Geðrofssjúkdómar (10.nóv) Flashcards
Hvað er geðrof?
Skert raunveruleikatengsl, auk a.m.k eins eða fleiri af neðangreindum geðrofseinkennum
- Ranghugmyndir: staðföst trú á eh sem er ekki rétt, eiginlega allir vita að er ekki rétt
> dæmi: CIA er á eftir mér þar sem ég hef upplýsingar… (má ekki vera hluti af menningarheimi viðkomandi, t.d vúdú galdrar í Afríku)
- Ofskynjun: raddir algengast
- Trufluð hugsun / vitræn geta
- Truflun á hegðun
Hver er algengasti geðrofssjúkdómurinn?
Geðklofi
- dýr sjúkdómur fyrir samfélagið
> sjúkdómur ungs fólks
> skert vinnugeta, þjónusta heilbrigðiskerfis og félagslega kerfisins
> kostnaður samfélagsins meiri en af krabbameini eða hjarta- og æðasjúkdómum
Geðklofi hefur venjulega gríðarlega mikil neikvæð áhrif á líf sjúkl.
- mikil skerðing á almennri félagslegri getu, 2/3 á örorku
- lífslíkur eru skertar um 20-25 ár
Getur byrjað skyndilega en oftast eh forstigseinkenni, stundum árum saman.
Hver er tíðni geðklofa?
Tíðni geðklofa er nálægt 0,7%
- nálægt 2500 manns með geðklofa á Íslandi
- um 3% fólks mun um ævina fá geðrofseinkenni
Hversu margir greinast með geðklofa á ári á Íslandi?
A.mk 30 manns á ári
- algengara hjá kk (1,4x)
> byrjar hjá kk milli 15-25 ára (alvarlegra hjá kk þar sem þeir veikjast fyrr)
> byrjar hjá kvk milli 25-35 ára
Hvernig er aðdragandi geðklofasjúkdóms ?
- Við greiningu á geðklofa þá sést í um (3/4) tilfella lengra tímabil hnignunar (versnunar) í nokkur ár áður en klár geðrofseinkenni koma fram
- EInkenni eru oft útskýrð af fjölsk sem almennir erfiðleikar eða af álagi
Hver eru almenn forstigseinkenni geðrofssjúkdóma?
- Vægar minnistrufanir og einbeitingaerfiðleikar
- Skapsveiflur (þunglyndi, kvíði, dauðahugsanir, sektarkennd, reiði, tortryggni)
- Svefntruflanir
- Orkuleysi og minnkun á matarlyst
- Versnun á persónulegu hreinlæti, er meira sama
- Fer að tala öðruvísi, nýr áhugi á trú, heimspeki, jóga, núvitund, jarðtengingar, yfirnáttúrulegt - verður undarlegri
- Sinnir verr vinnu/skóla/fjölskyldu
- Áhugaleysi og framtaksleysi
- Einangrast
Hvernig skipta erfðir máli í geðklofa?
0,7-1% líkur að fá geðklofa !
- Ef náinn ættingi með geðklofa –> 10-15% líkur að þú fáir
- Ef fjarskyldari ættingi –> 3% líkur
- Ef eineggja tvíburi –> 50% líkur að hinn fái
Lengi var leitað að einu geni sem veldur geðklofa en ekkert fannst. Snýst ekki um eitt stökkbreytt gen heldur mörg. >140 mism stökbreytt gen hafa fundist. Allir með geðrofssjúkdóm með stökkbreytt gen sem eykur áhættuna smávegis á geðrofssjúkdómi. Erfðafræðilega áhætta / viðkvæmni (Polygenic Risk Score)
Hverjar eru orsakir geðrofssjúkdóma?
Samspil margra þátta
- Líffræðilegra: erfðafræði, sýkingar, heilaskaði, vandamál á meðgöngu, fæðingu
- Félagslegra: vera alinn upp í stórborg, vera innflytjandi
- Tilfinningalegir: áföll
Hvernig er Streitu - Viðkvæmnismódelið ?
SUmr þola mikla streitu án þess að fara í geðrof en aðrir þola mjög litla streitu án þess að fara í geðrof.
- betri útskýring???
Hver eru jákvæð einkenni geðklofa (positive symptoms) ?
Breyting á skynjun
- Áreiti í umhverfi –> skynfæri nema –> senda skilaboð –> heili
> skynfæri (augu, eyru, nef, munnur, húð)
> skynáreiti: hljóð, lykt, hreyfingu, liti…
> Heilinn á að sía út það sem skiptir ekki máli…. en… mikið af áreitum í umhverfinu t.d í matsal í grunnskóla
- Sían virkar ekki
> heilinn verður næmari fyrir skynboðum (ofurskynjun); ómerkileg umhverfishljóð fara að trufla (hljóð, litir verða skarpari, útlit fólks breytist), flóðbylgja skilaboða sem flæðir inn í heilann (erfitt að einbeita sér, hvaða áreiti sem skiptir máli)
Betri útskýring:
Eru ofskynjanir, ranghugmyndir, truflað tal og truflun hegðun sem var ekki til staðar áður en geðröskunin byrjaði. “Jákvætt” merkir því einungis að eitthvað bætist við skynjun einstaklingsins. Jákvæð einkenni eru í dag gjarnan kölluð frekar geðrofseinkenni þar sem upplifun fólks af þessum einkennum er ekki alltaf jákvæð.
Hvað eru heyrnarofskynjanir?
- Algengast að heyra eina eða fleiri raddir sem:
> tala beint við viðkomandi
> tala hver við aðra
> tjá sig um þann sem heyrir eða hluti / fólk í umhverfinu
> eru skipandi - Sjúklingur gerir skýran greinarmun á röddunum og eigin hugsunum
> röddin kemur utan frá
Hvað eru ranghugmyndir?
- Hugmynd sem viðkomandi trúir algjörlega á, en er röng og aðrir í hans samfélagi / menningarheimi trúa ekki á hana (ekki hægt að breyta trú viðkomandi á ranghugmyndina með rökum eða sönnunum)
- Geta verið mjög skipulegar, í einhverskonar kerfi, skýrar og jafnvel rökréttar (geta einnig verið mjög órökréttar, ótrúlegar og óskiljanlegar)
- Stundum mjög flókin samsæri sem margir taka þátt í
- Ekki innsæi í ranghugmyndirnar
Nefndu dæmi um ranghugmyndir
- Aðsóknar-ranghugmydir
- Tilvísunar-ranghugmyndir (skilaboð frá sjónvarpi, útvarpi ofl)
- Stórmennsku-ranghugmyndir (finnst eins og hann geti stjórnað veðrinu, hann er guð)
- Trúarlegar-ranghugmyndir
- Líkamlegar ranghugmyndir (eins og líffæri séu á hreyfingu)
Hvað er hugsanatruflun ?
- Samhengislausar hugsanir:
> T.d sjúkl svarar spurningum út í hött eða samhengislaust
> Svarar jafnvel öllum spurningum það koma samt litlar upplýsingar fram (ert kannski engu nær um sjúkl eftir langt viðtal) - Of hæg hugsun: Hugsanastopp
> stundum heldur hugsunum áfram eftir smá hlé, hugsunum stolið - Of hröð hugsun
> veður úr einu í annað - Hugsanir eru eitt kaos
> ómögulegt að skilja sjúkl (orðasalat, nýyrði) - Abstract hugsun skert
> þýða málshátt ,,sá sem býr í glerhúsi ætti ekki að kasta steinum’’ - Eiga erfitt með að túlka áhættu
> kveikja eld inn í herbergi - Einfaldir hlutir verða mjög erfiðir
Hvernig getur truflun hegðun verið ?
Geðrofseinkenni geta leitt af sér breytingar á hegðun og óróleika
- Árásahneigð: aðrir ætla að ráðast á mig, allir að fylgjast með mér. Skynsamlegt að bera hníf ef nágranninn vill drepa mig…
- Sjúklingur dregur sig í hlé, situr úti í horni, talar lítið: er kannski djúpt hugsi í öðrum heimi
- Undarlegar hreyfingar: ,,Handleggurinn gæti brotnað ef ég hreyfi mig of hratt’’
- Óviðeigandi hegðun: hegðun sjúkl er í hans huga rökrétt miðað við það sem þar fer fram t.d klæða sig úr öllum fötunum, pissa á gólf
Hver eru neikvæð einkenni geðklofa?
- Ataphy (áhugaleysi og tilfinningadoði)
- Gleðileysi: fá ekki ánægju út úr því sem venjulega veitir ánægju, missir áhuga á áhugamálum, kynhvöt dofnar
- Skortur á drifkrafti og úthaldi til að framkvæma: eiga bæði erfitt með að byrja á verkefnum og klára þau
- Persónulega umhirða verður ábótavant: hættir að fara í sturtu, sefur í fötunum og er í sömu fötunum allan daginn, hættir að bursta tennur
- Lethargy (algjör skortur á orku sem getur valdið því að sjúkl er alltof mikið upp í rúmi) - ekki bara leti
- Tala minna og svör við spurningum eru oft mjög stutt (hugsanafátækt)
- Neikvæðu einkennin geta leitt til félagslegrar eingangrunar og markmiðaleysis í lífinu
Betri útskýring:
‘‘eru skortur á færni sem var til staðar áður en geðröskunin hófst, þar er um að ræða til dæmis erfiðleika við einbeitingu og athygli, skort á tjáningu tilfinninga, frumkvæði eða framtakssemi, gleðileysi og innihaldsrýrt tal. Dæmi um innihaldsrýrt tal væri að svara spurningunni “Hvernig var dagurinn þinn?” með svarinu “Góður”, þegar að eðlilegra væri að koma með lengra svar’’
Hvað er vitræn skerðing?
- Grunneinkenni sjúkdómsins
> athyglisbrestur, minnistruflanir og truflun á stýrifærni
> sumir sjúkl velta fyrir sér hvort þeir séu með ADHD
> vandamál við að framkvæma og skipuleggja - Kemur fram í upphafi sjúkdóms, nær jafnvægi
- Allir sjúkl í mismiklu mæli
- þau einkenni sem einna mest trufla virkni sjúkl
Hvernig breytast tilfinningarnar?
- þunglyndi, sektarkennd, kvíði, hræðsla
- skapsveiflur: sérstaklega í upphafi sjúkdóms
- Síðar meiri og meiri slæfing tilfinningalega
- Óviðeigandi tilfinningar
Hvernig er greining (DSMV) á geðklofa?
A. 2 eða fleiri af eftirfarandi til staðar í a.m.k 1 mánuð:
- Ranghugmyndir
- Ofskynjanir
- Óreiðukennd í hugsun / tali
- Óreiðukennd í hegðun eða starfi
- Neikvæð einkenni
B. Verulegt virknifall síðan veikindin hófust
C. Samfelld merki veikinda í amk 6 mánuði
Hvað eiga einstaklingar með geðrofssjúkdóma sérsatklega erfitt með?
- Eiga í erfiðleikum með að takast á við ákv lykilverkefni sem samfélagið ætlast til t.d sjálfstæð búseta, sambönd við annað fólk og sérstaklega náin sambönd
- þessir erfiðleikar hafa svo veruleg áhrif á geðheilsuna