Hjúkrun sjúklinga í svæfingu Flashcards
Hvað er ASA flokkun (American society of Anesthesiologist) ?
Notað við mat á heilsufari sjúklings, flokkun sem byggir á mati á líkamlegu ástandi sjúklings og undirliggjandi sjúkdómum.
ASA-flokkun er undirstaða svæfingaáætlunar og vöktun sjúklings í aðgerð - hærri ASA flokkun því nákvæmari vöktun í aðgerð (veikari sjúklingur)
ASA-flokkanir eru 6 flokkar, útskýrður flokk
1, 2 og 3
ASA 1: Heilbrigður einstaklingur, reykir ekki, engin eða lítil áfengisneysla
ASA 2: Sjúklingur með vægan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d reykir, samkvæmisdrykkja, þungun, offita 30< BMI <40, vel meðhöndluð sykursýki/háþrýstingur, vægur öndunarfærasjúkdómur
ASA 3: Sjúklingur með alvarlegan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d kransæðasjúkdómur, sykursýki með æðaskemmdum, illa meðhöndlaður háþrýstingur, öndunarbilun, COPD, áfengissýki, lifrarbólga, sjúklega offita (BMI >40)
ASA-flokkanir eru 6 flokkar, útskýrður flokk
4, 5 og 6
ASA 4: Alvarlegur kerfisbundinn sjúkdómur sem ógnar stöðugt lífi sjúklings.T.d nýlegt (<3 mánuðir) hjartadrep / heilablóðfall / TIA / kransæðasjúkdómur / Stent > 3 mán mikil hjartabilun, angina í hvíld, langt gengin lunga-, nýrna- eða lifrarbilun
ASA 5: Dauðvona sjúklingur sem mun ekki lifa af án aðgerðar t.d rof á aneurysma í kviðar-/brjóstholi, fjöltrauma, mikil heilablæðing
ASA 6: Sjúklingur hefur verið úrskurðaður heiladauður og líffæri fjarlægð til líffæragjafar
Reglur um föstu fyrir svæfingu
- Allir sjúklingar þurfa að vera fastandi fyrir aðgerð til að minnka hættu á fylgikvilllum í tenglsum við svæfingu / deyfingu
- það er ekki gott að fasta í of langan tíma og fólki líður betur eftir aðgerð ef leiðbeiningum er fylgt
- Fá sér aukabita eða drykk áður en lagst er til svefns kvöldið fyrir aðgerð
- Ekki má borða mat síðustu 6klst fyrir komu á spítala
- Óhætt er að drekka tæra drykki (1-2 glös í senn) allt að 2 klst fyrir komu á spítalann. Tær drykkur er t.d vatn, tær ávaxtasafi og mjólkurlaust kaffi og te
Hverjar geta verið orsakir kvíða fyrir svæfingu og skurðaðgerð?
- Vakna upp í aðgerð
- Vakna ekki eftir aðgerð
- Hafa ekki stjórn á aðstæðum
- Vita ekki hvað gerist inn á skurðstofu - loss of control
- Mænu/utanbastdeyfing
- Uppsetning æðaleggs
- Umhverfi skurðstofunnar
- ógleði og uppköst
- Fyrri reynsla af skurðaðgerð
- Áhyggjur af úkomu aðgerðar
- Fylgikvilalr
- Hræðsla við að greinast með krabbamein
- Breyting á líkamsímynd
- Verkir og vanlíðan eftir aðgerð
- Breyting á tíma aðgerðar eða frestun á aðgerð
- Hræðsla við að deyja í aðgerð
Afleiðingar mikils kvíða fyrir aðgerð getur haft áhrif á…?
- Áhrif á bataferlið eftir aðgerð
- Kvíði og þunglyndi eftir aðgerð
- Aukin þörf fyrir svæfingalyf
- Auknir verkir eftir aðgerð
- Seinkun á sáragróanda
- Aukin hætta á sýkingu
- Verri útkomu
- Lengri dövl á sjúkrahúsi
Hver eru klínísk einkenni kvíða ?
- Hækkaður bþ
- hraður púls
- Kaldar hendur
- Samandregnar æðar
- Sviti
- Tíð þvaglát
- Munnþurrkur
Hver er skilgreiningin á svæfingu ?
Svæfingalyf hafa áhrif á MTK líkamans
- Meðvitundarleysi
- Verkjastilling
- Vöðvaslökun (ekki alltaf)
> tímabundið ástand
þegar talað er um svæfingu er átt við 3 tímabil, hver eru þau?
- innleiðsla svæfingar (induction) - þegar sjúkl er svæfður
- Viðhald svæfingar (maintenance)
- Vöknun (emergence)
Hvað er gert í 1.innleiðslu svæfingar (induction)?
Svæfingalyf eru gefin í æð
Hvað er gert í 2. Viðhaldi svæfingar (maintenance) ?
- Svæfingagös eða svæfingalyf í sídreypi
- Verkjalyf (stutt- eða langverkandi bólusar / sídreypi)
- Vöðvalamandi lyf (fyrir barkaþræðingu og skurðaðgerð)
Hvaða lyf eru notuð í 1. innleiðslu og 2.viðhaldi ?
svæfingalyf
Hvert er algengasta svæfinalyfið við innleiðslu og viðhald svæfingar (1. og 2.)?
Própófól (Diprivan)
Hverjir eru kostir og gallar svæfingalyfsins Própófól (Diprivan) ?
Kostir: sjúkl sofnar og vaknar fljótt (stutverkandi), lítil ógleðihætta og berkjuvíkkandi
Gallar: Sársauki við gjöf, æðavíkkandi og lækkar bþ
Svæfingagös (Sevoflurane)
- Notuð til viðhalds svæfingar
- Rökgjörn fljótandi efni og breytast í lofttegundir í sérstökum gastönkum í svæfingavélinni
- SJúkl andar þeim að sér í gegnum barkarennu eða kokmaska
- SVfæingagös eru alltaf gefin með súrefni
- Við innöndun berast þau til lungna, frá lungnaháræðum inn í blóðrásina til MTK og valda meðvitundarleysi
- þegar gjöf svæfingagasa er hætt, andar sjúkl þeim frá sér og vaknar
Hvaða verkjalyf eru gefin?
- Fentanyl (Leptanal)
- Remifentanyl
- Staðdeyfilyf
- Bólgueyðandi lyf (NSAID , Toradol, Dynastat)
- Perfalgan (Paracetamól)
Hvað gerir Fentanyl?
- 100x sterkara en morfín. Styttri verkun, þarf að gefa viðhaldsskammt á 45-60mín fresti
- Gefið í lágskömmtum við deyfingar og slævingu
- Best að gefa 3-5mín. Fyrir sársaukaáreiti. Öndunarbælandi
Hvað gerir Remifentanyl? (afleiða af Fentanyli)
- Gefið í æð í sídreypi. Mjög skammvirkt, helmingunartími ca.10 mín
- Gefur enga verkjastillingu eftir aðgerð
- Gefa þarf annað verkjalyf með í lok aðgerðar t.d Ketogan eða Morfín
Hvað gera vöðvaslakandi lyf?
Blokkera taugaboð við taugavöðvamót beinagrindarvöðva (koma í veg fyrir afskautun og vöðvasamdrátt) og verka eingöngu lamandi, hafa ekki áhrif á meðvitund
Til eru vöðvaslakandi lyf ÁN afskautunar - hvenær eru þau notuð?
- dæmi um slíkt lyf
- Verkun og verkunarlengd
Notuð til að auðvelda barkaþræðingu og fá slökun á vöðvum til að auðvelda framkvæmd skurðaðgerða. Gefin í byrjun aðgerðar og eftir því sem þörf krefur í aðgerðinni
- Rocuronium (Esmeron)
- Verkun næst eftir 1,5-2 mín
- Verkunarlengd: 20-25 mín
Til eru vöðvaslakandi lyf sem eru afskautandi - hvenær eru þau notuð ?
- Dæmi um slíkt lyf
- Verkun og verkunarlengd
EIngöngu notað í bráðaaðgerðum í innleiðslu svæfingar. Veldur stuttum samdrætti vöðvafruma (Stitch) og síðan vöðvaslökun
- Suxamethonium
- Verkar hratt og stutt og því notað í bráðaaðgerðum, á 40-60sek
- Verkunarlegnd: 5-10mín
Hvað er/gerir Robinul / Neostigmin (Glycopyrrolatum /neostigmin) ?
Upphefur verkun lyfja án afskautunar
- Gefið í lok aðgerðar en þau hemja verkun vöðvaslakandi lyfja
- Vöðvaslökun á að vera yfirstaðin þegar sjúkl vaknar
Hvaða Róandi lyf og önnur lyf eru stundum gefin fyrir aðgerð?
Róandi lyf: (gefið fyrir aðgerð að morgni ef nauðsyn)
- Midazólam
- Sobril
þau hafa kvíðastillandi og róandi verkun, stundum notað sem lyfjaforgjöf og stundum í slævingu hjá sjúklingum í mænudeyfingu
Önnur lyf:
- Lyf til að hindra ógleði og uppköst
- Lyf til að hækka bþ
Hvernig virkar slæving?
- Fólk er ekki djúpt sofandi
- Svæfingalyf í æð, róandi lyf og verkjalyf notuð í litlum skömmtum
- Dregur úr kvíða og óþægindum
- Sjúkl nær að slaka á og sofa
- Algengt að nota hjá sjúkl í deyfingu
- Aðgerðir sem eru í staðdeyfingu
Hvernig virkar vöknun ?
- Skrúfað fyrir svæfingagös / slökkt á gjöf i.v svæfingalyfja
- Ef notuð hafa verið vöðvaslakandi lyf er verkun þeirra upphafin
- Gefið 100% súrefni
- þegar sjúkl andar/vaknar er barkatúpa / kokmaski fjarlægður
- Sjúkl fluttur af skurðarborði í rúm
> vöknun / GG, metið hvort sjúkl þurfi súrefni, tengur við mónitor, LM metin, rapport gefið um heilsufar sjúklings, tegund svæfingar/deyfingar og ástand og líðan í aðgerð
Hvernig er meðhöndlun og mat á loftvegi í svæfingu ?
- þarf að vera djúpt sofandi, halda ekki fríum loftvegi
- Mikilvægt að meta loftveg sjúkl fyrir svæfingu til að greina þá sem gæti orðið erfitt að barkaþræða (láta alla sjúkl gapa- fólk er með mism. munnhol)
- Mat á útliti sjúkl:
- Munnur
- Tennur
- Hreyfanleiki háls og höfuðs
- Sumir með stuttan háls og litla höku -> oft erfitt að barkaþræða
Hvaða tæki eru notuð til loftvegameðhöndlunar?
- Maski
- Kokrennur
- Barkaspegill (Laryngoscope)
- Barkarennur (Endotracheal tube)
- Kokgríma (Laryngeal mask airway)
Hverjir eru kostir og gallar barkaþræðingar?
Kostir:
- Öruggasta aðferðin til að tryggja loftveg - öndun sjúklings í svæfingu
- Ekki takmarkandi þáttur í legu sjúklings
- Minnkar líkur á ásvelgingu (Aspiration)
Gallar:
- Þrýstingsskaði á larynx og trachea
- Skaði á tönnum, vör og slímhúð
- þarf að vera djúpt sofandi
- vöðvaslökun
Hverjir eru kostir og gallar kokgrímu (Laryngeal mask/igel maski)
Kostir:
- Minna inngrip en barkaþræðing
- Ekki þörf á notkun vöðvaslakandi lyfja
Gallar:
- Mengun
- Möguleg ásvelging
Hvernig er Mænudeyfing (spinal deyfing) gefin?
- Sjúklingur situr í keng eða liggur á hlið í fósturstellingu
- Á móts við L1 (Lumbar-lendarhrygg) breytistmænan í mænutagl (Cauda equina) og þar fyrir neðan má stinga náll inn í mænuholið án þess að valda skaða
- Spinal nál er stungið á milli hryggtinda fyrir neðan L2 þar til mænuvökvi lekur út
- Þá er sprautað staðdeyfilyfjum og stundum verkjalyfjum inn í mænuholið sem blandast mænuvökva og deyfir mænutaugarnar inn í mænugöngunum
- Hindrar myndun og flutning taugaboða um tauga og taugaenda