Dreifing lyfja - Kristín Flashcards
Lyf færast í gegnum líkamann með….. (2)
Magnflutningum (e. bulk) - blóð, sogæðar, heila- og mænuvökvi.
Flæði - yfir himnur, stuttar vegalengdir
Flest lyf dreifast jafn um líkamann? S/Ó
Ósatt. Flest lyf dreifast ójafnt
Hver eru 5 “hólfin” í líkamanum?
- Plasma 5%
- Interstitial water (millifrumuvökvi) 16%
- Intracellular vökvi 35%
- Transcellular vökvi 2%
- Fita 20%
Hvort eru það bundin eða óbundin lyf sem ferðast á milli hólfa?
Óbundin
Í hvaða vefi fer lyfin fyrst í og svo síðast í?
Mest magn fyrst í blóði. Hækkar svo í vöðva. Endar svo í fitu
Flutningur milli hólfa stjórnast af (4)
- Gegndræpi himnanna sem aðskilja hólfin
- Hvort lyfin séu bundin
- Sýrustig (pH)
- Fituleysanleika
Flutningur milli hólfa stjórnast af (4)
- Gegndræpi himnanna sem aðskilja hólfin
- Hvort lyfin séu bundin
- Sýrustig (pH)
- Fituleysanleika
Hvað þarf lyf helst að vera til að komast yfir BBB?
Lítið skautað og mjög fituleysanlegt
Hverjir eru þeir þrír þættir sem stjórna mestu við dreifingu lyfja?
- Próteinbinding í blóði (próteinin eru of stór til að komast yfir himnuna, eru þá bara í blóðinu)
- Himnugegndræpi (fituleysanleiki)
- Binding í vefjum (tissue binding)
Hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingur er að taka mörg lyf í einu
Það getur verið skortur á bindistöðvum á albúmíninu
Breyting á bindingu lyfja við albúmín t.d. vegna þess að einstaklingurinn er að taka mörg lyf, hefur einkum þýðingu fyrir…
Lyf sem bindast albúmíni vanalega mikið
Hvað getur lækkað BBB þröskuldinn og valdið meira af magni lyfja í mænuvökvanum?
Bólga (sýking etc..)
Hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að fóstri og lyfjum?
Gera þarf ráð fyrir að öll lyf berist til fóstursins
Hvaða lyf fara ekki til fóstursins?
Stór lyf og þau sem eru eingöngu bundin í plasma
Hver er formúlan fyrir dreifirúmmál? (Vd)
Vd = Q/Cp Dreifirúmmál = skammtur (g)/styrkur í blóði (g/L)
Ef dreifirúmmál er hátt dreifist lyfið mikið
Hvað er dreifirúmmál?
“The volume that would contain the total body content of the drug at a concentration equal to that present in the plasma”
Basically því hærra dreifirúmmál því meira dreifist það um líkamann. Því hærra dreifirúmmál því lægri styrkur í plasma
Hvað hefur áhrif á dreifirúmmál milli einstaklinga? (3)
Aldur, kyn og líkamsástand
Hvers konar lyf hafa mesta dreifirúmmálið?
Lítil fituleysanleg lyf
Hvað þrennt hefur áhrif á próteinbindingu lyfja?
- Styrkur lyfs
- Sækni lyfsins í bindistað á próteininu
- Styrkur próteins
Tvö önnur bindiprótein í blóði önnur en albúmín?
Beta-globulin og glycoprotein