Kvíðaraskanir, OCD og áföll (13.nóv) Flashcards
Almennt um kvíða og hræðslu
Taugakerfið::
- MTK (heili og mæna ) > stýristöð sem stýrir öllu taugakerfinu
- ÚTK (tengir MTK við líkamann) > skipt í 2 hluta:
> sjálfráða taugakerfið / hreyfitaugar (undir okkar stjórn, viljastýrt, hreyfingar á vöðvum)
> Ósjálfráða taugakerfið (ekki undir beinni stjórn, stjórn á líffærum, spilar stóran sess í kvíða)
Ósjálfraða taugakerfinu er skipt í 2 hluta, hverjir eru þeir?
- Sympatíska –> örvandi á líkamsstarfsemi (adrenalín:
- er ríkjandi þegar líkaminn er tilbúinn undir átök / hreyfingu - Parasympatíska –> slakandi (Acetýlkolín)
- er ríkjandi þegar líkaminn er í ró t.d þegar við meltum máltíð
Hver eru einkenni þess að sympatíska kerfið sé oförvað?
- Öll athygli beinist að hættunni, skannar umhverfið í leit að hættu
- einbeitingarerfiðleikar
- Sjáöldur víkka
- Roðnar í andliti
- Aukin öt: erfitt að ná andanum, oföndun
- Aukinn hjartsláttur, hækkaður bþ, hjartað hamast
- óþægindi í maga
- vöðvaspenna, skjálfti, eirðaleysi, getur ekki slakað á
- svitamyndun
- roði og hitatilfinninga
- minnkuð athygli frá sársauka
- öll athygli á ógninni, erfitt að einbeita sér að öðru
Hvað er góður kvíði ?
- Vekur okkur upp til að framkvæma (ekki lengur hægt að fresta verkefninu)
- Örvandi og hvetjandi (oft aðstæðubundið og kvíðinn fer þegar farið er úr aðstæðum(kvíði sem kemur rétt fyrir próf en fer svo þegar prófi er lokið))
- Heldur okkur að verki (hægt að halda einbeitingu í lengri tíma)
- Forðar því að við lendum í óþarfa hættum eða vandræðum
- þegar kvíðinn tekur ekki stjórnina
Hvað er slæmur kvíði?
- Tekur upp hugann (ekkert annað kemst að)
- Einbeitingin fer
- Kraftleysi og kjarkurinn fer
- Rænir okkur raunhæfni (miklum allt fyrir okkur, gerum úlfalda úr mýflugu)
- þegar kvíðinn tekur völdin, verður yfirdrifinn, lamandi (varir of lengi)
Almennt um kvíðaraskanir
- Líkur á að greinast ehtíman með kvíðaröskun eru nálægt 30%
- Um 40% sjúkl með kvíðaröskun fá ekki meðferð
- Kvíðinn veldur oft mikilli skerðingu á daglegu lífi
- Alvarleiki mjög mismunandi allt frá vægum skammtíma kvíða til langvinns hamlandi ástands
- Einkenni versna yfirleitt undir álagi (stjórn tapast undir álagi)
- Varir lengur en aðstæður gefa tilefni til (það er þreytandi til lengdar ef sympatíska kerfið er alltaf í gangi)
- Kvíði / ótti sem kemur þrátt fyrir að engar ytri aðstæður gefi tilefni til (hugsanir, ímyndanir viðhalda kvíðanum)
Hvað er almenn kvíðaröskun (GAD) ?
- Viðvarandi kvíði sem tengist ekki ákveðnum aðstæðum
- Einkenni til staðar flesta daga í mánuði (m.v. a.m.k 6 mánuði í DMS V)
- Við komandi hefur ekki stjórn á áhyggjum
- Byrjar oft í tengslum við mikið álag
> miðgildi aldurs við upphaf einkenna er 30 ár
> viðvarandi álag viðheldur einkennum
> umhverfisaðstæður skipta meira máli en erfðir - 3% með almenna kvíðaröskun, um tvöfalt algengara hjá konum
Hver eru einkenni almennrar kvíðaröskunar?
- Sálræn: kvíðir framtíðinni, léleg einbeiting (tilfinning um minnisleysi)
- Spenna, taugatrekktur (eirðaleysi, skjálfti, geta ekki slakað á, pirrast auðveldlega)
- Svefnerfiðleikar (erfitt að sofna, vakna oft, martraðir), þreyta
- ósjálfráða taugakerfi ofvirkt (svitna, svimi, kviðverkir, oföndun, hraður hjartsláttur, höfuðverkur)
- Fylgiraskanir (depruð, kvíðaköst)
- Mikið af líkamlegum einkennum –> oft leitað aðstoðar fyrst vegna þeirra
Hvað er einföld fælni ?
- Einkennin svipuð og með almenna kvíðaröskun, ofvirkni í sympatíska kerfinu
- Fælnin snýst oftast um eh sem gæti raunverulega verið hættulegt en hræðslan er miklu meiri en við mætti búast (hundur að bíta mann)
- Kemur bara við ákv aðstæður og viðkomandi forðast að vera útsettur fyrir því sem hann er hræddur við (einnig fyrirkvíði ef viðkomandi býst við að lenda í aðstæðunum (T.d ef eh þarf að fara á stað þar sem hundur er)
- Allt að 10% með einfalda fælni
- Byrjar á barnsaldri (Alvarlegasta fælnin heldur áfram inn í fullorðinsárin)
Hvernig er einföld fælni greind?
- Til að greining sé sett þá þarf fælnin að valda vanda, t.d í vinnu, félagslega eða í annarri virkni (T.d greining er ekki sett ef íslendingur er hræddur við slöngur)
- Greining ekki sett ef annað vandamál orsakar fælnina, t.d ef myrkfælni er til staðar hjá eh með áfallastreituröskun
- Oftast eru nokkrar nokkur vandamál til staðar og er þá hægt að vera með nokkrar fælnigreiningar
Hvað er félagsfælni ?
- FInnst annað fólk vera að horfa á sig og leggja neikvætt mat á sig, en vita innst inni að þetta er ekki svona (innsæi er til staðar og er þvi ekki ranghugmynd)
- Frekar algengt eða um 12% fólks ehtíman á lífsleiðinni
- Byrjar venjulega á unglingsárum og er miðgildi aldurs greiningar 13 ár (lélegt sjálfstraust fylgir oft með, geta ekki horft í augun á öðrum)
- Veldur oft mikilli fötlun (hætta í skóla, dettta úr vinnu, félagsleg einangrun, enginn maki, búa heima hjá foreldrum)
- Hræðsla við félagslegar aðstæður þar sem viðkomandi er í augsýn annarra (hræsla við neikvæðan dóm annarra, eiga erfitt með að gera margt fyrir framan fólk t.d borða, skrifa, tala)
- Forðun og fyrirkvíði (veitingar, matarboð, fundir, námskeið, skemmtistaðir)
- Sömu kvíðaeinkenni, en með áherslu á svitamyndun, roða í andliti, skjálfta, ótti við að kasta upp, þurfa skyndilega á klósettið
- Getur verið mjög sértækt eins og að koma fram (tónlistarmenn, íþróttamenn, kennarar) - þarf að valda hömlun til að greining sé sett
Hvernig er þankagangurinn í félagsfælni
- Sj. reiknar með að finna fyrir þegar fer í aðstæður sem líður illa í?
- Aðrir munu verða varir við…
- og munu dæma þá mig…
SJ. Reiknar með að finna fyrir þegar fer í aðstæður sem líður illa í :
- kvíða
- hjartslætti
- skjálfta
- svita
- meltingaróþægindum
- roða í andliti
- hugurinn frjósi
- fá kvíðakast
Aðrir munu verða varir við…
- kvíða
- óöryggi
- handskjálfta
- skjálfandi rödd
- roða og flekki
- svita
Og munu dæma þá mig….
- kvíðinn
- veiklyndan
- ‘‘klikkaðan’’
- heimskan
- óspennandi
Hvað er víðáttufælni (agoraphobia) ?
- Hræðsla við að vera langt að heiman, innilokaður, innan um mikinn mannfjölda eða á opnu svæði (nota almenningssamgöngur, verslunarmiðstöðvar, leikhús, auðar götur)
- Hræðslan byggist á því að þetta eru staðir þar sem ekki auðvelt er að flýja ef kvíðinn kemur
- Byrjar oft á kvíðakasti t.d úti í búð, gerist aftur, fyrirkvíði og svo forðun… forðast aðstæður meira og meira
- Byrjar oftast rúmlega tvítugt, 80% fá sjúkdóminn fyrir þrítugt
- Algengi: 3% fólks, tvöfalt fleiri konur
Hvaða aðstæður auka kvíðann í víðáttufælni ?
- Standa í biðröð úti í búð
- Vera ‘‘föst’’ í klippingu
- Vera langt frá heimilinu
- Leiðinlegt veður
Hvaða aðstæður draga úr kvíða í víðáttufælni?
- Vera í fylgd maka
- Sitja nálægt dyrunum í kirkjunni, eða á fundinum
- Taka hundinn með eða barnavagninn
- Vera í fylgd vinar eða vinkonu
- Vera með sólgleraugu
Hvað er felmturöskun (panic disorder) - ofsakvíði ?
Endurtekin og óvænt ofsakvíðaköst
- koma fram hratt og ná hámarki á 5-10
- standa oftast yfir í 20-30 mín (ekki allan daginn)
- kvíðaköst í felmturöskun tengist ekki ákv aðstæðum (kvíðaköst geta verið framkölluð af aðstæðum en það er þá eh annað en felmturöskun)
- Yfirþyrmandi hræðsla við að eh skelfilegt sé að gerast eins og hjartaáfall, heilablóðfall
Ef greina á felmturöskun þarf a.m.k eitt af ofangreindu að eiga við
- hræðsla um að fá fleiri ofsakvíðaköst
- hræðsla um afleiðingar ofsakvíðakasts
- merkjanleg breyting á hegðun í kjölfar ofsakvíðakasta
Hver eru einkenni í ofsakvíðakasti?
- Brjóstverkur eða óþægindi
- Að finna fyrir hjartslætti
- Svitna
- Skjálfti
- Tilfinning um andnauð
- Tilfinning um að vera að kafna
- Ógleði eða kviðverkur
- Óraunveruleikatilfinning
- Tilfinning um að vera að missa stjórn eða vera að sturlast
- Ótti við að deyja
- Dofi
- Kulda eða hitahrollur
Hvað er felmturöskun ?
- Algengi um 2-4%
- Stök ofsakvíðaköst eða köst tengd ákv álagi eða öðrum geðsjúkdómum er mun algengari og eru um 30% líkur á því að fá kvíðakast eh tímann á lífsleiðinni
- Meðferð fremur einföld ef gripið er inn í snemma (oftast góður árangur á nokkrum klst)
- tvöfalt algengara hjá konum
Hvernig er almenn meðferð við kvíða?
- Fræðsla (útskýra líffræðilegu kerfin á bakvið kvíðann, ekki hættulegt)
- Almennur stuðningur (mikilvægt að geta rætt sínar tilfinningar við aðra)
- Taka á streituvöldum (fólk ræður misvel við streitu)
- Slökun og öndunaræfingar
- Hreyfing, fá útrás
Hvað er hugræn atferlismeðferð við kvíða ?
- Oftast fyrsta meðferðin við kvíða (Svo lyf)
- Unnið með neikvæðar hugsanir (vandinn kortlagður hugrænt, gerðist eh í fortíðinni sem olli kvíðanum og kvíðaspírall fór af stað ?)
- útsetja fyrir kvíðavaldi í stigvaxandi mæli (búinn til lista yfir það sem er erfitt t.d að fara úr húsi, fara í búð…halda fyrirlestur. Reynt er að framkalla kvíðaköst í felmturöskun!)
- Hópmeðferð, sérstaklega í félagsfælni (stuðningur í hópnum, fólk sér að það er ekki eitt með vandann)
Hvaða lyf eru notuð í lyfjameðferð við kvíða?
SSRI eru almennt notuð fyrst
- T.d sertaline, fluoxetine, citalopram, escitalopram og paroxetine
- minnstar aukaverkanir af kvíðalyfjum (þessi ofangreindu)
SNRI
- duloxetine og Venlafaxine
Önnur lína í meðferð
- Bupromion (Wllbutrin), buspirone, Hydroxyzinum (Atarax), Pregabalin (Lyrica)
þriðja lína í meðferð (það sem er síðast notað, reynt að ferðast að nota)
- Gabaðemtom. Quetiapine, Mirtazapine (remeron)
- Benzodiazepam lyf
B-blokkun (propranolol, atenolol) í félagsfælni til að draga úr svitamyndun, roða, handskjáfta þegar framkvæmd á erfiða athöfn eins og að halda fyrirlestur
Lyf sjaldan notuð í einfaldri fælni nema í neyð (róandi tafla fyrir flug(áfengi))
Hvað er Áráttu og þráhyggjuröskun (OCD) ?
Þráhyggjuhugsanir = hugsanir, myndir, orð sem þrengja sér inn í hugann og viðkomandi reynir að ýta frá sér en getur það ekki
- dæmi: hræðsla við að smitast af sýklum eða verða feikur, fá t.d AIDS eða aðra hættulega sjúkdóma við að snerta eh skítugt (algengasta þráhyggjan í OCC)
Viðkomandi veit að þráhyggjuhugsanir og áráttuhegðun er ór0krétt en ræður ekki við það
- oftast óþægilegar hugsanir (engin ánægja af þeim)
- viðkomandi reynir að ýta hugsununum frá sér en getur það ekki
- Viðkomandi veit að eru hans hugsanir (ekki ranghugmyndir)
Hvað er árátta?
- Hegðun / viðbragð sem svar við þráhyggjuhugsun
- Hegðunin dregur tímabundið úr kvíðanum sem þráhyggjan veldur (minni kvíði styrkir það að gera hegðunina aftur, kvíði eykst ef viðbragðið er ekki gert)
- áráttan minnkar kvíða en veldur engri gleði (ekki það sama og hafa ‘áhyggjur’ fyrir skemmtilegu áhugamáli)
Dæmi: Ath mörgum sinnum hvort hafi slökkt á ofni (þráhyggjan á bakvið gæti verið að ef ég gleymi að slökkva á ofnunum þá brennur húsið)
Hver er meðferð við OCD ?
- Fræðsla
- HAM
- SJúkl útsettur fyrir aðstæðum sem framkalla þráhyggjuhugsanir og kvíða stigvaxandi hátt og kennt að fresta / hætta að bregðast með áratuhegðun eða hugsunum
> meðferð fremur sérhæfð
> árangur meðferðar góður ef farið er út í meðferð
> þarf mikinn stuðning þegar á því stendur - Hjálpa ættingjum að taka ekki þátt í áráttuhegðun sjúkl, ekki hjálpa viðkomandi að aðlagast lífinu þannig að árátturnar stjórni lífinu
Hvaða lyf eru notuð við OCD ?
- Lyf sem hamla upptöku serotóníns (SSRI, Clomipramin)
> oft þarf að gefa hærri skammta en við þunglyndi
> lengur að virka (6 vikur) - Geðrofslyf (Risperdal, Aripirazole)
> dempa þráhyggjuhugsanir, notað seint í meðferðinni ef annað bregst
Hvernig eru áföll / streita?
- Streituvaldandi atburðir eru mjög algengir
> bíða í langri röð, keyra í mikilli umferð, skipta um skóla, slys, einelti, greinast með alvarleg veikindi, skilnaður, ástvinamissir.. - Áfall er meiriháttar streituvaldandi atburður
> upplifun á eða vitni að atburði sem ógnaði lífi og/eða olli alvarelegum áverka
> því fylgir mikill ótti, hjálparleysi, hryllingur, vanmáttarkennd… - VIðbrögð fólks við áföllum eru mjög mismunandi
> í flestum tilfellum vara viðbrögðin aðeins í stuttan tíma
> fæsti þróa með sér geðröskun í kjölfarið
Afhverju er mikilvægt að bera kennsl á áföll og áfallastreituröskun ?
- Afleiðingar geta verið víðtækar og langvarandi (neikvæð sjálfsmynd, erfiðleikar í félagslegum samskiptum, skert starfsgeta, líkamleg vandamál)
- Eitt áfall => aukin hætta á endurteknum áföllum
- þó nær mikill meirihluti þolenda bata án meðferðar
- Algengt að þolendur greini ekki frá áföllum (að forðast = ein leið að takast á við áföll, skömm, sjálfsásökun, erfitt að tala um ofl)
- Fagfólk vilja gjarnan ,,hlífa’’ þolandanum eða forðast það að ræða atburðinn til þess að hlífa sjálfum sér
- –> ,,auðvelt’’ að láta kyrrt liggja
HVað gerist þegar viðbrögðin (áföll/streita) verða óeðlileg, sjúkdómur?
- Áfallastreituröskun (PTSD)
- Brátt streituviðbragð (Acute stress reaction) –> gengur yfir
- Áhættuþættir (mjög alvarleg áföll, þar sem lífi viðkomandi var ógnað)
- Fórnarlöm, björgunarfólk, starfsfólk
- Eh undirliggjandi veikleiki (sama teg áfalls getur valdið því að einn fær einkenni sjúkdómsins en annar ekki, sumir virðast þola (seigla) allt en aðrir ekkert))
Hvað er áfallastreituröskun (PTSD)?
- Einkenni standa mánuðum og oft árum saman (þurf að vera í amk mánuð fyrir greiningu)
- Einkenni geta byrjað mörgum mánuðum eftir atburð (yfirleitt innan 6 mánaðar)
- Þurfa að valda verulegu uppnámi og/eða truflun í félagslegum samskiptum, atvinnulífi eða á öðrum mikilvægum sviðum
Hver eru einkenni PTSD?
Einkennaflokkar eru 3 (endurupplifnu, forðun og tilfinningadofi, ofurárverkni) - einkenni úr öllum þremur flokkum
Endurupplifun:
- oft mest áberandi einkennið
- finnst vera að upplifa atburðinn aftur (flashback)
- martraðir
- staðir, hljóð eða lykt sem minna á atburðinn
- minningar framkalla
Forðun og tilfinningadofi:
- Forðast að hugsa um atburðinn
- forðast staði, fólk eð aðstæður sem minna á atburðinn
- lélegt minni um mikilvæga þætti atburðar
- áhugaleysi um það sem áður var skemmtilegt
- dofatilfinning eða tilfinningaleg flatneskja
- virðist í eigin heimi og ekki í tengslum við annað fólk
- tilfinning um að vera skammlífur
Ofurárverkni (hyperarousal)
- er alltaf á verði
- viðvarandi kvíði
- svefntruflanir
reiðiköst, pirringur, stuttur þráður
- bregða auðveldlega
- einbeitingarerfiðleikar
Hvernig er samsláttur PTSD við aðrar geðraskanir?
þunglyndiseinkenni
- sektarkennd, sjálfsásakanir
- depurð, áhugaleysi, minni matarlyst, þreyta, svefntruflanir
- sjálfsvígshugsanir (allt að 50%), sjálfsvígstilraunir (17-19%)
- skömm, sektarkennd
kvíðaeinkenni (20%)
Áfengis- og lyfjafíkn (3-5x líklegri)
- nota efni sem deyfa tilfinningar (áfengi, benzo og sterk verkjalyf)
Hver er ein einstaka orsökin af PTSD?
Nauðgun er ein algengasta einstaka orsökin og það er ástæða þess að PTSD er algengar á meðal kvenna en karla
- Algengi PTSD ehtíman á lífsleiðinni er um 10% hjá konum og 4% hjá körlum
Hverjir eru áhættuþættir fyrir PTSD?
- Alvarleiki áfalls
- Upplifun á lífshættu
- Börn og aldraðir
- Bágur félagslegur stuðningur
- Lág greind
- Lágt sjálfsmat
- MIstnotkun í barnæsku
- Fjölskyldusaga um geðsjúkdóma
Hver er meðferð við PTSD?
- Almennur stuðningur og ráðgjöf (fræðsla meirihlutinn jafnar sig á áfallinu en á mislöngum tíma)
- HAM (áfallið getur skekkt mat á tengslum áreita og ,,hættu’’)
> hugræn úrvinnsla –> vinnur á rangtúlkun áfallsins og neikvæðum hugsunum
> Berskjöldun (ganga inn i aðstæður sem valda kvíða og minna á áfallið) - Lyf
> ekki sem fyrsta meðferð, SSRI lyf geta hjálpað við kvíða og þunglyndiseinkennum
> róandi lyf gefin í stuttan tíma geta slegið verulega á einkennin
> svefnlyf stundum gefin - Um 40% enn með einkenni eftir 12 mán og 15% eftir 15 ár (en þá er ástandið vissulega viðvarandi)
Hvað er Brátt streituviðbragð (Acute stress reaction)?
- Viðkomandi verður fyrir alvarlegu áfalli og byrja einkenni strax eftir áfallið
- EInkenni: dofi, óraunveruleikatilfinning, endurupplifanir, skert athygli og skipulagshæfni, óáttun, svitna, hár púls, roðna
- Tímalengd einkenna (skammvinn (klst-nokkrir dagar), ekki langtímasjúkdómur)
- Meira hætta ef langvinn þreyta eða langvinnir sjúkdómar eru til staðar (streituþol, svipaðir áhættuþættir og með PTSD)
HVer er meðferð við Acute stress reaction ?
- Fáir koma til meðferðar hjá geðheilbrigðisstéttum
- Draga úr tilfinningalegu viðbragði (Stuðningur aðstandenda, lyf í neyð)
- þegar kvíðinn er minni:
> ef fólk á erfitt með að muna –> hjálpa til að setja saman heilstæða mynd á þeim hraða sem viðkomandi ræður við - Hjálpa fólki að þróa uppbyggileg bjargráð (draga úr drykkju, sjálfskaða, hemja skap sitt)
- Félagslegur stuðnigur
Hvað er aðlögunarröskun (adjustment disorder)?
- Eru álagstengd veikindi sem tengjast breyttum aðstæðum
- Fólk finnur fyrir meira álagi og meira langvarandi en búast mætti við miððað við álagsþáttinn
- álagsþættir: skilnaður, skipta um vinnu/skóla, greinast með sjúkdóm
- einkenni svipar til þunglyndiseinkenna en en eru ekki eins alvarleg:
> depurð, vonleysi, ánægjuleysi, grátur, svefnerfiðleikar, minni matarlyst, einbeitingarleyfi, einangrun, sjálfsvígshugsanir
> yfirdrifin einkenni hafa slæmt áhrif á daglegt líf og félagslega virkni - Ekki langtímasjúkdómur:
> einkenni þurfa að hafa komið fram ekki seinna en mánuði eftir streituatburð og ekki endast lengur en í hálft ár
> ef álagsþáttur er viðvarandi… geta einkenni dregist
Hver er meðferð við aðlögunarröskun ?
- stuðningur, kenna leiðir til að leysa vandamál, styðja viðkomandi til að finna góðar leiðir (bjargráð)
- lyf almennt ekki notuð