Fylgikvillar eftir aðgerð Flashcards
Afhverju er algengt að sjúklingar fái hægðatregðu eftir aðgerð?
- Oft tengt hægðatregðu fyrir aðgerð, mikilvægt að fá upplýsingasöfnun, spyrja um bjargráð
- Hreyfingaleysi
- Morfnskyld lyf
Gefa hægðalosandi lyf po og pr
Hvað getur gerst fyrir garnirnar eftir stórar aðgerðir á kvið?
Garnalömun - Ileus eða Paralytiskur ileus
- þá hreyfa sjúklingar ekki loft: geta ekki prumpað, engar hægðir, ógleði og uppköst, þaninn kviður
Hver er meðferð við garnalömun - ileus?
Fasta og magasonda til að minnka ógleði.
Hreyfing og að tyggja tyggjó getur hjálpað
Afhverju er mikilvægt að hreyfa sjúklinga þegar þeir vakna eftir aðgerð?
Geta orðið lungnavandamál annars.
Mikilvægt að hreyfa sjúklinga um leið og þeir vakna, jafnvel áður en þeir eru full vaknaðir eftir svæfingu - biðja þá um að draga djúpt andann, hreyfa fætur og snúa sér
Lungnabólga - hverjir eru aðgerðatengdir áhættuþættir?
- Pre op
- Post op
Pre op:
- Aldur
- offita
- Vannæring
- Reykingarsaga
- Lungnasjúkdómur
- Acut aðgerð
- Saga um ásvelgingu
- Veikindi
- Skert hreyfigeta
Post op:
- Hreyfingaleysi
- Lega
- MInnkuð meðvitund
- Verkir
- Löng intubation
- Magasonda - hafa hækkað undir höfði ef feeding sonda !
- Ófullnægjandi preop fræðsla
Hver eru einkenni lungnavandamála eftir aðgerð?
Geta verið vægur slappleiki og væg hitahækkun, minnkuð öndunarhljóð og hósti
Hvernig getur mikil lega og verkir valdið vandamálum í lungum?
Lega og verkir geta valdið þ´vi að lungun þenjast ekki sem skyldi.
Alveoli falla saman (atelectasar) og geta valdið lungnabólgu
Hver er meðferð við lungnavandamálunum ?
- Pepflauta
- Öndunaræfingar
- Hreyfing
Hvernig er lungnabólgu oft lýst?
Lungnabólgu er oft lýst með hrolli og hita, hröðum púlsi og hraðri öndun, ekki alltaf hósti.
Algeng ástæða hita stuttu eftir aðgerð
Hver er meðferð við lungnabólgu?
Sýklalyfjagjöf auk öndunaræfinga og súrefnis
Hvernig orsakast hjartabilun?
Hjarabilun er ástand sem orsakast af vökvasöfnun í lungum - gerist oft eftir aðgerðir þegar mikið álag er á hjarta sjúklings. Ofvökvun getur valdið hjartabilun - getur valdið dauða ef ekkert er gert.
- Mikilvægt að fylgjast með vökvajafnvægi sjúklinga. Ekki nóg að gera upp vökva 1x á sólarhring.
Hver eru einkenni hjartabilunar?
- Lækkuð súrefnismettun
- Hraður púls
- Hröð öndun
- Brak í lungum við hlustun
Hver er meðferð við hjartabilun?
Súrefni og þvagræsilyf
Hvernig fylgjumst við með vökvajafnvægi sjúklinga?
- Vigta daglega (er nákvæmasti mælikvarðinn á hvort sjúkl eru að bæta á sig vökva)
- Vökva ætti að gera upp í lok hverrar vaktar því þá er hægt að bregðast strax við
- Allur vökvi sem fer út er dreginn frá vökva sem fer inn og talan er annað hvort + eða - tala og segir okkur um vökvajafnvægið
Hvernig fer blóðtappi í lunga?
- Blóðrek getur farið í stóru æðunum til hægri hluta hjartans og þaðan í lungnaslagæðar > mjög hættulegt ástand