Vefrænir geðsjúkdómar (21.nóv) Flashcards
Hvað er þroskaskerðing / þroskahömlun ?
skilgreining: þroskaskerðing einkennist af skertum vitsmunaþroska og skertri aðlögunarfærni
- Kemur fram á þroskaskeiði (fyrir 18 ára aldur)
- Þroskafrávik geta breyst með tíma/aldri og því er þroskahömlun ekki alltaf viðvarandi ástand frá fæðingu til fullorðinsára
- þroskaskerðing er almennt ekki greind fyrir 5 ára aldur
- þroskaskerðing er ekki skilgreind sem fötlun
- Óafturkræf skerðing á greind, til staðar frá bernsku, truflar félagslega færni.
Hver er skilgreiningin á þroskaskerðingu samkvæmt ICD-10 ?
Ástand þar sem vitrænn þroski hættir eða er ófullkominn og einkennist af skerðingu á færni sem kemur í ljós á þroskaskeiði. Skerðingin nær yfir heildarsvið greindar, þ.e vitræna þætti, mál, hreyfingu og félagsfærni.
Þroskaskerðingin getur komið fram með eða án annarra geðrænna eða líkamlegra vandamála.
Vitræn geta og félagsleg aðlögun geta breyst með tímanum og geta, hversu litlar sem þær eru, batnað með þjálfun og endurhæfingu. Greiningin ætti að byggja á starfsgetu á hverjum tíma.
Hvernig eru stig þroskaskerðingar venjulega mæld ?
Samkv ICD-10
- Stig þroskaskerðingar eru venjulega mæld með stöðluðum greindarprófum. Við þau eru bætt kvörðum til að meta félagslega aðlögun í tilteknu umhverfi. þessar mælingar gefa nokkurn veginn rettar niðurstöður um stig þroskaskeðingar. Greiningin byggir einnig á heildarmati á vitsmunastarfssemi sem framkvæmt er af þjálfuðum greinanda.
Hversu lága greindarvísitölu þarftu að hafa til að teljast vera með skerta greind?
Að vera með skerta greind er að vera með undir 70
- F70.0 Væg þroskahefting, engn eða lágmarksskerðing atferlis
- F71.0 Miðlungs þroskahefting, engin eða lágmarksskerðing atferlis
- F72.0 Alvarleg þroskahefting, engin eða lágmarksskerðing atferlis
- F73.0 Svæsin þroskahefting, engin eða lágmarksskerðing atferlis
- F78.0 Önnur þroskahefting, engin eða lágmarksskerðing atferlis
- F79.0 Ótilgreind þroskahefting, engin eða lágmarksskerðing atferlis
> Væg þroskahefting: IQ= 50-70 –> þroskaaldur á fullorðinsaldri= 9-12
Miðlungs þroskahefting: IQ = 35-49 –> þroskaaldur á fullorðinsaldri= 6-9
Alvarleg þroskahefting: IQ= 20-34 –> þroskaaldur á fullorðinsaldri= 3-6
Svæsin þroskahefting: IQ= <20 –> þroskaaldur á fullorðinsaldri= 1-3
'’Downs oft upp undir 50, allt niður í 20’’
þroskaskerðing
- hver er skipting hópa eftir alvarleika (%)?
Væg = 80%
Miðlungs = 12%
Alvarleg = 7%
Svæsin = 1%
Hvernig eiga þroskaskerðing og geðraskanir saman ?
Greining og meðferð oft erfið
- Geta átt erfitt með að tjá líðan eða tjá líðan sem ekki er til staðar
- Hegðunarerfiðleikar geta fylgt þroskaskerðingunni
- Þroskaskerðingin er hluti af einhverfu og einkenni einhverfu teljast geðsjúkdómur
- Líkamlegir kvilllar og streita sem valda breytingum á hegðun
Hverjar geta verið áskoranir í meðferð ?
- Samskipti oft erfiðari vegna takmarkana í tjáningu
- Alvarleg hegðunarröskun
- Svara lyfjum stundum verr t.d geðrofslyfjum
- þrýstingur frá umhverfi að meðhöndla erfiða hegðun með innlögnum á geðdeildir eða með þungum lyfjum
Hvað eru vefrænir sjúkdómar?
sjúkdómsheilkenni með geðrænum einkennum sem eiga sér undirliggjandi vefrænar orsakir t.d:
- áhrif lyfja og eiturefna
- truflanir á jafnvægi blóðsalta
- súrefnisskortur
- æðasjúkdómar í heila
- hrörnunarsjúkdómar í heila
- sýkingar (í MTK eða annars staðar)
Hvað er Delirium (óráð) ?
Heilkenni sem einkennist f.o.f af trufluðu og breytilegu meðvitundarástandi, óáttun og einbeitingarerfiðleikum.
- Algengt lífshættulegt ástand sem oft er vangreint og vanmeðhöndlað.
- Sjúkl geta sveiflast frá því að vera sljóir og dormandi og upp í að vera æstir og ruglaðir.
- Oft verra á kvöldin / nóttunni
- 5-15% sjúkl á almennum legudeildum og 20-30% sjúkl á GG-deildum
- Algengara á meðal eldra fólks
- Gengur oftast yfir á nokkrum klst - sólarhringum
- Geta fylgt ranhugmyndir og þá aðallega aðsóknarhugmyndir og ofskynjanir f.o.f sjónofskynjanir
- vitræn skerðing oft mjög almenn
- Oft lúmskt ef sjúkl eru rólegir og sljóir og seinkar þá oft greiningu
Hverjar eru helstu ástæður óráðs?
Alltaf eh undirliggjandi líkamleg orsökf fyrir óráði og þær helstu má flokkar:
- Lyf og eiturefni
- Áfengis- lyfjafráhvarf (delerium tremens)
- Sýkingar
- Sjúkdómur í MTK - æxli, sýking, áhrif á krampa etc
- Áhrif sjúkdóms í hjarta, lifur, nýrum, lungu ofl
Hvernig er hægt að meðhöndla óráð ?
- Byrja þarf á því að leita að undirliggjandi orsök svo fljótt sem auðið er og meðhöndla strax
- Ef þörf er á að róa sjúkl má gefa sefandi lyf s.s Haldol í æð/ vöðva
- Forðast Benzodíazepín
- Sjúkl þurfa rólegt umhverfi
- Tala til þeirra á rólegan og yfirvegaðan hátt
- Forðast of mikið ljós og einnig algert myrkur
- Útskýra ástandið fyrir ættingjum
- Forðast breytingar og óvænt áreiti - rútína
- Nota lyf sparlega
- Skýr boðskipti á milli starfsfólks eru afar mikilvæg
Hvað er Vitglöp (dementia) ?
Heilkenni sem einkennist af almennri vitrænni skerðingu
- ekki breytinga rá meðvitundarstig (öfugt við delirium)
- ástand sem langoftast ágerist með tímanum en gengur þó mishratt (mánuðir-ár)
- Langoftast óafturkræft ástand
- Algengast í eldra fólki (>65 ára), ef yngri en 65 ára er talað um presenile dementia
Hver eru einkenni dementiu ?
- Persónuleiki getur gjörbreyst og sjúkl orðið hömlulaus og sýnt óviðeigandi hegðun
- í langt gengnum sjúkdómi skerðist hreyfigeta og sjúkl getur misst stjórn á þvagi og hægðum
- sjúkl oft greindir með kvíða og depurð snemma á sjúkdómsferli
- mikilvægt að meta vitræna starfsemi hjá eldra fólki sem kemur inn með kvíðaeinkenni eða þunglyndi - dementia getur verið undirliggjandi
Hverjar eru orskair dementiu ?
- Margvíslegar en langalgengastar eru hrörnunarsjúkdómur af Alzheimer gerð og æðasjúkdómur í heila
- Aðrar orsakir eru aðrir hrörnunarsjúkdómar í MTK (Parkinson, Huntingtons, B12 skortur, skjaldkirtilsvanstarfsemi)
- Ljóst að erfðir eiga þátt í Alzheimer, sérstaklega þegar sjúkdómur kemur t.t snemma á ævinni
Hverjar geta verið mismunagreiningar dementiu ?
Delirium: stundum erfitt að greina á milli en í delirium er sveiflótt meðvitundar-ástand, byrjar skyndilega og oft skyntruflanir
þunglyndi: oft erfitt að greina á milli hjá eldra fólki. Vitrænt ástand sveiflast þó oftm eira og áhugaleysi meira áberandi og unglyndi byrjaði áður en vitræn skerðing varð áberandi.