Hjúkrun sjúklinga með brunasár Flashcards
Hvað eru brunasár?
Brunasár er áverki sem veldur vefjaskaða sem getur orsakast m.a vegna hita, efna, rafmagns eða geislunar. Stærð og dýpt staðsetining brunasársins ræður því hversu alvarlegt það er. Einnig hefur hitastig brunavaldsins og hversu lengi vefurinn er í snertingu við brunavaldinn mjög mmikið að segja um það hversu alvarlegt brunasárið verður.
Hvert er hlutverk húðar?
- Stærsta líffæri líkamans
- Geymir um 1/3 af heildar blóðmagni líkamans
- Misþykk eftir þvíh var er á líkamanum
- Húðþekjan endurnýjast á 2-4 vikna fresti
- Hlífr, skynjun, hitadempun, vökva- og jónujafnvæig, ónæmis- og efnsakipta hluteerk
Hvernig flokkast brunasár?
1° bruni = grunnur bruni í epidermis
2° bruni = hlutþykktarbruni, niður í dermis (grunnur og djúpur)
3°bruni = fullþykktarbruni, niður í subcutis
Hvað einkennir 1°brunasár (yfirborðsbruni) ?
- Sársaukafullt
- Húðin er þurr og rauð
- Roði fölnar við þrýsting, gengur til baka á 6 dögum
- Engar blöðrur
- Grær á 3-6 dögum
- Frumur í ysta lagi húðar sem skemmast
- Roði + bjúgur
- t.d sólbruni
Hvað einkennir grunnan 2° bruna?
- Blöðrur (milli dermis og epidermis á fyrstu 24klst)
- Húðin er rauð, rök og það seytlar frá henni
- Fölnar við þrýsting
- Mikill sársauki
- Gróið innan 14 daga
- Skilja ekki eftir sig ör
Hvað einkennir djúpan 2° bruna?
- Nær niður í dermis (hársekkir og fitukirtlar skemmast)
- Blöðrur
- Húð rök og vaxkennd
- Mismunandi að lit (bleik/hvítleit)
- Sársauki við þrýsting
- Fölnar ekki við þrýsting
- Grær á lengur en 16 dögum
Hvað einkennir 3°bruna (fullþykktar bruna) ?
- Einungis djúp þrýstingsskynjun
- Engin sársaukaskynjun !
- Er hvítt vaxkennt, grátt leðurlíki, svart og kolað
- Fölnar ekki við þrýsting
- Grær ekki án inngrips
- Nær niður í fitulagið, sinar og taugar og jafnvel niður í bein
Hvernig er stigun alvarleika bruna eftir útbreiðslu ?
TBSA = Total body surface burned
- Minni háttar áverki (< 5% TBSA)
- Miðlungs áverki (5-20% TBSA)
- Alvarlegur áverki (20-50% TBSA)
- Mjög alvarlegur áverki (> 50% TBSA)
Hverjar eru helstu ástæður brunaáverka?
- Hiti (eldur, heitur vökvi, gufa ofl)
- Rafmagn (lágstrauma og hástrauma áverki, elding)
- Efnabruni (sýru- og basabrunar, brennisteinssýra (klósetthreinsar))
- Geislun
Hverjir eru í áhættuhóp fyrir brunaáverkum ?
- Börn undir 4 ára
- Drengir 12-16 ára (fikt í flugeldum t.d)
- Aldraðir
Hverjir eru áhættuþættir fyrir brunaáverkum ?
- Skert hreyfigeta, tilfinning og skynjun s.s lömun og sykursýki
- Athyglisbrestur, ofvirkni
- Flogaveiki
- Fíknisjúkdómar s.s áfengi, reykingar
- Minnistruflanir
Hver er fyrsta meðferð við bruna ?
- Kæling, volgt vatn (8-25°)-ekki ískalt vatn
- 20 mín
- Kæling getur gert gagn í allt að 3 klst eftir áverkann
Hvernig er kælt?
- Rennandi vatn, kæligel, votir klútar
- Hitastig vatns 8-25°
- Gæta að ofkælingu einkum hjá börnum og eldra fólki
- Ekki mælt með kælingu við útbreidda áverka (yfir 20%) vegna hættu á ofkælingu
Hvað gerir kæling fyrir brunasárið?
- Minnkar sársauka
- Minnkar frumuskemmdir
- Minnkar bólguviðbragð
- Dregur úr bjúgmyndun
Hversu alvarlegur þarf brunaáverki að vera svo einstaklingar leggist inn á brunadeild eða GG ?
- Brunaáverki > 10% TBSA
- 3° bruni
- Bruni í andliti, hálsi, höndum, fótum, yfir stærri liðamótum, kynfærum eða spöng
- Gruur um hitaskaða í loftvegum og eða reykeitrun
- Hringbruni (circumferential)
- Bruni af völdum rafmagns
- Efanbruni
- Alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar eða aðrir áverkar