Faraldsfræði: grunnhugtök og skilgreiningar Flashcards
Hvað er faraldsfræði
Fræðin um lýsingu og skýringu á útbreiðslu áhættuþátta og heilbrigðisfrávika meðal einstaklinga og hópa samfélagsins. Orðið faraldsfræði getur bæði vísað til rannsóknaraðferða, niðurstaðna rannsókna, eftirlitsstarfsemi og mats á árangri forvarnaraðgerða.
Hvað er félagsleg faraldsfræði?
Er undirgrein faraldsfræði sem fæst við félagslega útbreiðslu og félagslega áhrifaþætti heilsu og sjúkdóma
Hvað er Endemic (landlægur sjúkdómur):
Sjúkdómur sem hefur viðvarandi tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp. Dæmi: Hlaupabóla (Chicken pox).
- engin þróun
Hvað er epidemic
Vísar til útbreiðslu sjúkdóms umfram venjulega tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp, verður skyndileg þróun á tíðni. Dæmi: Influensa.
- Verður þróun
HVað er Pandemic (útbreiddur sjúkdómur, heimsfaraldur):
Vísar til mikillar útbreiðslu sjúkdóms innan meginlands eða alls heimsins. Dæmi: Svarti dauði á 14. öld, Spænska veikin 1918-1920, HIV og vissir influensufaraldrar fram á þennan dag, COIVD19
- Oftast talað um skammvinna sjúkdóma en getur líka verðið langvinnur
Hvað er (prevalence proportion) (algengi) í faraldsfræði
Hlutfall sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili. Heildarfjöldi tilfella á tímabili sem þarf að skoða, ný og gömul. Ekki pælt í hvenær fólk greindist eða hvað það er búið að vera lengi með sjúkdóm. T.d. heildarfjöldi þeirra sem hafa kransæðastíflu árið 2021, ný og gömul.
- Heildarútbreiðsla
Hvað er incidence (incidence proportion) (nýgengi) í faraldsfræði?
Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili. T.d. kransæðastífla 2021, einstaklingar sem greinast í fyrsta skipti með það árið 2021 og deilum með fjölda í hóp. Betra að meta áhættuþætti ef við erum með ný tilfelli, þurfum samt viðbótaupplýsingat t.d. hvenær hann greindist.
- Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms
Hvað er agent (sjúkdómsvaldur)
Þáttur sem hefur áhrif á uppákomu eða tilurð sjúkdóms
Hvað er host (hýsill)
Einstaklingur sem getur fengið tiltekinn sjúkdóm (smitast) og getur smitað aðra
HVað er immunity (ónæmi)
Meðfætt/passíft (ungbörn sem fá mótefni í gegnum brjóstamjólk) eða áunnið/aktíft (bólusetning)
Hefur mótefni gegn sjúkdómum
Hvað er inheraent resistance (innra viðnám)
tveir einstaklingar sem eru næmir fyrir sama sjúkdómi eru ekki jafn líklegri til að smitast t.d. svefnvenjur, mataræði, hreyfing
- Báðir næmir fyrir sjúkdómun, geta smitast en ekki eins miklar líkur að einn smitist eins og hinn
Hvað er vector (beri)
Lifandi vera sem flytur sjúkdómsvald í hýsil ( sem getur smitast)
- Smitast ekki en getur borið
Hvað er carrier (smitaður beri)
Smitaður einstaklingur sem flytur sjúkdómsvald milli manna. Hann getur sjálfur verið einkennalaus (“asymptomatic”), haft forstigseinkenni (presymptomatic), eða einkenni sjúkdóms (symptomatic)
Hvað er smitstuðull?
Meðalfjöldi einstaklinga sem smitaður einstaklingur smitar. Mismunandi milli faraldra. Hvað smitar einstaklingurinn marga?
Hvað er meinvirkni (virulence)
Geta sjúkdómsvalds til að sýkja smitaðan einstakling. Er mismunandi á mili veiruvalda og baktería.
Hvað er uppspretta (reservoir)
Menn, dýr, pöntur, jarðvegur, eða úrgangur þar sem sjúkdómsvaldar halda til og fjölga sér. Staður/svæði þar sem sjúkdómsvaldar halda sér og eru til staðar í miklu magni
Hvað er environment (umhverf)
Ytri aðstæður einstaklings sem hafa að geyma uppsprettur, sýkingaleiðir (modes of transmission), áhættuþætti (getur hjálpað til að koma í veg f. eh t.d. aldur, undirliggjandi sjúkdómar, ferðamátur) og orsakir heilbrigðisvandamáls.
Hvað er áhætta (risk)
- Líkur á að einstaklingur verði fyrir atburði (sjúkdómi eða kvilla)
Hvað er áhættuþáttur (risk factor)
- Þáttur sem eykur líkurnar á atburði (t.d. sjúkdómi eða slysi) kallast áhættuþáttur. Þarf ekki endilega að vera orsök atburðarins
Hvað er rekjanleg áhætta (AR)
Þetta er hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt (p1) mínus hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa ekki áhættuþátt (p2)
Hvað er rekjanleg áhætta í þýði?
hlutfall þeirra sem fá sjúkdóm í þýði (p0) mínus hlutfall þeirra sem fá sjúkdóm meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt (p2).
Hvað er rekjandi áhættuprósenta í þýði (PAR%)
það er ((p0-ps)/po)*100 og segir til um hlutfall sjúkdómstilfella í þýði sem má rekja til áhættuþátta
Hlutfallsleg áhætta (RR)
Hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt deilt með hlutfalli sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa ekki áhættuþátt
- Þettta verður alltaf mun hærra en rekjanlega áhættan
Hvað er fyrsta stigs forvarnir?
Að fyrirbyggja uppkomu heilbrigðisvandamáls í samfélagshópum (the general nonclinical population).
Dæmi: Heilbrigðisfræðsla til samfélagshópa (s.s. kynfræðsla eða sjálfsstyrkingarnámskeið), bann við sólbekkjanotkun barna, reglur um vinnslu og geymslu matvæla, tóbaks- og áfengisgjöld, flúor í drykkjarvatni, aðgreining aks tursstefnu í umferðinni.
Hvað eru annars stigs forvarnir?
Að greina og meðhöndla (helst lækna/uppræta) heilbrigðisvandamál sem er á forstigi eða byrjunarstigi (early stage). Dæmi: Skimun (screening) t.d. fyrir krabbameini, vökvatapsmeðferð (oral rehydration therapy, ORT) við niðurgangssýki (gefa blöndu af matarsalti, sykri [og bökunarsóda] leyst upp í vatni), aðgerðir sem fyrirbyggja endurkomu einkenna.
Hvað eru þriðja stigs forvarnir?
Að draga úr starfs- eða hreyfiskerðingu eða á annan hátt að auka lífsgæði krónískra sjúklinga. Þetta er hægt að gera með lyfjagjöf, skurðaðgerðum, sjúkraþjálfun og starf- og iðjuþjálfun.
Sem dæmi má nefna magabandsaðgerð, heyrnartæki eða gervilim, eða sundleikfimi fyrir langveikra.
Hvað er skimun (screening)?
Skipulögð leit að heilbrigðisvandamáli í hóp til að finna einstaklinga sem eru með forstigseinkenni sjúkdóms eða sjúkdóm á byrjunarstigi.
Eru skimunarpróf fullkomin?
- Með skimunarprófi telst einstaklingurinn jákvæður eða neikvæður gagnvart sjúkdómnum.
- Skimunarpróf eru ekki fullkomin. Einstaklingar getur verið falskt jákvæðir (false positive, FP), falskt neikvæðir (false negative, FN), rétt jákvæðir (TP-true positive) og rétt neikvæðir (TN).
Hvað er næmni?
skimunarprófs snýst um hve vel því tekst að auðkenna þá sem í reynd eru með heilbrigðisvandamálið (sjá töflu). Formúlan er: TP/(TP+FN)
Hvað er sértæki?
skimunarprófs snýst um hve vel því tekst að auðkenna þá sem í reynd eru ekki með heilbrigðisvandamálið (sjá töflu). Formúlan er: TN/(TN+FP).
Hvað er jálkvætt forspárgildi?
TP/(TP+FP)
Hvað er þríhyrningurinn oft notaður í (skýringarlíkön í faraldsdræði)
o Mikið notað með smitsjúkdóma: Tengsl milli hýsils, umhverfis og agent (t.d.veira)
o Umhverfi: uppsprettur, áhættuleiðir, sýkingaleiðir
o Hentar ekki f. langvarandi sjúdkóma því það er engin einn agent eins og í smitsjúkdómum.
Hvað er vistfræðilíkanið?
o Innsti: einkennisþættir einstaklings (aldur, kyn, kynþáttur, aðrir líffræðilegir þættir, persónuleika þættir)
o Græni: Hvernig hagar þessir einstaklingur sér í daglegu lífi (matarvenjur, hreyfing, reykingar)
o Bleiki: Nánustu ættingjar og vinir mynda næsta hring sem getur haft áhrif á hegðun einstaklingsins
o Rauði: Ytri aðstæðurnar: umhverfi þessa samskipta (búsetan, vinnustaður, fjölskylduaðstæður)
o Ysti hringurinn: heilbrigðiskerfið, náttúrulega umhverfið, hagkerfið, efnahagskerfið, menning
o Hjálpar okkur að leita að þáttum sem geta verið áhættuþættir t.d. aldur eða kyn