Hjúkrun sjúklinga í svæfingu Flashcards

1
Q

Hvað er ASA flokkun (American society of Anesthesiologist) ?

A

Notað við mat á heilsufari sjúklings, flokkun sem byggir á mati á líkamlegu ástandi sjúklings og undirliggjandi sjúkdómum.
ASA-flokkun er undirstaða svæfingaáætlunar og vöktun sjúklings í aðgerð - hærri ASA flokkun því nákvæmari vöktun í aðgerð (veikari sjúklingur)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

ASA-flokkanir eru 6 flokkar, útskýrður flokk
1, 2 og 3

A

ASA 1: Heilbrigður einstaklingur, reykir ekki, engin eða lítil áfengisneysla

ASA 2: Sjúklingur með vægan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d reykir, samkvæmisdrykkja, þungun, offita 30< BMI <40, vel meðhöndluð sykursýki/háþrýstingur, vægur öndunarfærasjúkdómur

ASA 3: Sjúklingur með alvarlegan kerfisbundinn sjúkdóm. T.d kransæðasjúkdómur, sykursýki með æðaskemmdum, illa meðhöndlaður háþrýstingur, öndunarbilun, COPD, áfengissýki, lifrarbólga, sjúklega offita (BMI >40)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

ASA-flokkanir eru 6 flokkar, útskýrður flokk
4, 5 og 6

A

ASA 4: Alvarlegur kerfisbundinn sjúkdómur sem ógnar stöðugt lífi sjúklings.T.d nýlegt (<3 mánuðir) hjartadrep / heilablóðfall / TIA / kransæðasjúkdómur / Stent > 3 mán mikil hjartabilun, angina í hvíld, langt gengin lunga-, nýrna- eða lifrarbilun

ASA 5: Dauðvona sjúklingur sem mun ekki lifa af án aðgerðar t.d rof á aneurysma í kviðar-/brjóstholi, fjöltrauma, mikil heilablæðing

ASA 6: Sjúklingur hefur verið úrskurðaður heiladauður og líffæri fjarlægð til líffæragjafar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Reglur um föstu fyrir svæfingu

A
  1. Allir sjúklingar þurfa að vera fastandi fyrir aðgerð til að minnka hættu á fylgikvilllum í tenglsum við svæfingu / deyfingu
  2. það er ekki gott að fasta í of langan tíma og fólki líður betur eftir aðgerð ef leiðbeiningum er fylgt
  3. Fá sér aukabita eða drykk áður en lagst er til svefns kvöldið fyrir aðgerð
  4. Ekki má borða mat síðustu 6klst fyrir komu á spítala
  5. Óhætt er að drekka tæra drykki (1-2 glös í senn) allt að 2 klst fyrir komu á spítalann. Tær drykkur er t.d vatn, tær ávaxtasafi og mjólkurlaust kaffi og te
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hverjar geta verið orsakir kvíða fyrir svæfingu og skurðaðgerð?

A
  • Vakna upp í aðgerð
  • Vakna ekki eftir aðgerð
  • Hafa ekki stjórn á aðstæðum
  • Vita ekki hvað gerist inn á skurðstofu - loss of control
  • Mænu/utanbastdeyfing
  • Uppsetning æðaleggs
  • Umhverfi skurðstofunnar
  • ógleði og uppköst
  • Fyrri reynsla af skurðaðgerð
  • Áhyggjur af úkomu aðgerðar
  • Fylgikvilalr
  • Hræðsla við að greinast með krabbamein
  • Breyting á líkamsímynd
  • Verkir og vanlíðan eftir aðgerð
  • Breyting á tíma aðgerðar eða frestun á aðgerð
  • Hræðsla við að deyja í aðgerð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Afleiðingar mikils kvíða fyrir aðgerð getur haft áhrif á…?

A
  • Áhrif á bataferlið eftir aðgerð
  • Kvíði og þunglyndi eftir aðgerð
  • Aukin þörf fyrir svæfingalyf
  • Auknir verkir eftir aðgerð
  • Seinkun á sáragróanda
  • Aukin hætta á sýkingu
  • Verri útkomu
  • Lengri dövl á sjúkrahúsi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hver eru klínísk einkenni kvíða ?

A
  • Hækkaður bþ
  • hraður púls
  • Kaldar hendur
  • Samandregnar æðar
  • Sviti
  • Tíð þvaglát
  • Munnþurrkur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hver er skilgreiningin á svæfingu ?

A

Svæfingalyf hafa áhrif á MTK líkamans
- Meðvitundarleysi
- Verkjastilling
- Vöðvaslökun (ekki alltaf)

> tímabundið ástand

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

þegar talað er um svæfingu er átt við 3 tímabil, hver eru þau?

A
  1. innleiðsla svæfingar (induction) - þegar sjúkl er svæfður
  2. Viðhald svæfingar (maintenance)
  3. Vöknun (emergence)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er gert í 1.innleiðslu svæfingar (induction)?

A

Svæfingalyf eru gefin í æð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er gert í 2. Viðhaldi svæfingar (maintenance) ?

A
  • Svæfingagös eða svæfingalyf í sídreypi
  • Verkjalyf (stutt- eða langverkandi bólusar / sídreypi)
  • Vöðvalamandi lyf (fyrir barkaþræðingu og skurðaðgerð)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvaða lyf eru notuð í 1. innleiðslu og 2.viðhaldi ?

A

svæfingalyf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvert er algengasta svæfinalyfið við innleiðslu og viðhald svæfingar (1. og 2.)?

A

Própófól (Diprivan)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hverjir eru kostir og gallar svæfingalyfsins Própófól (Diprivan) ?

A

Kostir: sjúkl sofnar og vaknar fljótt (stutverkandi), lítil ógleðihætta og berkjuvíkkandi

Gallar: Sársauki við gjöf, æðavíkkandi og lækkar bþ

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Svæfingagös (Sevoflurane)

A
  • Notuð til viðhalds svæfingar
  • Rökgjörn fljótandi efni og breytast í lofttegundir í sérstökum gastönkum í svæfingavélinni
  • SJúkl andar þeim að sér í gegnum barkarennu eða kokmaska
  • SVfæingagös eru alltaf gefin með súrefni
  • Við innöndun berast þau til lungna, frá lungnaháræðum inn í blóðrásina til MTK og valda meðvitundarleysi
  • þegar gjöf svæfingagasa er hætt, andar sjúkl þeim frá sér og vaknar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvaða verkjalyf eru gefin?

A
  • Fentanyl (Leptanal)
  • Remifentanyl
  • Staðdeyfilyf
  • Bólgueyðandi lyf (NSAID , Toradol, Dynastat)
  • Perfalgan (Paracetamól)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað gerir Fentanyl?

A
  • 100x sterkara en morfín. Styttri verkun, þarf að gefa viðhaldsskammt á 45-60mín fresti
  • Gefið í lágskömmtum við deyfingar og slævingu
  • Best að gefa 3-5mín. Fyrir sársaukaáreiti. Öndunarbælandi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað gerir Remifentanyl? (afleiða af Fentanyli)

A
  • Gefið í æð í sídreypi. Mjög skammvirkt, helmingunartími ca.10 mín
  • Gefur enga verkjastillingu eftir aðgerð
  • Gefa þarf annað verkjalyf með í lok aðgerðar t.d Ketogan eða Morfín
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað gera vöðvaslakandi lyf?

A

Blokkera taugaboð við taugavöðvamót beinagrindarvöðva (koma í veg fyrir afskautun og vöðvasamdrátt) og verka eingöngu lamandi, hafa ekki áhrif á meðvitund

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Til eru vöðvaslakandi lyf ÁN afskautunar - hvenær eru þau notuð?
- dæmi um slíkt lyf
- Verkun og verkunarlengd

A

Notuð til að auðvelda barkaþræðingu og fá slökun á vöðvum til að auðvelda framkvæmd skurðaðgerða. Gefin í byrjun aðgerðar og eftir því sem þörf krefur í aðgerðinni
- Rocuronium (Esmeron)
- Verkun næst eftir 1,5-2 mín
- Verkunarlengd: 20-25 mín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Til eru vöðvaslakandi lyf sem eru afskautandi - hvenær eru þau notuð ?
- Dæmi um slíkt lyf
- Verkun og verkunarlengd

A

EIngöngu notað í bráðaaðgerðum í innleiðslu svæfingar. Veldur stuttum samdrætti vöðvafruma (Stitch) og síðan vöðvaslökun
- Suxamethonium
- Verkar hratt og stutt og því notað í bráðaaðgerðum, á 40-60sek
- Verkunarlegnd: 5-10mín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað er/gerir Robinul / Neostigmin (Glycopyrrolatum /neostigmin) ?

A

Upphefur verkun lyfja án afskautunar
- Gefið í lok aðgerðar en þau hemja verkun vöðvaslakandi lyfja
- Vöðvaslökun á að vera yfirstaðin þegar sjúkl vaknar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvaða Róandi lyf og önnur lyf eru stundum gefin fyrir aðgerð?

A

Róandi lyf: (gefið fyrir aðgerð að morgni ef nauðsyn)
- Midazólam
- Sobril

þau hafa kvíðastillandi og róandi verkun, stundum notað sem lyfjaforgjöf og stundum í slævingu hjá sjúklingum í mænudeyfingu

Önnur lyf:
- Lyf til að hindra ógleði og uppköst
- Lyf til að hækka bþ

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvernig virkar slæving?

A
  • Fólk er ekki djúpt sofandi
  • Svæfingalyf í æð, róandi lyf og verkjalyf notuð í litlum skömmtum
  • Dregur úr kvíða og óþægindum
  • Sjúkl nær að slaka á og sofa
  • Algengt að nota hjá sjúkl í deyfingu
  • Aðgerðir sem eru í staðdeyfingu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvernig virkar vöknun ?

A
  1. Skrúfað fyrir svæfingagös / slökkt á gjöf i.v svæfingalyfja
  2. Ef notuð hafa verið vöðvaslakandi lyf er verkun þeirra upphafin
  3. Gefið 100% súrefni
  4. þegar sjúkl andar/vaknar er barkatúpa / kokmaski fjarlægður
  5. Sjúkl fluttur af skurðarborði í rúm

> vöknun / GG, metið hvort sjúkl þurfi súrefni, tengur við mónitor, LM metin, rapport gefið um heilsufar sjúklings, tegund svæfingar/deyfingar og ástand og líðan í aðgerð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvernig er meðhöndlun og mat á loftvegi í svæfingu ?

A
  • þarf að vera djúpt sofandi, halda ekki fríum loftvegi
  • Mikilvægt að meta loftveg sjúkl fyrir svæfingu til að greina þá sem gæti orðið erfitt að barkaþræða (láta alla sjúkl gapa- fólk er með mism. munnhol)
  • Mat á útliti sjúkl:
  • Munnur
  • Tennur
  • Hreyfanleiki háls og höfuðs
  • Sumir með stuttan háls og litla höku -> oft erfitt að barkaþræða
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hvaða tæki eru notuð til loftvegameðhöndlunar?

A
  • Maski
  • Kokrennur
  • Barkaspegill (Laryngoscope)
  • Barkarennur (Endotracheal tube)
  • Kokgríma (Laryngeal mask airway)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hverjir eru kostir og gallar barkaþræðingar?

A

Kostir:
- Öruggasta aðferðin til að tryggja loftveg - öndun sjúklings í svæfingu
- Ekki takmarkandi þáttur í legu sjúklings
- Minnkar líkur á ásvelgingu (Aspiration)

Gallar:
- Þrýstingsskaði á larynx og trachea
- Skaði á tönnum, vör og slímhúð
- þarf að vera djúpt sofandi
- vöðvaslökun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hverjir eru kostir og gallar kokgrímu (Laryngeal mask/igel maski)

A

Kostir:
- Minna inngrip en barkaþræðing
- Ekki þörf á notkun vöðvaslakandi lyfja

Gallar:
- Mengun
- Möguleg ásvelging

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Hvernig er Mænudeyfing (spinal deyfing) gefin?

A
  • Sjúklingur situr í keng eða liggur á hlið í fósturstellingu
  • Á móts við L1 (Lumbar-lendarhrygg) breytistmænan í mænutagl (Cauda equina) og þar fyrir neðan má stinga náll inn í mænuholið án þess að valda skaða
  • Spinal nál er stungið á milli hryggtinda fyrir neðan L2 þar til mænuvökvi lekur út
  • Þá er sprautað staðdeyfilyfjum og stundum verkjalyfjum inn í mænuholið sem blandast mænuvökva og deyfir mænutaugarnar inn í mænugöngunum
  • Hindrar myndun og flutning taugaboða um tauga og taugaenda
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Hversu lengi er sjúkl að dofna í mænudeyfingu og hversu lengi endist það?

A
  • Dofnar á u.þ.b 5 mín
  • Deyfingin virkar í 3-5klst
32
Q

Hvenær er mænudeyfing notuð ?

A

Við aðgerðir á þvagfærum, ganglimum og í keisara

33
Q

Hvernig er Utanbastdeyfing (epidural) gefin?

A
  • Legustelling sjúkl sú sama og við mænudeyfingu
  • Epidural bilið liggur utan við mænugöngin en í þeim liggja taugarætur frá mænunni
  • Hægt að leggja deyfingu á lumbar og thorax bili fer eftir tegund aðgerðar
  • Epidural nál er stungið á milli hryggtinda þangað til komið er inn í epidural bilið sem er á milli ligamentum flavum og duru eðautanbast mænunnar
  • þá er epidural leggur þræddur í gegnum nálina sem er síðan fjarlægð og liggur þá leggurinn eftir í epidural bilinu
  • í epidurallegginn eru gefin deyfinga- og verkjalyf sem nær virkni á 20-30 mín
  • Deyfingarlyfið dreifist yfir dura og verkar beint á taugarætur mænutauga og deyfir þær á afmörkuðu svæði en dreifist ekki í mænuvökvanum
  • Utanbastdeyfing t.d á thorax veitir verkjastillingu í efri hluta kviðar án þess að hafa áhrif á taugarætur á cervical eða lumbar svæði
  • Verkjalyf í sídreypi er síðan gefið í legginn (búkaín-fentýl-adrenalín)
  • NOtuð sem verkjameðferð í og eftir aðgerð
  • Epidural leggur getur verið dögum eða jafnvel vikum saman eða meðan verkjadeyfingar er þörf og fylgikvillar koma ekki upp
34
Q

Hvenær er utanbastdeyfing (epidural) notað?

A
  • Opnar skurðaðgerðir á brjóstholi, kviðarholi og grindarholi
  • Sjúklingar alltaf svæfðir í skurðaðgerð
  • Konur í fæðingu
  • Verkjameðferð eftir aðgerð
35
Q

Áhrif deyfingar fer eftir hvort það er mænudeyfing eða utanbastdeyfing
- Hvaða 3 tegundir taugaróta mænutauganna hafa þær áhrif á?

A
  1. Autonomiskar (ósjálfráða taugakerfið): útlæg æðaútvíkkun og bþ-lækkun
  2. Sensoriskir taugaþræðir (húðskyn): Húðskyn, sársauka og hitaskyn hverfa, (snertiskyn yfirleitt til staðar í epidural deyfingu)
  3. Motorískir taugaþræðir (afltaugar): Hreyfigeta í fótum, dofnar alltaf við spinal, ekki við epidural
36
Q

Hvaða aðrar deyfingar eru einnig notaðar?

A
  • Staðdeyfing (local anessthesia) þar sem afmarkað svæði á líkama er deyft
  • Leiðsludeyfing þar sem deyfing nær til minni / stærri hluta líkamans og dreyfir sér meira
  • Húðdeyfing og slímhúðardeyfingar
37
Q

Hverjar eru helstu aukaverkanir mænu- og utanbastdeyfinga?

A

Má rekja til áhrifa þeirra á ósjálfráða taugakerfið:
- BÞ-fall og hægur púls
- ógleði og uppköst
- kláði
- þvagteppa
- sýking á stungustað
- Mænu (spinal) höfuðverkur

38
Q

Hverjar eru frábendingar mænu- og utanbastdeyfinga?

A
  • Andmæli sjúklings
  • Blæðingartilhneiging. Ef blæðingarpróf eru lengd er hætta á epidural- eða spinal hematoma
  • Sjúklingur á blóðþynningu
  • Vökvaskortur. Leiðrétta þarf vökvaskort með vökvagjöf áður en deyfing er lögð
  • Sýking á stungustað
  • Anatomískar anomalíur
  • Bakverkir sjúklings
39
Q

Hvert er starfsvið svæfingahjúkrunarfræðinga ?

A
  • Tryggja öryggi sjúklings
  • Vöktun LM sjúklings
  • Gefa lyf, vökva og blóð m.t.t lífeðlisfræðilegra viðbragða sjúklings við skurðaðgerð og svæfingu / deyfingu
  • Undirbúa svæfingu/deyfingu sjúkls m.t.t upplýsinga um heilsufarsástand hans, svæfingaráætlunar og tegund aðgerðar (yfirfara og stilla svfæingavél, taka til lyf, blanda lyfjadreypi, yfirfaratæki og búnað, sog og önnur áhöld)
  • VInna í teymi með svæfingalæknum
  • í upphafi svæfingar gefur annað hvort svæfingalæknir eða svæfingahjúkrunarfræðingur innleiðslulyf eða sér um öndunarveg sjúklings
40
Q

Hvernig er hjúkrunarmeðferð / vöktun í svæfingu / deyfingu ?

A
  • Vöktun LM
  • Öndun
  • Blóðrás
  • Vökva- og elektrólýtajafnvægi
  • Líkamshiti
  • Lega
  • Kvíði
  • Meðvitundarástand
  • Skráning og miðlun upplýsinga
41
Q

Hverjir geta verið fylgikvillar svæfingar?-

A
  • Áverkar á hornhimnu
  • Lækkun á líkamshita í aðgerð (Hypothermia)
  • Meðvitund í svæfingu
  • Illkynja háhiti; Malign Hyperthermia (MH)
  • Ógleði, uppköst
  • Hálssærindi
42
Q

Hvernig geta orðið áverkar á hornhimnu í svæfingunni?

A
  • Minnkun á táramyndun, blikk reflex hverfur og augnlok lokast oft ekki alveg, þá eru auknar líkur á þurrki á hornhimnu
  • Getur leitt til verkja og óþæginda og aukinni hættu á sýkingu
  • Getur gerst við innleiðslu svæfingar, í svæfingunni sjálfri og lok svæfingar
43
Q

Hvaða þættir geta orsakað áverka á auga í svæfingu ?

A
  • Maski, barkaspegill, nafnspjald, skurðlök, súrefnismaski / gleraugu
  • Sótthreinsivökvar (ef aðgerðasvæði nálægt auga)
  • þrýstingur á augað, hendur skurðteymis, skurðtæki
  • Lega sjúklings (hliðarlega eða magalega)
  • Ákv skurðaðgerðir (höfuð- og hálsaðgerðir)
  • Sjúklingurinn sjálfur á vöknun - mettunarmæli í augu
44
Q

Hvernig er meðferð augna í svæfingu ?

A
  • Sérstakur augnplástur á augu eftir innleiðslu, fyrir barkaþræðingu / kokmaska
  • Límband / plástur getur skaðað augu
  • Augngel (viðhalda raka) ef aðgerð lengur en 30mín
  • Fylgjast stöðugt með augnsvæði (Enginn þrýstingur á augu s.s tæki og hendur skurðteymis, skurðlök)
45
Q

Hver er kjarnhiti líkamans og hvernig virkar hitastjórnun líkamans?

A

KJarnhiti: 36,5-37,3°C
- Hitastjórnstöð líkamans er í undirstúku (hypothalamus)
- Hitanemar staðsettir í húð, mænu, heila og miðlægum djúpvefjum
- Senda boð um hitabreytingar

46
Q

Hverjar eru orsakir hypothermiu?

A

Hitalækkun oft byrjuð áður en sjúkl kemur á skurðstofu
- sjúklingur fáklæddur
- Fasta; hægir á efnaskiptum
- Forlyfjagjöf; útlægð æðavíkkun og slæving á hitastjórnstöð líkamans
- Skurðstofu umhverfið; lágur skurðstofu hiti 21°til að hindra örveruvöxt og fyrir skurðstofufólk í miklum búnaði
- Skurðsár; opið og óvarið í köldu umhverfi
- Sótthreinsivökvar; kaldir við stofuhita

47
Q

Hvernig hafa svæfingalyf áhrif á hitatap sjúklinga?

A
  • 2-4°hitamismunur milli kjarna og útlima (æðar í útlimum samandregnari)
  • Við eðlilegar aðstæður er hitamunur milli kjarna og útlima viðhaldið með útlægum æðasamdrætti
  • það verður víkkun á æðum og dreifing á hita frá innri líffærum til útlægra vefja og húðar
  • Lækkar kjarnhita um 1-1,5°á fyrstu klst svæfingar
  • Svæfingagös letja hitastjórnstöð líkamans
  • Svæfingalyf (Diprivan) –> æðaútvíkkun –> aukið blóðflæði til húðar –> hitatap um húð
  • Vöðvaslakandi lyf minnka skjálftaviðbrögð
  • Verkjalyf hafa letjandi áhrif á efnaskiptahraða líkamans
48
Q

Hvernig hafa mænu- og utanbastdeyfingar áhrif á hitastjórnun líkamans?

A

Sympatísk blokk á æðum fyrir neðan deyfingarstað –> æðaútvíkkun –> hitatap um húð, hitanemar í húð óvirkir

49
Q

Hverjar eru afleiðingar hitalækkunar?

A
  • Sjúklingur upplifir skjálfta og kulda eftir aðgerð
  • Allt að 40-60% sjúkl sem ekki hafa fengið hitameðferð í aðgerð upplifa skjálfta á vöknun
  • Kuldi / skjálfti verri upplifun en að hafa verki eftir aðgerð
  • Eykur verki
  • Gerir vöktun sjúkl erfiða
  • sjúkl geta verið allt í 2klst að ná upp eðlilegum hita
  • Aukin hætta á blæðingu ií aðgerð og eftir aðgerð
  • Blóðflögur hafa minni samloðunarhæfni og storkuferlið tekur lengri tíma. Aukin notkun á blóði og blóðhlutum
  • Breytt verkun svæfingalyfja
    *Aukin verkunartími vöðvaslakandi lyfja (hægir á niðurbroti og útskilnaði þeirra) og svæfingarlyf eru lengur að skiljast út
  • Aukin hætta á sýkingu í skurðsár og seinkun á sárgræðslu vegna æðasamdrátts
  • lækkaður O2 þrýstingur í vefjum, skerðing á starfsemi hvítra blóðkorna. Hætta á legusárum
  • Aukin hætta á hjartaáfalli og sjúklegum einkennum frá hjarta
  • Við skjálfta verður aukin súrefnisþörf í vöðvum
  • Sjúklingar lengur að vakna
    *Lengri dvöl á vöknun -> lengri sjúkrahúsdvöl
50
Q

Hvernig eru hitamælingar í svæfingu ?

A
  • SpotOn hitamælir mælir kjarnhita
  • Vélinda, hitamælir þræddur niður í neðri hluta vélinda
  • Nasopharyngs, hitamælir settur í aðra hvora nösina og þræddur ofan í mjúka góminn
  • Þvagblöðru hitamælir tengdur við þvaglegg
  • Eyrnamælir (hjá sjúklingum í deyfingu)
51
Q

Hverjir eru í áhættuhóp fyrir hitalækkun ?

A
  • Aldraðir (hægari efnaskipti, lækkuð hitamyndun, minni vöðvamassi)
  • Grannir einstaklingar
  • Brunasjúklingar
  • ASA 3 og 4 sjúklingar

Aðrir þættir: lengd aðgerðar

52
Q

Hvernig virkar hitameðferð skurðsjúklinga á skurðstofum?

A
  1. Hitastig á skurðstofu 21°C
  2. Hita skurðarborð með hitablæstri
  3. Einangra húð sjúklings og hylja nekt við hagræðingu á skurðarborði og undirbúning húðar
  4. Hylja höfuð
  5. Hitablástursmeðferð í aðgerð
  6. Heitur vökvi og blóð í blóðhitara
  7. Ef aðgerð áætluð >30mín, hefja hitablástursmeðferð strax eftir innleiðslu svæfingar
  8. Mæla líkamshita og fylgjast með hitabreytingum sjúklings í aðgerð
53
Q

Hver er skilgreiningin á meðvitund í svæfingu (awareness) ?

A

Sjúklingur kemst til meðvitundar í svæfingu í skurðaðgerð og man eftir hluta atburða eða öllu sem gerðist í aðgerðinni.
Mat t.d eftir hljóðum eða samtölum sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð, upplifði verki og tilfinningu um að geta ekki hreyft sig

54
Q

Hver eru helstu einkenni sem sjúklingur upplifir þegar hann er með meðvitund í svæfingu ?

A
  • Hljóð (85-100%); síðasta sem fer er heyrnin og það fyrsta sem kemur
  • Sjónræn skynjun (27-46%)
  • Ótti (78-92%)
  • Hjálparleysi (46%)
  • Smáatriði úr aðgerð (64%)
  • Lömun (60-89%)
  • Sársauki (41%)
55
Q

Hverjar eru afleiðingar eftir að hafa verið með meðvitund í aðgerð?

A

Sálræn einkenni
- reiði, kvíði, þunglyndi og andleg vanlíðan
- Geta fengið PTSD, endurupplifa atburðinn í svefni og vöku
- Svefntrufalnir og martraðir

56
Q

Hversu mikil % af skurðsjúklingum dreymir í svæfingu?

A

1-57% sjúklinga dreymir

57
Q

Hvaða einkenni koma fram ef sjúklingur er að vakna í aðgerð?

A
  • Hækkaður BÞ
  • Hraður púls
  • Sjúklingur hreyfir sig
  • Aukin ÖT
  • Sjúklingur svitnar, táramyndun
58
Q

Hvað er það sem getur hindrað það að það sé tekið eftir því að sjúklingur sé með meðvitund í aðgerð?

A
  • Sjúklingur tengdur svæfingavél
  • Vöðvalamandi lyf (sjúkl getur ekki hreyft sig)
  • Blóðþrýstingslyf - Beta-blokker
59
Q

Hvað er illkynja háhiti (Malignant hyperhermia) ?

A
  • Arfgengur erfðasjúkdómur, þ.e stökkbreyting á RYR1 viðtaka á vöðafrumum sem veldur galla á kalsíum göngum í frymisneti vöðvafruma
  • Sjúklinga sem þola ekki að vera svæfðir með svokölluðum kveikiefnum þ.e Scolin við barkaþræðingu og/eða svæðir með svæfingagösum
  • Kveikiefnin fara inn í vöðvafrumurnar og geta valdið losun kalsíumjóna (Ca2+) sem leiðir til stöðugs samdráttar í vöðvum (Stífleika)
60
Q

Hver eru kveikiefnin ?

A
  • Suxamethonchloride (Scolin)
  • Svæfingagös (Sevofluran og desfluran)
61
Q

Hver er lífeðlismeinafræði Malignant Hyperthermia (MH)

A
  • Eykur efnaskiptahraða
  • Hitamyndun
  • Hraðari hjartsláttar
  • Hækkun á hlutaþrýstingi koltvísýringi (pCO2) sem leiðir til imkillar súrnunar í líkama (acidosa)
  • Eykur kalíumstyrk í blóði
  • Tvöföldun magns af vöðvahvötum kreatínkínasa vegna niðurbrots vöðvafrum a
  • Getur leitt til dauða sjúklings
62
Q

Hver eru klínísk einkenni og merki sem koma fram í svæfingu ?

A
  • Óskýrð hröð hækkun á etCO2 á mónitor
  • Óskýrður hraður hjartsláttur >150 slög/mín
  • Hjartsláttatruflanir
  • Stífleiki í kjálka og vöðvastífleiki
  • HItahækkun (2-6°á klst) í allt að 42°C
63
Q

Hver er meðferð við MH ?

A

Ef kemur upp við innleiðslu:
- Skrúfa fyrir svæfingagös
- Ef bráðaaðgerð: halda áram með svæfingalyfjum sem eru ekki kveikefni MH
- Fylgjast með einkennum MH -> gefa Ryanodex í æð
- það eykur bindingu kalsíumjóna í vöðvafrumum (stöðvar framvindu einkenna)
- Ef ráðlögð aðgerð: Vekja sjúkling, en ef aðgerð byrjuð, halda áram með lyfjum sem eru ekki kveikiefni MH
- Innlögn á GG í 24 klst
- Ryanodex pn
- Mælt með sýnatöku til greiningar MH

64
Q

Hvernig er greining áhættueinstaklinga fyrir MH ?

A
  • þeir sem hafa þennan galla eru alla jafna heilbrigðir og verða ekki varir við hann fyrr en þeir fara í svæfingu
  • MH erfist ríkjandi, þ.e 50% líkur á að börn jákvæðára foreldra erfi sjúkóminn
  • Mikilvægt er að rannsaka fjölskyldumeðlimi grunaðra
  • Ómögulegt að greina einstaklinga ef engin fjölskyldusaga

Tíðni: 1/50.000-100.000 svæfinga

65
Q

Hvert er algengi ógleði og uppkasta eftir svæfingu / aðgerð

A

Um 30% hjá skurðsjúklingum

66
Q

Í einstaka tilfellum getur ógleði og uppköst eftir svæfingu / aðgerð (PONV) haft alvarlegar afleiðingar

A
  • Vanlíðan
  • Ásvelging
  • Vökvatap og elektrólýta truflanir
  • Hætta á að skurðsvæði opnist
  • Lengri sjúkrahúsdvöl
67
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir PONV
- Tengt sjúkling:

A
  • KVK
  • Saga um PONV eða ferðaveiki
  • Væntanleg notkun ópíóða eftir aðgerð
  • Reykleysi
68
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir PONV
- Tengt svæfingu

A
  • Ópíóðar
  • Svæfingalyf
  • Postop ópíóðar
  • Lágþrýstingur
69
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir PONV
- Tengt skurðaðgerð

A

Tegund aðgerðar:
- kvensjúkdóma
- HNE aðgerðir
- Kviðsjáraðgerðir
- Lengd aðgerðar

70
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir PONV
- Aðrir þættir

A
  • Loft í maga
  • Hreyfing (flutningur sjúkl)
  • Löng fasta
  • Magasonda
71
Q

Hvaðan er uppsöluviðbragðinu stýrt?

A

Uppsöluviðbragðinu er stýrt af uppsölumiðstöðinni (vomiting center) í heilastofni

72
Q

Fjöldi mismunandi viðtaka er í vomiting center og fær taugaboð frá…?

A
  • Efnaviðtakakveikjusvæðinu (Chemoreceptor trigger zone - CTZ); Nemur efni í blóði sem valda uppköstum, fjöldi mismunandi viðtaka (opioid, serotonin), dópamín (D2), HIstamín (H1) og Neurokinin 1 (NK1)
  • Vestibular kerfið: jafnvægiskerfið, framkallar ógleði af völdum hreyfingar (ferðaveiki)
  • MTK: lykt, hljóð og sjón
  • Meltingarvegi: (í gegnum vagus taug), aukið þan í görnum, eiturefni, aðgerð á þörmum
  • Hjarta- og æðakerfi: Lágþrýstingur, hjartaáfall

ÞEGAR EH AF ÞESSUM TAUGABRAUTUM VIRKJAST, FRAMKALLAR ÞAÐ ÓGLEÐI OG/EÐA UPPKÖST

73
Q

Hver er meðferð við ógleði / uppköstum ?

A

FJöllyfjameðferð

  1. Við innleiðslu svæfingar
    - Dexamethazone (Barksterar) dregur úr ógleði og uppköstum eftir aðgerðir
    - Dópamín 2 viðtaka hemlar (Haldol og Dridol)
  2. Í lok svæfingar
    - Ondansetron (serotonin 5-hydroxytryptamine (5-HT) viðtaka hemlar, hindra virkjun 5-HT3 viðtaka
  3. Á vöknun
    - Metoclopramide (Afipran)(D2 antagonist) og önnur lyf

Önnur meðferð: Nálstungu meðferð fyrir eða eftir aðgerð, Ilmmeðferð etir aðgerð, vökvagjöf

74
Q

HVaða skal gefa fólki sem er með fyrri sögu um PONV (Post op nausea and vomiting)

A

Gefa Aprepitant p.o / Emend i.v (Neurokin 1 viðtaka hemlar) þarf að gefa 3 klst preop

75
Q

Hverjar eru orsakir PONV ?

A
  • Erfiðleikar við barkaþræðingu eða ísetningu á kokmaska
  • Of stór barkarenna / kokmaski
  • Barkaspegill
  • Léleg festing á barkarennu
  • Lega
76
Q

Hver er meðferð við PONV ?

A
  • Velja stærð á barkarennu og kokmaska við hæfi
  • Setja barkarennu / kokmaska varlega niður
  • Festa barkarennu vel og gæta að í snúningi sjúklings á skurðarborði
77
Q
A