Hjúkrun sjúklinga eftir brjóstholsaðgerð Flashcards
Hvaða aðgerðir eru gerðar á hjarta?
- Kransæðahjáveituaðgerð / CABG
- Aðgerð á hjartalokum / AVR/ MVR
- Aðgerð á ósæð
- Æxli á hjartavöðva
- Aðgerð vegna hjartagalla
Hvernig er undirbúningur fyrir hjartaaðgerð?
- Rannsóknir:Lungnamynd, EKG, öndunarpróf (spirometria), blóðprufa, þvagprufa, hjartaómun
- Upplýsingasöfnun: meta áhættuþætti
- Fræðsla: kvíðastilling, húðundirbúningur, klórhexidínsturta, rakstur, fasta, nýta biðtímann til uppbygingar sjúkl - líkamleg og andlega
Hvernig er aðgerðardagurinn skref fyrir skref?
- Klórhexidínsturta nr 2, pre op drykkir, lyf
- Mæta kl 07 á dagdeild 13D
- Skurðstofa kl 08, settur þvagleggur, CVK, æðaleggir of l
- Aðgerð hefst kl 09, lokið upp úr hádegi
- Flyst sofandi í öndunarvél frá skurðstofu inn á gjörgæslu, vakinn síðdegis
- Kemur á legudeild daginn eftir aðgerð: dren, súrefni, þvagleggur, iv vökvagjöf, gangráðsvírar, 1-2 stór skurðsár, telemetria
Hvað varðandi hjarta- og blóðrás þarf að skoða vel fyrir, á meðan og eftir aðgerð
- BÞ: mæla í hvíld, fyrir / eftir hreyfingu og bera saman. Mikilvægt að sé innan marka - of hár BÞ getur leitt til blæðingar í skurði, eykur líka súrefnisþörf vöðvans sem er viðkvæmur atm
- Púls, telemtería, external PM
- Blæðing í dren: Minna en 100ml/klst fyrstu 2 post op tímana, svo ca 500ml fyrsta sólarhringinn
- Cardiac tamponade
- Hiti á útlimum, háræðafylling
- Blóðþynning
- Hjartalyf skv verkferli: þarf stundum að skoða lyf sem sjúkl var á fyrir aðgerð
- SKoða blóðprfuru (kalíum og hemoglobin)
- Skoða NEWS: skoða fyrri mælingar, mikilvægar fyrstu daga eftir aðgerð
Hvað er Cardiac tamponade og hver eru einkenni?
þá fyllist gollurhús af vökva eftir aðgerð, þrýstir hjartanu saman og er lífshótandi
Einkenni:
- Minnkuð hjartahljóð
- Tachycardia
- Lágur bþ
- Paradoxic púls
- Minnkaður púlsþrýstingur, þandar hálsæðar
Hver er algengasti fylgikvilli eftir hjartaaðgerð?
Atrial fibrillation (Afib)
- minnkar fyllingu vinstra höfuðs sem hefur áhrif á cardiac output
Hverjar eru orsakir Afib eftir hjartaaðgerð?
Skaði á vöðvann eða leiðslukerfið við aðgerðina, getur verið bjúgur við skurðsvæðið, getur verið áhrif fra svæfingu eða hjarta- og lungnavél eða truflun á elektrólýtum eins og Kalíum lágþrýstingur, hypovolume eða súrefnisskortur. Sumir finna mikið fyrir þessu: falla í mettun, kaldsvitna og mikil vanlíðan
Hverju þarf að fylgjast með varðandi öndun eftir hjartaaðgerð?
- Meta öndun s.s tíðni, dýpt, takt, notkun hjálparvöðva
- Uppgangur,hóstahvatning
- Öndunaræfingar (voldyne, peep) á klst fresti, styðja við bringu með kodda á meðan, þetta er kennt fyrir aðgerð og flýtir fyrir losun og virkni lungna
- Legubreytingar og hreyfing
- Verkjameðferð: grunnur að góðri öndun
- Vökvainntekt: þynnir slím og uppgang, passa samt ef fólk gæti hjartabilast
- Mæla súrefnismettun og gefa súrefni
- Fylgjast líka með hita fyrstu daganaþví að slím getur safnast fyrir og valdið hita, ef ekkert gert –> lungnabólga
Hverjir geta veirð fylgikvillar frá lungum eftir hjartaaðgerð ?
KUNNA
- Atelectasar
- Obstruction
- Lungnabólga (alltaf hluti af fólki sem fær): hiti, slímsöfnun, hósti, verkur, andþyngsli
- Blóðtappi í lungum: akút versknun, hröð öt, lág O2 mettun, verkir, köfnunartilfinning (rétt blóðþynning post op skiptir máli)
- Fleiðruvökvi: þungt að anda, verri mettun. Þarf stundum að setja inn brjóstholsdren
Hvað er Atelectasar?
Samfall á lungnablöðrum, oft vegna slímptappa eða grunnrar öndunar. Best að fyrirbyggja með öndunaræfingu, hóstatækni, djúpöndun, hreyfingu.
Einkenni: grunn öndun, hröð öndun, blámi, hitavella, seinni part/á kvöldin
Hvað er Obstruction?
Þrengingar í loftvgum, oft fyrri saga um astma / COPD. Hagræða, gefa loftúða.
Einkenni: wheeszing í útöndun, lengd útöndun.
- Gott að gefa friðarpípu !
Hvernig eru verkir meðhöndlaðir eftir hjartaaðgerðir?
Grunnmeðferð eftir þessar aðgerðir: Paracetamól og langvarandi morfínlyf (Targin), paracetamól notað eftir útskrift
- Gefa verkjalyf reglulega og bæta við ef þarf: fyrir hreyfingu ,fyrir öndunaræfingaar, fyrir drentöku.
- Hóstabelit
Hvernig er hugsað um skurðsárið á bringu ?
Plástur er hafður í 6 daga eftir aðgerð, skurður oft að fullu gróinn þegar plásturinn er tekinn og því lítil sýkingarhætta.
- sýking 2,5%, alvarlegt ástand: endar oft í sárasugu og margra vikna sýklalyfjameðferð
Hvenær er skurður á fæti tengt hjartaaðgerðum ?
SKurður á fæti / fótum ef kransæðaaðgerð
- Skurður getur verið frá ökkla –> hné (stundum nára)
- sýking er nokkuð algeng 23,1%
- oft bjúgsöfnun (teygjusokkar!)
Hversu lengi á að láta umbúðir á fótum vera?
Óhreyfðar umbúðir í 48klst, skipt eftir það á hverjum degi
Hvernig er fylgst með vökvajafnvægi hjá sjúkl sem fara í hjartaaðgerð?
- Vökvasöfnun
- Elektrólítatruflanir
- Truflanir á vökva- og saltbúskap:
- vigta daglega, þar til fyrri þyngd er náð
- Meta vökvainntekt, iv /p.os vökvi
- Meta bjúg (þvagræsilyf)
- Na, K, Krea - fylgjast daglega með blóðprufum
Hver geta einkenni frá meltingarfærum verið eftir hjartaaðgerð?
- Næring minni en líkamsþörf: lystarleysi algengt, bjóða næringadrykki
- Ógleði: lyf (ef langavarndi ógleði), umhverfi
- Hægðatregða: (fylgir oft verkjalyfjagjöf, hreyfingaleysi og svæfingu) vökvainntekt, trefjar, hreyfing, lyf
Afhverju þarf að meta taugakerfi eftir hjartaaðgerð?
- 20-30% fólks sem fer í hjartaaðgerð fer í óráð (aðallega aldraðir)
- Óráð (bráðarugl, hætta á bráðarugli): beryting á athygli, meðvitund, tali, hreyfingum, hegðun, hugsun, skynjun. Nýjar breytingar, sveiflast yfir sólarhringinn
- Breyting á meðvitund: AVPU sjáöldur, kraftar
Hvernig undirbúum við útskrift fyrir þennan sjúklingahóp?
- Fræðsla fyrir heimferð, byrjar í upphafi ferlis
- Símaeftirfylgd
- Endurhæfing
- Endurkoma
- Heimahjúkrun, þrif, hjálpartæki ( við sækjum um ef þarf)
- Fólk má ekki keyra bíl í 6 vikur
- Segja fólki að því verði fylgt etir og geta alltaf haft samband (öryggi)
Hvaða aðgerðir eru gerðar á lungum?
- Thoracotomia
- Blaðnám (lobectomia)
- Lungnabrottnám
- Fleigsurður
- Brjóstholsspeglun
- Miðmætisspeglun
- Drenísetning v. loftbrjóst / fleiðruvökva
Hvernig er undirbúningur fyrir lungnaaðgerð
- Rannsóknir: lungnamynd, tölvusneiðmynd, öndunarpróf, blóðprufur, þvagprufa
- Upplýsingasöfnun: meta áhættuþætti
- Fræðsla
- Kvíðastilling
- Húðundirbúningur, sturta, rakstur
- Fasta
Hvernig er hjúkrun eftir lungnaaðgerð?
- Koma á deild að kvöldi aðgerðadags
- Brjóstholsdren- blæðing, vökvi, loftleki
- Súrefnisgjöf
- Verkjadreypi - utanbastdeyfing (stærri aðgerðir)
- þvagleggur ef stærri aðgerð, IV vökvi
- Telemetria fyrstu nóttina
- Meta LM a.m.k 1x á vakt
Hvernig skal meðhöndla verki eftir lungnaaðgerð?
- Utanbastdeyfing - BFA eftir stærri aðgerðir
- Verkjalyf p.os, paratabs, bólgueyðandi, ópíóðar
- Bakstrar
- Nudd
- Staðbundin deyfing
- Töluverð hætta á langvinnum verkjum
Hversu lengi eru umbúðir á sári eftir lungnaaðgerð?
Umbúðir yfir skurði í 6 daga ef stór aðgerð
- oft bjúgur og bólga krinum skurðsvæði
Hvenær hefst endurhæfing hjá sjúkl sem fer í lungnaaðgerð?
- Endurhæfing hafin strax að kvöldi aðgerðadags
- þrek og úthald temprað: ganga eftir getu, axlaræfingar, endurhæfingaráætlun (daglegt plan hvað má / á að gera)
Hverjar eru ástæður fyrir uppsetningu brjóstholsdrens?
- Pneumothorax / loftbrjóst
- Hemothorax / blóð í fleiðru
- Vökvasöfnun í fleiðru
- Empyema / gröftur í fleiðru
- Lungnasjúkdómar
- Aðgerð á brjóstholi
- Cardiac tamponade
- Áverkar
Hvert er hlutverk brjóstholsdrena?
- Fjarlægja vökva og loft úr fleiðrubili
- Skapa aðstæður svo að lungað getur þanist út aðnýju og koma aftur á þeim neikvæða þrýstingi sem á að vera í fleiðrubilinu
- Að fyrirbyggja að það loft eða sá vökvi sem er í fleiðrunni safnist saman og felli lungað saman
- Skolun / innhelling
Hvernig er hjúkrun sjúkl með brjóstholsdren?
- Mega fara í sturtu, vatnsheldar umbúðir og poki yfir kassa
- Fylgjast daglega með umbúðum og skipta ef þörf er á: drengat oft aumt ef dren er lengi (Xylocain)
- Íhuga skolun í samráði við lækni ef vessi er þykkur (pus eða blóð)
- LM mælingar, meta ÖT, takt og mettun.
- Verkjastilling, gera ráð fyrir verkjum
- Öndunaræfingar, djúpöndun og hreyfing
- Festa slöngu vel við sjúkl
- Hagræðing með koddum
- Tæma reglulega með slöngunum, ekki mjólka
- Ekki klemma fyrir dren þegar sjúkl er fluttur á milil staða /WC/ rtg
- Meta í hvert skipti hvort megi aftengja sjúkl við vegg við flutning