3: Skjaldkirtilshnútar Flashcards
Faraldsfræði skjaldkirtilskrabbameina á Íslandi.
3% greindra meina
3,4 per 100 þús. karla og 9,3 hjá konum.
4 flokkar skjaldkirtilskrabbameina og algengi.
- Þroskuð krabbamein skiptast í papillary og follicular, totumyndandi eru algengust.
- Merggerðarkrabbamein/medullary
- Illa þroskuð
- Villivaxtarkrabbamein (anaplastic)
Aldur við greiningu á skjaldkirtilskrabbameinum.
Hjá hverjum eru þau sjaldgæf?
51 ár hjá konum
56 ár hjá körlum.
Geta komið fyrir hjá öllum aldurshópum en sjaldgæf fyrir kynþroska.
Áhættuþættir skjaldkirtilskrabbameina?
Erfðir (helst medullary týpan)
Jónandi geislun
Nýgengi skjaldkirtilskrabbameina er að…
…snaraukast! Flest er aukning á litlum totumyndandi/papillary krabbameinum.
Líklega vegna aukningar í greiningu einkennalausra.
Engin aukning í dánartíðni.
70% krabbameina í skjaldkirtli undir 1 cm…
…minnka eða haldast óbreytt án meðferðar.
Hvað er þrígreining og hvað greinir hún?
Saga og skoðun Ómskoðun Fínnálarástunga - Skjaldkirtilskrabbamein (Stundum bætt við blpr., CT, sindurritum með geislajoði og PET)
Fyrir hvaða krabbamein mælir maður calcitonin í blóði?
Medullary æxli í skjaldkirtli.
Hvað þarf að fá fram í sögu og skoðun skjaldkirtilskrabbameina? 4 atriði.
Fjöllusaga
Geislasaga
Skoðun og þreifing á hálsi
Barkakýlisspeglun (með/án barkaspeglunar og/eða vélindaspeglunar) til að meta starfsemi raddbanda. (recurrens taugin fer nærri skjaldkirtli).
Hvort er betra CT eða ómun til að meta góðk. vs. illk. skjaldkirtilshnúta?
Ómun!
Totumyndandi eða þroskað illk. eru ómsnauðir, með óreglulegar brúnir og kalkanir.
Nálasýni úr skjaldkirtilshnútum eru yfirleitt…
…fínnálarástungur, einstaka sinnum grófnálarsýni ef þörf er á meiri vef.
Fyrir hvað er Bethesda flokkun frumusýna?
Hnúta í skjaldkirtli.
I ógreinanlegt/frumufátækt sýni
II góðk.
III frábrigði af óljósri þýðingu, endurtaka sýnatöku
IV skjaldbúsæxli, ekki hægt að greina góðk. vs. illk.
V grunur um illk. vöxt
VI öruggur illk. vöxtur
Hvað þarf að mæla í blpr. þegar skjaldkirtilshnútar eru unnir upp?
TSH FT4 Kalsíum PTH Calcitonin ef medullary Thyroglobulin við eftirfylgni, viljum ekki að hækki.
Þarf að taka CT í skjaldkirtilshnútum?
Bara ef það hjálpar við undirbúning aðgerðar.
Sindurritun er notuð…
…í eftirfylgni 1 ári eftir Thyrogen gjöf við skjaldkirtilskrabbameinum.
RET gen á litningi 10 veldur…
…medullary krabba í skjaldkirtli. Getur bæði verið hluti af MEN (multiple endocrine neoplasia) heilkenni eða stakt.
BRAF erfðafræðiskimun skimar fyrir…
…stökkbreytingu V600E í þroskuðum skjaldkirtilskrabbameinum. 99% líkur á illkynja vexti ef hún er til staðar. Notað fyrir Bethesda gráðu 3, 4 og 5 hnúta.
Hver er mikilvægasti þátturinn í meðferð skjaldkirtilskrabbameina?
Skurðaðgerðir. Emil Kocher aðalgæinn þar.
Hemithyroidectomia/skjaldhelftarnám er?
Þegar hálfur skjaldkirtillinn er fjarlægður vegna lítils krabbameins.
Til hvers er taugaboðavaki?
Notaður í skurðaðgerðum á skjaldkirtli. Hjálpar við að finna recurrent laryngeal taugina og meta skaða/álag á henni. Núna aukin áhersla á stöðugar mælingar í aðgerð.
Hver er hornsteinn eftirmeðferðar eftir skurðaðgerð á skjaldkirtilskrabbameinum?
Geislajoð. Drukkið og tekið upp í þörmum.
Helst notað í æxlum yfir 4cm, eða ef ífarandi vöxtur var til staðar og stór eða mörg eitlameinvörp.
Einnig ef erfiðar vefjagerðir.
Lyfjameðferð við skjaldkirtilskrabbameinum?
- Tyrosín kínasa hemlar, hægja á framgangi erfiðra krabbameina með því að blokka prótín sem gegna hlutverki í frumusamskiptum.
- Lækna ekki.
Lyfjameðferð villivaxtarkrabbameina?
Doxorubisin, Cyclofosfamíð og Docetacil (hefðbundin krabbalyf).
Til hvers er alkóhólinnsprautun?
Notuð í meðferð skjaldkirtilskrabbameina þegar búið er að reyna margar aðgerðir og enn eru lítil meinvörp til staðar.
Veldur herslismyndun og skertu blóðflæði, gefið endurtekið.