Líkamleg og lífeðlisfræðileg aðlögun eftir fæðingu Flashcards
Hver eru helstu markmið umönnunar eftir fæðingu?
- Að endurheimta líkamlegt þrek og heilsu
- Verða fær um sjálfsumönnun (mæti þörfum nýfæddra barnsins og annara fjölskyldumeðlima)
- Hafi tækifæri til að tjá sig um hugsanlegar áhyggjur/kvíða/hugarefni
- Þekki einkenni/merki um vandamál sem geta komið upp eftir fæðinguna
- Hafi skilning á breytingum sem verða í kjölfar barneigna eins og hlutverkabreytingar, þrosa breytingar og líkamlegar breytingar
- Þekkir helstu bjargráð/úrræði vandamála og hver skuli leita ef þörf kemur
Umönnun og eftirlit eftir fæðingu felur m.a. í sér?
- Að stuðla að vellíðan, hvíld og tryggja öryggi
- Uppfylla fræðsluþarfir mæðra/foreldra t.d. varðandi líkamleg aðlögun eftir fæðingu
- Hvetja til sjálfsumönnunar
- Fylgjast með aðlögun að líkamlegum breytingum hjá móður eftir fæðingu og stuðla að eðlilegri aðlögun
- Fyrirbyggja óeðlilegar blæðingar, sýkingar og önnur frávik
- Fylgjast með og stuðla að eðlilegum útskilnaði mæðra eftir fæðingu
- Styrkja sjálfsímynd/sjálfstraust/öryggi foreldra varðandi umönnun barns
- Hvetja heilbigisvitund jölskyldu og láta vita hvert skuli leita ef þðrf krefur og einnig varðandi áframhaldandi heilsufarseftirlit.
Hvaða upplýsingar þurfum við að skoða og vita hjá konum eftir fæðingu kvenna og mat á líkamlega ástandi þeirra?
- Þurfum að vita gravida þá hversu oft konan hefur verið ófrísk og para hversu mörg börn eru til staðar ss ef eitthvað barn dó.
- Vita heilbrigðisvandamál á meðgöngu eins og háþrýsting, blæðingu,sykursýki eða blóðlítil.
- Tegund fæðingar var þetta keisari eða voru þörf á inngripum
- Lengd og gangur fæðingar eins og hvaða lyf voru noruð, styttri eða lengri
- Tegund deyfingar/verkjameðferða í fæðingu
- Var fæðingin gangsett eða fór hún sjálfkrafa
- Blóðmissir
- Blóðflokkur
- Rubella titer þá er tékkað fyrir mótefni rauða hunda
- Fæðingarþyngd barns
- Viðbörgð foreldra við fæðingarreynslunni
- Líkamlegt ástand/aðlögun konunnar eftir fæðingu og gangur brjóstagjafar
- Tengslamyndun foreldra og barna
Hvað þarf maður að skoða í líkamsmati sængurkvenna - almenn líðan
- Húðlitur
- Þreyta
- Óþægindi/verkur m.a. höfuðverkur
- Yfirliðatilfinning (algegnt eftir fæðingu en lengri tíma þá ekki eðlilegt)
- Skjálftatilfinning
Hvað á hitinn að vera hjá konum eftir fæðingu?
Eðlilegt að hann sé um 38°fyrstu 24 klst eftir fæðingu þar sem það er líklega bara svörun við álgai/streitu og þurrki en ef hann er 38 eða hærri lengur en 24klst og helst í yfir 48 klst þá er líklegast eitthvað óeðlilegt
Hvernig á púlsinn að vera fyrst eftir fæðingu?
Púlsinn er minnkaður fyrst eftir fæðingu er um 50-70 slög á mínútu, bradycardia getur orðið ca 6-8 daga eftir fæðingu. Ef að púlsinn er hækkaður og hypertention þá getur það bent til hypovolemia t.d. vegna blóðmissis eða anemiu/sýkinga ef þetta er ekki farið eftir 12 vikur þa getur þetta verið krónískur háþrýstingur
Hvernig á blóðþrýstingurinn og öndunin að vera eftir fæðingu?
Bæði eðlilegt, alveg eins og fyrir fæðingu
Hvað er eðlilegt að konan missi marga ml af blóði í fæðingu?
Eðlilegt að missa um 300-500ml af blóði í fæðingu, talið er að flestar konur þoli að missa um 1000 ml án þess að það hafi veruleg áhrif á
Hvernig er plasma og rbk eftir fæðinguna þar sem það er aukið plasma á meðgöngu?
Fyrstu 2 sólarhringnana er meiri minnkun á plasma magni heldur en rauðum blóðkornum og þá verður líklegast hækkun á hcrit fyrstu vikuna eftir fæðingu.
Hvaða þættir eru það sem mynda hættu á blóðsegamyndun og thromboembólism?
Hækkaðir storkuþættir og fibrinogen í blóði á meðgöngu og eftir fæðingu + mjögulega skemmd á æðum t.d. eftir keisara + hreyfignarleysi
Hvaða mat gerum við á þvagútskilnaði hjá konum eftir fæðingu?
Þurfum að fylgjast vel með, eðlilegt að það verður mikil þvagmyndun, ef konan getur ekki pissað þá er blaðran fljót að fyllast. Þreifum leigið og ef það er full þvagblaðra þa liggur legið til hægri.
Hvaða innri þættir hafa áhrif á þvagútksilnað hjá konum eftir fæðingu?
- Þennslumöguleiki þvagblöðru
- Diuresis (nýrun framleiða of mikinn vökva)
- Meiðsl á spangasvæði
- Saga um erfiða fæðingu
- Hræðsla að pissa
Hvaða ytri þættir hafa áhrif á þvagútskilnað hjá konum eftir fæðingu?
- Vökvagjöf í fæðingu ( s.s. i.v. gjöf)
- Antidiuretic áhrif syntocinons
- Minnkuð tilfinning vegna áhrifa feyfilyfja
- Meiðsl/bjúgsöfnun á þvagrásarkerfi
Hvað gerist ef að konan fær tíðar þvagfærasýkingar á meðgöngu og fyrir fæðingu
Aukar líkurnar á þeim eftir fæðingu
Hvernig metum við ástand og hæð legbotns eftir fæðingu
Við þurfum að láta konuna pissa því að það getur haft áhrif á staðsetningu legs. Fyrst er góður samdráttur oftast og legbotnin er ca 2 cm undir nafla síðan svona 12 klst eftir fæðingu er hann ca 1cm ofan við nafla. Minnkun legs síðan 1-2cm á sólarhring og á 6 degi er legbotninn ca mitt á milli lífbeins og nafla