Hjúkrun sjúklinga eftir aðgerð á höfði Flashcards
Hvað er Craniotomy?
- OTOMY
Inngrip ar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila
- heilaæxli (góðkynja, illkynja, krabbamein), heilablæðing (spontant eða áverkar)
Hvað er borhola?
Ná í sýni, lækka innankúpuþrýsting (Vegna bjúgs / blæðingar)
Hvað er Craniectomy ?
-ECTOMY
Inngrip þar sem hluti af höfuðkúpu er fjarlægður til að komast að heila, heilahólfum eða æðum
- Til að létta á innankúpuþrýstingi vegna heilabjúgs t.d vegna höfuðáverka eða sýkingar
Hvernig eru heiladingulsaðgerðir?
Farið í gegnum nefhol til að fjarlægja æxli frá heiladingli
Afhverju er VP shunt gert?
Vegna hydrosefalus (vatnshöfuð)
Afhverju eru Laminectomia gerðar?
Vegna þrengingar í mænugöngum
Til hvers eru Microdiscectomia gerðar?
Vegna brjóskloss
Hvernig eru góðkynja æxli ?
- Vaxa hægt
- Ólíklegt að þau komi aftur ef þau eru fjarlægð
- Dreifa sér ekki
- Þarf oftast bara aðgerð
- Geta verið ‘‘illkynja’’ vegna staðsetningar
Hvernig eru illkynja æxli ?
- Vaxa hratt
- Meiri líkur að þau komi aftur
- Dreifa sér
- Ekki hægt að meðhöndla aðeins með aðgerð
- Oftast þarf viðbótarmeðferð eins og geisla- og/eða lyfjameðferð með
Staðsetning æxlis ræður oft einkennum - hvernig þá?
Fer eftir hvar það er, getur haft áhrif á margt
- Talörðugleikar
- Málstol
- Sjóntruflanir
- Heyrnarvandamál
- Svimi
- Ógleði
- Uppköst
- Tvísýni
- Skert jafnvægisskyn
- Máttleysi
- Persónuleikabreytingar
- Skert innsæi
- Höfuðverkur
- FLog
- Máttminnkun í andliti og útlimum
Hverjar eru ástæður CraniOTOMY (opin aðgerð á höfði ?
- Heilaæxli (valaðgerðir)
- Hreinsa blæðingu (bráðar aðgerðir)
Hvernig er undirbúningur fyrir CraniOTOMY ?
- En eftir aðgerð?
Undirbúningur: CT, MRI, almennur undirbúningur á innskriftarmiðstöð (valaðgerðir)
Eftir aðgerð: Á vöknun í 4 tíma og á hágæslu til morguns, 3-7 dagar á legudeild
Hvernig er hjúkrun eftir aðgerð á höfði ?
Breyting á meðvitund / hætta á ónógu flæði til heila
- Mæla öll LM reglulega
- Mat á meðtvitund með Glasgow coma scale
- Meta pupillur (Stærð, lögun, viðbrögð)
Fylgjast með einkennum um hækkaðan innankúpuþrýsting (ICP)
Hætta á vökvaójafnvægi
- Vökvaskemi, dagleg vigtun
- Diabetes insipidus (ef aðgerð á heiladingulssvæði)
Ófullnægjandi öndun
- fylgjast með breytingum á öndunarmynstri og ÖT
Skert líkamleg hreyfigeta / skert sjálfbjargargeta
- Máttminnkun ?
- Breytt meðvitund?
- Truflun á getu t/verkstoli t.d
Hver eru einkenni Innankúpuþrýstings (ICP)
Snemmbúin einkenni:
- óróleiki, óáttun, breytt öndun, tilgangslausar hreyfingar, breytingar á ljósopum, máttminnkun, höfuðverkur sem versnar við hreyfingu og áreynslu
Síðbúin einkenni:
- Minnkandi meðvitund, hægur púls, hæg öndun og breyting á öndunarmynstri, hækkun á systólískum bþ, hiti án sýkingar, uppköst, óeðlilegar stellingar (decorticate/decerebrate), reflexar hverfa
Glasgow coma scale
- Svörun sjúklings er metin með þrennskonar áreitum, hver eru þau ?
- Augnsvörun
- Hreyfigeta
- Tjáskipti
Full meðvitund: 15 stig
Meðvitundarleysi: 3 stig
Hjúkrun eftir aðgerð á höfði
- Við þurfum að skoða skurðsár með tilliti til..?
Roða, bólgu, vessa, blæðingar og sárgræðslu