Hjúkrun eftir aðgerð á brjóstum Flashcards
Hver er meðalaldur kvenna við greiningu ?
- en karla?
- 62 ára hjá kvk
- 71 hjá kk
Hversu mikið (%) skýrist af argengum genabreytingum ?
< 10%
Hver er aðalmeðferðin við brjóstakrabbameini?
SKurðaðgerð en sumar þurfa líka geilsameðferð, lyfjameðferð og/eða andhormónameðferð, fer eftir teg og dreifingu sjúkdóms
Hvernig eru brjóstakrabbamein greind?
Sýni tekið til greiningar
- kona endurinnkölluð úr hópleit
- Hnútur þreifast (beiðni frá heilsugæslulækni)
–> sýnataka
Hvert er markmið brjóstamiðstöðvarinnar?
- Veita heildræna þjónustu með öflugri teymisvinnu fyrir einstaklinga með sjúkdóma í brjóstum
- Samþætta og stuðla að samfellu í þjónustu og auka þannig öryggi sjúkl
- Auðvelda aðgengi einstaklinga með sjúkdóma í brjóstum að þjónustu
Hvaða aðgerðir eru til vegna brjóstakrabbameins?
- Fleygskurður: er gerður þegar fjarlægja á forstigsbreytingar eða krabbamein í brjósti
- Brjóstnám: allt brjóst tekið
- Aðgerð á holhandareitlum: varðveitilstaka (Fremstu eitlar teknir til að taka stöðuna á holhöndinni) og holhandarhreinsun (ef þekkt meinvörp í holhönd)
Brjóstnám skiptist í 3 flokka, hverjir eru þeir?
- Engin uppbygging
- Tafarlaus uppbygging: stundum hægt að byggja upp brjóstið aftur, stundum gert í sömu aðgerð
- Síðbúin uppbygging: gert seinna (1 ár þarf að líða frá geislameðferð)
Hvernig virkar fleygskurður ?
- Minnsta inngripið
- Dagaðgerð eða 1 nótt á spítala
- Litlir verkir: paratabs og Celebra í nokkra daga
- Geislameðferð í 1 eða 3 vikur (hefst 6-8 vikum eftir aðgerð)
- Sér oftast lítið á brjóstinu
- Stundum gerður fleygskurður með minnkunartækni og heilbrigða brjóstið minnkað til samræmis
- Eftirlit hjá brjóstaskurðlækni ca 2 vikum eftir aðgerð
- Eftirlit hjá hjúkrunarfræðingi eftir þörfum
- Frá vinnu í 3 vikur
Hvernig virkar brjóstnám?
- Brjóst alveg tekið
- 1 nótt á spítala
- Stundum dren (max 10d)
- Yfirleitt ekki þörf á sterkum verkjalyfjum, Paratabs og Celebra í ca viku
- Eftirlit: hjúkrunafr brjóstamiðstöðvar ca 7 dögum eftir aðgerð og brjóstskurðlæknir 2-3 vikum eftir aðgerð
- Frá vinnu í 3-4 vikur
- Sílíkonbrjóst í brjóstarhaldara
Hvernig virkar púða uppygging?
- Tafarlaus eða síðbúin
- Tveggja þrepa algengust:
- Byrja með vefjaþenjara sem síðar er skipt út fyrir púða
- Geislameðfeðr er frábending
Hvernig virkar uppbygging brjósta með engum vef?
- Síðbúin
- Flipi tekinn af kviði (eða baki)
Hverjir eru kostir við uppbyggingu brjósta?
- 2 brjóst !
- Meiri lífsgæði ?
- Losnar við að nota gervibrjóst í brjóstarhaldara
- Brjóstaskora (Fleygin föt)
- Symmetría
- Öruggari með útlit, t.d í sundi
Hverjir eru ,,gallar’’ við uppbyggingu brjósta?
- uppbyggingarferlið tekur tíma
- Meiri hætta á fylgikvillum (snemmbúnum og síðbúnum)
- Kalt brjóst og tilfinningalítið
- Munur á brjóstum
- Tekur tíma að kynnast nýju brjósti
- Lengri aðgerð og lengri lega
- Fleiri aðgerðir
Hverjar eru frábendingar fyrir uppbyggingu brjósta?
- Reykingar (skert blóðflæði)
- Líkamsþyngdarstuðull >31-32 (meiri hætta á aukaverkunum)
- Margir undirliggjandi sjúkdómar og/eða verkjavandamál
- Geislameðferð fyrirhuguð
- Mikill sjúkdómur og ýmsar meðferðir framundan
–> gera frekar síðbúna uppbyggingu
Hverjir eru mögulegir fylgikvillar brjóstaaðgerða?
- því stærri aðgerð, því meiri líkur á fylgikvillum
- Sýking, blæðing, verkir
- Drep í húð (skert blóðflæði) (púðauppbyggingar)
- Mögulegir, síbúnir fylgikvillar púðauppbygginga: verkir, púði snýst, rof á púða