Persónuleikaraskanir (21-22.nóv) Flashcards
Hvað er persónuleiki ?
Mynstur tilfinninga, hugsana og hegðunar sem einkenna okkur og gerir okkur að þeim einstaklingi sem við erum
- Ræður því hvernig við upplifum umheiminn –> hvernig við bregðumst við umheiminum og högum okkur
- Nokkuð stöðugt fyrirbæri
- ræðst að verulegu leyti af erfðum en mótast einnig af sálrænum þáttum og umhverfi í uppvexti
- Greining persónuleika gagnast geðlæknum geðlæknum við að spá fyrir um hvernig einstaklingur tekur a og bregst við veikindum eða erfiðum aðstæðum
- Ákv persónuleikaeinkenni geta gert fólk viðkvæmara fyri rþví að fá ákv geðraskanir
Hvað er persónuleikaröskun ?
- þegar einkennni persónuleikans valda einstaklingnum og/eða fólki í umhverfi hans erfiðleikum og þjáningum
- Persónuleikinn truflar aðlögun einstaklingsins að umhverfinu, sem bitnar á honum sjálfum og öðrum
- Til staðar frá snemma á unglingsárum eða lengur
- Viðhorf til annarra, túlkun á atburðum, hugsun, tilfinningaleg tjáning, samskipti, stjórn á hvötum og löngunum…
Hvað er persónuleikaröskun samkv ICD-10 ?
Djúpt rótgróið vanhæft hegðunarmynstur sem er auðþekkjanlegt á unglingsárum eða fyrr og heldur áfram megnið af fullorðinslífi, þó að það verði oft minna augljóst á miðjum eða elli
,,Deeply ingrained maladaptive patterns of behaviour recognizable bye the time of adolecence or earlier and continuing trough most of adult life, although often becoming less obvious in middle or old age ‘’
Hvenær koma persónuleikaraskanir fram ?
Persónleikaraskanir koma fram á unga aldri og einkenni breytast lítið með tímanum
- Mjög vítt róf frá alvarlegum röskunum (andfélagslegir sadistar, mjög vanþroska einstaklingar) til vægra einkenna = personality traits
Hvað fer saman í persónuleikaröskun ?
Í persónuleikaröskun má segja að saman fari ákv persónuleikaþættir sem eru ósveigjanlegir og valda félagslegri hömlun og vanlíðan hjá einstaklingnum
- oft eru persónuleikaraskanir samfara öðrum geðröskunum og oft erfitt að greina sundur hvoru einkennin tilheyra
Hvað þarf að meta?
- Samskipti: kollegar, yfirmenn, undirmenn, vinir, nánustu
- Geðslag: venjulega, hvernig og hversu stöðugt það er
- Viðhorf og skoðanir, siðareglur
- Venjur
- Ýmsir eiginleikar (samviskulaus, háður öðrum, noldrari, athyglissjúkur, hvatvís, tortryggin, langrækinn, afbrýðissamur, viðkvæmur, lítið sjálfstraust, áhyggjufullur…)
- Upplýsingar frá aðstandendum
Hvað þarf að hafa í huga?
- Fara þarf varlega í að dæma persónuleika einstaklinga eftir örfá viðtöl
- Sálfræðileg próf hjálpa en eru ekki greiningartæki
- Horfa þarf til fyrri sögu einstaklings
- Erfitt að meta persónuleika einstaklings sem er í geðrofi, alvarlegu þunglyndi eða maníu
Persónuleikaröskunum hefur verið skipt í 3 flokka, hverjir eru þeir ?
- Cluster A: Paranoid, Schizoid, Schizotypal; skrítnir, útaf fyrir sig
- Cluster B: Borderline, (Narcissistic), Histrionic, Antisocial; tilfinningasveiflur, dramatískir
3.Cluster C: Obsessive-Compulsive, Avoidant/anxious, Dependent; kvíðnir
Hver voru taldnir vera algengustu persónuleikaraskanirnar í rannsókn 2009/95 í Reykjvaík ?
Schizotypal, Obsessive-compulsive og Avoidant/hliðrunar
- Tíðni á stór-Reykjavíkursvæðinu: rúmlega 10%
- meirihlutinn með meira en eina röskun
Hvað er Paranoid / Aðsóknar-persónuleikaröskun ?
Amk 4 af eftirfarandi:
- Býst við að aðrir noti sér hann eða skaði án þess að nokkur fótur sé fyrir því
- Efast um tryggð og hollustu vina og kunningja án þess að það sé réttlætanlegt
- Les duldar niðrandi merkingar eða ógnanir út úr vinsamlegum athugasemdum eða atburðum, t.d heldur því fram að nágranni hafi sett út rusl eingöngu til að pirra hann. Elur á gremju eða fyrirgefur ekki móðganir eða særindi
- Er tregur til að trúa öðrum fyrir málum vegna óréttlætanlegs ótta við að upplýsingar verði notaðar gegn honum
- Er auðsærður, fljótur til að bregðast við með reiði eða gagnárás
- Efast að ástæðulausu um tryggð eiginkonu eða sambýlisaðila
-Treystir engum (án ástæðu): efast um tryggð og hollustu maka/ættingja/vina, býst við svikum / misnotkun annarra og tregur til að trúa öðrum fyrir málum
- Túlkar gjörðir fólks sem niðrandi og ógnandi: sér duldar niðrandi merkingar alls staðar, aðrir með ,,hulið agenda’’ gegn sér
- Alltaf á varðbergi gagnvart öðrum
- Upplifir stöðugt aðra vinna gegn sér
- Treystir ekki yfirvaldi
- Auðsærður, fljótur að reiðast og móðgast og gera gagnárás, hefnir sín, hörundsár
- Þrætugjarn, veltir sér upp úr gremju og reiði
- Langrækinn, fyrirgefur ekki
- Á erfitt með að mynda vinatengsl og forðast að vera í hópi fólks
Hvað er geðklofalík / Schizoid ?
Tilhneiging til þess að sinna ekki tengslum við fólk og láta lítið í ljós tilfinningar
- áhugalítill um náin tengsl
- upplifir sjaldan sterkar tilfinningar
- takmörkuð tjáning tilfinninga
- líður best einum með sjálfum sér
- skilur ekki reglurnar í félagslegum samskiptum –> klaufalegur og skrítinn
- Innhverfu, upptekinn af eigin ímyndunarheimi
Hvað er Geðklofagerðar / Schizotyp ?
- Skrítinn, sérvitur og undarlegur í hegðun, útliti og tali
- Óviðeigandi geðslag (flatt, þumbaralegt, kjánalegt) - taktlausir
- Tilvísunarnhugmyndir (að halda að eh lag með JB sé um þig t.d) , tortryggnir
- Undarlegar skynupplifanir
- Hjátrúafullur
- Upptekinn af hinu dulræna
- Miklir erfiðleikar í samskiptum, líður illa innan um aðra, félagsleg einangrun
- fáir vinir
Ekki flokkað sem persónuleikaröskun í ICD-10 heldur sem vægur geðrofssjúkdómur. Dæmi: Willy Wonka
Hvað er Jaðar / Unstable / Borderline personality disorder ?
Viðvarandi óstöðugt geðslag, óstðug persónuleikatengsl og sjálfsímynd
- óstöðugt / sveiflukennt geðslag
- erfiðleikar við stjórnun eigin tilfinninga
- vanhæfni til að þola sterkar geðshræringar
- stormasöm sambönd
- mikil hvatvísi sem leiðir til vandræða
- óljós eða óstöðug sjálfsmynd
- Vanhæfni til að stjórna eigin tilfinningum og þola sterka geðshræringu
- óstöðugt geðslag, áberandi sveiflur niður í þunglyndi, pirring eða kvíða sem venjulega stendur í nokkrar klst eða aðeins stöku sinnum í nokkra daga
- óviðeigandi kröftur reiðiköst, stjórnleysi s.s æðisköst, stöðug reiði eða jafnvel áflog
- Hvatvísi sem getur skaðað einstaklinginn sjálfan t.d eyðslusemi, óábyrgt kynlíf, fíkniefnamisnotkun, búðarhnupl, kæruleysi í akstri
- Endurteknar sjálfsígshótanir eða sjálfskaðar
- Áberandi og viðvarandi truflun á sjálfsímynd (Tengist vali vina, atvinnu, kynlífi og gildismati)
- Langvinn tómleikatilfinning eða leiði
- Óstöðug tengslt við aðra sem einkennast af sveiflum á milli dýrkunnar og vanmats
- örvæntingafull viðleitni itl þess að forðast raunverulega höfnun
- Geta haft tímabil með einkennum er líkjast geðrofi með ofsóknablæ
Hvað er Projective identification ?
Varnarháttur þar sem einstaklingurinn varpar óbærilegum tilfinningum yfir á aðra
Hver er tíðni eða algengi jaðar / Unstable / Borderline personality disorder ?
- Algengi ca 1-2%, virðist fara vaxandi
- 3-4x algengar hjá konum