Born á sjúkrahúsum, veikindi og þroski - 13.ágúst Flashcards
Hverjir eru 3 jafnvægisþættirnir sem byggðir eru á Krísukenningunna?
- SKynjun og skilningur: tekur til líkamlegra og andlega hæfileika til áttunar og til að meðtaka og skilja sjálfan sig, aðra og umhverfið
- Stuðningur og samhjálp
- Aðlögunarhæfni
Hverjir eru 6 flokkar þroska?
- Líkamlegur þroski
- Vitsmunalegur þroski
- Félagslegur þroski
- Andlegur þroski
- Persónubundinn þroski
- Menningarbundinn þroski
Hvernig er heilbrigðis / veikindaskilningur hjá smábarni ?
- Aðskilnaður frá foreldrum er sérlega erfiður
- Röskun á rútínu veldur óróa ofl
- þekking myndast um ytri líkamshluta
HVernig er heilbrigðis / veikindaskilningur hjá Forskólabarni ?
- sér veikindi gjarnan sem refsingu fyrir eh
- Skilningur á orsök afleiðingum í frummótun
- þekking myndast um tilvist sýkla
- Getur náð eh hugmynd um líffæri
- Hræðsla við myrkrið og við að missa sjálfstjórn
Hvernig er heilbrigðis/ veikindaskilningur hjá skólabörnum ?
- þekkir orsök og afleiðingu, þó enn í mótun
- er byrjað að skilja virkni líkamans
- eldri skólabörn geta meðtekið útskýringar
- sársauki veldur áhyggjum
- líkamsmeiðsli algeng og hugsanir tengdar þeim
- dauðinn er þeim hugleikinn
Hvernig er heilbrigðis/veikindaskilningur hjá unglingum ?
- Er farin að skilja flókið eðli veikinda
- Geta meðtekið marghiða orsaka og afleiðngasambönd - þekkir staðsetningu og virkni helstu líffæra
- Hefur áhyggjur af: missa stjórn og sjálfstæði, áhrifum veikinda á útlit, líkamímynd
Hvernig eru samskiptalyklar við 18mánaða - 7 ára?
- Veikindi orsakast af mannlegum athöfnum: Einblína á hér og nú frekar en á framtíðar atburði; notið myndir til að stuðla að samskiptum; útskýring getur falið í sér nafn á algengum líkamshluta; leyfið eftirgrennslan og skoðun á umhverfinu eða á tækjum sem notuð eru til meðferðar eða skoðunar
Hvernig eru samskiptalyklar við 7-10 ára ?
- Veikindi orsakast af sýklum: byggið á þekkingu barnsins á líkamshlutum og notaðu grundvallar útskýringar áinnri starfsemi líkamans; leyfðu barninu að taka þátt í aðgerðum í skðun eða öðru með því að opna pakka; halda á áhöldum ofl
Hverni eru samskiptalyklar við 11-18 ára?
Veikindi orsakast af líkamlegum veikleika eða viðkvæmni: hægt að nota flóknari myndir og lífeðlisfræði / almennings-hugtök/orðaforða til útskýringar (þarf þó að kann skilning). Hægt er að segja frá framtíðar horfum s.s sjúkdóm/einkenni en umræða um núverandi áhrif veikinda er mikilvægust; leitið að skoðunum barns í lausn viðfangsefna.
Hvað er Efnislegt / lífeðlislegt sjálf (Physical self) ?
- Líkamlegt sjálf (somatic self); hvað get ég gert…
- Sjálfsmynd (self-image); hvernig lít ég út
Hvað er Persónulegt sjálf (personal self) ?
- Móralskt og siðferðislegt sjálf (moral and ethical self); hvað má ég vera og vil ég vera og gera
- Stöðugleiki sjálfsins-sjálfshugsjón (Self-stability); hvernig tekst ég á við atburði / uppákomur og áföll
- Sjálfshugsjón (ideal self); Hvað myndi ég vilja vera, er ég sá sem ég vil veraþþþþ
Hvernig/hvar þroskar barnið sjálfshugmynd?
Barnið þroskar sjálfshugmynd með því að spegla sig í náunganum og býr sér til fyrirmyndir - þar eru foreldrar og aðrir fullorðnir í fyrirrúmi
Hvað er Stjórnrót / heilbrigðisstjórnrót ?
Stjórnrót einstaklings er að hvaða marki einstaklingurinn telur sig ráða eh um útkomu eigin athafna eða undir stjórn utanaðkomandi afla og einnig hvort hann/hún telur þá viðráðanlega
- innræn stjórnrót
- útræn stjórnrót
Stjórnrót er í sífelldri mótun í æsku og viðkvæm fyrir áhrifum
Kenning Robertson um mótmæli, örvæntingu og afneitun
Mótmæli
- öskur, grátur
- læsir sig fast við móður/föður
- Hafnar tilraunum til að hugga það
Örvænting
- Leiði
- Hljótt virðist vera búið að koma sér fyrir
- Dregur sig í hlé, eða sýnir ósætti með hegðun
- Grætur þegar foreldri kemur aftur
Afneitun
- Mótmæli hjaðna eða engin viðbrögð við endurkomu foreldra
- virðist sáttur og ánægður með alla
- sýnir áhuga á umhverfinu
- myndar ekki nánd með fólki í kring
Hvað flokkast undir Aðlögunarhæfni (bjargir) ?
- Aðlögunarhegðun (coping)
- Skapferli / geðslag (temperament)
- Viðkvæmni (vulnerability) t.d fötlun, svefnmynstur
- Tjáskiptageta / innri hæfileiki s.s hugmyndaflug, leikgeta
- Sjálfsumönnunargeta