Næring barna og næring barna inn á spítala - 8.okt Flashcards
Ef við skoðum vöxt barna fyrstu árin, hvað kemur út úr því ?
- Börn vaxa hratt fyrstu 3 mánuðina og hægist svo á en á fimmta mánuði hafa flest heilbrigð börn tvöfaldað þyngd sína
- fyrstu 12 mánuðina þyngjast börnin um 7kg
Hvað segja vaxtalínurit okkur ?
- við skoðum aldrei bara einhvern einn punkt á vaxtalínuriti heldur skoðum við færslur milli punkta, þau segja okkur mikið –> allar færslur geta breyst og þarf að skoða
- þau eiga að segj aokkur hvort barnið sé eðlilega stórt, hvort það sé að vaxa á eðlilegum hraða, er það að þyngjast eðlilega (getur gefið okkur vísbendingar um vannæringu, ofþyngds og annað)
Hvað tlest vera óeðlileg breyting á vaxtalínuriti fyrstu 2-3 æviárin?
fyrstu 2-3 æviárin er breyting sem svara 2 staðalfrávikum alvarleg
Hverjar eru ‘‘þumalputta’’ reglur fyrir frávik í lengdar- og þyngdarvexti ?
- Flest börn vaxa samhliða vaxtalínuritinu. þó geta börn leiðrétt sína lengd á fyrsta ári, börn sem fædd eru stutt geta færst sig upp á við og öfugt fyrir börn sem fædd eru löng miðað við foreldra
- hæð og þyngd breytast að öllu jöfnu ekki meira en 1 staðalfrávik á 3 mánuðum á fyrsta ári. Eldri börn en 2ja ára eiga ekki að breytast meira en 0,5 staðalfrávik á ári
- Langveik börn þá óhjákvæmilegt að sjá færslur sem við sjáum ekki hjá heilbrigðum börnum og oft ekki hægt að leiðrétta þær
Hvað getur haft árhif á vöxt barna fyrstu árin ?
- Næring getur haft gríðarleg áhrif á fyrstu árunum og seinna meir koma síðan hormon og gen sterkt inn
- Fyrstu mánuði á meðgöngu hefur næring mikið að segja og alvarlegar afleiðingar geta verið ef það er ekki fullnægjandi fyrstu mánuðina
- barn tvöfaldar líkamsþyngd sína á fyrstu 5 mánuðum og lengist um 10cm. þessi vöxtur ákvarðast að mestu af næringu og insúlíni. Vöxtur í barnæsku (Frá lokum ungbarnaskeiðs að kynþroska) snýst áfram af næringu einnig erfðum og skjaldkirtilshormóni
Hvernig á næring barna að vera 0-6 mánaða skv leiðbeiningum frá WHO ?
- það á að hefja brjóstagjöf á fyrstu klst eftir fæðingu
- eingöngu brjóstagjöf til 6 mánaða
- innleiðing viðbótarnæringar við 6 mánuði samhliða áframhaldandi brjóstagjöf til 2 ára aldurs eða lengur
- ekki neitt í þroska barna við 4 mánaða sem gefur okkur tilefni til að byrja að gefa því eh
- ef arn er að þyngjast vel með mjólk eða þurrmjólk þá eru börnin að fá næga næringu úr því
Hvað segir embætti landlæknis og önnur norðurlönd um næringu frá 0-6 mánaða ?
- Börn 0-4 mánaða: brjóstamjólk + 10 μg (400IU) D-vítamín. Ef brjóstamjólk nægir ekki er mælt með þurrmjólk
- Börn 4-6 mánaða
- ef barn nærist eingöngu á þurrmjólk –> litlir skammtar af mat við 4mánaða aldur. Ef barn nærist eingöngu á brjóstamjólk; ef það dugar ekki er hægt að bæta litlum skömmtum af öðrum mat við
Afhverju er brjóstamjólkin svona mikilvæg fyrir börnin ?
- Hún er verndandi gegn m.a bráðri eyrnabólgu, sýkingum í meltingarvegi og neðri hluta öndunarvega
- Dregur úr líkum á ofþyngd / offitu hjá börnum og unglingum
- dregur mögulega úr líkum á HTN, blóðfituröskun, DM1 og DM2, IBD
- Stuðlar möguleg betur að vitsmunalegum þroska
Embætti landlæknis talar um viðbótarnæringu frá 6mánaða aldri, hvað má gefa milli 6-9 mánaða?
- Járbætti ungbarnagrautar, fíngert mauk úr grænmeti og ávöxtum og einnig vel eldað og maukaið kjöt, fiskur, egg, baunir, linsur
- vel maukaðan mat !!
- ekki fresta algengum ofnæmisvöldum
Embætti landlæknis talar um viðbótanæringu frá 6 mánaða aldri hvað má gefa milli 9-12 mánaða?
það má borða flest allan hollan mat
Embætti landlæknis talar um viðbótanæringu frá 6 mánaða aldri hvað er ÓÆSKILEGT að borða?
Kúamjólk til drykkjar, fituskertar mjólkurvörur (t.d skyr), rabbabari, spínat, sellerí, rauðrófur, fennel, hunang, unnar kjötvörur og saltríkur matur, innmatur í hófi (getur veirð of mikið A-vít)
Embætti landlæknis talar líka um hversu mikla mjólk má barn fá eftir 6 mánaða?
það má fá eins mikla brjóstamjólk og það vill en ef það er þurrmjólk / stoðmjólk þá eru það um 500ml ( ef barn er þá ekki á brjósti)
Hvað fæst með viðbótarnæringu ?
- Orka: brjóstamjólk / þurrmjólk hættir smám saman að geta uppfyllt þörf eins og sér. Ekki alltaf orkuríkari en brjóstamjólk eða formúla
- Járn: fljótlega upp úr 4-6mánaða tæmast meðfæddar járnbirgðir. Sérstaklega brjóstabörn
- Þroski: skynþroska, félagslegan þroska og fl (grófhreyfingar, fínhreyfingar, félagslegt samspil, leikur..)
- Sedda
Hvað er algengt að sjá hjá leikskólabörnum ?
Physiologic Anorexia: orkuþörf per kg lækkar
- þetta er í raun karakter sem kemur oft fram á þessum aldri, barnið borðar lítið og virðist bara virka á lofti. Borðar kannski ekki neitt í 2 daga
Hvaða algenga næringarefnaskort hafa leikskólabörn oft og afhverju ?
Járn
- vegna þess að þaua borða of mikið af kúamjólk og það er of lítil orkuinntaka. Eru kannski að sjúga skvísur allan daginn og verður þá kannski járnskortur. börnin eru að borða fábreytt fæði
Hverjar eru helstu áskoranir varðandi næringu hjá grunnskólabörnum ?
Áskoranir
- Breytt matarumhverfi: leikskóli vs grunnskóli
- Matvendi
- Hvernig á að mæta orkuþörf hjá börnum sem stunda mikla hreyfingu ?
- Átraskanir
- Hvernig á að taka á og draga úr líkum á ofþyngd / offitu ?
Hvað gerist þegar grunnskólabörn taka vaxtarkipp við kynþroska varðandi næringu ?
Orökuþörf eykst og þörf fyrir vítamín- og steinefni verður svipuð og hjá unglingum og fullorðnum