Hjúkrun sjúklinga eftir aðgerð á meltingarvegi Flashcards
Hvert er hlutverk meltingarvegar?
- Breytir næringu í form sem frumur geta nýtt
- Inntaka, úrvinnsla, upptaka, úrgangslosun
- Gott ástand meltingar hefur mikið að segja um almenna heilsu
- Er langur: 7-8 metrar frá munni að endaþarmi
- Gætir að því að skaðlegar agnir komist ekki inn í líkamann eða nauðsynlegar út úr honum
Hvað getur orsakað vandamál / einkenni í meltingarvegi?
- Sálræn orsök: kvíði, streita
- Hegðun: breyting á mataræði, hreyfingarleysi
- Annað: lyf
Hvaða sjúkdómar í meltingarvegi þarfnast skurðaðgerða?
- Munnhol / kok / kirtlar: krabbi ofl
- Vélinda: Rof, krabbi
- Magi: sár, rof, krabbi, þindarslit
- Skeifugörn: sár, rof, krabbi
- Lifur: krabbi (frumæxli, eða meinvörp)
- Gallblaðra: Gallsteinar og/eða bólga, krabbi
- Gallvegir: sýking, stífla, krabbamein
- Bris: (bólga), krabbi
- Smágirni: Crohn’s, garnastífla/-lömun (góðkynja eða illkynja), krabbi
- Botnlangi: bólga, krabbi
- Ristill: ristilpokabólga, bólgusjúkdómur (colitis ulcerosa, Crohn’s), hægðatregða, stífla (góðkynja eða illkynja), krabbamein, rof
- Endaþarmur: framfall, gyllinæð, hægðaleki, krabbi
- Offita
- Kviðslit
Hvernig er upplýsingasöfnun í tengslum við meltingarveg?
- Almenn heilsufars- og sjúkrasaga
- Sértæk sjúkrasga, melting
- LM
- Líkamsskoðun
- Rannsóknir: blóð, þvag, hægðir, speglanir, myndrannsóknir
- Verkir
- Ógleði
- Uppköst
- Hægðalosun / -mynstur (breytingar, niðurgangur, harðlífi)
- Útlit hægða
- Vindlosun
- Matarlyst / þyngdarmynstur
- Næringarástand, næringarmat
HVaða aðgerðir eru gerðar í kviðsjárspeglun (laparoscopy) ?
- Botnlangaaðgerðir
- Gallblöðruaðgerði
- Ristilaðgerðir
- Aðgerðir til greiningar
- Bakflæðisaðgerðir
- SKurðaðgerðir við offitu (efnaskiptaaðgerðir)
Hvaða aðgerðir eru gerðar í opinni aðgerð?
- Vélindabrottnám: oft næring í gegnum sondu eftir á, mikil næringarvandamál
- Brottnám á maga: ýmist hlutabrottnám eða allur maginn, ýmist opin eða skópísk
- Lifraraðgerðir: ýmis segment tekin, bæði opin og scopisk
- Whipple: brottnám á brisi, opin aðgerð
- Abdominal /perineal resection
- Endaþarmsaðgerðir
- Kviðslitsaðgerðir: nári, nafli ofl
- Stómaaðgerðir
Hverjir eru áhættuþættir eftir meltingaaðgerðir?
- Blæðing
- Blóðtappi
- Sýking: lungnabólga, anastomusleki (leki á samtenginum)
Hvernig er meðferð / verkþættir eftir meltingaaðgerðir?
- LM
- Hreyfing
- Öndunaræfingar
- Fylgjast með blóðprufusvörum
- Eftirlit
- Fræðsla
Hver er grundvallar hjúkrunarmeðferð eftir svona aðgerð og afhverju?
Verkjastilling er grundvallar hjúkrunarmeðferð vegna: hreyfingar, djúpöndunar, hvíldar, andlegrar líðan, BATI
Afhverju fá sumir loftverki eftir kviðarholsspeglun?
- Orsakast af þindarertingu vegna afgangs lofts í kviðnum
- Lofti dælt inn í kviðinn til að gera vinnusvæðið auðveldara: auðveldara að athafna sig, betri yfirsýn og minnkar líkur á að fá áverka á líffærin
Loftverkir í öxlum
Hver er algengur fylgikvilli eftir meltingaraðgerðir?
Garnalömun (ileus, subileus)
Hver eru einkenni garnalömunar?
- ógleði, uppköst
- þaninn kviður
- ekki flatus / garnahljóð
- Kviðverkir
Hver er orsök og meðferð við Mechanical ileus?
- Orsök: samvextir, hægðatregða, fyrirferð, snúningur
- Meðferð: Losa um hindrunina. Stundum lagast ileus af völdum samvaxta af sjálfu sér
Hver er orsök og meðferð við Paralytic ileus?
- Orsök: eftir aðgerð, lyf, mænuskaði, bólgur/sýking í kviðarholi
- Meðferð: Fasta, vökvi / næring iv, hreyfing, þolinmæði, sonda (stundum )
Nokkuð algengt eftir aðgerði á kviðarholi, sérstaklega opnar aðgerðir. Flýtibati getur fyribyggt (,,plata’’ líkamann)
Hvernig er flýtibati fyrir og eftir kviðarholsaðgerðir?
- Hreyfing / byggja sig upp fyrir aðgerð
- Fasta á mat frá miðnætti fyrir aðgerðir
- Drekak tæra kolvetnisdrykki þar til 2 tímum fyrir aðgerð
- Gefa takmarkaðan vökva í æð í og eftir aðgerð
- Dreypa á vatni á vöknun
- Næringardrykkur 6 klst eftir aðgerð
- Fyrsta framúrferð á vöknun og aftur um kvöldið
- Vera mikið á fótum; ganga og stija
- Fljótandi fæði daginn eftir aðgerð
- FSMS á 2.degi eftir aðgerð
- Forðast morfínlyf sem hægja á meltingu
- T. Magnesia medic regluelga nema eftir smágirnisstómaaðgerðir / algert brottnám á ristli
- Tyggja tyggjó x3 yfir daginn
- Íhlutir fjarlægðir eins fljótt og hægt er
- Dagbók sjúkl
Hvenær kemur sýking eftir kviðarholsaðgerðir ef hún kemur ?
ca 5.degi
Hvenær á að skipta fyrst á sárum eftir kviðarholsaðgerðir?
Fyrstu umbúðaskipti á 2. eða 3.degi
- skipt eftir þörfum
- opin sár, geta opnast og þá þarf að skipta oftar um
Afhverju er hiti stundum fyrstu dagana eftir aðgerð?
HIti fyrstu dagana er yfirleitt vegna samfalls á lungnablöðrum (grunn öndun vegna verkja í kviðnum)
- Meðfeðr: verkjastilling, öndunaræfingar, hreyfing, O2 pn, Lífsmörk
Hver gætu verið önnur möguleg vandamál eftir kviðaraðgerð?
Taugaskaði
- EFtir abdominal perineal aðgerðir og aðgerðir með lágri tengingu geta komið upp taugaskaðavandamál t.d risvandamál hjá kk og vandamál við tæmingu á þvagblöðru (leki eða tregða)
Hvernig er undirbúningur útskriftar hjá þessum sjúklingum?
- Leiðbeiningar um verkjameðferð (skriflegt) + lyfseðlar
- Sárameðferð / umbúðir / útferð / dren (þegar við á)
- Mögulegir fylgikvillar s.s sýking og blæðing
- Hvert á að hringja ef einkenni eða spurningar
- HVenær má byrja að vinna, bað, sund…
- endurkomutímar
- ættingjar með í útskriftarfræðslu
Hverjar eru mismunandi staðsetningar stóma?
- Smágirni
- Risristill
- Þverristill
- Fallristill
- Bugðuristill
Hverjar eru ástæður fyrir stóma?
- Krabbamein: brottnám á endaþarmi, lág tenging (tímabundið), í líknandi tilgangi
- Bólgusjúkdómar: tímabundið eða framtíðar
- Ristilpokabólga: ef rof og sjúkl bráðveikur (tímabundið)
- Trauma: tímabundið
Hvar er enda ristilstóma og afhverju er það sett?
- yfirleitt staðsett vinstra megin á kvið
- Lagt t.d þegar þarf að fjarlægja endaþarm
Hvar er enda smágirnistóma og afhverju er það sett?
- Staðsett hægra megin á kvið
- Lagt þegar um bólgusjúkdóma í ristli er að ræða (T.d Chrons eða Colitis)
Hvað er lykkjustóma?
- Lykkja á görnunum
- Ristlinum lyft upp í gegn og pinna stungið undir
- Getur verið bæði: ristilstóma eða smágirnisstóma
Hvernig er stómahjúkrun fyrir aðgerð?
- Innskriftarmiðstöð 3-7 dögum fyrir aðgerð
- Fræðsla ti lsjúkl og fjölsk
- Nota mynd af meltingarvegi
- Lýsing á stóma, myndir / myndbönd
- Merkja stómastað, sýna hjálpargögn
- Heimsóknarþjónusta stómasamtakanna
- Líkamlegur undirbúningur
Hverju þarf að fylgjast með eftir stómaaðgerðir?
- Almennt eftirlit post op
- Töluverð hætta á vökvaskorti, elektrólýtatruflunum og ertingu í húð í kringum stómað
- Fylgjast vel með vökvajafnvægi, niðurstöðum blóðprufa, gefa vökva og elektrólýta skv fyrirmælum, eftirlit m/húð, þykkja hægðir þegar melting er komin í gang (ef mjög þunnar)
Hvernig lítur heilbrigt stóma út?
Rautt og glansandi (heilbr slímhúð)
Hvernig verður stómað á litinn ef blóðflæði er skert?
Stóma verður svart efti blóðflæði er skert
Hvenær er fyrsta pokaskipting eftir aðgerð?
5 dögum eftir aðgerð (ef platan er þétt, fyrr ef leki)
Hvernig líta hægðir út fyrst í pokanum ?
Fyrst kemur þunnur vökvi í pokann; blóð, sáravökvi
Hvenær vitum við melting er komin í gang og sjúkl má byrja að borða?
Þegar loft kemur í pokann
Hvernig líta hægðir út í garnastóma?
Alltaf þunnar hægðir, ef mjög vatnskenndar þá ráðlagt að salta mat aukalega eða fá sér t.d saltstangir. Drekka vel
Hvernig líta hægðir út í Ristilstóma?
Áferð hægða fer eftir staðsetningu stóma, því neðar sem það er (bugðuristilstóma er neðst) því þykkari hægðir. Hægðatregða möguleg. Magnesia medic gefið frá aðgerð til að örva meltinguna
Hvernig á melting / mataræði að vera þegar sjúkl er með Ileostoma / garnastóma?
- Til að byrja með borða minna og oftar
- Alltaf tyggja mjög vel
- Drekka mikið og eh með söltum í t.d Gatorade
- Lyf, varast sýruhjúpaðar töflur, langvirkt lyf, mulin lyf
- Garnastóma getur stíflast og mikilvægt að forðast tormeltan og loftmyndandi mat: baunir, laukur, hnetur, popp, aspas, hrátt grænmeti, appelsínur, fræ
Hvernig á melting / mataræði að vera þegar sjúkl er með Colostoma / ristilstóma?
- Trefjaríkur matur
- Drekka vel
- Hægðamýkjandi lyf eftir þörfum, fer eftir því hvar stómað er, hversu miklar líkur eru á hægðatregðu (mestar líkur ef bugðuristilsstóma)
Hvað þarf að hafa í huga varðandi eftirlit með húð eftir stómaaðgerðir?
- því þynnri hægðir því meiri líkur eru á leka undir stómaplötuna: meiri hætta ef garnastóma
- þurr húð til að plata festist vel
- Barrier krem eða púður eftir þörfum
- Meta hvernig roðinn er (ertings bruni, ofnæmi, exem, sveppir?)
- Endurskoða mót (passlega stórt gat á plötu)
- Mæla og taka myndir
Hver eru jákvæð áhrif stómaaðgerða?
- Stóma vegna bólgusjúkdóma: minni verkir, reglulegri (og stýrð) hægðalosun, betra næringarástand
Hvað þarf stómaþegi að hafa í huga?
- Skert líkamsímynd / aðlagast breyttum líkama
- Breytt hægðamynstur (garnastóma)
- Salta mat ef hægðir vatnsþunnar (garnastóma)
- Hjálpartæki s.s þéttirhingur, púður, krem, límleysir, húðvörn..
- þurr, hrein og heil húð undir plötu
- Passa ofþornun (garnastóma)
- Tyggja vel til að forðast stíflur (garnastóma)
- Forðast ákv mat s.s popp, aspas, appelsínur, hrátt grænmeti (garnastóma)