Faraldsfræði: grunnhugtök og skilgreiningar Flashcards
Hvað er faraldsfræði
Fræðin um lýsingu og skýringu á útbreiðslu áhættuþátta og heilbrigðisfrávika meðal einstaklinga og hópa samfélagsins. Orðið faraldsfræði getur bæði vísað til rannsóknaraðferða, niðurstaðna rannsókna, eftirlitsstarfsemi og mats á árangri forvarnaraðgerða.
Hvað er félagsleg faraldsfræði?
Er undirgrein faraldsfræði sem fæst við félagslega útbreiðslu og félagslega áhrifaþætti heilsu og sjúkdóma
Hvað er Endemic (landlægur sjúkdómur):
Sjúkdómur sem hefur viðvarandi tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp. Dæmi: Hlaupabóla (Chicken pox).
- engin þróun
Hvað er epidemic
Vísar til útbreiðslu sjúkdóms umfram venjulega tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp, verður skyndileg þróun á tíðni. Dæmi: Influensa.
- Verður þróun
HVað er Pandemic (útbreiddur sjúkdómur, heimsfaraldur):
Vísar til mikillar útbreiðslu sjúkdóms innan meginlands eða alls heimsins. Dæmi: Svarti dauði á 14. öld, Spænska veikin 1918-1920, HIV og vissir influensufaraldrar fram á þennan dag, COIVD19
- Oftast talað um skammvinna sjúkdóma en getur líka verðið langvinnur
Hvað er (prevalence proportion) (algengi) í faraldsfræði
Hlutfall sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili. Heildarfjöldi tilfella á tímabili sem þarf að skoða, ný og gömul. Ekki pælt í hvenær fólk greindist eða hvað það er búið að vera lengi með sjúkdóm. T.d. heildarfjöldi þeirra sem hafa kransæðastíflu árið 2021, ný og gömul.
- Heildarútbreiðsla
Hvað er incidence (incidence proportion) (nýgengi) í faraldsfræði?
Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili. T.d. kransæðastífla 2021, einstaklingar sem greinast í fyrsta skipti með það árið 2021 og deilum með fjölda í hóp. Betra að meta áhættuþætti ef við erum með ný tilfelli, þurfum samt viðbótaupplýsingat t.d. hvenær hann greindist.
- Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms
Hvað er agent (sjúkdómsvaldur)
Þáttur sem hefur áhrif á uppákomu eða tilurð sjúkdóms
Hvað er host (hýsill)
Einstaklingur sem getur fengið tiltekinn sjúkdóm (smitast) og getur smitað aðra
HVað er immunity (ónæmi)
Meðfætt/passíft (ungbörn sem fá mótefni í gegnum brjóstamjólk) eða áunnið/aktíft (bólusetning)
Hefur mótefni gegn sjúkdómum
Hvað er inheraent resistance (innra viðnám)
tveir einstaklingar sem eru næmir fyrir sama sjúkdómi eru ekki jafn líklegri til að smitast t.d. svefnvenjur, mataræði, hreyfing
- Báðir næmir fyrir sjúkdómun, geta smitast en ekki eins miklar líkur að einn smitist eins og hinn
Hvað er vector (beri)
Lifandi vera sem flytur sjúkdómsvald í hýsil ( sem getur smitast)
- Smitast ekki en getur borið
Hvað er carrier (smitaður beri)
Smitaður einstaklingur sem flytur sjúkdómsvald milli manna. Hann getur sjálfur verið einkennalaus (“asymptomatic”), haft forstigseinkenni (presymptomatic), eða einkenni sjúkdóms (symptomatic)
Hvað er smitstuðull?
Meðalfjöldi einstaklinga sem smitaður einstaklingur smitar. Mismunandi milli faraldra. Hvað smitar einstaklingurinn marga?
Hvað er meinvirkni (virulence)
Geta sjúkdómsvalds til að sýkja smitaðan einstakling. Er mismunandi á mili veiruvalda og baktería.