Hjúkrun fólks með jaðarpersónuleikaröskun; áskorun eða vandamál (22.nóv) Flashcards
Hvað eru persónuleikaraskanir?
Við erum einræn eða mannblendin, örlynd eða jafnlynd, tilfinningasöm eða harðlynd.
Þegar þessi skapgerðareinkenni fara að víkja verulega frá viðteknum umhverfisvenjum og hafa truflandi áhrif á annað fólk og aðlpgun viðkomandi einstalings gæti hugsanlega verið um persónuleikaröskun að ræða.
- Hegðun verður að vera ósveigjanleg, lítil aðlögum eða að öðru leiti óstarfhæf yfir margvíslegar persónulegar og félagslegar aðstæður til að skilgreinast sem persónuleikaröskun
- Skilgreining: Hin afbrigðilegu skapgerðareinkenni þurfa að hafa verið til staðar frá unglingsárum eða lengur
HVer eru einkenni Persónuleikaröskunar?
- Lagar sig illa að siðum og reglum
- Lök stjórn á hvötum og löngunum
- ERfiðleikarvið tengslamyndun
- Eðlileg veruleikatengsl og hugsun er rökræn
Hvað er Aðsóknar (paranoid) persónuleikaröskun ?
- Einstaklingurinn túlkar allt sem sagt er eða gert á verri veg
- Byggist á varnarhættinum frávarpi (þ.e viðurkenna ekki ákv kennd hjá sjálfum sér og varpa kenndinni yfir á aðra)
- Tortryggni út í annað fólk, heldur að aðrir vilji nota sig, blekkja sig og gera sér illt
Hvað er Kleyfhuga (Schizoid) persónuleikaröskun ?
- Ómannblendni og snauð geðbrigði
- Engin ánægja af mannlegum samskiptum
- lítill áhugi á kynlífi
- Lifir gjarnan í óraunsæjum dagdraumum og hefur oft undarlegar hugmyndir
Hvað er Andfélagsleg (anti-social) persónuleikaröskun ?
- Eh alvarlegasta tegundin þar sem hún kemur verst niður á öðrum
- Tillitleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum
- Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum (oft síbrotamenn)
- Læra ekki af reynslunni
- Siðblina megin einkennið
- Geta náð langt ef eru vel gefnir
Hvað er Borderline persónuleikaröskun ?
- Er algengasta tegund truflana
- Jaðarsvæði, milli geðveiki (Psykosis) og hugsýki (neurosis)
- Óstöðugleiki í mannlegum samskiptum
- Óljós sjálfsmynd, stjórnlitlar tilfinningar, hvathvísi, sjálfseyðileggjandi hegðun, sjálfsvígstilraunir eða hótanir, skaða sig
- Tilfinningasveiflur / sjálfum sér verstur
Hvað er Geðhrifa (hystrionics) ?
- Ýkt geðbrigði og athyglissýki
- Líður illa ef er ekki miðdepill athyglinnar
- Framkoma hefur oft kynferðislegt yfirbragð
- Karlar segja af sér frægðarsögur
Hvað er sjálflæg (narscistik) persónuleikaröskun?
- Konungssonurinn Narcissusi, sem breyttist í vatnslilju af sjálfsaðdáun
- Sjálfsmiðaðir og sjálfumglaðir
- Lítið innsæi í eigið sálarlíf
- Eiga erfitt með að setja sig í spor annarra
- Eriftt með að taka gagnrýni
Hvað er Hliðrunar (avoidant) persónuleikaröskun ?
- Hlédrægni í félagslegum samskiptum
- Vanmetakennd og viðkvæmni fyrir gagnrýni
- þora ekki að taka áhættu í félagslegu tilliti
- Sjálfsmynd mjög neikvæ og stundum óskýr
Hvað er Hæðis (dependent) persónuleikaröskun ?
- Háðir öðrum
- Aðskilnaðarkvíði áberandi
- Erfitt með að taka ákvarðanir og taka ábyrgð
- Óskýr sjálfsmynd og öryggisleysi
Hverjar eru hugsanlegar orsakir persónuleikaraskana ?
- Ófullnægjandi geðtengsl
- Áföll í æsku 2/3
- Óviss sjálfsmynd
- Öryggisleysi í bernsku
- Í genunum
- Smávægilegar heilaskemmdir (hegðunarvandamál í æsku / andfélagslegur)
- Lærð hegðun
Hver er tíðni og algengi jaðarpersónuleikaraskana?
- Tíðni tæplega 1%
- 3 konur á móti hverjum karli
- Greining oftast á aldursbilinu 19-24
- 50% sem leita sér hjálpar eru í alvarlegri geðlægð
- 70% upplifa alvarlega geðlægð ehtíman á ævinni
Hver er tíðni og algengi Sjálfsskaða?
- 75% einstaklinga skaða sig á eh hátt
- 10% fremja sjálfsvíg
- 40% tilfella þegar einstaklingurinn finnur fyrir doða eða tómleika
- Dæmi um sjálfsskaða: skera sig, brenna sig, lemja sig, berja höfðinu við og reita hár sitt
Hver er munurinn á ,,manipulate’’ og ,,manipulation’’ ?
Manipulate:
- Handleika einkum af kunnáttu og leikni
- Ráðskast með, hafa áhrif á með kænskubrögðum
Manipulation:
- Hanfjötlun, það að handleika
- Stjórna einkum með óheiðarlegum brögðum eða baktjaldamakki
- hagræðing fölsun
Hvað er lykilatriði í umönnun við svona einstaklinga?
- Við tölum ekki illa um sjúklinga eða starfsfólk við sjúklinginn
- Mikilvægt að detta ekki í að vera ,,sá góði’’
- Gott að koma með jákv athugasemd um viðkomandi og vísa síðan umkvörtunarefnum beint á þann sem verið er að kvarta undan ef er starfsmaður
- Ræða málin við samstarfsfólkið, verðum að þola að málin séu tekin upp á borð
- Ekki fara að rökræða aðrar persónur við sjúkl og muna að hann sér svart/hvítt
- Hafa ramma utan um sjúkl og eingöngu meðferðaraðilar taki ákvarðanir, aðrir vísi til þeirra
- Gefa sér tíma til að mynda tengsl við sjúkl