Krossaspurningar úr 2021 prófi Flashcards

1
Q

Eitt af eftirfarandi á EKKI við um dreyrarsýki (hemophilia). Merktu við ranga fullyrðingu

a. Er vegna skorts á storkuþætti VIII eða IX
b. Dreyrasýki er u.þ.b tvöfalt algengari í drengjum en stúlkum
c. Getur leitt til liðskemmda
d. Hægt er að gefa storkuþátt VIII í æð til að koma í veg fyrir blæðingar
e. Skortur á storkuþætti VIII er algengari en skortur á IX

A

b. Dreyrarsýki er u.þ.b tvöfalt algengari í drengjum en stúlkum

  • nánast eingöngu strákar sem að fá dreyrarsýki. ‘‘Located on the X chromosome, hemophilia almost always occurs in males who only have one X chromosome. Females who inherit an affected X chromosome are often protected by a normal gene on their other X chromosome; however, some female hemophilia carriers also have mild hemophilia’’
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Merktu við eina staðhæfingu sem er röng

a. Kossageit (impetigo) orsakast af herpes vírus
b. Veirur eru algengasta orsök hálsbólgu
c. Það þarf alltaf að meðhöndla eyrnabólgu með sýklalyfjum
d. Mislingabróðir (6th disease) orsakast af herpes vírus
e. Brjóstagjöf dregur úr áhættu á eyrnabólgu

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. Kossageit (impetigo) orsakast af herpes vírus

'’Impetigo is caused by bacteria, usually staphylococci organisms.’’

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Börn með heilalömun (Cerebral palsy) eru:

a. Með heilahristing
b. Með hækkaðan innankúpuþrýsting (ICP)
c. Rauðhærð og lágvaxin
d. Með breytingu í gráa efni heilans
e. Með undir 4 á Glasgow coma scale

A

d. Með breytingu í gráa efni heilans

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lestu: ,, kennari hefur samband við skólahjúkrunarfræðing varðandi stúlku í 6.bekk. Stúlkan hefur alltaf verið mjög góður nemandi, en að undanförnu hefur hún verið utan við sig og dagdreymin. Kennarinn segir við skólahjúkrunarfræðinginn ,,stundum þegar ég spyr hana að eh starir hún á mig í 15sek og biður mig svo að endurtaka spurninguna’’ Hvað helduru að gæti verið að geras tmeð hana ? miðað við upplýsingar að ofan, hvað ætti hjfr að gruna ?

a. Að stelpan er skotin í strák í bekknum
b. Að stúlkan hafi tekið einhver lyf
c. Að stúlkan sé að fá störuflog (e. Petit mal)
d. Að stúlkan hafi fengið höfuðáverka
e. Óþekkt og unglingastælar

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

c. Að stúlkan sé með störuflog (e. Petit mal)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Lestu: Hjúkrunarfræðingur á legudeild barna svarar bjöllu. Þegar hún kemur inn á stofuna er þar skelfingu lostin móðir með ársgamalt barn í fanginu sem er mjög heitt viðkomu og og í krampa.
Hver ættu fyrstu viðbrögð hjfr að vera?

a. Hjúkrunarfræðingurinn aðstoðar móður við að halda barninu kyrru svo barnið skaði sig ekki í krampanum
b. Hjúkrunarfræðingur aðstoðar foreldri að leggja barnið í rúmið í hliðarlegu, athugar hvað tímanum líður, mælir hita hjá barninu og fylgist með framvindu krampans.
c. Hjúkrunarfræðingurinn setur tunguspaða upp í barnið til þess að barnið gleypi ekki í sér tunguna eða bíti hana
d. Hjúkrunarfræðingurinn drífur sig fram til að sækja hitalækkandi lyf
e. Hjúkrunarfræðingur tekur barnið af móður, hleypur með barnið út á gang og kallar á samstarfsfólk sitt að hringja strax í neyðarteymið

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

b. Hjúkrunarfræðingur aðstoðar foreldri að leggja barnið í rúmið í hliðarlegu, athugar hvað tímanum líður, mælir hiti hjá barninu og fylgist með framvindu krampans

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Lestu: Jón er 3 mánaða gamall drengur með meðfæddan hjartagalla, VSD. Hann kemur í 3 mánaða skoðun þar sem hjfr mælir á honum lífsmörk.
hvaða lífsmörkum þarf hjfr að fylgjast sérstaklega vel með þegar kemur að mati á byrjandi hjartabilun hjá Jóni ?

a. Hækkaður blóðþrýstingur og lækkaður púls
b. Minnkuð öndunartíðni og hækkaður púls
c. Aukin öndunartíðni og hækkaður púls
d. Aukin öndunartíðni og lækkaður púls
e. Lækkaður blóðþrýstingur og lækkaður púls

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

c. Aukin öndunartíðni og hækkaður púls

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað á við um fötlunargreiningar?

a. Eru ekki alltaf augljósar
b. Algengi þroskahömlunar er vaxandi á síðustu 25 árum
c. Eru gjarnan með áunnar osakir, þ.e. síður meðfæddar
d. Koma fyrir hjá um það bil 25% barna
e. Allar staðhæfingar að ofan eru réttar

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. Eru ekki alltaf augljósar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað fullyrðingar um áunna vanstarfsemi í skjaldkirtli hjá börnum stenst EKKI ?

a. Stækkuð tunga
b. Thyroxin meðferð er ævilöng
c. Hægt getur á vexti
d. Aukin tíðni hjá börnum með sykursýki
e. Einkennin geta verið óljós

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. stækkuð tunga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hver er áreiðanlegasta aðferðin til að meta umfang vökvataps hjá barni ?

a. Mat á slímhúðum í munni (rakar/þurrar)
b. Mat á háræðafyllingu
c. Mat á öndun- og hjartsláttartíðni
d. Hversu mikið barnið hefur lést frá upphafi veikinda
e. Mat á húðturgor

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

d. Hversu mikið barnið hefur lést frá upphafi veikinda

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hver er lágmarks þvagútskilnaður hjá börnum yngri en 1.árs?

a. 0,5 ml/kg/klst
b. 1 ml/kg/klst
c. 1,5 ml/kg/klst
d. 2 ml/kg/klst
e. Ekkert ofangreint er rétt

A

b. 1 ml/kg/klst

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða fullyrðing er RÖNG ?

a. Færri vöðvar eru starfhæfir í öndunarvegi barna
b. Háls og nefkirtlar eru að stækka á aldrinum 2-6 ára
c. Barkakýlið og raddböndin eru neðar í hálsi barna miðað við fullorðna
d. Barkakýlislokið (epiglottis) er langt og lint
e. Börn nota þindaröndun til 6 ára aldurs

A

c. Barkakýlið og raddböndin eru neðar í hálsi barna miðað við fullorðna

– það er ofar í hálsi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Í hvaða tilfellum gæti maður séð ungabarn reigja sig óeðlilega mikið aftur ?

a. Slímseigjusjúkdómi
b. Þrengsli í efri öndunarvegi
c. Berkjungabólgu
d. Lungnabólgu
e. Astma

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

b. þrengsli í efri öndunarvegi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga um fæðuofnæmi hjá börnum er rétt ?

a. Margir hafa fæðuofnæmi en vita bara ekki af því
b. Fæðuofnæmi eldist af öllum börnum
c. Í langflestum tilfellum eru einkenni fæðuofnæmis komin fram innan 2ja tíma frá því að fæðan var borðuð
d. Fæðuofnæmi er mun algengari en astmi hjá börnum
e. Fyrsta meðferð við bráðu fæðuofnæmi er andhistamín gefið í æð

A

c. Í langflestum tilfelum eru einkenni fæðuofnæmis komin fram inna 2ja tíma frá því að fæðan var borðuð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvaða fullyrðing um ofnæmiskvef hjá börnum er rétt?

a. Gras og köttur eru algengast að valda ofnæmiseinkennum á Íslandi
b. Ofnæmiskvef gengur sjaldnast í fjölskyldum
c. Rykmaur og mygla eru algengustu ofnæmisvaldarnir á Íslandi í dag
d. Auðvelt er að forðast algengustu ofnæmisvaldana af því það er svo lítið af þeim á Íslandi
e. Gras og mygla eru algengustu ofnæmisvaldarnir á Íslandi

A

a. Gras og köttur eru algengast að valda ofnæmiseinkennum á Íslandi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða eftirfarandi fullyrðing um astma hjá börnum er RÖNG ?

a. Langflest börn sem fá sýkingu af völdum RS veirunnar (Respiratory Syncitical virus) enda með astma
b. Börn með virkan astma geta fengið hóstakviður eftir mikinn grát
c. Ef báðir foreldrarnir eru með astma eru allmiklar líkur á að barnið þeirra fái astma
d. Algengi astma hjá börnum hefur almennt séð aukist víða um heim á undanförnum áratugum
e. Astmi og ofnæmi fyrir birki fara stundum saman

A

a. Langflest börn sem fá sýkingu af völdum RS veirunnar (Respiratory Syncitical virus) enda með astma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt ?

a. Hitakrampa þarf aldrei að rannsaka
b. Flog við hita eru aldrei alvarleg
c. Hitakrampa þarf ekki að meta vandlega
d. Um 3% barna fá hitakrampa á ævinni
e. Flog við hita kallast hitakrampar

A

e. Flog við hita kallast hitakrampar

17
Q

Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt?

a. Bells palsy er vegna stökkbreytingar á 11 litningi
b. Bells palsy er meðhöndluð með flogalyfjum
c. Bells palsy er perifer uniliteral facialisparesa
d. Bells palsy er greint með segulómskoðun
e. Bells palsy er bilateral central facialisparesa

A

c. Bells Palsy er perifer unilateral ficialsparesa

PUF

18
Q

Hver af eftirtöldum fullyrðingum er rétt?

a. Myasthenia Gravis er sjálfsofnæmissjúkdómur
b. Guillian Barre er meðfæddur sjúkdómur
c. Myasthenia Gravis er efnaskiptasjúkdómur
d. Guillian Barre orsakast af stökkbreytingu á geni á 9 litning
e. SMA orsakast af eftirstöðvum heilablóðfalls við fæðingu

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. Myasthenia Gravis er sjálfsofnæmissjúkdómur

19
Q

Um járnskort gildir allt af eftirfarandi nema ein staðhæfing. Merktu við eina RANGA staðhæfingu

a. Sést sjaldan í nýfæddum börnum
b. Eykur hættu á alvarlegum blæðingum
c. Getur orsakast af langvarandi blæðingu
d. Orsakast oft af mikilli mjólkurdrykkju
e. Er algengasta orsök blóðleysis í börnum

A

b. Eykur hættu á alvarlegum blæðingum

20
Q

Eftirfarandi eru líkleg byrjunareinkenni hvítblæðis nema ein fullyrðing. Merktu við eina RANGA fullyrðingu

a. Neutropenia
b. Marblettir og húðblæðingar
c. Fjölgun blóðflagna
d. Fölvi og slappleiki
e. Bein- og liðverkir

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. Neutropenia

21
Q

Hvað af eftirfarandi er RANGT í sambandi við sýkingu í fremri hluta augnloks (Periorbital Cellulitis) ?

a. Barn er með hita
b. Venjulega er roði aðeins í augnlokum og augnumgjörð annars augans
c. Ef barn þróar Orbital Cellulitis (sýking í augntótt) þarf að leggja það inn á sjúkrahús og gefa sýklalyf í æð og hugsanlega gera skurðaðgerð
d. Periorbital Cellulitis veldur miklum verkjum
e. Ekki er þörf á að meðhöndla Periorbital Cellulitis með sýklalyfjum

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

e. Ekki þörf á að meðhöndla Periorbital Cellulitis með sýklalyfjum

  • bregst oftast vel við sýklalyfjum po eða iv.
22
Q

Merktu við eina staðhæfingu sem er RÖNG

a. Brjóstagjöf ver börn gegn sýkingum
b. Nýfædd börn fá sjaldnar veirusýkingar en eldri börn
c. Um það bil 4,5 milljónir barna deyja í heiminum á hverju ári og helmingur þeirra vegna sýkinga
d. Niðurgangur, lungnabólga, nýburasýkingar og malaria eru algengustu ástæður fyrir dauða barna í heiminum
e. Óþarfi er að hafa áhyggjur af börnum með hita, nema hann sé orðinn >38,5°C

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

e. Óþarfi er að hafa áhyggjur af börnum með hita, nema hann sé orðinn >38,5°

23
Q

Lestu: þú ert á vakt á gg í Fossvogi og ert að hugsa um barn sem liggur inni eftir að hafa dottið úr koju í sumarbústaðnum hjá ömmu og afa. Barnið er með höfuðáverka, brot í höfuðkúpu og litla subdural blæðingu. Barnið andar sjálft, er vakandi og er búið að vera að horfa á mynd í ipad í fanginu hjá mömmu sinni þegar það allt í einu lokar augunum og virðist detta út og höfuðið lekur niður í bringu.
Hvað gerir þú næst ?

a. Athugar í augun á barninu hvort að ljósopin séu eðlilega víð og bregðist við ljósi
b. Ýtir í barnið sem umlar bara, hugsar með þér að barnið hafi líklega fengið of mikið af verkjalyfjum og ætlar að gefa því minna næst
c. Hugsar með þér að það sé gott að barnið nái að hvíla sig svona vel
d. Ýtir í barnið sem bregst ekki við, tekur barnið úr fangi móður sinnar, leggur það í rúmið og byrjar hjartahnoð og segir móðurinni að fara fram og kalla á hjálp
e. Ýtir í barnið sem bregst ekki við, athugar strax hvort barnið andi, tekur það úr fangi móður sinnar og leggur það í rúmið, opnar öndunarveginn, tekur fram öndunarbelginn til að blása í barnið og kallar á hjálp.

A

e. Ýtir í barnið sem bregst ekki við, athugar strax hvort barnið andi, tekur það úr fangi móður sinnar og leggur það í rúmið, opnar öndunarveginn, tekur fram öndunarbelginn til að blása í barnið og kallar á hjálp

24
Q

Lestu: þú og vinkona þín eruð að passa 3 mánaða gamlan frænda þinn þegar hann hættir skyndilega að anda, blánar upp og fer í öndunarstopp. Þú byrjar strax að hugsa um endurlífgunarleiðbeiningarnar sem þú lærðir í skólanum og byrjar á að gefa honum 5 björgunarblástra og vinkona þín hringir á hjálp. Maðurinn hjá neyðarlínunni segir þér að halda áfram endurlífgun. Þú þarf að beita hjartahnoði. Þú ætlar að hnoða og vinkona þín ætlar að blása. Hvað af eftirfarandi er rétt aðferð við hjartahnoð hjá 3 mánaða gömlu barni þegar tveir aðiðlar eru að endurlífga ?

a. Nota eina hendi, fara ca 2cm niður í hverju hnoði. Hraðinn á að vera 150 slög á mínútu
b. Nota eina hendi til að hnoða, fara ca 4cm niður. Hraðinn á að vera 100-120 slög á mínútu
c. Halda utan um brjóstkassan með báðum höndum, nota þumlana, ýta eins langt niður og þú getur. Hraðinn á að vera ca 60 slög á mínútu
d. Halda utan um brjóstkassann með báðum höndum, nota þumlana og hnoða ca 2cm niður. Hraðinn á að vera 150 slög á mínútu.
e. Halda utan um brjóstkassann með báðum höndum, nota þumlana og hnoða ca 4cm niður. Hraðinn á að vera 100-120 slög á mínútu.

A

e. Halda utan um brjóstkassann með báðum höndum, nota þumlana og hnoða ca 4cm niður. Hraðinn á að vera 100-120 slög á mínútu

25
Q

Hvað heitir litakerfið sem notað er til að setja upp barnavagn á bráðadeildum ?

a. Bolero
b. Broseman
c. Broselow
d. Babylow
e. Barelow

A

c. Broselow

26
Q

Hver er algengasta ástæða brjóstverks hjá börnum og unglingum ?

a. Kransæðastífla
b. Stoðkerfisverkur
c. Hjartavöðvabólga
d. Gollurshúsbólga
e. Vélindabakflæði

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

e. vélindabakflæði

27
Q

Lestu: 5 daga gamalt barn kemur með sjúkrabíl á bmt, það hefur verið ergilegt og drukkið illa síðasta sólarhinginn. Nú er barnið gráfölt með lengda háræðafyllingu, daufa púlsa, hraðan hjartslátt og svarar illa sársaukaáreiti. Hvaða sjúkdómar geta legið að baki ? ATH merkja má við fleiri en einn möguleika !

a. Tunguhaft
b. Sepsis
c. Nýburagula
d. Mjólkuróþol
e. Meðfæddur hjartagalli

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

b. Sepsis
e. meðfæddur hjartagalli

28
Q

Hverjir af eftirtöldum hjartagöllum valda vinstri-hægri shunti og þannig auknu blóðflæði til lungna ?
Merktu við einn eða fleiri möguleika

a. Sleglaskiptagalli (VSD)
b. Víxlun meginslagæða (TGA)
c. Ferna Fallots (TOF)
d. Gáttaskiptagalli (ASD)
e. Opin fósturæð (PDA)

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

a. Sleglaskiptagalli (VSD)
d. Gáttaskiptagalli (ASD)
e. Opin fósturæð (PDA)

Til að muna -> allt sem er D er í, ekki T-in

29
Q

Lestu eftirfarandi lýsingu á veikindum: endurtekin augsæ blóðmiguköst (recurrent macrohematuria) eru dæmigert fyrir börn með sjúkdóminn en þvagið er oft te- eða kaffilitiað 1-2 dögum eftir að sjúklingur fær efri loftvegasýkingu, t.d hálsbólgu og hita. Um er að ræða algengustu tegund glomerulonephriti (gauklabólgu) í heiminum.
Við hvaða sjúkdóm er átt?

a. Glomerulonephritis sem tengist hjartaþelsbólgu (endocarditis)
b. Neprotic syndrome
c. Post-streptococcal glomerulonephritis
d. IgA nýrnamein
e. HUS (haemolytic uremic syndrome)

A

d. IgA nýrnamein

30
Q

Lestu: 9 ára gamalla drengur nýgreindur með bráðaeitilfrumuhvítblæði (ALL) var að hefja sína fyrstu meðferð. Við greiningu reyndist hlutfall HBK í blóðrásarkerfi mjög hátt, yfir 100.000 x10E9 / L, sem setur hann í mikla áhættu fyrir Tumor Lysis syndrome.
Hvaða áætlun væri líklegast ákveðin í þessu tilfelli ?

a. Halda pH gildi þvags yfir 8 með því að setja auka kalíum út í innrennslisvökvann
b. Fylgjast með hækkun á natríum í blóði og passa að barn sé með hækkað undir höfði
c. Hafa samband við lækni ef eðlisþyngd þvags fer undir 1.010
d. Fylgjast vel með hækkun á kalíum í blóði og hafa drenginn í hjartamónitor
Fylgjast líka með þvagsýru ph 7-7,5, fosfat, krea
e. Takmarka vökvainntekt um munn og halda nákvæman vökvaskema inn og út.

A

d. Fylgjast vel með hækkun á Kalíum í blóði og hafa drenginn í hjartamónitor. Fylgjast líka með þvagsýru ph 7-7,5, fosfat, krea

31
Q

Lestu: Foreldrar barns með sigðkornablóðleysi (sickle cell anemia) spyrja hjúkrunarfræðing hvað það sé í blóðrauðanum (hemoglobin) sem geri barnið þeirra veikt.
Hvað af eftirfarandi notar þú til að lýsa meinsemdinni sem er einkennandi fyrir sjúkdóminn og svarar að hluta fyrirspurn foreldranna ?

a. Blóðrauðinn margfaldar sig og veldur því að rauðu blóðkornin verða óvenju stór
b. Sjúkdómurinn stafar af ónægri framleiðslu á blóðrauða
c. Blóðrauðinn er með of þunna himnu sem rofnar við minnsta áverka
d. Eðlilegum blóðrauða er að hluta til eða alveg skipt út fyrir óeðlilegan blóðrauða.
e. Sjúkdómurinn leggst á alpha kveðju blóðrauðans og veldur þannig galla á myndun hans.

A

d. Eðlilegum blóðrauða er að hluta til eða alveg skipt út fyrir óeðlilegan blóðrauða

32
Q

Fósturpróf er eitt af algengustu genaprófum sem eru notuð hjá börnum.
Hver af eftirfarandi staðhæfingum er rétt?

a. Fósturpróf er notað til að greina erfðasjúkdóma hjá einstaklingi sem hefur einkenni eða hefur jákvæða niðurstöðu úr skimun
b. Fósturpróf er notað til að greina stærð fósturs með tilliti til fæðingar um fæðingarveg
c. Fósturpróf er notað hjá nýburum til að útiloka eða greina vissa sjúkdóma sem þurfa meðferð til að koma í veg fyrir dauða eða varanlega fötlun
d. Fósturpróf er notað til að finna fóstur með erfðasjúkdóm. Prófið er venjulega framkvæmt vegna fjölskyldusögu
e. Allt ofangreint er rétt.

A

d. Fósturpróf er notað til að finna fóstur með erfðasjúkdóm. Prófið er venjulega framkvæmt vegna fjölskyldusögu

33
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG

a. Rannsóknir sýna að læknar og hjúkrunarfræðingar eru almennt óörugg í því að ræða mögulegar meðferðartakmarkanir við foreldra barna í líknarmeðferð
b. Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og tekur við þegar sjúklingur er deyjandi
c. Líknarmeðferð barna og full meðferð fara saman t.d. á gjörgæslunni og öðrum þjónustustigum
d. Samkvæmt Sanderson o.fl. er meðferðarsamtalið við foreldra barna í líknarmeðferð oftast að hefjast of seint, oftast í akút fasanum eða þegar dauðinn er yfirvofandi
e. Helstu einkenni deyjandi barna með krabbamein eru vandamál tengd fæðuinntöku, krampar, hægðartregða og öndunarfæraeinkenni

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

e. Helstu einkenni deyjandi barna með krabbamein eru vandamál tengd fæðuinntöku, krampar, hægðatregða og öndunarfæra einkenni

  • þetta eru einkenni taugasjúkdóma hjá deyjandi börnum - hjá börnum með krabbamein: 1. verkir, 2. þreyta, 3. andnauð, 4. slappleiki, 5. erfiðleikar við hreyfingu
34
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga um húð barna er RÖNG ?

a. Fitukirtlar (sebaceous glands) húðar eru virkir
b. Húðþekja (epidermis) er þunn fram eftir aldri (auðveldar blöðrumyndun) og það er áberandi einkenni hjá fyrirburum
c. Sýrustig húðar er lágt fyrstu vikun eftir fæðingu
d. IgA í slímhúð nær sama gildi og hjá fullorðnum við 2-5 ára aldur

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

c. Sýrustig húðar er lágt fyrstu vikuna eftir fæðingu

  • Rangt –> það er basískt, basískt = hátt
35
Q

Hver þessara fullyrðinga er rétt um ósjálfráð þvaglát (enuresis) barna eldri en 5-6 ára ?

a. Ósjálfráð þvaglát eru algengari hjá stúlkum en drengjum
b. Það skiptir miklu að fá góða félagslega sögu um barn með ósjálfráð þvaglát og fjölskyldu þess
c. Þau eru oftast af völdum sýkinga
d. Orsök þeirra er oft að börn eiga erfitt með svefn
e. Þau stafa fyrst og fremst af meðfæddum göllum í þvagrás

● (KOM Á PRÓFINU 2023)

A

b. það skiptir miklu að fá góða félagslega sögu um barn með ósjálfráð þvaglát og fjölskyldu þess

36
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga er RÖNG um meltingarkerfi barna ?

a. Lifrin er vel virk við eins árs aldur
b. Við 2 ára aldur er meltingarvegurinn nokkurn veginn fullþroskaður að stærð og umfangi undanskildu
c. Starfsemi meltingarkerfis hefst við fæðingu
d. Magarúmmál 2 ára barns er um 1 lítri
e. Útskilnaður meltingarensíma er takmarkaður fyrstu 4-6 mánuðina.

A

d. Magarúmmál 2 ára barns er um 1 lítri

  • nei, 500ml