Geðsjúkdómafræði (9.nóv) Flashcards
Hvað eru geðsjúkdómar?
Raskanir / sjúkdómar í heila með áhrif á hugann og meðvitundina en ekki ‘‘líkamann’’ –> truflun á hegðun, hugsun, tilfinningum og skynjun
Hvað eru geðlækningar?
Sérgrein innan læknisfræðinnar rannsóknir á / greining/meðferð/forvarnir geðsjúkómda
Hver eru 2 flokkunarkerfi geðsjúkdóma?
og hvernig eru geðsjúkdómar flokkaðir?
- ICD-10 (International Classification of diseases) Á Íslandi
- DSM-V (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorder)
> F0 Vefrænir (Alzheimers)
F1 Tengdir vímuefnaneyslu (áfengissýki)
F2 Geðrofssjúkdómar (geðklofi)
F3 Lyndisraskanir (alvarlegt þunglyndi, geðhvörf)
F4 Hugraskanir, streitutengdar og líkömunar (kvíðasjúkdómar)
F5 Atferlisheilkenni tengd lífeðlisfræðilegum truflunum og líkamlegum þáttum (átraskanir, svefnraskanir, kynlífserfiðleikar)
F6 Persónuleikaraskanir
F7 Þroskahefting
F8 Raskanir á sálarþroska (einhverfa, raskanir á námshæfni)
F9 Atferlis og geðbrigðaraskanir barna/unglinga
Sjúkdómsflokkarnir byggja á einkennum (Ekki orsökum). Greining byggir á sögu, geðskoðun, líkamlegri skoðun (Frekar en blóðrannsókn, röntgen…)
Hvaða þættir auka á viðkvæmni ?
Nýburi:
- Erfðir
- Skaði á meðgöngu
- Skaði í fæðingu
Ungabarn/barn:
- Seinkaður þroski
- Hegðunarvandamál
- Skert félagsleg tengsl
- Vanræksla foreldra
- Misnotkun: líkamleg, kynferðisleg
Fullorðinn:
- Viðkvæmur fullorðinn
> áhættuþættir: sjúdkómur
> þættir sem viðhalda: bati
Hver eru einkenni geðsjúkdóma?
Truflun á…:
- geðslagi
- hugsun
- skynjun
- hreyfingum
- minni
- áttun
- athygli og einbeitingu
- innsæi
Hvað er Geðbrigði / Affect ?
- Tjáning tilfinninga (affect): tilfinningar / skap eins og þær birtast utan frá séð. Affect (tjáning tilfinninga/ geðbrigði) stundum notað yfir það sama og mood (geðslag)
- Samræmi: eru tilfinningar viðeigandi og í samræmi við það sem er að gerast í huga sjúkl og aðstæður
Hvað telst sem skynjun ?
sjón, heyrn, lykt, bragð, snerting
Hvað er rangskynjun (illusion)?
Skynáreiti til staðar en mistúlkað t.d að sjá eh sem er ekki
Hvað er ofskynjun ?
Ekki skynáreiti til staðar. Heilinn býr til það sem hann sér, heyrir, finnur fyrir, bragðar og lyktar.
Heilinn vinnur úr þessum upplýsingum eins og þær séu raunverulegar.
Kemur t.d fram í geðklofa
Hver er algengasta ofskynjunin?
Heyrnarofskynjanir
- Rödd / raddir sem tala
> Heyra hugsanir sagðar upphátt, eins og bergmál
> Heyra 2 eða fleiri raddir tala um sig í þriðju persónu (yfirleitt neikvæðar)
> Raddir sem lýsa því hvað sjúklingur er að gera
> Stöðugt tal eða bara stundum
> staðsettar utan höfuðs eða innan
> Hávaðasamar og truflandi
> skammandi, ásakandi, niðurlægjandi
Nefndu dæmi um aðrar ofskynjanir
- Bragð- og lykt: oftast vont bragð/lykt, súr, brunalykt, eiturbragð ofl
- Sjón: t.d í óráði getur fólk séð pöddur ofl
- Snerti: t.d kláði eða finnst eins og vökvi sé að leka niður líkamann ofl
Hvað eru hugsanatruflanir?
- Truflun á flæði
- Truflun á tengslum
- Innihald: hverju er viðkomandi upptekinn af, þráhyggja (–>árátta), ranghugmyndir
Hvernig er truflun á flæði hugsana?
- Aukið flæði hugsana –> aukinn talþrýstingur
- Minnkað flæði hugsana –> segir lítið
- Hugsana-blokk
Hvernig er truflað hugsanatengsl?
- Hugarflug (veður úr einu í annað, en tengsl þó)
- Hugsun miðar ekki að settu marki
- óljós hugsanatengsl
- óskiljanleg hugsun
Orðaval, notkun orða, nýyrði
Hvað er þráhyggja?
Síendurteknar óþægilegar hugsanir og/eða hvatir sem skjóta upp kollinum og erfitt er að bægja frá sér –> VALDA KVÍÐA