Gjörgæsla barna - 25.okt Flashcards
Hversu mikil % af börnum á gjörgæslu eru bráðainnlagnir?
80%
Hverjar eru helstu innlagnarástæður barna á gjörgæslu LSH ?
Í Fossvogi = vegna höfuðáverka, heilablæðinga, bráðaaðgerðir
Á Hringbraut = vegna öndunarbilunar og lungnabólgu
Algengasta innlagnarástæða yfir heildina = öndunarbilun/ lungnabólga, þar á eftir komu vandamál frá taugakerfi, síðan heila og taugavandamál
Hvernig er móttaka barns á gjörgæslu ?
- Mikill undirbúningur fer í gang þegar tilkynnt er um komu barns á GG, mikilvægt að fá sem fyrst upplýsingar um innlagnarástæðu, ástand barns, aldur, hæð og þyngd og hvort það þurfi sérhæfðan öndunarstuðning.
- Gjörgæslustæðin eru ekki tilbúin fyrir börn og því þarf að aðlaga búnað og það sem er í stæðinu þegar von er á barni og því mikilvægt að vita aldur og þyngd.
- Setja þarf réttar slöngur á öndunarvélina, skipta um O2 gleraugu, mansettur, mettunarmæla og annað sem til þarf
–það er mikilvægt að fá sem bestar upplýsingar strax svo hægt sé að undirbúa komu barnsins eins vel og hægt er. Oft höfum við ekki langan tíma, kannski bara 15-30min en það hjálpar okkur þó mikið. Þá er hægt að nýta tímann til að færa til rúm, setja réttar stærðir af öndunarvélaslöngum og stilla vélina, setja rétta ampupoka, rétta stærð af mansettu og ekg slöngum. Við þurfum minni mettunarmæla og minni elektróður. Einnig er þá tími til að draga upp þau lyf sem vitað er að þurif ásamt öðrum undirbúningi.
Afhverju er þyngd barnsins svona mikilvæg?
- All lys og allur búnaður sem er notaður fyrir börn er reiknaður út eftir þyngd barnsins og stundum einnig eftir lengd.
- Mikilvægt að kunna að reinka út lyfjaskammta eftir þyngd.
- Oft er um að ræða mjög litla skammta sem eru ólíkir því sem við erum vön að nota
Hjúkrun barna á GG
Hvernig á að meta barnið ?
- A (airway) - B (breathing) - C (circulation) - D (disability) - E (exposure)
First mat - 1 min: öndun, blóðrás og meðvitund
Hvað er gert eftir fyrsta mat ?
Öryggistjékk: Við athugum hvort allt sé eins og það á að vera, allar stillingar séu réttar, að öll tæki séu að virka rétt, allar viðvörunarbjöllur séu rétt stilltar.
Og barnið: er túba vel fest, liggur hún rétt, eru æðaleggir í lagi og vel festir, eru rétt lyf að renna saman, eru lyfjadælur réttar, er þvagleggur í lagi og kemur þvag í legginn, hvernig er meðvitund hjá barninu, líður því vel?
Barn í öndunarvél, hverju þarf að muna eftir?
Muna eftir A-inu…
- Túban / barkarennan er alltaf númer eitt !!
- getur stíflast, færst úr stað eða runnið alveg út
- barnið reynir að ná í túbuna ef það vaknar, mikilvægt að passa hendur
- meta blóðgös og stilla öndunarvélina eftir þörfum
Hverjar eru aðrar útgáfur af öndunarstuðningi ?
- High flow súrefni með raka og PEEP þrýstingi
- Utanáliggjandi öndunarvél (Bipap) utan á liggjandi öndunarvél sem gefur þrýsting í inn- og útöndun
Báðar þessar eru notaðar á barnaspítalanum og gg, bara öndunarvél á gg
Hvernig á þvagútskilnaður á kg/klst að vera ?
þvagútskilnaður á að vera 0,5-1ml kg/klst
Hvernig metum við meðvitund á barni?
- GCS og AVPU
- Meta ljósop: ef ljósop víkkar brátt þarf að bregðast hratt við. Hver mínútua skiptir máli !!!
- Ef barnið væri meðvitundaskert: akút blæðing eða hækkaður IKÞ
Afhverju þarf að meta óráð barna á gjörgæslu ?
Óráð barna getur:
- lengt tíma á gg og sjúkrahúsi
- lengt tíma sem börn eru svæfð
- lengt tíma í öndunarvél
- haft áhrif á líkamlega og vitræna skerðingu við útskrift af gg og allt að 3 mán eftir útskrift
- auk dánartíðni
Hvernig er hægt að meta verki hjá börnum á gg?
- FLACC verkjamatskvarðinn
- NRS verkjamatskvarðinn
VVÓ barna - verklag til að meta verki, vökustig og óráð
- CAPD
- FLACC / NRS
- RASS
Hverjar eru helstu orsakir hjarta- og öndunarstopps hjá börnum ?
- Öndunarbilun
- Aðskotahlutur í munni / koki
- Sýkingar
- Slys
- Drukknun
- Meðfæddir hjartasjúkdoómar
- Ofnæmi / lost
Börn fara yfirleitt í öndunar og/eða hjartastopp af öðrum ástæðum en fullorðnir. Mjög óalgengt að börn fari í pimert hjartastopp og lífslíkur eru ekki miklar.
Hver eru merki um yfirvofandi öndunar- eða hjartastopp hjá börnum ?
- Hröð/hæg öndun
- Öndunarpásur
- '’Gasping’’
- Erfiðleikar við öndun
- Breyting á meðvitund
- '’Hypotonia’’
- Blámi
- Hraður / hægur hjartsláttur
- Lágur bþ
- Breyting á blóðrás
- Daufir púlsar
- Köld og marmoriseruð húð
- Minnkandi þvagútskilnaður
– Fyrst verður öndunin hröð, svo þegar barnið fer að þreytast fer það að hægja á öndun og það er síðkomið, alvarlegt merki ! . Breyting á meðvitundarástandi; barnið verður mjög órólegt en með versnandi ástandi verður það sljótt.
eða
– First verður hjartsláttur hraður svo hægist á ohnum áður en barnið fer í stopp. Síðasti taktur fyrir hjartastopp oftast bradycardia. Húð köld, marmoriseruð, minnkandi blóðflæði til heila: verður sljótt og þvagútskilnaður minnkar.
Hvernig er endurlífgun barna?
- HORFA - hreyfist brjóstkassi ?
- HLUSTA - heyrast öndunarhljóð ?
- FINNA - finnst loft blása úr munni/nefi ?
—— ekki taka lengra en 10sek———- - Opna öndunarveg: head tilt / chin lift, jaw thrust
5 BJÖRGUNARBLÁSTRAR
- Stuð hjá börnum: 4 J / kg
- Adrenalin: 0,01 mg /kg