Hjúkrun sjúklinga með blóðrásatruflanir Flashcards
Hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir slagæðasjúkdómum?
- Reykingar - nikótín notkun ( nikótín herpir æðarnar og skerðir súrefnisflæðið)
- Háþrýstingur
- Háar blóðfitur
- Sykursýki
- Offita
- Streita
- Kyrrseta
- Karlmenn > konur
- Hækkandi aldur
- Ættarsaga um æðakölkun
Hvað er Atherosclerosis?
Æðakölkun
- Æðaveggur verður þykkur og stökkur og skellur myndast innan í æðaveggnum (stíflur)
- Skellur sem eru samansettar af fitu, kólesteróli og kalki
Hvað þýðir það að vera með sjúkdóma í útlægum slagæðum?
- Oftast í fótleggjum niður frá nára
- Oftast í iliaca, fermoralis eða popliteal slagæðum
- Einkenni eru í beinu sambandi við alvarleika þregninganna í slagæðunum
Sjúkdómar í útlægum slagæðum
- Hvað gerist ef vefir fá ekki fullnægjandi súrefni og næringarefni vegna skerts blóðflæðis?
Getur valdið drepi í viðkomandi líkamsparti (fyrst og fremst kemur drep framan á tær, við hæl)
Hver eru einkenni útlægra slagæðasjúkdóma?
- Intermittent claudication (heltiköst)
- Hvíldarverkur
- Dofi og tilfinningaleysi
- þunn, glansandi hárlaus húð (rauð húð, hvítar blóðþurrðarskellur framan á tám)
- Svöl húð (kaldur fótur)
- þykkar hæðóttar táneglur (sjúkl gjarnir á að fá sveppasýkingar)
- Húðin verður fölgrá þegar fætur eru hækkaðir yfir hjartastað en dimmrauðir eftir að fætur eru lækkaðir
- Daufir eða engir púlsar
- Sáramyndun og jafnvel drep (necrosis) þegar sjúkdómurinn ágerist, byrjar yfirleitt á tám
- Ankle-brachial index <0,9
- Minnkuð hreyfigeta
Hvað er Intermittent claudication (heltiköst) ?
- Verkur /krampi við göngu
- hættir 1-2 mín eftir að sjúkl stoppar
- 12-15% 65 ára og eldri
- mjög oft vangreint / misgreint
Hvað er hvíldarverkur?
- Kemur seinna þegar sjúkdómurinn ágerist
- kemur yfirleitt að nóttu til, skánar við að láta fótinn hanga (verulega slæmir verkir sem verkjalyf virka illa á)
Hver er munurinn á blautu og þurru drepi?
- Blautt drep er ekki búið að afmarka sig jafnvel og þurrt drep og getur gefið bakteríum greiðari aðgang inn í dýpri vefjalög
- Yfir þurrt drep eru engar umbúðir sem geta hjálpað en við blautt gangrene gæti verið gott að reyna að þurrka upp, t.d með trefjaumbúðum eins og aquacel eða joð. ALLS ekki þrýstings eða umbúðir sem þrengja að eða loka inni raka
Hvort höfum við meiri áhyggjur af blautu eða þurru drepi?
Blautu drepi
Hvernig er upplýsingasöfnun og líkamsmat hjá sjúklingum með útlæga slagæðasjúkdóma?
Upplýsingasöfnun
- Verkir (í hvíld eða við göngu)
- Reykingarsaga
- Hreyfing (göngugeta)
- Áhrif á daglegt líf (svefn, kyngeta)
Líkamsmat
- Húð (hiti, litur, púlsar, skyn, sáramyndun, hár, bjúgur, háræðafylling)
Mæla ökklaþrýsting
Meta púlsa (nota doppler
- Meta mun milli útlima
Hvernig á að meta púlsa?
- Popliteal púls (hnésbót)
- Dorsalis pedis púls (ofan á rist)
- Tibialis posterior púls (innan á ökkla)
Meta báða fætur
Ökkla-upphandleggs þrýstingsmælingar - ABI = systolískur ökklaþrýstingur/Systolískur upphandleggsþrýstingur
Hvað segir þetta okkur?
Gefur okkur vísbendingu, ef það er mikill munur að það sé eh skert slagæðaflæði út í fótleggi
Gildi fyrir ABI
- > 1,3 er óeðlilegt = kalkmyndun, sykursýki ?
- 0,9-1,3 = eðlilegt !
- lægra en 0,9 = claudicatio (heltiverkir - yfirleitt fyrsta vísbendingin um vaxandi vanda), útæðavandi
- 0,5 og lægra = hvíldarverkir (krítísk ischemia - merki um alvarlegan æðasjúkdóm)
- 0,4 og lægra = hætta á gagnreni (drepmyndun út á fremstu punktum (tám, tábergi eða undir / aftan á hæl)
Eftir því sem ABI er lægri þeim mun alvarlegri sjúkdómurinn
- Hvenær má vefja?
óhætt 0,8 og yfir að veita þrýstimeðferð en ef eh grunur er á að það sé slagæðavandi í fótleggjum þá á alls ekki að vefja !
Hverjar eru meðferðir við slagæðavandamálum ?
- Lyfjagjafir; blóðþynning, blóðfitulækkandi lyf, bþ-lækkandi lyf
- Hreyfing; hvetur til nýmyndunar á smáæðum (aðallega að það sé ekki rosalega mikil kyrrseta, standa reglulega upp, hreyfa sig stuttar vegalengdir í einu)
- Æðaþrenging og innæðaaðgerð
- Skurðaðgerð (Reykingarstöðvun)
Hvernig er hægt að greina æðaþrengingar?
Oft hægt að gera innæðaaðgerð (á röntgenstofu)
- Blásning (PTA, percutaneus transluminal angioplasty)
- Stent (oft það fyrsta sem fólk fer í þegar það kemur inn með þessi vandamál en eiginlega aldrei það síðasta)
Hvernig er hjúkrun sem sjúklingar fara í æðaþræðingu?
Undirbúningur fyrir rannsókn
- Mikil áhersla lögð á nauðsyn rúmlegu
- Rakstur á báðum nárum
- Fastandi í 4 klst fyrir rannsókn
- Grænn æðaleggur (talsverð blæðingarhætta í og eftir rannsókn. sett í fyrir skuggaefni og blæðingarhættu)
Varúðarráðstafanir vegna blæðingarhættu
- Nákvæmt eftirlit með LM og stungustað (15mín fresti fyrsta klst og svo 30mín fresti þar ti lþrýstingi er aflétt)
- Rúmlega með þrýsti-umbúðir í amk 6klst, flöt lega í sólarhring ef mikið inngrip
- kunna viðbrögð við sturtublðingu / slagæðablæðingu
Eftirlit með þvagútskilnaði
- Setja upp þvaglegg hjá þeim sem hafa sögu um þvagtregðu
- Tappa af sjúkl sem geta ekki losað þvag eftir ransókn
þrýsting á húð aflétt
- Nota ‘‘góðar’’ dýnur
- verja hæla
útskriftarfræðsla
Hvernig á að bregðast við sturtublæðingu ?
- Sjúkl lagður flatur og honum steypt í rúminu
- Stungustaður skoðaður, læri, kviður og síða m.t.t blæðingar
- Sé blæðing á stungustað er haldið beinum þrýstingi með fingrum eða hnefa á stungustað. Ekki má sleppa þrýstingi og kallað er á annan starfsmann til aðstoðar
- Hringt fyrst í deilddarlækni á æðaskurðsdeild, annars í vakthafandi æðaskurðlækni, eða röntgenlækni sem framkvæmdi æðaþræðinguna
- Innrennslishraði vökvagjafar í æð er aukinn ef blæðing er veruleg. Önnur græn nál er sett í olnbogabót ef þarf
- LM eru mæld með stuttu millibili þar til ástand sjúklings er stöðugt
- Hemoglobin mælt