6: Ytra eyra Flashcards
Hverjir eru 2 meðfæddir gallar á ytra eyra?
Microtia
Atresia
Úr hvaða kímbogum er ytra eyrað myndað?
Fyrsta og öðrum.
Hvar myndast eyrnamergur?
Í brjóskhluta eyrnagangs, ysta 1/3.
Ítaugun eyrnagangs er m.a. frá…
…vagus. Obs hóstareflex!
Hvert er sogæðafráflæði frá eyrnagangi, fremri og aftari?
Til parotis (fremri) og mastoid/postauricular eitla (aftari).
Hvað er microtia? Meðferð.
Óeðlileg myndun ytra eyra. 4 mismunandi gráður og tengsl við ýmis heilkenni, t.d. Goldenhar, BOR og Treacher Collins. Getur verið atresia líka.
Rx. hægt að gera flókna lýtaaðgerð eða setja prothesu.
Hvað er atresia? Meðferð.
Þegar eyrnagangur myndast ekki eða er of þröngur eða lokaður á einhverjum stöðum.
Ýmist unilat. eða bilat. (þá er barnið með maximal leiðniheyrnartap og þarf að fá beinheyrnartæki 3 mán. eftir fæðingu).
Rx. stundum gerð aðgerð til að opna, eða sett varanlegt beinheyrnartæki.
Hvað er auricular hematoma? Meðferð og hvað gerist ef henni er sleppt?
Trauma á ytra eyra eftir högg, algengt í glímu og bardagaíþróttum.
Blóðpollur myndast undir húð og hún losnar frá brjóskinu. Getur myndast blómkálseyra ef ekki meðhöndlað rétt.
Rx. drenera blóð með hníf, ekki nál, og ýta húð niður með umbúðum.
Hvað er otitis externa? Undirliggjandi s.d., klíník, meðferð.
- Sýking í eyrnagangi. Oftast Pseudomonas eða S. aureus sem lifa í ganginum. Stundum sveppir.
- Undirliggjandi stundum dermatitis og sykursýki
- Klíník leki, verkir, palpasjónsverkir, bólga í eyrnagangi, mikilvægt að sjá hljóðhimnuna til að ath. hvort leki komi þaðan!
- Meðferð: Staðbundin, t.d. tróð í eyra til að opna eyrnaganginn, eyrnadropar, alzol lausn eða system sýklalyf ef cellulit út fyrir eyrnaganginn.
Hvaða 2 bakteríur eru í eyrnagangi og orsaka otitis externa?
Pseudomonas aeruginosa
S. aureus
Neomycin er…
…ototoxiskt, má ekki nota ef gat er á hljóðhimnu.
Hvenær orsaka sveppir otitis externa? Útlit í eyra, meðferð.
Þegar það eru undirliggjandi vandamál. T.d. exem eða fyrri sýklameðferð.
Lítur út eins og “blautur klósettpappír”.
Rx. staðbundin sveppalyf, edik og alkóhól.
Hvað heitir skull base osteomyelitis öðru nafni? Sj. hópur, klíník, sýkill, greining og meðferð.
- Malignant otitis externa. Er í raun osteomyelit í höfuðkúpubeini og getur breiðst út.
- Ónæmisbældir eldri sj.
- Langvarandi verkir í eyra, leki, bólga í eyrnagangi, bólguvefur á bein/brjóskmótum. Taugaútfall ef langt gengið!
- Oftast Pseudomonas, reyna að rækta.
- Dx. CT/MRI, ísótóparannsókn.
- Rx. langvarandi sýklalyfjameðferð, meðhöndla sykursýki ef undirliggjandi, ekki skera.
Eczema í eyrnagangi. Klíník, meðferð.
Mjög algengt, langvarandi kláði.
Aukin útsetning fyrir sýkingum.
Stundum ekkert að sjá, stundum áberandi dermatitis.
Rx. sterkir sterar í smyrslisformi í vikukúrum, ekki krem.
Dæmi um 2 fyrirferðir í eyrnagangi.
- Æxli - þá oftast flöguþekjukrabbamein. Slæmar horfur og presenterar seint.
- Exostosis - þrenging á beinhluta eyrnagangs rétt fyrir utan hljóðhimnu. “Surfer´s ear”. Lítil áhrif á heyrn fyrr en seint en endurteknar sýkingar - áb. fyrir aðgerð.