann.
D-vítamín: Skortur á D-vítamíni hægir á myndun próteins sem eykur upptöku kalks í þörmum. Beinkröm hjá börnum, þar sem bein í fótleggjum bogna og rifbein svigna, en meðal fullorðinna og aldraðra lýsir skorturinn sér sem mjúk kalklítil bein og kallast það beinmeyra.
E-vítamín: Lítt þekktur hjá fullorðnum og kemur helst fram í tengslum við sjúkdóma. Sjaldgæfur hjá börnum en lýsir sér með vökvasöfnun, sárum á húð og fækkun rauðra blóðkorna.
K-vítamín: Án K-vítamíns myndast óeðlilegt protein sem ekki getur bundið kalsíum. Aukin hætta á beinbrotum þegar K-vítamín í blóði er lágt.
D-vítamín - fæðutengdar ráðleggingar
- Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur
- Nýta sólarljósið þegar færi gefst og njóta þess að vera úti án þess þó að brenna
- Borða feitan fisk a.m.k 1x í viku. Feitur fiskur er náttúruleg uppspretta D-vítamíns.
- ## Neysla á D-vítamínbættum vörum getur stuðlað að bættum D-vítamínhag.
D-vítamín -hvernig er D-vítamínhagur (status í blóði) mældur?
Stuðst er við eftirfarandi styrk: 25OHD
- 50 nmól/L: fullnægjandi styrkur 25OHD
- 30-49 nmól/L: ófullnægjandi styrkur 25OHD
- <30 nmól/L: D-vítamínskortur
Til þess að viðhalda styrk á 25OHD í kringum 50 nmól/L þá þurfum við 15 ug/dag
- LI < 2,5 ug/dag
- UL >100 ug/dag
Vatnleysing vítamín - hvert er hlutverk þeirra?
Vatnleysanleg vítamín frásogast auðveldlega í þarminum en skiljast líka auðveldlega út um nýru.
B-vítamín taka öll á einn eða annan hátt þátt í orkuefnaskptum (Kóensím). Nokkur B-vítamín mikilvæg fyrir eðlilega blóðmyndun (fólsýra, B12 og B6).
Hitameðferð, ljós og geislun eða geymsla getur dregið verulega úr magni sumra vatnleysanlegra vítamína í mat (á sérstaklega við um C-vítamín, þíamín og ríbóflavín)
Vatnleysin vítamín - uppspretta
Vatnleysin vítamín - skortseinkenni allra vítamínanna (B og C)
- B1 (Thiamin): þíamínskortur hefur áhrif á hjarta- og æðakerfi, vöðva, taugakerfið og meltingarfærin. Beri-beri sjúkdómur (vöðvaslappleiki, minnkuð matarlyst, taugalömun). Mikil alkóhólneysa ásamt lítilli fæðuinntöku getur einnig leitt til skorts (80% alkóhólista).
- B2 (Riboflavin): Skortur sjaldgæfur; húðbreytingar, sár tunga og jmunnur, sprungur í munnvikum. Skortur helst yfirleitt í hendur við skort á fleiri næringarefnum.
- B3 (Niacin): Pellagra sjúkdómur; einkenni út um allan líkama, Dementia-Diarrhea-Dermatitis-Death. Skortur á öðrum næringarefum er oftast einnig til staðar og hefur áhrif á sjúkdóminn (járn og B6 vítamín)
- Pantothensýra: skortur mjög sjaldgæfur
- Biotin: sjaldgæfur; skortur einkennist af bólgum í húð, hreisturs-myndun, hárlosi ofl. Flogaveikilyf geta brotið niður bíótín
- B6: sjaldgæfur; slappleiki, pirringur, svefnleysi, blóðleysi, þunglyndi o.fl.
- Fólsýra: Ástæður fyrir skortinum eru margvíslegar, líklegast er þó að það sé ekki nóg af nýtanlegri fólínsýru í fæðunni. Ýmis einkenni fylgja fólínsýruskorti s.s. blóðskortur, meltingartruflanir, vannæring, niðurgangur, minnkuð matarlyst, eymsli í tungu, sljóleiki, fölvi og höfuðverkur.
Þeim sem einkum er hætt við fólínsýruskorti eru áfengissjúklingar en einnig teljast þungaðar konur í áhættuhóp. Þá er fólki hætt við fólínsýruskorti sem er undir stöðugu og miklu álagi. - B12: Mikilvægt fyrir virkjun fólats í líkama, skortur á B12 lýsir sér þ.a.l eins og fólsýruskortur. Skortur kemur ekki fram fyrr en eftir 12-24 mánuði - blóðleysi vegna fólsýruskorts, taugaskaði sem getur verið óafturkræfur, minnistruflanir
- C-vítamín: Skyrbjúgur;
- Tekur u.þ.b. mánuð að þróast á C-vítamínsnauðu fæði
- Bandvefir brotna niður – blæðingar í tannholdi og liðum
- Beinverkir, beinbrot, niðurgangur, geðtruflanir (þunglyndi)
- Mildari skortur lýsir sér í tannholdsbólgu og svima
Steinefni - hlutverk
Steinefni eru ólífræn efni sem finnast í líkamanum í magni sem er meira en 5g (líkaminn þarf meira en 100mg/dag).
Steinefni á jónuðu formi taka öll þátt í vatns- og elektrólýtajafnvægi líkamans.
Steinefni eru nauðsynleg einkum af þremur ástæðum: til að byggja upp sterk bein og tennur, til að stjórna vökvajafnvægi líkamans og til að umbreyta matnum sem við borðum í orku
Steinefni - uppsprettur
Steinefni eru í mismunandi magni í mismunandi fæðu, eins og kjöti, korni og kornvörum, fiski, mjólk og mjólkurvörum, grænmeti, ávöxtum (einkum þurrkuðum ávöxtum) og hnetum.
Steinefni - skortseinkenni
- Natríum
- Kalíum
- Kalk
- Magnesíum
- Natríum: Vegna niðurgangs eða uppkasta, ef aðeins er neytt vatns en ekki matar (íþróttir), vöðvakrampar eða lystarleysi. Ef þetta er ekki meðhöndlað endar með því að vökvi streymi inn í frumurnar. skortur e hættulegt í heilafrumum, getur valdið höfuðverk, ruglástandi, krömpum eða dái
- Kalíum: Skortur á kalíum er fremur óalgengur en kemur helst fram hjá fólki sem notar þvagræsandi lyf þar sem þau eyða kalíum úr líkamanum. Einkenni skorts lýsa sér sem bjúgur, blóðsykursójafnvægi, háþrýstingur, þreyta, slen, vöðvaverkir, húðþurrkur, niðurgangur, harðlífi, skert starfsemi ósjálfráða taugakerfisins, taugaveiklun, þrálátur þorsti, hjartsláttaróregla, svefnleysi, lágþrýstingur, og þrálátir höfuðverkir. Andleg og líkamleg getur aukið kalíumþörf líkamans.
- Kalk: Kalkskortur getur leitt til óeðlilegs beinvaxtar hjá börnum. Hjá fullorðnum leiðir kalkskortur til beinþynningar.
- Magnesíum: Skortur á magnesíum er mjög sjaldgæfur en gæti hans þá er orsökin venjulega sú að of mikið magn magnesíums tapast með þvagi eða vegna einhvers kvilla í meltingarfærum. Eldra fólki, sykursjúkum og áfengissjúklingum er hættara við magnesíumskorti en öðrum. Skortseinkenni lýsa sér fyrst og fremst í: rugli, minnkaðri matarlyst, þunglyndi, vöðvasamdrætti og vöðvakrömpum, óeðlilegum hjartslætti , skjálfta, krampa.
Kalk - tenging við ráðleggingar um fæðuval og D-vítamín
Mjólkurvörur innihalda töluvert magn af kalki.
Lítil kalkneysla, samhliða lágu gildi D-vítamíns í blóði, tengist minni beinþéttni, minni lífslíkum og auknum líkum á byltum hjá öldruðum.
Of mikil kalkneysla tengist auknum líkum á krabbameini í blöðruhálskirtli
Snefilefni - hlutverk
Eru ólífræn efni sem finnast í minna magni í líkamanum.
Taka öll þátt í ensímvirkni eða eru hlutar annarra proteina eða hormóna.
Fjölbreytt fæða besta leiðin til að fullnægja þörf.
Snefilefni - uppspretta
Magn snefilefna (og eftir atvikum annarra efna) í mat fer eftir
magni í jarðvegi og æti dýra
* Dæmi: Selen, joð og omega 3 fitusýrur
* Magn í fæðu úr jurtaríkinu (og dýraríkinu) getur verið mjög breytilegt
* Fjölbreytt mataræði er besta leiðin til þess að fullnægja þörf
Snefilefni - skortseinkenni
- Járn
- Selen
- Joð
- Sínk
- Járn: Algengasti skortur á einu næringarefni í heiminum. Algengara meðal kvenna, smábarna og unglinga.
Skortseinkenni: Minna viðnám gegn sýkingum, fölleiki, slen, þreyta, lélegt kuldaþol, bláleit augnhvíta.
Hjá litlum börnum hefur járnskortur áhrif á frammistöðu í hegðunar- og greindarprófum og getur valdið skertum hreyfiþroska. Börn með járnskort líklegri til að þjást af svefnleysi og ADHD - Selen: Helstu einkenni selenskorts eru hárlos, vöðvaverkir og truflanir í æðakerfi. Alvarlegur skortur eykur hættu á lifrarsjúkdómum, hjartasjúkdómum og krabbameini.
- Joð: Joðskortur er algengasta ástæða fyrir skertri starfsemi á skjaldkirtli hjá fólki í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Einkennin eru þreyta, framtaksleysi, minnisleysi, kulvísi, hægðatregða, þurrt gróft hár, hárlos, þurr þykk húð, fölvi, hæsi (bjúgur á raddböndum), tíðatruflanir, hægur hjartsláttur, vöðvastífni og verkir.
- Sínk: Eldra fólki er hættara við sínkskorti, bæði er að það neytir síður sínkríkrar fæðu og hæfileikar líkamans til að frásoga sínk fara þverrandi með aldrinum. Skortur á sínki kemur fram í: minni matarlyst, lélegri starfsemi kynkirtla, hægari græðslu á sárum, óeðlilegu bragð-, sjón- og lyktarskyni.