Blóðsjúkdómar og krabbamein í börnum - 11.okt OG hjúkrun barna með krabbamein og hjúkrun barna með frávik í blóði - 28.okt Flashcards
Hvað er æxli (tumor / neoplasm) ?
- Góðkynja (benign) ?
- Illkynja (malignant) ?
Góðkynja (benign)
- Vex staðbundið og dreifir sér ekki
Illkynja (malignant)
- Ef frumuvöxturinn er ekki meðhöndlaður vex hann áfram og dreifir sér um líkamann, myndar meinvörp og leiðir að lokum til dauða. Almennt kallað krabbamein.
Hvert er algengi krabbameins á íslandi hjá börnum ?
Um 12 börn < 18 ára/ári
Hver er næstalgengasta dánarorsök barna eldri en 1 árs (á eftir slysum) ?
Krabbamein
Hver eru einkenni krabbameins?
Önnur byrjunareinkenni: hiti, megrun, lystarleysi, hósti og uppgangur, blóð í hægðum
önnur einkenni:
- langvarandi beinverkir
- þreyta, fölvi, húðblæðingar
- vaxandi eitlastækkanir
- höfuðverkir / uppköst á morgnana
- fyrirferð í kviðarholi
- proptosis
Hvaða sjúkdómar geta aukið hættuna á krabbameini hjá börnum ?
- Epstein-barr sýking
- Burkitt’s
- Hodkin’s
- Nasopharyngeal krabbamein
- Downs
- Hvítblæði
Líftími barna sem greinast með krabbamein ?
Um 8 af 10 börnum og unglingum sem greinast með krabbamein lifa um eða yfir 5 ár og meirihluti þeirra lifir til lengri tíma.
Barn sem fær krabbamein er í aðeins aukinni hættu að greinast aftur síðar á ævinni, oft meðferðartengt.
Hvaða krabbamein eru algengust í börnum ?
- Hvítblæði
- Eitilfrumukrabbamein
- Fastaæxli
Hver eru helstu fasaæxli (solid tumors) í börnum ?
- Heilaæxli / MTK æxli
- Krabbamein í beinum
- Wilms tumor
- Neuroblastoma*
- Retinoblastoma
- Rhabdomyosarcoma*
- Germ cell tumors*
- Nasopharyngeal*
- Krabbamein í lifur*
Æxli í heila og MTK
- Geta verið góðkynja (NB! oft á slæmum stað!) eða illkynja
- Önnur algengustu krabbameinin í börnunum (algengustu fastaæxlin), um 26% greininga
- Margar tegundir; meðferð og horfur mismunandi
- Flest byrja í neðri hluta heilans (litla heila og heilastofni)
- Einkenni geta verið höfuðverkur, ógleði, uppköst, sjóntruflanir, flog, vandræði með gang eða að meðhöndla hluti, breytt hegðun ofl
- æxli í mænu eru sjaldgæfari
Krabbamein í beinum
- Osteosarcoma
- Ewing sarcoma
Krabbamein sem eiga upptök sín í beinum (frumæxli) eru algengari meðal eldri barna og unglinga en geta komið á hvaða aldri sem er. Um 3% greininga.
Osteosarcoma:
- Algengast meðal unglinga
- Myndast yfirleitt þar sem bein vaxa hratt, s.s nálægt endum lengri beina fótleggja (algengast í femur) eða handleggja
- Veldur oft beinverk sem vernsar á nóttu eða við hreyfingu
- Getur einnig orsakað bólgu á svæðinu kringum beinið
Ewing sarcoma:
- Algengara meðal ungra unglinga, sjaldgæfara en osteosarcoma
- Algengast að myndist í mjaðmabeinni, brjóstvegg (s.s rifbeini eða herðablaði) eða í miðju lengri beina í fótum.
- Einkenni almennt verkir og bólga
Hvað er Wilms æxli (Nýrnakímfrumnaæxli / Nephrobalstoma) ?
- Nýrnaæxli, oft mjög stór
- börn á forskólaaldri
- einkenin: þögul fyrirferð, +/- hematuria
- getur vaxið inn í æðar
- Um 5% greininga
- Yfirleitt bara í öðru nýranu
- Allgengast að greinist milli 3-4 ára, sjaldgæft eftir 6 ára
- Æxlið vex hratt, tvöfaldar stærð sína á 11-13 dögum, fyrirferð getur sést við hlið miðlínu kviðar.
- Stundum hafa börn önnur einkenni eins og hita, ógleði eða litla matarlyst. Blóðmiga og kviðverkir sjást stundum.
ÞAÐ MÁ EKKI ÞRÝSTA Á ÆXLIÐ
Hvað er Sjónkímfrumnaæxli (Retinoblastoma) ?
- Krabbamein í augum, um 2% greininga
- Kemur yfirleitt fram hjá börnum fyrir 2ja ára aldurinn, sjaldgæft að greinist eftir 6 ára
- Finnst yfirleitt þegar foreldri eða læknir tekur eftir eh óvenjulegu við augað. Yfirleitt þegar ljósi er beint að augum virkar pupillan rauð vegna æðanna sem eru í botni augans. Í auga barns með retinoblastoma líta pupillurnar oft út fyrir að vera hvítar eða bleikar. Þessi hvíta glýja augans gæti sést þegar mynd er tekin með flassi.
Hvað er eitilfrumukrabbamein (lymphoma) ?
- Krabbamein í eitlakerfinu (eitlar, milta, hóstakirtill og beinmergur)
- Byrjar oftast í eitlum
- Tvær megin týpur: Hodkins og non-Hodkin. Í Hodkin eru s.k Reed-Sternber frumur til staðar (einkennir Hodkin)
- Meðal barna er Hodgkin algengara hjá unglinum en non-Hodgkin hjá yngri börnum. Báðár tegundir greinast í börnum og fullorðnum
Hvað er Hvítblæði ?
- Óheft framleiðsla á óþroskuðum hvítum blóðkornum (blastar) í blóðmyndandni vefjum líkamans (megnum) - horfur oftas góðar
- Algengasta krabbameinið í börnum 14 ára og yngri (um 30% greininga)
- Algengast er ALL og síðan AML. Krónískt hvíblæði er mjög sjaldgæft meðal barna
- Einkenni við greiningu á hvítblæði geta verið sýkingar, blæðingar, fölvi, þreyta, beinverkir og oft stækkun á lifur, milta og eitlum
- Löng meðferð (AML um 6 mán, ALL um 2 ár)
- Ef sjúkdómshlé (remission) næst ekki getur komið til greina að gera beinmergsskipti
Hvað er Hyperleukocytosis
- Hátt gildi blasta (hvítblæðifrumur) í blóðrásarkerfinu
- Hætta á stíflu í háræðakerfinu, efnaskiptabrenglunum, skemmdum á líffærum (lungu, MTK) , blóðtappa, rof á æð. Getur að lokum leitt til metaboliskrar acidosu
- Fara þarf varlega í blóðgjafir á sama tíma og tryggja þarf nægilegan blóðrauða fyrir súrefnisflutning út í vefi
- Gefinn er mikill vökvi í æð, þvagræsilyf ef draga þarf úr álagi á hjarta og öndunarkerfi
Hvaða einkenni gætu bent til barnakrabbameins og þarf að skoða betur?
- Fölvi, óeðlilegir marblettir, blæðing, beinverkir
- Bólgur eða fyrirferð, sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu
- Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti
- Breytingar á águm, hvítur blettur í auga, barnið verður alt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu
- Bólga eða fyrirferð í kvið
- Höfuðverkur, sérstaklega ef óvanalega þrálátur eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags ef þau aukast á nokkrum dögum)
- Verkur í útlimum eða beinverkur, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu
Hvaða rannsóknir má nota til greiningar á krabbameinum hjá börnum ?
- Saga og skoðun !
- Blóðprufur
- Myndgreiningar: Rtg, segulmómun, tölvusneiðmynd, jáeindaskanni, ísótóp, ómskoðun, beinskann
- Beinmergur (ástunga, vefur)
- Mænuholsástunga (dreifing í MTK ?)
- Meinafræði og sameindaerfðafræði: sýnataka úr æxli, genarannsóknir, sameindaerfðafræði
- Tumor, markerrar (í blóði, þvagi, vef)
Hverjar eru þarfir fjölskyldu eftir nýgreiningu ?
Kynnast fjölskyldunni
- upplýsingasöfnun, fjölskyldutré, tengslakort
Fræðsla
- um greiningarrannsóknir, sjúkdóminn, meðferð, aukaverkanir
Stuðningur
- viðtöl/samtöl, kynna teymið og úrræði þar, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Réttindamál
- viðtal við félagsráðgjafa, umönnunarbætur, húsnæðisúrræði þegar búseta er fjarri spítala
Hvaða meðferðarform eru notuð við krabbameinum hjá börnum ?
- Skurðaðgerð
- Krabbameinslyfjameðferð (chemo)
- Geislameðferð
- Líftæknilyf (biotherapy)
- Marksækin meðferð (targeted therapy)
- Stofnfrumuígræðsla (Hematopoietic stem cell transplantation)
- CAR T-cell therapy
- Viðbótarmeðferðir
- Líknandi meðferð
Hvernig leggir eru notaðir ef barnið þarf krabbameinslyfjameðferð ?
Miðlægir æðaleggir
Hvaða krabbameinslyf eru notuð ?
- Cell-cycle-specific agents: virka á ákveðnum tíma í frumuskiptingarferlinu, virka best á frumur sem skipta sér hratt
- Cell-cycle-nonspecific agents: virka á frumurnar óháð því hvar þær eru staddar í frumuskiptingunni. Áhrifin ráðast af skammtastærð
Hvað getur gerst ef krabbamenislyf fer út fyrir æð eða slettist?
Misalvarlegar afleiðingar
- Vesicant (valda alvarlegum vefjaskemmdum ef lyfið fer út fyrir æð)
- Irritant
- Non-vesicant (veldur ertingu en sjaldan alvarlegum skaða)
Tileinkið ykkur varnir til að forðast óhöpp: Tryggja að æðaleggur sé í lagi ! Hlífðarbúnaður; PhaSeal, Spillkit
Hvaða áhrif hefur krabbameinsmeðferð á frjósemi ?
- Sé vitað að meðferð geti haft áhrif á frjósemi þarf að huga að varðveislu sáðfruma / eggja sé það mögulegt
- Stúlkur fá stundum hormón (GnRH Agonist) til að reyna að verja eggjastokkana fyrir krabbameinslyfjum
- Ungir drengir: Bútur frá eista - ennþá á tilraunarstigi, ekki staðfest hvort beri árangur
Hverjar eru helstu aukaverkanir í tengslum við krabbameinslyfjameðferð ?
- Tumor lysis syndrome
- Verkir*
- Ógleði og uppköst*
- Lystarleysi og þyngdartap*
- Þyngdaraukning*
- Hægðatregða*
- Beinmergsbæling
- Slímhúðarbólga*
Hvað er Tumor lysis syndrome?
Helst í non-Hodgkin lymphoma (s.s Burkitt’s) og hvítblæði
- Orsök: úrgangsefni sem myndast við niðurbrot æxlisfruma, einkenni byrja oftast um 1-3 shr eftir að lyfjameðferð hefst
- hækkun á þvagsýru, fosfati, kalíum, kreatinin
- lækkun á kalsíum, jóniseruðum kalsíum (obs kalkkrampa)
- þvagsýra –> kristallar í nýrnapíplum –> hætta á nýrnabilun
- hækkun á kalíum –> hjartsláttatruflanir –> hætta á hjartastoppi
- Gefa þarf mikinn vökva og halda ph þvags 7 - 7,5
- Tíðar blóðprufur, náið eftirlit, hjartamónitor
Hvenær kemur beinmergsbæling fram?
Merki um beinmergsbælingu byrjar yfirleitt um 7-10 dögum eftir lyfjameðferðina og lýkur oftast á innan við 3-4 vikum.
Mikilvægir þættir sem þarf að fylgjast með:
- Sýkingavarnir
- Blóðhagur
- Hiti
- Líðan
Hvða er Daufkyrningafæð (neutropenia) ?
- Neutrophil < 0,5 x109 (< 500 frumur / μl)
- Neutrophil 0,5 - 1,0 en viðbúið að lækki niður fyrir 0,5 á næstu 48klst (nær oftast hámarki á 7. til 14.degi frá upphafi lyfjameðferðar
Daufkyrningafæð og hiti
- hiti >38,3°C
- hiti um eða yfir 38°C sem varir yfir 1klst
- Transient neutropenia
- Krónísk neutropenia
- Meðfædd neutropenia
Hvernig er uppvinnsla á daufkyrningafæð og hita?
Hröð (en örugg) uppvinnsla - lífshættulegt ástand:
- Ástand barns, lífsmörk, upplýsingar
- Nálaruppsetning; blóðræktun + prufur (sent akút og fylgst með niðurstöðum, blóðhagur kemur fljótt) - vökvi skv ord
- Nánari skoðun og sýnatökur fyrir ræktun
- Stuðningslyf
- Sýklalyf koma fyrst
- Rauðkornaþykkni / blóðflögur ef þarf
Að meðferð lokinni - hvenær er talað um lækninu ?
Survivorship !
- Klínísk viðmið: einstaklingur sem lauk krabbameinsmeðferð fyrir a.m.k 2-5 árum
- Rannsóknir: Miða almennt við 5 ára lifun frá greiningu
- National Cancer institute: miða við greiningu og út lífið - survivor þar til annað kemur í ljós !
Hverjar geta verið síðbúnar afleiðingar krabbameina / late effects?
- Heilsufarsvandamál sem rekja má til meinsins eða meðferðarinnar og get akomið fram hvenær sem er á lífsleiðinni
- Geta haft neikvæð áhrif á lífsgæði og horfur
- Yfirleitt eru það meðferðartengdir þættir sem ákvarða hættuna á síðbúnum afleiðingum
Vöxtur og þroski
- beinaþroski
- líkamsvöxtur
- tilfinninga og félagsþroski
- vitsmunalegur þroski
- kynþroski
Líffærastarfsemi
- hjarta
- innkirtlar
- meltingarkerfi og lifur
- þvag- og kynfæri
- stoðkerfi
- taugakerfi
- lungu
Frjósemi
- heilsa afkvæma
- kynferðisleg virkni
Krabbamein
- bakslag
- önnur krabbamein
Sálfélagslegt
- andleg heilsa
- menntun
- atvinna
- sjúkdómatryggingar
- félagsleg einkenni
- langvinn einkenni
- líkaminn og líkamsímynd
Nefndu nokkrar meðferðir sem eru tengdar við langvinn heilsufarsvandamál
- Heart failure
- Anthracyclines
- Chest radiation - Second cancer
- Radiation
- Alkylating agents
- Topoisomerase II
- Inhibitors - Oseonecrosis
- Steroids
- Radiation - Stroke
- Radiation
Hver er tilgangur eftirfylgdar?
- Efla heilsu, lífsgæði og sjálfsumönnun með áhættutengdu heilbrigðismati, stuðningi og fræðslu
- Veita upplýsingar um tengsl meðferðar við síðbúnar afleiðingar - vegabréf eftir krabbameinsmeðferð
- Auka líkur á að uppgötva síðbúnar afleiðingar snemma og ráðleggja tímabær inngrip
- Koma á viðvarandi eftirliti með heilsufari í viðeigandi fullorðinsþjónustu
- Hvetja til heilbrigðra lífsvenja