Útskilnaður lyfja - Kristín Flashcards
Óbundin lyf í plasma ná _____ styrk í gauklum (glomeruli) og í plasma
Óbundin lyf í plasma ná sama styrk í gauklum (glomeruli) og í plasma
Af hverju skiptir seyting (skref. 3) máli þegar kemur að lyfjum?
Seyting lyfja er gert með flutningspróteinum (virkur flutningur). Oft er samkeppni lyfja um seytingu og það getur valdið milliverkun
Hvað gerist við fitu- og vatnsleysanleg efni í enduruppsogi?
99% af fituleysanlegu efnunum eru tekin upp
Vatnsleysanlegu efnin skiljast út
Ef við erum með eitur sem er veik sýra. Hvað væri best að gera við þvagið til að auka útskilnaðinn á eitrinu? En veikt basískt eitur?
Gera þvagið basískt, með t.d. NaHCO3
Ef eitrið er basískt þá gera það súrt með NH4CL
Formúlan og skilgr. fyrir úthreinsun er:
Það rúmmál af blóði sem hreinsast á mínútu
Úthreinsun er fyrst og fremst háð…
Blóðflæði til nýrnanna og þ.a.l. aldri og sjúkdómum.
Helmingunartími lyfs er háð.. (2)
- Dreifirúmmáli
- Útskilnaðarhraða
t1/2=0,693 x Vd/clearance
T½ breytist oft með aldri og sjúkdómum
er T½ er háð skammti í eins fasa brotthvarfi? (eitt hólf)
Nei, T½ er fasti þar.
Í tveggja fasa brotthvarfi eru “tvö holf”.
Hvað er talið að fyrsta holfið sé og hvað er talið að seinna holfið sé og hvað eru margir T½?
- Fyrsta hólfið er dreifirúmmálið
- Seinna hólfið er útskilnaður
Tveir T½
Hvað gerist í brotthvarfi sem er óhað styrk lyfsins/efnisins og hvaða efni er oft tekið sem dæmi þar? (0 stig basically)
Þá er útskilnaðurinn fasti, algjörlega óháð magni lyfsins. Minnkar línulega. Gerist í áfengi.
Hvaða lyf skiljast almennt út með galli og hvað getur síðan gerst við þau?
Stórar sameindir. Þau geta endurfrásogast úr galli. Geta því haft langan helmingunartíma.
Draslið sem var sett á þau í gallinu er þá tekið af fyrir enduruppsogið
Hlutfall lyfja í saur hækkar gjarnan þegar…
að nýrun byrja að gefa sig