Vökva og saltbúskapur hjá börnum - 14.ágúst Flashcards
Hver er algengasta ástæðan fyrir vökvatapi / vökvaskorti hjá börnum ?
Niðurgangur / uppköst
Hvað er Isotonic vökvatap?
Vökva og natirum tap í jöfnum hlutföllum. (NA innan eðlilegra marka, 135-145 mmol/L)
- Mesta vökvatapið er úr utanfrumuvökvanum. d. uppköst og niðurgangur
Hver er munurinn á HYPOtonic vs HYPERtonic vökvatapi?
HYPOtonic = Meira tap af natríum en vatni (NA ER LÁGT). – (algengast)
- Tilfærsla verður á vökva inn í frumur. d.viðvarandi uppköst og niðurgangur, brunar, nýrnasjúkdómar, gjöf salstnauðra vökva í æð
HYPERtonic = Meira tap af vatni en natrium (NA ER HÁTT) - Tilfærsla verður á vökva út úr frumum.
- Einkenni koma seint d. diabetes inspidus, vökva og næringargjöf með háu salthlutfalli
Hverjar eru helstu orsakir vökvataps?
Vökvatap í gegnum húð
- hár hiti
- hitaslag
- áreynsla
- svitna mikið
Vökvatap úr meltingarvegi
- sýkingar (róta og noroveriru algengar)
Vökvatap í gegnum nýru
- nýrnavandamál, diabetes mellitus og inspidus, með ógreindri sykursýki taparu fullt af vökva með þvagi - eru of há í sykri
Vökvatap út í vefi
- brunar
- sepsis
- anaphylaxis
- ileus ofl
Hvaða börn eru í mestri hættu á vökvatapi ?
Nýburar / undir 2 ára
Nýburar og ungabörn eru með hátt hlutfall líkamsþyngdar sem samanstendur af vatni, sérstaklega utanfrumuvökva, sem tapast auðveldlega úr líkamanum. Lítil magastærð sem takmarkar getu til að endurnýja vökva fljótt.
Hvað stendur AMPLE fyrir ?
A - allergy
M - medication
P - past medical history
L - last meal/drink
E - events
Hverjir eru áhættuþættir fyrir þurrki ?
- Yngri börn < 2 ára, sérstaklega < 6 mán, léttari börn, vanþrif
- ekki á brjósti
- ónæmisbæling
- langvinnir sjúkdómar s.s short gut
Hvernig reiknaru út umfang vökvataps ?
Þyngdartap er besti mælikvarðinn á vökvatapi ef til er áreiðanleg þyngd í upphafi veikinda barnsins.
Segjum svo að barn sé 9500g í upphafi en núna 8900g
=> 9500g - 8900g = 600g
=> 600g / 9500g = 0,06 x100 = 6% vökvatap
Oftast er ekki til alveg nýleg þyngd af barninu og því þarf að reiða sig á klínísk einkenni um vökvatap
Hvernig eru klínísk einkenni um vökvatap?
- Breyting á atferli > sljóleiki, pirringur, þorsti
- Breyting á húðlit > fölvi, marmorisering
- Þurrar slímhúði > minnkuð/engin táraframleiðsla
- Sokkin augu
- Sokkin höfuðmót
- Seinkaður húðturgor
- Seinkuð háræðafylling > kaldir útlimir
Lífsmörk
- tachycardia
- tachypnea
- lækkaður bþ (seint teikn)
Hver er besti klíníski mælikvarðinn á vökvatap hjá börnum ?
Seinkuð háræðafylling
Afhverju má aldrei gleyma að mæla blóðsykur hjá börnum ?
Blóðsykur lækkar hraðar hjá börnum –> hefur áhrif á meðvitund.
Hvenær verður blóðflæði til húðar fyrst skert í vökvatapi ?
-Blóðflæði til húðar fer ekki að verða skert fyrr en barnið er orðið talsvert þurrt eða yfir 5% vökvatap en þá fer að bera á aukinni marmoriseringu og köldum höndum/fótum.
þetta er þó ekki mjög sértækt einkenni fyrir þurrk.
Hvar metum við háræðafyllingu á barni?
- Metið á fingri / bringu við herbergishita (20-25°)
- þrýstingur í 5sek og mælt í sek. hversu fljótt húðlitur verður eðlilegur
Hversu lengi má háræðafylling taka?
3sek og yfir telst seinkuð hjá börnum >7daga, 2-3 sek telst ‘‘borderline’’ seinkuð
Hvar metum við húðturgor á börnum ?
Á kvið, brjóstkassa eða læri
Hvert er blóðrúmmál hjá börnum ?
80ml / kg
Hver eru einkenni losts hjá barni ?
- Tachycardia
- Tachypnea
- Daufir distal púlsar
- Seinkuð háræðafylling, 3sek og yfir
- Húð marmoreruðl, föl / bláleit og köld
- Minnkuð meðvitund
- Lækkaður bþ (seint teikn), fellur oft ekki fyrr en barn hefur tapað um 40% af blóðrúmmáli
Vökvatap - meðferð um munn/sondu
- Hvernig ?
- Hvers konar vökvi?
- Hversu mikið magn ?
Aðferð
- Gefa oft og í litlum skömmtum 5-10ml í einu á 5-10min fresti
- gefa með teskeið, sprautu, galsi, pela, hvað sem virkar
- Ef barn vill ekki drekka er hægt að gefa vökva með sondu
- Bæta upp áframhaldandi vökvatap - bæta upp uppköst með 2 ml/kg og niðurgangsskot með 5ml/kg af sykursaltlausn
Tegund vökva:
- sykursalt lausnir = kolvetni 20-25 g/L, Na 45-75 mmol/L - börnvilja oft ekki sykursalt lausnir
- Epladjús 100g/L af kolvetnum (þynntur epladjús 1:1 er í lagi við vægum þurrki)
- Gatorade / Powerade. - kolvetni 40-60 g/L og Na ca 20mmol /L + saltkex
Magn:
- Vægur þurrkur = miða við að gefa 10ml/kg/klst og endurmeta eftir 1klst
- Meðal þurrkur: 50 ml/kg á 3-4 klst
Hvað skal gera þegar vökvatap hefur verið bætt upp?
- Vanalegt fæði (kornmeti, ávexti, grænmeti)
- Forðast of mikinn sykur og mjög feitt fæði
- Kúamjólk er í lagi ef barnið þolir
Hverjar eru ábendingar fyrir vökvagjöf í æð ?
- klínísk einkenni um skert blóðflæði / lost
- Slappt / veikindalegt , breyting á meðvitund
- Blóðsýring (Acidosis)
- Versnandi ástand þrátt fyrir vökvagjöf um munn. / sondu
- Barn er með viðvarandi uppköst og ekki gengur að vökva um munn/sondu
- Miklir kviðverkir eða mjög þaninn kviður
- Grunur um ileus
Hvernig á vökvasamsetning að vera sem er gefið í æð ?
Mikilvægt er að þekkja samsetningu þeirra vökva sem verið er að gefa. Mælt er með því að börn fái viðhaldsvökva sem inniheldur salthlutfall svipað og er í líkamanum þ.e á bilinu 130-154 mmol/L. Alls ekki mælt með að gefa vökva með lágu salt hlutfalli nema í ákveðnum tilfellum s.s Hypernatremiu.
Hvaða vökvar eru oftast gefnir til þess að bæta upp vökvatap?
- Ringer Acetat (sem hefur 130 Na mmol/L og 4 Kalíum mmol/L)
- NaCl (sem hefur 154 Na mmol/L en ekkert Kalíum)
Hvað er gefið sem viðhaldsvökvi ?
Plasmalyte 5% + glúkósa
Oftast er það gefið sem viðhaldsvökvi því börn þurfa glúkósa til að viðhalda orkubúskap. Vandamálið við plasmalyte er að Kalíum er lágt í þessum vökvum og því þarf að passa að bæta upp Kalíum ef börn eru á vökva yfir lengri tíma en sólarhring eða að kalíum er lágt við upphaf vökvameðferðar
Hvað skal gera ef börn eru með einkenni um lost ?
Þá skal gefa vökvabólusa eins hratt og kemst inn 10ml/kg (max 500ml í einu) og endurmeta eftir hvern vökvabólus þar til losteinkenni hafa gengið til baka.
Ef barnið svarar ekki vökvabólusnum vegna lostástands t.d, eftir gjöf 30-40ml/kg –> gjörgæslumeðferð og íhuga aðrar orsakir fyrir losti s.s sepsis
Hvað skal gefa mikið ef barn er með mikinn þurrk en ekki í lostástandi ?
Leiðrétt hratt á 3-6klst = > 20ml/kg/kls í 2-4 klst. Fylgt eftir með vökvagjöf um munn eða viðhaldsvökva
Leiðrétt hægt á 24-48 klst = reiknað út áætlað vökvatap og gefið ásamt viðhaldsvökva á 24-48 klst. Á við í sérstökum tilfellum s.s DKA, hypernatremiu ofl
Hvaða vökvategundir eru notaðar þegar vökvatap er bætt upp?
- RA (oftast notað)
- NaCl (hætta á hyperchloermiskri acidosu)
- Plasmalyte ( ÁN GLÚKÓSU) –> aldrei gefa glúkósu í bólus nema í staðfestri hypoglycemiu og þá gefin 10% glúkósa 3ml/kg
Hvernig er eftirlit hjá börnum með truflanir á vökva og saltbúskap?
Meta og skrá vökvainntekt
- skrá vökvainntekt po / iv
- mjólkurvigta ef á brjósti
Meta og skrá þvagútskilnað
- lágmarks þvagútskilnaður er 1ml/kg/klst fyrir ungbörn og 0,5 ml/kg/klst fyrir börn - mæla eðlisþyngd
- vigta bleyjur
Meta og skrá annað tap
- fjöldi og magn uppkasta, niðurgangs, taps um stomiur
Vigta dagleg a
Fylgjast með blóðprufum
Útreikningar á viðhaldsvökvaþörf - Holliday-Segar formúlan
(vökvi yfir sólarhring)
KUNNA !!
< 10 kg = 100 ml/kg
10 - 20 kg = 1000ml + 50 ml/kg fyrir hvert kg >10
> 20 kg = 1500 ml + 20 ml/kg fyrir hvert kg >20
Dæmi:
1. Hver er sólarhings viðhaldsvökvaþörf hjá barni sem er 9kg ?
- 100 ml/kg x 9kg = 900ml –> 900/24 = 38 ml/klst / (37,5)
- En ef barnið væri 16kg?
- 1000 ml + (50 ml/kg x 6 kg) = 1300 ml –> 1300/24 = 54 ml/klst (54,2) - En ef barnið væri 26kg ?
- 1500 ml + (20x6) = 1620 –> 1620/24 = 68 ml/klst (67,5)
En hvernig reiknum við vökvatap bætt upp á sólarhring + viðhaldsvökvi
Ef 9kg barn hefur lést um 0,6 kg frá upphafi veikinda
- Viðhaldsvökvaþörf barnisins er ?
- Áætlað / raunverulegt vökvatap?
- 100 ml x 9kg = 900ml/slh –> 900/24 = 38 ml/klst (37,5)
- 0,6 kg = 600ml
- barnið þarf því 1400ml (900+600) á einum sólarhring
- 1500ml/24klst = 63 ml/klst
Ef áframhaldandi vökvatap í formi niðurgangs / uppkasta þarfa að bæta því við
Vökvasöfnun hjá börnum
- Orsakir ?
- Einkenni ?
- Orsakir
- nýrnabilun
- hjartabilun
- nýrnasjúkdómar
- lifrarsjúkdómar
- lyfjaáhrif
- sjúkd í eitlakerfi
- of mikil vökvagjöf - EInkenni
- þyngdaraukning á skömmum tíma - hröð þyngdaraukning
- Of mikil vökvasöfnun í millifrumurými - bjúgur
Truflun á vökvabúskap:
- vökvasöfnun í æðakerfi: þandar hálsæðar (eldri börn), stækkuð lifur, brak í lungum, mæði