Hjúkrun sjúklinga eftir aðgerð á höfði Flashcards
Hvað er Craniotomy?
- OTOMY
Inngrip ar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila
- heilaæxli (góðkynja, illkynja, krabbamein), heilablæðing (spontant eða áverkar)
Hvað er borhola?
Ná í sýni, lækka innankúpuþrýsting (Vegna bjúgs / blæðingar)
Hvað er Craniectomy ?
-ECTOMY
Inngrip þar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila, heilahólfum eða æðum
- Til að létta á innankúpuþrýstingi vegna heilabjúgs t.d vegna höfuðáverka eða sýkingar
Hvernig eru heiladingulsaðgerðir?
Farið í gegnum nefhol til að fjarlægja æxli frá heiladingli
Afhverju er VP shunt gert?
Vegna hydrosefalus (vatnshöfuð)
Afhverju eru Laminectomia gerðar?
Vegna þrengingar í mænugöngum
Til hvers eru Microdiscectomia gerðar?
Vegna brjóskloss
Hvernig eru góðkynja æxli ?
- Vaxa hægt
- Ólíklegt að þau komi aftur ef þau eru fjarlægð
- Dreifa sér ekki
- Þarf oftast bara aðgerð
- Geta verið ‘‘illkynja’’ vegna staðsetningar
Hvernig eru illkynja æxli ?
- Vaxa hratt
- Meiri líkur að þau komi aftur
- Dreifa sér
- Ekki hægt að meðhöndla aðeins með aðgerð
- Oftast þarf viðbótarmeðferð eins og geisla- og/eða lyfjameðferð með
Staðsetning æxlis ræður oft einkennum - hvernig þá?
Fer eftir hvar það er, getur haft áhrif á margt
- Talörðugleikar
- Málstol
- Sjóntruflanir
- Heyrnarvandamál
- Svimi
- Ógleði
- Uppköst
- Tvísýni
- Skert jafnvægisskyn
- Máttleysi
- Persónuleikabreytingar
- Skert innsæi
- Höfuðverkur
- FLog
- Máttminnkun í andliti og útlimum
Hverjar eru ástæður CraniOTOMY (opin aðgerð á höfði ?
- Heilaæxli (valaðgerðir)
- Hreinsa blæðingu (bráðar aðgerðir)
Hvernig er undirbúningur fyrir CraniOTOMY ?
- En eftir aðgerð?
Undirbúningur: CT, MRI, almennur undirbúningur á innskriftarmiðstöð (valaðgerðir)
Eftir aðgerð: Á vöknun í 4 tíma og á hágæslu til morguns, 3-7 dagar á legudeild
Hvernig er hjúkrun eftir aðgerð á höfði ?
Breyting á meðvitund / hætta á ónógu flæði til heila
- Mæla öll LM reglulega
- Mat á meðtvitund með Glasgow coma scale
- Meta pupillur (Stærð, lögun, viðbrögð)
Fylgjast með einkennum um hækkaðan innankúpuþrýsting (ICP)
Hætta á vökvaójafnvægi
- Vökvaskemi, dagleg vigtun
- Diabetes insipidus (ef aðgerð á heiladingulssvæði)
Ófullnægjandi öndun
- fylgjast með breytingum á öndunarmynstri og ÖT
Skert líkamleg hreyfigeta / skert sjálfbjargargeta
- Máttminnkun ?
- Breytt meðvitund?
- Truflun á getu t/verkstoli t.d
Hver eru einkenni Innankúpuþrýstings (ICP)
Snemmbúin einkenni:
- óróleiki, óáttun, breytt öndun, tilgangslausar hreyfingar, breytingar á ljósopum, máttminnkun, höfuðverkur sem versnar við hreyfingu og áreynslu
Síðbúin einkenni:
- Minnkandi meðvitund, hægur púls, hæg öndun og breyting á öndunarmynstri, hækkun á systólískum bþ, hiti án sýkingar, uppköst, óeðlilegar stellingar (decorticate/decerebrate), reflexar hverfa
Glasgow coma scale
- Svörun sjúklings er metin með þrennskonar áreitum, hver eru þau ?
- Augnsvörun
- Hreyfigeta
- Tjáskipti
Full meðvitund: 15 stig
Meðvitundarleysi: 3 stig
Hjúkrun eftir aðgerð á höfði
- Við þurfum að skoða skurðsár með tilliti til..?
Roða, bólgu, vessa, blæðingar og sárgræðslu
Afhverju þarf að hafa hátt undir höfði sjúklings eftir aðgerð á höfði?
því bólgan hefur tilhneigingu til að renna til
- Hafa 30-45°undir höfði
Afhverju er gerð aðgerð á heiladingli?
- Oftast vegna góðkynja æxla
> geta valdið þrýstingseinkennum, s.s sjóntruflunum
> valda hormónatruflunum
Hvað þarf að hafa í huga eftir heildingulsaðgerð?
- Nákvæmt eftirlit með vökva- og saltbúskap vegna hættu á flóðmigu (diabetes insipidus)
- Fylgjast með einkennum um mænuvökvaleka um nef / aftur í kok
- Má ekki reyna á sig (rembast, lyfta þungu, bogra, hósta)
Heilablæðingar eru flokkaðar eftir staðsetningu, hverjar eru staðsetningarnar 4 ?
- Epidural: milli höfuðkúpu og duru (utan við ystu heilahimnu)
- Subdural: milli duru og arachnoidal himnu
- Subarachnoidal (SAH): undir arachnoidal himnu
- Intracranial: í heilavef
Heilablæðingar verða vegna…
- áverka og slysa
- rof á æðagúl
Hver er meðferð við subdural blæðingu?
- Craniotomy, borhola, eftirlit. Fer eftir umfangi og einkennum
- Ef borhola: þá er sjúkl vakandi, tæmt úr hematoma og sett inn dren (flöt rúmlega á meðan og loka fyrir ef fótaferð á wc)
Aðeins um æðagúla í heila (aneurysm)
- Eru oftast þar sem slagæðar skiptast
- 2-5% fólks með æðagúl
- Myndast vegna veikleika í æðavegg (erfðir, æðakölkun)
Hvernig er meðferð við æðagúl ?
Ef órofinn:
- Eftirlit
- Settur gormur í angiografiu
Ef Rofinn:
- Skurðaðgerð eins fljótt og hægt er
Hvernig verður innanskúmsblæðing (SAH)?
Oftast vegna rofs á æðagúl (75-80%)
- getur einnig verið vegna AVM, áverka eða háþrýstings
Hver eru einkenni innanskúmsblæðingar (SAH)?
- Skyndilegur höfuðverkur
- Ógleði, uppköst
- Hnakkastífleiki
- Ljósfælni, hljóðfælni
- Minnkuð meðvitund
Hver er meðferð við innanskúmsblæðingu (SAH)?
Craniotoma (klemma á gúl), æðaþrenging (coiling)
Hverjar eru lífslíkur ef þú færð innanskúmsblæðingu (SAH)?
Alvarlegar blæðingar með háa dánartíðni yfir 40%
- 10-15% deyja áður en komast á sjúkrahús
- 10% deyja fyrstu dagana eftir innlögn
- 1/3 þeirra sem lifir af fá talsverða / alvarlega fötlun
Hverjir eru helstu fylgikvillar innanskúmsblæðingar (SAH)?
- Æðasamdráttur í heila
- Heilablóðþurrð
- Saltskortur (hyponatermia)
- Hydrosefalus
- Hækkun á innankúpuþrýstingi
Hver er algengasti og erfiðasti fylgikvilli SAH ?
- Hver eru einkenni þessa fylgikvilla?
Æðasamdráttur í heila
- leiðir til dauða í 15-20% tilfella
- Staðbundin taugaeinkenni geta birst eins og lamanir, málstol og minnkuð meðvitund
Mesta hættan 7-10 dögum eftir blæðinggu
Hvernig er hægt að minnka hættu á æðasamdrætti ?
Með því að:
- Gefa Kalsíumhemil (Nimotop iv eða po)
- Halda góðri fyllingu í æðakerfi
- Forðast nikótín
Hvað er heilahristingur (concussion)?
- Dreifður áverki sem verður við hreyfingu heilans í kúpunni
Hvað er Heilamar (contusion)?
Afmarkaður áverki á heilavef, mar / litlar blæðingar
Hver eru einkenni höfuðáverka?
Fara eftir staðsetningu áverka
- Breyting á meðvitund
- Rugl
- Innsæisleysi
- Málstol / verkstol
- Blæðing frá nefi og/eða eyrum
- Höfuðverkur
- Ógleði
- Breytingar á pupillum (misvíðar)
- Breyting á LM
- Skert heyrn eða sjón
- Truflun á skynjun
- Krampar
Hvernig er hjúkrun sjúklinga eftir höfuðáverka?
- Meta meðvitundarástand með GCS
- Fylgjast með ljósopum, stærð, lögun og viðbrögðum
- Hafa hækkað höfðalag til að minnka bjúg
- Fylgjast með breytingum á minni, athygli, geðslagi, skapi og hegðun
- Fylgjast með starfsemi öndunarfæra, tíðni, dýpt, mynstri önduanr og súrefnismettun
- Meta krafta, hreyfigetu, göngulag og stöðuskyn
- Fylgjast með einkennum lömunar í andliti
- Fylgjast með sjón s.s tvísýni, sjónsviðsskerðingu og þokusýn
- Fylgjast með kvörtunum um höfuðverk
Fylgjast með tali, flæði, málstoli eða erfiðleikum um að finna orð - Eftirlit með lyktarskyni
Brjósklosaðgerð (LMD)
- Afhverju
- Hvar algengast
- Hverjir
- Verið að fjarlægja brjóst sem þrýstir á taugar
- Algengastar á lumbar svæði en geta verið ofar
- yngra fólk
Hver eru einkenni brjóskloss?
- Verkir og/eða dofi niður í fætur
- Cauda equina syndrome eða lamanir þá bráðaaðgerð
Eftir brjósklosaðgerð
- Verkir: verkjalyf gefin reglulega og/eða eftir þörfum
- þvaglát: fylgjast með þvaglátum, óma til að meta resþvag
- Fótaferð: fylgd fyrstu ferð á wc, létt fótaferð
- Heim samdægurs
Hvað er gert í Laminectomy?
- Veri að taka af laminu (liðbogaþynnu) til að losa um þrengsli í mænugöngum
- oftast eldri einstaklingar
Hver eru einkennin fyrir því að fara í laminectomy aðgerð?
Verkir, dofi og máttleysi sem leiða niður í ganglim eða ganglimi. Stundum lamanir
Hvernig er hjúkrun eftir Laminectomy?
Sama hjúkrun og eftir brjósklosaðgerð - oftast innlögn yfir eina nótt