Svefn og svefnvandi yfir æviskeiðið Flashcards
Hvað er fyrsta stig svefns?
- Grunnur svefn, erum á milli svefns og vöku
- Fólk neitar oft fyrir það að hafa verið sofandi
- 2-5% nætur
Hvað er annað stig svefns?
- Þetta er dýpri svefn en á svefnstigi 1 en ennþá grunnur svefn
- 45-55% nætur
Hvað er 3-4 svefnstig
- Þetta er dýpsta svefnstigið og mikilvægasta
- Blóðþrýstingur fellur og hægist á öndun
- Endurnæring líkamans og myndun vaxtarhormóna
15-23% nætur
Hvað er REM svefn?
- Þetta er draumsvefn
- Það verða hraðari augnhreyfingar, hraðari hjartsláttur og öndun
- Draumar og algjör vöðvaslökun
- Heilastöðvar sem tengjast námi, minni og skipulagningu upplýsinga eru virkar í REM svefni
25% nætur
Hvenær er djúpsvefn og draumsvefn?
- Djúpsvefn er mestur fyrri hluta nætur
- Draumsvefn eykst þegar líður á nóttina
Hver eru Tveggja-ferla svefnlíkan (Two-Process Model of Sleep)
- Homeostatic prosess( jafnvægiskerfið)
- Circidian process (dægustsveiflan)
Hvað er homestatic process (jafnvægiskerfið)?
Því lengri tími sem líður frá síðasta svefni því meiri líkur að við náum að sofa. Þegar við leggjum okkur á daginn byrjum við aftur á nýtt á jafnvægiskerfinu.
1. Er minnst fyrst þegar við vöknum og síðan mest þegar við erum að fara að sofa þannig að ef að við leggjum okkur þá fellur þrýstingurinn og það verður efirðara að sofna um kvöldið
Hvað er Cicadian process (dægursveiflan)
Innbyggð líkamsklukka. Hefur til dæmis áhrif á seytingu melatonins og líkamshita sem sveiflast yfir sólarhringinn.
Hvað er svefnleysi?
- Þetta er huglæg upplifun fólks ekki að mæla þetta
- Fólk er ósatt við gæði svefns
- Svefnleysið veldur vanlíðan
- Svefnleysið á sér stað að minnsta kosti þrisvar í viku.
- Svefnleysið hefur verið til staðar í að minnsta kosti þrjá mánuði.
- Svefnleysið á sér stað þrátt fyrir næg tækifæri til svefns.
- Svefnleysið stafar ekki af annarri svefnröskun.
- Svefnleysið tengist ekki notkun lyfja eða vímuefna.
- Svefnleysið er ekki betur skýrt af annarri geðröskun.
Hversu mörg % fólks greinir frá einhverjum einkennum vanlíðan? og hversu mörg % þeirra þjáist af dagsyfju
33%
10-15% þjáist af dagsyfju
Hversu mörg % fólks ná greininaskiljmerkjum fyrir svefnleysi?
6-10%
Hvort er svefnleysi algengara meðal karla eða kvenna?
Kvenna
Hversu mörg % fólks sem nær greiningarskilmerkjum fyrir svefnleysi er með aðra geðröskun samhliða og hversu margir eru með geðröskun eða sjúkdóm
40-50% fólks sem nær greiningarskilmerkjum fyrir svefnleysi er með aðra geðröskun samhliða og 50-70% með geðröskun eða sjúkdóm
Hver er meðferðin við svefnleysi?
- Klínískar leiðbeiningar mæla með HAM við því sem fyrsta inngrip
- EF HAM hjálpar ekki er lyfjameðferð en svefnlyf ættu aðeins að vera tímabundin lausn en HAM er öflugasta langvararndi meðferðin við svefnleysi
Hvernig virkar HAM við svefnleysi?
ÞAð eru tveir lykilþættir í meðferðinni
- Áreitastjórnun
- Tímabundin svefnskerðin
Þetta er um það bil 6-8 vikurÁður en að fólk hefur meðferð heldur það svefnskrá í uþb viku og heldur áfram að skrá á meðan meðferð stendur
Hvernig reiknum við svefnnýtinug? og hvað viljum við að hún sé uþb mörg %
Ef legið er í 8 tíma en sofið í 6 þá er svefnnýtingin um 75%
- 6/8 = 0,75 x 100 = 75%
VIljum að hún sé um 85% eða meira
Hvað er áreitastjórnun?
- Felst í því að tengja svefnherbergið aftur við syfju og svefn
- Rúmið er orðið tengt við eitthvað annað eins og andvökunætur, spennur, síma, sjónvar
Í áreitastjórnun er tími í svefnherberginu takmarkaður við þann tíma sem sofið er, hvað er gert?
- fjarlægja óþarfa áreiti eins og klukkur
- Tekið fyrir allar aðrar athafnir í svefnherberginu nema kynlíf
- Alltaf farið á fætur á sama tíma líka um helgar
- Fara á fætur og í annað herbergi ef legið er lengur enruþb 15 mín, ákveða fyrir fram hvað á að gera til að heilinn tengi svefnherbergið við svefn en keki andvaka t.d. fara í annað herbergi og prjóna smá
Hvað er tímabundin svefnskerðing?
- Takmörkum tíma sem varið er í rúminu við þann tíma sem sofið er
- Reiknum svefnbil út frá því hvenær hentar að vakna og það er áhersla að vaka utan þess tíma
- Förum aldrei undir 5 tíma
- Þegar fólk er farið að sofa meira en 85-90% tímans innan svefnbils er það lengt um 15 mín á viku
er stór hluti fólks með svefnleysi með aðra röskun eða sjúkdóm samhliða?
Já um 50-75% og rannsóknir sýna að meðferðin HAM beri árangur þrátt fyrir að hinn vandinn sé ómeðhöndlanur en í sumum tilfellum lagast svefnvandinn ef maður meðhöndlar hinum vandanum