Geðheilsa og geðrækt (6.nóv) Flashcards
Geðræn vandamál eru oftast skilgreind og skilin út frá….?
…samspili einstaklings og umhverfis
Hverju byggir greining líkamlegra sjúkdóma á ?
Greining líkamlegra sjúkdóma byggir á merkjum (signs) og einkennum (symptoms)
- En geðrænna aðeins á einkennum (huglægt mat á huglægu ástandi)
Hver er skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á geðheilbrigði?
,,Góð geðheilsa lýsir sér þannig að viðkomandi býr við vellíðan, er fær um að nýta hæfileika sína, takast á við daglegt álag, ná árangri í starfi eða námi og gefur frá sér til samfélagsins’’
Hvað er geðheilbrigði samkvæmt Marie Jahoda?
- Jákvæð sjálfsviðhorf
- Eðlilegur þroskaferill og sjálfsbirting
- Uppbyggileg viðbrögð við áföllum - streitustjórnun
- Sjálfræði og sjálfsstjórn
- Raunveruleikaskynjun
- Vald á umhverfisaðstæðum
Hvað getur haft áhrif á geðheilsu?
Líkamleg heilsa og veikindi hafa áhrif á geðheilsu og öfugt
- Geðheilsa er einn mikilvægasti þátturinn í almennu heilsufari einstaklinga og hópa
- Hjúkrunarfræðingar skyldu ávalt hafa geiðheilsu skjólstæðinga sinna í huga, þeir þurfa því að þekkja leiðir til geðheilsueflingar, forvarna og viðbrögð við geðrænum áskorunum
Hvernig er hægt að fyrirbyggja geðrænan vanda?
Þættir sem stuðla að betri geðheilsu fyrirbyggja um leið geðrænan vanda. Þau byggja á sama þekkingargrunni:
- þekkingu á áhættuþáttum
- þekkingu á styrkjandi þáttum
- þekkingu á gagnreyndum inngripum; inngripin felast í því að draga úr áhættuþáttum og efla styrkjandi þætti
Hverjir eru áhættuþættir geðheilbrigðis?
- Arfgengir þættir
- Umhveris og félagslegir þættir
> þættir tengdir meðgöngu og fæðingu; næring, vímuefni, streita móður, erfiðleikar í fæðingu
> Félagsleg staða; fátækt, félagsleg einangrun, fordómar, breytingar á félagslegri stöðu
> Áföll; vanræksla, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi, einelti
Hvað eru víxlverkandi áhrif áhættuþátta?
- Sérhver áhættuþáttur eykur líkurnar á og áhrifamátt annarra áhættuþátta
- Arfgengir þættir veikja mótstöðu gegn umhverfis og félagslegum þáttum
- Einn félagslegur áhættuþáttur eykur líkurnar á öðrum (T.d: flótttafólk hefur orðið fyrir áföllum vegna stríðs og er hætt við að búa við félagslega einangrun og verða fyrir fordómum)
- Erfitt getur verið að greina einstaka áhættu- og verndandi þætti vegna flókins samspils þeirra
Hver eru stig forvarna og fyrirbyggjandi aðgera?
- Fyrsta stigs fyrirbygging - primary prevention
- Annars stigs fyrirbygging - secondary prevention
- Þriðja stigs fyrirbygging - teriary prevention
Hvað er Fyrsta stigs fyrirbygging - primary prevention?
- 3 gerðir
- Almenn (universal) fyrsta stigs fyrirbygging; beinist að samfélaginu í heild eða hópum án tillits til sérstakra áhættuþátta
- Sértæk (selective) fyrsta stigs fyrirbygging; beinist að hópum eða einstaklingum sem eru í sérstakri áhættu
- Sérhæfð (indicated) fyrsta stigs fyrirbygging; Beinist að einstaklingum í mikilli áhættu eða með byrjunareinkenni geðræns vanda
- Æskilegt er að fyrirbyggjandi aðgerðir séu gagnreyndar. M.ö.o að rannsóknir hafi sýnt fram á árangur þeirra.
- Oft eru aðferðarfræðilegar og siðferðilegar takmarkanir á rannsóknum sem beinast að fyrsta stigs fyrribyggingu
> Aðferðafræðilegar takmarkanir: erfitt er að bera saman hópa og einangra orskaþætti t.d hver er ástæðan fyrir minnkandi áfengisneyslu íslenskra unglinga?
> Siðferðilegar takmarkanir: ekki er siðferðilega réttlætanlegt að neita einstaklingum í áhættuhóp um þjónustu t.d þjónustu Frú Ragnheiðar og áfallahjálp
Hvað er Annars stigs fyrirbygging?
Beinist að einstaklingum með byrjunareinkenni geðrænna veikinda
- Draga úr og minnka einkenni
- Finna viðeigandi stuðning og meðferð
Hvað er Þriðja stigs fyrirbygging?
Beinist að ,,veikum’’ einstaklingum - sem hafa þróað með sér sjúkdóm
- stuðla að bataferli
- draga úr líkum á að ástandið versni
Hvað er Almenn (universal) fyrsta stigs fyrirbygging?
Beinist að samfélaginu í heild eða hópum án tillits til sérstakra áhættuþátta. Beinist að almennum verndandi- og áhættuþáttum meðal almennings.
- Aðgerðir til að draga úr fátækt og auka jöfnuð
- Takmarkaður aðgangur að áfengis og vímuefnum
- Almenn heilsuefling og forvarnarstarf í skólum
- D-vítamíngjöf á meðgöngu (Dregur úr áhættuþáttum tengdum meðgöngu og fæðingu)
- D-vítamíngjöf á fyrsta aldursári (Dregur úr líkum á geðklofa)
Hvað er Sértæk (selective) fyrsta stigs fyrirbygging?
Beinist að hópum eða einstaklingum sem eru í sérstakri áhættu.
- Aðgerðir til að vinna gagn og draga úr einelti
- Þjónusta og stuðningur við börn foreldra sem glíma við geðrænan vanda
- Stuðningur til þessarra foreldra til að rækta foreldrahluterk sitt
- Skimun fyrir ofbeldi í nánum samböndum á heilbrigðisstofnunum samhliða stuðningi og tilvísunum
- Skimun fyrir geðrænum vanda og vímuefnanotkun á meðgöngu
- Áfallahjálp
Hvað er Sérhæfð (indicated) fyrsta stigs fyrirbygging?
Beinist að einstaklingum í mikilli áhættu eða með byrjunareinkenni geðræns vanda og fela oftast í sér sértæk inngrip studd rannsóknum.
- Sálrænn stuðningur við nemendur sem sýna einkenni kvíða og þunglyndis
- Stuðningur við foreldra barna sem með hegðunarvanda og athyglisbrest
- Fyrirbygging aukins geðræns vanda hjá börnum með hegðunarvanda og athyglisbrest
- Stuðningur við aldraða sem finna fyrir einmannaleika og kvíða