Krossaspurningar Flashcards

1
Q

Hvaða hitameðferð er árangursríkust til að viðhalda líkamshita hjá sjúklingum í svæfingu í skurðaðgerð

a) Hitablástursmeðferð
b) Gefa heitan vökva
c) Hafa heitt á skurðstofu
d) Setja hitapoka á sjúkling
e) Hitað innöndunarloft

A

a) Hitablástursmeðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hiti fyrstu dagana eftir kviðarholsaðgerð er yfirleitt vegna samfalls á lungnablöðrum. Hvað er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að gera í þeim aðstæðum.

a) Stilla verki
b) Setja sjúklinginn á rúmlegu með klósettleyfi
c) Hvetja sjúklinginn til að gera öndunaræfingar reglulega
d) Sýna þolinmæði því ástandið getur tekið nokkra daga að ganga yfir
e) Svör a og c eru bæði rétt

A

e) Svör a og c eru bæði rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga er röng?

a) Meginmarkmiðið í verkjameðferð er að veita góða verkjastillingu án þess að sjúklingur fái miklar aukaverkanir.
b) Sjúklingar með mikla verki þurfa alltaf stærri skammta af verkjalyfjum.
c) Fjölþætt verkjameðferð getur stuðlað að færri aukaverkunum.
d) Athyglisdreifing getur dregið úr verkjum.
e) Hita- og kuldameðferð á húð getur valdið skaða.

A

b) SJúklingar með mikla verki þurfa alltaf stærri skammta af verkjalyfum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Fjóla er 28 ára gömul kona sem undanfarna mánuði hefur fengið síendurteknar þvagfærasýkingar og liggur núna inni á deild vegna hita, slappleika, verkja og tíðra þvagláta. Rannsóknir sem hún hefur farið í hafa ekki sýnt neina sjúkdóma sem auka líkur á sýkingu sem þessari. Hún spyr hjúkrunarfræðinginn hvort eitthvað sé hægt að gera til að draga úr líkunum á því að fá slíkar sýkingar í framtíðinni. Hann svarar því til að:

a) Mikilvægt sé að taka inn bólgueyðandi verkjalyf strax og einkenni koma fram
b) Konum hafi reynst vel að kasta af sér þvagi strax eftir samfarir
c) Mikilvægt sé að takmarka vökvainntekt við 1000 ml. á sólarhring
d) Mikilvægt sé að pissa reglulega og passa að halda ekki í sér þvag

i. b, c og d er rétt
ii. b og d er rétt
iii. c og d er rétt
iv. Allt rétt

A

ii. b og d er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Flýtibatameðferð er oft veitt þegar fólk fer í ristilaðgerðir. Hver eftirfarandi fullyrðinga um flýtibatameðferð er RÖNG:

a) Sjúklingurinn á að drekka kolvetnisdrykk 2 klst. fyrir aðgerðina
b) Í aðgerðinni er gefið takmarkað magn af vökva
c) Reynt er að komast hjá því að nota utanbastdeyfingu (epidúral) í þessum aðgerðum og eftir þær, vegna blóðþrýstingslækkandi áhrifa
d) Minni líkur eru á þarmalömun þegar þessi meðferð er veitt
e) Mikil áhersla er lögð á hreyfingu strax eftir aðgerðina

A

c) Reynt er að komast hjá því að nota utanbastdeyfingu (epidúral) í þessum aðgerðum og eftir þær, vegna blóðþrýstingslækkandi áhrifa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Jóhann er 32 ára og er að koma í (elektiva) val aðgerð vegna mikilla æðahnúta á báðum fótum, hann er að öðru leiti heilsuhraustur. Við komu til innskriftar og undirbúnings vegna aðgerðarinnar kemur í ljós að blóðþrýstingur Jóhanns er 150/95 og hann er 120kg að þyngd. Jóhann er kvíðinn og vill ekkert vita af aðgerðinni. Svæfingarlæknir ráðleggur mænurótardeyfingu (spinal deyfing) en Jóhann er tregur til vill frekar svæfingu. Hvaða skýring svæfingalæknisins er líklegust að vera rétt?

a) Þá verður hann vakandi og kynnist því sem fram fer og að ekkert er að óttast.
b) Vegna líkamsþyngdar Jóhanns er æskilegra að hann fái mænurótardeyfingu það dregur úr líkum á legusáramyndun vegna legunnar á skurðarborðinu.
c) Mænurótardeyfing gefur góða verkjastillingu í neðri hluta líkamans og hefur ekki áhrif á öndun.
d) Þó að Jóhann upplifi sig tímabundið lamaðann, er minni blæðingarhætta vegna lækkunar á blóðþrýstingi sem er æskilegt vegna blóðþrýstingsins sem mælist við komu; 150/95.

A

c) Mænurótardeyfing gefur góða verkjastillingu í neðri hluta líkamans og hefur ekki áhrif á öndun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvert eftirtalinna atriða ber vott um árangursríka fræðslu fyrir aðgerð? Sjúklingurinn:

a) Sefur alla nóttina fyrir aðgerðina
b) Er í góðu vökvajafnvægi, tekur jafnmikið inn og hann útskilur
c) Beitir rétt öndunar-, hósta- og fótaæfingum
d) Sýnir engin einkenni sýkingar

A

c) Beitir rétt öndunar-, hósta- og fótaæfingum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Takið afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga

a) Nám er að mestu leyti fólgið í því að afla sér upplýsinga
b) Samkvæmt siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga veitist hjúkrunarfræðingum erfitt að stuðla að því að skjólstæðingur geti tekið upplýsta ákvörðun.

i. a og b er rétt
ii. a og b er rangt
iii. a er rétt, b er rangt
iv. a er rangt, b er rétt

A

ii. a og b er rangt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Takið afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga

a) Sjúklingar eru yfirleitt móttækilegir fyrir fræðslu á 1. stigi bráðra veikinda
b) Sjúklingar eru sjaldnast móttækilegir fyrir fræðslu á afneitunarstigi langvinnra veikinda

i. a og b er rétt
ii. a og b er rangt
iii. a er rétt, b er rangt
iv. a er rangt, b er rétt

A

iv. a er rangt, b er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Takið afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga

a) Ytri stjórnrót (locus of control) er talin efla fúsleika til náms
b) Ýmsar rannsóknir sýna að fræðsla fyrir aðgerð hefur tiltölulega lítil áhrif

i. a og b er rétt
ii. a og b er rangt
iii. a er rétt, b er rangt
iv. a er rangt, b er rétt

A

ii. a og b er rangt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Ef sjúklingur er á blóðþynningu þurfa að líða a.m.k. 8 klst. frá síðustu lyfjagjöf þar til epidúral leggur er fjarlægður:

a) rétt
b) rangt

A

b) rangt - 10-12 kslt eftir síðustu gjöf (Klexane og fragmin)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Öndunarslæving hjá sjúklingi eftir gjöf morfíns er sjaldgæf:

a) Rétt
b) Rangt

A

rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Ákjósanlegt er að gefa sjúklingi, sem er með verki, bólgueyðandi gigtarlyf (BEYGLur, NSAIDs) ef hann er með skerta nýrnastarfsemi:

a) rétt
b) rangt

A

b) rangt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Að ráðast á verki eftir mörgum verkunarleiðum er dæmi um svokallaða multimodal analgesíu. Að öllu jöfnu er óþarfi að nota slíka meðferð við verkjum eftir skurðaðgerðir:

a) rétt
b) rangt

A

b) rangt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Parasetamól er prostaglandín hemill í miðtaugakerfi og hefur ekki áhrif á blóðstorknun:

a) rétt
b) rangt

A

a) rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Glúmur er 82 ára gamall og er á fyrsta degi eftir aðgerð á meltingarvegi vegna krabbameins (tekinn var hluti af maga og duodenum). Eftir skurðaðgerðina er Glúmur með magaslöngu. Tilgangur magaslöngu eftir slíka aðgerð er að:

a) Gefa vökva og næringu
b) Minnka framleiðslu á magasafa
c) Minnka þan á görnum og maga
d) Minnka hungurtilfinningu
e) a og d

A

c) Minnka þan á görnum og maga

17
Q

Sylvía er 25 ára gömul kona sem undanfarna mánuði hefur fengið síendurteknar þvagfærasýkingar og liggur núna inni á deild vegna hita, slappleika, verkja og tíðra þvagláta. Rannsóknir sem hún hefur farið í hafa ekki sýnt neina sjúkdóma sem auka líkur á sýkingu sem þessari. Hún spyr hjúkrunarfræðinginn hvort eitthvað sé hægt að gera til að draga úr líkunum á því að fá slíkar sýkingar í framtíðinni. Hann svarar því til að:

a) Mikilvægt sé að hún taki inn bólgueyðandi verkjalyf strax og einkenni koma fram.
b) Konum hafi reynst vel að kasta af sér þvagi strax eftir samfarir.
c) Mikilvægt sé að takmarka vökvainntekt við 1000 ml. á sólarhring.
d) Gott sé að pissa reglulega og passa að halda ekki í sér þvagi.
e) Inntaka trönuberjasafa /hylkja geti minnkað líkur á endurtekinni sýkingu.
f) Liðir b, d og e eru allir réttir.

A

f) Liðir b, d og e eru allir réttir.

18
Q

Jón er 31 árs og er að fara í aðgerð þar sem sett verður stóma (sigmoid colostomy). Hann er mjög kvíðinn fyrir aðgerðina. Fyrir aðgerð þá:

a) Útskýrir þú nákvæmlega með myndum, hvað gert verður í aðgerðinni.
b) Útskýrir þú fyrir honum að aðgerðin hafi engin áhrif á kyngetu eða kynvirkni, hinsvegar sé ráðlagt að forðast íþróttir sem reyni mjög á kviðvöðva.
c) Segir þú honum að ekki verði mögulegt fyrir hann að nota “tappa” í stómað því hægðirnar verði þunnfljótandi.
d) Útskýrir þú lauslega hvað aðgerðin felur í sér, en einbeitir þér frekar að því að kenna Jóni djúpöndun og slökunaræfingar.
e) Allt ofantalið er rétt.

A

d) Útskýrir þú lauslega hvað aðgerðin felur í sér, en einbeitir þér frekar að því að kenna Jóni djúpöndun og slökunaræfingar.

19
Q

Jón fer í aðgerð sem gengur vel. Eftirlit hjúkrunarfræðings með stómanu felur í sér að:

a) Tilkynna skurðlækni strax ef bjúgur kemur í stómað, því skurðurinn gæti rifnað.
b) Láta stómað eiga sig þar til hægðir fara að koma í pokann á ca. 3. degi eftir aðgerð.
c) Skola stómað daglega þar til hægðir fara að koma.
d) Fylgjast reglulega með stómanu m.t.t. roða, bjúgs og virkni.
e) Einungis a, b og c er rétt
f) Einungis a, b og d er rétt.

A

d) Fylgjast reglulega með stómanu m.t.t. roða, bjúgs og virkni.

20
Q

Hvað heitir ferlið sem byrjar þegar sjúklingur er fluttur að skurðaðgerðarstofunni og lýkur þegar sjúklingur er flutter á vöknun?

a) Hjúkrun fyrir aðgerð (preoperative)
b) Hjúkrun eftir aðgerð (postoperative)
c) Hjúkrun í aðgerð (intraoperative)
d) Hjúkrun í flutningi (transoperative)

A

Hjúkrun í aðgerð (intraoperative)

21
Q

Eftir aðgerð á nefi er mikilvægt að:

a) Hafa sjúkling útafliggjandi, meðhöndla verki og fylgjast með einkennum um blæðingar.
b) Láta sjúkling vera í hálfsitjandi stöðu, fylgjast með einkennum um bráðarugl og fylgjast með einkennum um blæðingar.
c) Láta sjúkling vera í hálfsitjandi stöðu, meðhöndla verki, fylgjast með einkennum um blæðingar og fræða sjúklinginn.
d) Allt ofantalið

A

c) Láta sjúkling vera í hálfsitjandi stöðu, meðhöndla verki, fylgjast með einkennum um blæðingar og fræða sjúklinginn.

22
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um einkenni bráðaóráðs?

a) Koma fram skömmu eftir aðgerð og vara í nokkrar klst. og að hámarki einn sólarhring
b) Koma fram skömmu eftir aðgerð og geta varað frá nokkrum klukkustundum upp í marga daga
c) Hugsanir sjúklingsins verða ruglingslegar en málfar skýrt og þannig leynir óráðið á sér
d) Athyglisbrestur er megineinkenni óráðsins og kemur fram í skertri getu til að halda athygli og beina henni að mismunandi áreitum í umhverfinu.

A

b) Koma fram skömmu eftir aðgerð og geta varað frá nokkrum klukkustundum upp í marga daga

23
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga um aukaverkanir verkjalyfja er rétt?

a) Væg og bólgueyðandi verkjalyf valda ekki alvarlegum aukaverkunum
b) Hægðatregða af völdum ópíóíða hverfur yfirleitt innan nokkurra daga
c) Öndunarslæving kemur fram áður en meðvitund skerðist
d) Þvagteppa við gjöf ópíoíða kemur einungis fram hjá körlum
e) Magablæðing af völdum bólgueyðandi verkjalyfja getur komið fyrirvaralaust

A

e) Magablæðing af völdum bólgueyðandi verkjalyfja getur komið fyrirvaralaust