Verkir Flashcards
Hvað flokkast verkir eftir skurðaðgerð sem ?
Flokkast sem bráðir verkir (verður vefjaskaði í tengslum við aðgerðina)
- Verkirnir geta komið frá: vöðvum, mjúkvefjum, beinum, líffærum, taugaverkir (skaði á taug í aðgerðinn)
Tíðni verkja á sjúkrahúsum 48-88%, hærri hjá skurðsjúkl en öðrum 30-50% með meðal - mikla verki
Hver geta verið fjölþætt áhrif vanmeðhöndlaðra verkja?
- Andleg
- Líkamleg
- Félagsleg
- Stofnun og samfélag: kostnaður. Ekki hægt að koma öðrum að á meðan
Hvert er algengi langvinnra verkja eftir skurðaðgerð?
Algengi 10-50%
- Meðal-miklir (>5 in 2-10%)
- Thoracotomy 5-65% (>5 in 10%)
- CABG 30-50% (> 5-10%)
- Hnéskipti 20%
- Mjaðmaskipti 10%
Hvað flokkast sem langvinnir verkir ?
Verkir sem hafa varað í meira en 3-6 mánuði samfleitt
Hverjir eru helstu preop áhættuþættir langvinnra verkja ? (þekktir þættir sem fólk kemur með inn)
- MIklir verkir fyrir aðgerð
- Endurteknar skurðaðgerðir
- Kvíði
- Verkjanæming
- Mikil bólga
- Konur
- Yngri
- Hörmunarhyggja (catastrophizing - búast við því versta)
- Aðrir sjd s.s vefjagigt og sykursýki
- Erfðir
- Örorka
Hverjir eru helstu peri (í aðgerð) og postop áhættuþættirnir?
- Taugaskaði, skurðtækni
- Lengd aðgerðar (hærri tíni eftir lengri aðgerðir)
- Kvíði, depurð, neuroticism
- Geisla- og lyfjameðferð
- Miklir verkir eftir aðgerð: áhættan á krónískum postop verkjum er 3-10x meiri ef verkir eru meðal-miklir fermur en vægir fyrstu vikuna eftir aðgerð. Tímalengd skiptir meira máli en stök verkjaskot
- Í nýjum leiðbeiningum um flýtibatameðferð er lögð áhersla á að drag úr bólgusvari en minnka styrk verkja, ekki bara stytta legutíma
Hvenær á að meta verki sjúklinga?
- Skima eftir verkjum: á 4klst fresti fyrsta sólarhr eftir aðgerð, síðan 1x á vakt, eftir það er fólk ekki með mikla verki
- Verkjamat fyrir aðgerð: þurfum að vita ástand fyrir, fyrri verkjasögu, fræðslu
- Verkjamat eftir aðgerð
Hvernig er verkjamat FYRIR skurðaðgerð?
- Ræðið og skipuleggið áætlun um verkjameðferð þegar þið hittið sjúkl í fyrsta sinn (heppilegast að gera þetta fyrir aðgerð)
- Fáið fyrri verkjasögu
- Fræðið sjúkl um matsaðferðir og mikilvægi þess að fyrirbyggja verki ( veljið og kennið sjúkl að nota verkjakvarða)
- Fræðið sjúkl um hans eigin ábyrgð á meðferð og hvaða meðferð stendur til boða
- Skráið verkjamatstæki sem ætlunin er að nota og hver markmið verkjameðferðar eru
Hvernig er verkjamat EFTIR skurðaðgerð?
- Reglulegt mat leiðir til betri verkjameðferðar!
- Meta staðsetningu, styrk, eðli og leiðni verkja
- Verkur í hvíld
- Verkur við hreyfingu / djúpöndun
- Sjálfsamat sjúkl er besti mælikvarðinn á verki !!
Hvenær á að meta árangur verkjameðferðar ?
- 15-30 mín eftir gjöf í æð
- 30-60 mín eftir gjöf undir húð / vöðva
- Um klst eftir gjöf um munn
Hvernig á að endurmeta ?
- Notið sama kvarða og áður
- Metið: áhrif lyfja s.s verkjastilling og aukaverkanir, áhrif annarrar meðferðar en lyfja og áhrif meðferðar á virkni
- Endurmetið og aðlagið hjúkrunaráætlunina
Hvaða hjúkrunagreiningar notum við ?
Hjúkrunargreining byggir á verkjamatinu
- Verkir
- Langvarandi verkir
Hvernig er meðferðaráætlunin í verkjameðferð?
- Einstaklingsbundin:
> óskum og þörfum sjúkl
> Fyrirmælum læknis
>Tegund og eðli verkjar
> Tegund og eðli aðgerðar - Meðferðarferli (prótokollar): fyrir aðgerð leggja ákv línur en svo þarf að aðlaga að hverjum og einum
- Tengd ákv tegundum aðgerða
- Endurhæfing eftir aðgerð
- Teymisvinna
Hvert er markmið meðferðar?
- Í samráði við sjúkl
> t.d styrkur verkja <4 á 0-10 skala í hvíld og <6 við hreyfingu
> að sjúkl nái að hvílast
>tryggja að sjúkl geti hreyft sig, borðað og andað djúpt - Fyrirbyggja fylgikvilla
> langvinnir verkir, skert hreyfigeta, erfiðleikar við öndun ofl
-Fyrirbyggja og meðhöndla aukaverkanir
> ógleði, hægðatregða, öndunarslæving, kláði ofl
Hvernig virkar verkjastjórnun ?
- Meta verki m.t.t staðsetningar, styrks, leiðni og áhrifa á virkni
- Meta verki bæði í hvíld og við hreyfingu / hósta
- Nota viðurkenndan skala til að meta styrk verkja
- Meta óyrta tjáningu um verki
- Verkjameðferð sem tekur mið af verkjamati og ástandi
- Fyrrirbyggja aukaverkanir verkjameðferðar
- Meta árangur verkjastillingar
- Meta aukaverkanir verkjameðferðar
- Meta áhrif verkjameðferðar á virkni og öndun
- Tryggja verkjastillingu fyrir hreyfingu
- Tryggja verkjastillingu fyrir sársaukafull inngrip
Hvað er verkjalyfjagjöf?
- Meðferð sem tekur mið af verkjamati og ástandi
- Samsett meðferð
- Regluleg lyfjagjöf ef verkir eru stöðugir (sérstaklega fyrstu sólarhr)
- Fyrirbyggja aukaverkanir
- Meta verkjastillingu
- Meta aukaverkanir af meðferð
- Meta áhrif verkjameðferarð á virkni og öndun
Hvað er samsett verkjameðferð (multimodal analgesia) ?
Notað 2 mism lyf / aðferðir að meðhöndla verkina, gefur betri árangur en að hafa t.d bara 1 lyf. T.d bólgueyðandi lyf samhliða Paracetamól gefur betri útkomu en bara annaðhvort lyfið
- Samverku 1+1 = 3
- Ráðast að verknum með mism leiðum
- Betri verkjastilling með færri aukaverkunum
- Minni ópíóðaþörf (30-50%)
Hver eru meðferðarúrræðin eftir skurðaðgerð?
- Væg og bólgueyðandi verkjalyf (t..d paracetamól, íbúfen ofl)
- Ópíóðar (sterk verkjalyf)
- Staðdeyfilyf
- Stoðlyf (lyf sem eru ekki eiginleg verkjalyf en hafa samt verkjastillandi áhrif (t.d flogaveikilyf sem hafa áhrif á taugaverkina))
- Aðrar aðferðir en lyf