Krossaspurningar úr 2021 prófi Flashcards
Eitt af eftirfarandi á EKKI við um dreyrarsýki (hemophilia). Merktu við ranga fullyrðingu
a. Er vegna skorts á storkuþætti VIII eða IX
b. Dreyrasýki er u.þ.b tvöfalt algengari í drengjum en stúlkum
c. Getur leitt til liðskemmda
d. Hægt er að gefa storkuþátt VIII í æð til að koma í veg fyrir blæðingar
e. Skortur á storkuþætti VIII er algengari en skortur á IX
b. Dreyrarsýki er u.þ.b tvöfalt algengari í drengjum en stúlkum
- nánast eingöngu strákar sem að fá dreyrarsýki. ‘‘Located on the X chromosome, hemophilia almost always occurs in males who only have one X chromosome. Females who inherit an affected X chromosome are often protected by a normal gene on their other X chromosome; however, some female hemophilia carriers also have mild hemophilia’’
Merktu við eina staðhæfingu sem er röng
a. Kossageit (impetigo) orsakast af herpes vírus
b. Veirur eru algengasta orsök hálsbólgu
c. Það þarf alltaf að meðhöndla eyrnabólgu með sýklalyfjum
d. Mislingabróðir (6th disease) orsakast af herpes vírus
e. Brjóstagjöf dregur úr áhættu á eyrnabólgu
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
a. Kossageit (impetigo) orsakast af herpes vírus
'’Impetigo is caused by bacteria, usually staphylococci organisms.’’
Börn með heilalömun (Cerebral palsy) eru:
a. Með heilahristing
b. Með hækkaðan innankúpuþrýsting (ICP)
c. Rauðhærð og lágvaxin
d. Með breytingu í gráa efni heilans
e. Með undir 4 á Glasgow coma scale
d. Með breytingu í gráa efni heilans
Lestu: ,, kennari hefur samband við skólahjúkrunarfræðing varðandi stúlku í 6.bekk. Stúlkan hefur alltaf verið mjög góður nemandi, en að undanförnu hefur hún verið utan við sig og dagdreymin. Kennarinn segir við skólahjúkrunarfræðinginn ,,stundum þegar ég spyr hana að eh starir hún á mig í 15sek og biður mig svo að endurtaka spurninguna’’ Hvað helduru að gæti verið að geras tmeð hana ? miðað við upplýsingar að ofan, hvað ætti hjfr að gruna ?
a. Að stelpan er skotin í strák í bekknum
b. Að stúlkan hafi tekið einhver lyf
c. Að stúlkan sé að fá störuflog (e. Petit mal)
d. Að stúlkan hafi fengið höfuðáverka
e. Óþekkt og unglingastælar
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
c. Að stúlkan sé með störuflog (e. Petit mal)
Lestu: Hjúkrunarfræðingur á legudeild barna svarar bjöllu. Þegar hún kemur inn á stofuna er þar skelfingu lostin móðir með ársgamalt barn í fanginu sem er mjög heitt viðkomu og og í krampa.
Hver ættu fyrstu viðbrögð hjfr að vera?
a. Hjúkrunarfræðingurinn aðstoðar móður við að halda barninu kyrru svo barnið skaði sig ekki í krampanum
b. Hjúkrunarfræðingur aðstoðar foreldri að leggja barnið í rúmið í hliðarlegu, athugar hvað tímanum líður, mælir hita hjá barninu og fylgist með framvindu krampans.
c. Hjúkrunarfræðingurinn setur tunguspaða upp í barnið til þess að barnið gleypi ekki í sér tunguna eða bíti hana
d. Hjúkrunarfræðingurinn drífur sig fram til að sækja hitalækkandi lyf
e. Hjúkrunarfræðingur tekur barnið af móður, hleypur með barnið út á gang og kallar á samstarfsfólk sitt að hringja strax í neyðarteymið
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
b. Hjúkrunarfræðingur aðstoðar foreldri að leggja barnið í rúmið í hliðarlegu, athugar hvað tímanum líður, mælir hiti hjá barninu og fylgist með framvindu krampans
Lestu: Jón er 3 mánaða gamall drengur með meðfæddan hjartagalla, VSD. Hann kemur í 3 mánaða skoðun þar sem hjfr mælir á honum lífsmörk.
hvaða lífsmörkum þarf hjfr að fylgjast sérstaklega vel með þegar kemur að mati á byrjandi hjartabilun hjá Jóni ?
a. Hækkaður blóðþrýstingur og lækkaður púls
b. Minnkuð öndunartíðni og hækkaður púls
c. Aukin öndunartíðni og hækkaður púls
d. Aukin öndunartíðni og lækkaður púls
e. Lækkaður blóðþrýstingur og lækkaður púls
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
c. Aukin öndunartíðni og hækkaður púls
Hvað á við um fötlunargreiningar?
a. Eru ekki alltaf augljósar
b. Algengi þroskahömlunar er vaxandi á síðustu 25 árum
c. Eru gjarnan með áunnar osakir, þ.e. síður meðfæddar
d. Koma fyrir hjá um það bil 25% barna
e. Allar staðhæfingar að ofan eru réttar
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
a. Eru ekki alltaf augljósar
Hvað fullyrðingar um áunna vanstarfsemi í skjaldkirtli hjá börnum stenst EKKI ?
a. Stækkuð tunga
b. Thyroxin meðferð er ævilöng
c. Hægt getur á vexti
d. Aukin tíðni hjá börnum með sykursýki
e. Einkennin geta verið óljós
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
a. stækkuð tunga
Hver er áreiðanlegasta aðferðin til að meta umfang vökvataps hjá barni ?
a. Mat á slímhúðum í munni (rakar/þurrar)
b. Mat á háræðafyllingu
c. Mat á öndun- og hjartsláttartíðni
d. Hversu mikið barnið hefur lést frá upphafi veikinda
e. Mat á húðturgor
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
d. Hversu mikið barnið hefur lést frá upphafi veikinda
Hver er lágmarks þvagútskilnaður hjá börnum yngri en 1.árs?
a. 0,5 ml/kg/klst
b. 1 ml/kg/klst
c. 1,5 ml/kg/klst
d. 2 ml/kg/klst
e. Ekkert ofangreint er rétt
b. 1 ml/kg/klst
Hvaða fullyrðing er RÖNG ?
a. Færri vöðvar eru starfhæfir í öndunarvegi barna
b. Háls og nefkirtlar eru að stækka á aldrinum 2-6 ára
c. Barkakýlið og raddböndin eru neðar í hálsi barna miðað við fullorðna
d. Barkakýlislokið (epiglottis) er langt og lint
e. Börn nota þindaröndun til 6 ára aldurs
c. Barkakýlið og raddböndin eru neðar í hálsi barna miðað við fullorðna
– það er ofar í hálsi
Í hvaða tilfellum gæti maður séð ungabarn reigja sig óeðlilega mikið aftur ?
a. Slímseigjusjúkdómi
b. Þrengsli í efri öndunarvegi
c. Berkjungabólgu
d. Lungnabólgu
e. Astma
● (KOM Á PRÓFINU 2023)
b. þrengsli í efri öndunarvegi
Hver eftirfarandi fullyrðinga um fæðuofnæmi hjá börnum er rétt ?
a. Margir hafa fæðuofnæmi en vita bara ekki af því
b. Fæðuofnæmi eldist af öllum börnum
c. Í langflestum tilfellum eru einkenni fæðuofnæmis komin fram innan 2ja tíma frá því að fæðan var borðuð
d. Fæðuofnæmi er mun algengari en astmi hjá börnum
e. Fyrsta meðferð við bráðu fæðuofnæmi er andhistamín gefið í æð
c. Í langflestum tilfelum eru einkenni fæðuofnæmis komin fram inna 2ja tíma frá því að fæðan var borðuð
Hvaða fullyrðing um ofnæmiskvef hjá börnum er rétt?
a. Gras og köttur eru algengast að valda ofnæmiseinkennum á Íslandi
b. Ofnæmiskvef gengur sjaldnast í fjölskyldum
c. Rykmaur og mygla eru algengustu ofnæmisvaldarnir á Íslandi í dag
d. Auðvelt er að forðast algengustu ofnæmisvaldana af því það er svo lítið af þeim á Íslandi
e. Gras og mygla eru algengustu ofnæmisvaldarnir á Íslandi
a. Gras og köttur eru algengast að valda ofnæmiseinkennum á Íslandi
Hvaða eftirfarandi fullyrðing um astma hjá börnum er RÖNG ?
a. Langflest börn sem fá sýkingu af völdum RS veirunnar (Respiratory Syncitical virus) enda með astma
b. Börn með virkan astma geta fengið hóstakviður eftir mikinn grát
c. Ef báðir foreldrarnir eru með astma eru allmiklar líkur á að barnið þeirra fái astma
d. Algengi astma hjá börnum hefur almennt séð aukist víða um heim á undanförnum áratugum
e. Astmi og ofnæmi fyrir birki fara stundum saman
a. Langflest börn sem fá sýkingu af völdum RS veirunnar (Respiratory Syncitical virus) enda með astma