Hjúkrun sjúklinga á skurðstofu Flashcards
Hverjar eru helstu breytingar á skurðaðgerðum (nýtækni)?
- Í auknu mæli farið að gera flóknari aðgerðir þannig að þær eru minna inngrip fyrir sjúklinginn (t.d TAVI)
- Robot skurðaðgerðir
- Transplantaðgerðir
- Svæfingalyf hafa þróast (minni ógleði, uppköst eftir aðgerð, betri verkjalyfjameðferð)
Ákvörðun um aðgerð byggist á… ?
- Að staðfesta sjúkdómsgreiningu: Biopsy, exploratory laparotomy eða laparoscopy
- Lækna: fjarlægja tumor eða bólgin botnlanga
- Viðgerð: kviðslit, græða sár
- Endurbygging eða lýtaaðgerð: brjóstaðgerðir, andlitslyfting
- Endurhæfinga aðgerðir: liðskipti aðgerðir t.d hjá sjúkl með osteoarthritis
Hvað er AORN hugtakalíkanið ? - umönnun
- Fyrstu 3 þættirnir endurspegla hugtök sem tengjast viðfangsefnum skurðhjúkrunar og eru hjúkrunagreiningar, meðferðir og útkoma sjúklings
- Fjórði þátturinn tengist heilbrigðiskerfinu
- Líkanið er notað til að endurspegla sambnd hjúkrunar og bestu mögulegu útkomu sjúklinga
Hvert er hlutverk aðgerðahjúkrunafræðings?
- Undirbúningur á skurðstofu fyrir skurðaðgerðir - tiltekt f. aðgerðir
- Aðstoð við aðgerðir
- Ber ábyrgð á að viðhalda aðgerðarsvæðinu dauðhreinsuðu - sterilu
- Öryggisþættir á skurðstofu, talning, notkun tækja
- Frágangur e. aðgerðir - lok aðgerða öryggisatriði
- Þrif áhalda og dauðhreinsun á áhöldum
Hvað þarf upplýst samþykki að innihalda (fyrir skipulagaða aðgerð) ?
Skal vera skriflegt
Á að innihalda:
- Útskýringu á aðgerð og áhættu
- Lýsingu á ávinningi og valkostum
- Bjóða upp á að spyrja spurninga um aðgerðina
- Gera sjúkl grein fyrir að hann getur hætt við aðgerðina
- Sjúkl upplýstur um mögulegar breytingar sem getur þurft að gera á hefðbundinni aðgerð s.s opna úr speglunaraðgerð
- Hjúkrunafr tryggir að samþykkisblað sé undirritað áður en sjúkl fær forlyfjagjöf fyrir aðgerð og það fylgi honum á skurðstofu
Hvað er Perioperative tímabil?
- Tímabilið fyrir aðgerð (preoperative phase): Frá því aðgerð er ákveðin og þar til sjúklingur er fluttur á skurðstofu
- Tímabilið í aðgerð (Intraoperative phase): Frá þí sjúklingur er fluttur á skurðstofu þar til honum er skilað á vöknun PACU (pst anesthesia care unit)
- Tímabilið eftir aðgerð (Postoperative phase): Frá því að sjúklingur kemur á vöknun til útskriftar eða loka eftirlits
Tegund aðgerðar kemur fram í endingu á aðgerðarnafni
> -ectomy: líffæri eða kirtill fjarlægð
-rraphy: fært til betri vegar (skeytt saman)
-ostomy: opna út á yfirborð (Stoma)
-plasty: endurgera, byggja upp vef aftur
-scopy: speglun, skoða að innan, kanna
Hvernig minnkum við skurðsárasýkingar?
-Stjórn á umhverfi - umferðastjórnun
> Opið svæði (Unrestricted Zone)
> Hálf opið svæði
> Lokað svæði
- Smitgát
- Dauðhreinsun verkfæra
- Steril vinnubrögð
Hvaða sýkingar eru næstalgengastar á sjúkrahúsum hjá sjúklingum ?
SKurðsárasýkingar
- Af þeim 27millj. einstaklinga sem fara í skurðaðgerð fá um 500þús sýkingar og 40-60% þeirra hefði mátt koma í veg fyrir
- Um 100þús (af þessum 500þús) geta átt hættu á að deyja vegna beinna eða óbeinna áhrifa þessara sýkinga
Skilgreiningar:
- Dauðhreinsað svæði
- Sótthreinsun húðar sjúklings
- Dauðhreinsað svæði: það svæði sem er undirbúið fyrir aðgerð með verkfærum, lökum
- Sótthreinsun húðar sjúklings: skurðsvæði, eins sótthreinsað og hægt er
Skilgreiningar:
- Asepsis
- Aseptísk tækni
- Sterilt
- Asepsis: það að vera laus við örverur sem valda sýkingu/ sýklun
- Aseptísk tækni: Vinnubrögð sem byggja á þekkingu og grundvallarreglum sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir mengun af örverum (viðhalda asepsis)
- Sterilt: laust við örverur = dauðhreinsað
Hvað er smitgát?
- þær aðferðir sem notaðar eru til þess að koma í veg fyrir sýkingar og hindra útbreiðslu þeirra jafnt hjá sjúklingum sem og starfsmönnum
- þekkja smitleiðir
- þrif og hreinlæti í vinnubrögðum og umhverfi
- Allir ábyrgir
Hverjar eru helstu sótthreinsunaraðferðir skurðstofu?
- Gufa undir þrýstingi, hiti 134°-120°: algegnast í notkun (autoclavar)
- Ethylene oxide gas, vörur viðkvæmar fyrir hita: langur geymslutími, t.d hanskar
- Plasma, gas lágt hitastig
- Gluteraldehyde vökvar, fiberspeglunartæki, maga-ristil ofl
- Sérhannaðar þvottavélar
Hver er tilgangur grundvallarvarúðar og hvað nær hún yfir?
- Er ætlað að draga úr smithættu frá þekktum og óþekktum smituppsprettum innan spítala
- Grundvallarvarúð nær yfir:
> Blóð
> Alla líkamsvessa (nema sviti) og hægðir, hvort sem þeir innihalda sýnilegt blóð eða ekki
> Húð sem ekki er heil
> slímhúðir
Grundvallarleiðbeiningar Asepsis vinnubrögð á skurðstofu
- Allt sem er á dauðhreinsaða svæðinu verður að vera dauðhreinsað
- Sloppar eru dauðhreinsaðir að framan frá brjósthæð að mjöðmum
- Steril lök eru notuð til að útbúa steril svæði
- Eingöngu borðplötur dúkaðar dauðhreinsuðum lökum eru steril ekki það sem hangir niður
- Hreyfingar teymis í aðgerð er frá sterilu til sterils eingöngu
Grundvallarleiðbeiningar - Aseptísk vinnubrögð
- Lágmarkshreyfing í 30cm fjarlægð frá dauðhreinsuðu svæði
- Ef brot verða á dauðhreinsuðu svæði er litið á það sem mengað
- Fylgjast þarf vel með öllu sterila svæðinu - ef grunur leikur á um að eh hlutur sér ósteríll á að líta á hann sem ósterilan
- Opna sterila hluti eins nálægt þeim tíma sem á að nota hann
Sloppar skurðaðgerðarfólks
- hvað er dauðhreinsað og hvað er ekki dauðhreinsað?
- Sloppur er dauðhreinsaður að framn frá brjóstum niður að borðhæð
- Ermar eru dauðhreinsaðar 5cm ofan við olnboga og niður að stroffi
- Ekki dauðhreinsa: hálsmál, axlir, undir höndum
Hvaða þættir hafa áhrif á útkomu sjúklings eftir skurðaðgerð?
- Handþvottur
- Handsótthreinsun fyrir skurðaðgerðir
- Fatnaður og dúkar sem vörn
- Undirbúningur sjúklings
- Viðhalda dauðhreinsuðu svæði
- Örugg skurðtækni
- Viðhada öruggu umhverfi í skurðaðgerð
Hvað skal athuga þegar sterilar umbúðir eru opnaðar fyrir aðgerð?
- Skoða hvort umbúðir eru heilar
- Skoða fyrningartíma
- Opna borð þannig að aðgerðarhjúkrunafræðingur geti tekið við hlut / áhaldi án þess að innra byrði mengist
Hvað skal hafa í huga þegar húðarsótthreinsun fyrir skurðaðgerð er gerð?
- Hvort sjúklingur hefur ofnæmi fyrir efninu
- Að efnið sé breiðverkandi
- Að efnið hafi ekki eiturverkun
- Efnið hafi áframhaldandi verkun á húðinni
- Nái að þorna á húðinni
Hvaða efni eru notuð til sótthreinsunar á húð ?
- klorhexidine 4%: Hibiscrub sápa, Klorhexidín spritt (litað eða ólitað)
- Joð: Betadine sápa og spritt, Duraprep
- Sjúkrahússpritt 70%
Hverjir eru kostir Klórhexitínspritts?
- Mjög góð bakteríudrepandi áhrif verkar vel á: gram-neikv, gra-jákg og ágætlega á vírusa
- Verkar hratt
- Lengd virkni góð
- Klórhexidinspritt má EKKI nota á slímhúðir og innra eyra (heyrnaleysi), getur valdið skemmd á glæru (corneal) augans
- Eldfimmt
Hver er tilgangur húðsótthreinsunar?
- Að minnka hættu á skurðsárasýkingu með því að fjarlægja óhreinindi og bakteríuflóru af húð
- Helsta hættan á skurðsýkingu er talin vera mengun í aðgerðinni sjálfri sem er yfirleitt af völdum baktería frá húð sjúklings sjálfs –> góður undirbúningur húðar er því mjög mikilvægur
Hver er almenn regla þess að sótthreinsa húð ?
- Húð sjúklings hrein
- þvegið frá hreinasta svæði til óhreinna
- Byrja á skurðstað og stækka hringinn út frá honum
- Aldrei farið aftur inn á hreinasta svæði með sömu grisju
- Klórhexidínspritt, 2 umferðir og húð þurr á milli og þurr áður en dúkað er
- Athuga að sjúkl liggi ekki í bleytu eftir þvott, brunahætta af spritti og ertandi fyrir húð
Hvernig skal sótthreinsa húð ef sýking í sári / sýktur gangráður?
- Ef sár er til staðar eða opin húð af eh ástæðum s.s sýking þá er endað á því að þvo það svæði jafnvel þó það sé skurðstaður
Afhverju má sjúklingur ekki liggja í bleytu eftir þvott?-
Brunahætta af spritti og ertandi fyrir húð
Hver er ábyrgð hjúkrunafræðinga í kringum skurðsvæði ?
- Allt sem fer inn á dauðhreinsaða svæðið er dauðhreinsað
- Skoða umbúðir (heilar, dauðhreinsun í lagi, ef eh vafi-þá ekki nota)
- Undirbúningur sjúklings
- Eftirlit á stofu meðan á aðgerð stendur
Hvernig er verklag þegar skurðsvæði er sýkt?
- Ef sár er til staðar eða opin húð af eh ástæðum s.s stomía, þá er endað á því að þvo það svæði jafnvel þó það sé skurðstaður
- þvegið síðast við líkamsop
Hverjar eru áhættur legu í skurðaðgerð, hvað hefur áhrif?
þrýstingssáramyndun hefst oft í undirbúningsferlinu
þættir sem hafa áhrif:
- hár aldur, offita, lélegt næringarástand, lömun, aðrir sjúkdómar
- þrýstingur, tog, núningur og raki
- legan sjálf, svæfingin (breyting á háræðablóðflæði)
- tegundir aðgerðar, skurður (tog á vefi)
- Tímalengd aðgerðar > 2,5-3 klst
- lyf og aldur sjúklings
Hvenær koma legusár eftir skurðaðgerð fram?
Kemur yfirleitt fram innan 48klst eftir skurðaðgerð á allt að 3-5 dögum
Hver er algengasta legan fyrir þrýstingssárahættu í skurðaðgerð?
Baklega (á bakinu)
Hverjir eru útsettir líkamspartar fyrir legusári?
- Höfuð
- Axlir
- Olnbogar
- Rass
- Hælar
Mikilvægt að bólstra vel, meta tog á húð. Ef koma legusár eða taugaskaði á skurðstofu er það skráð sem atvik og fari yfir hvernig skal fyrirbyggja að það gerist aftur
Hvernig er hægt að verja sjúkling fyrir skaða í skurðaðgerðum ?
- WHO gátlistinn: ofnæmi, samþykki ofl
- Fara yfir rannsóknarniðurstöður
- Fylgjast með umhverfi í nálægð sjúklings
- Öryggisráðstafanir: öryggisólar, ekki skilja sjúkl eftir einan á skurðborði, passa upp á tæki í nálægð við sjúkl
Hverjir eru öryggisþættir á skurðstofum?
- Talning; mikilvægt, ekki skilja neitt eftir
- Brunar; efnabrunar, sótthreinsunarefni og brennslutæki
- Tæki; fara eftir leiðbeingum, stilla
Talningar
- Hver framkvæmir talningar?
- Hvað á að telja?
- Hvenær á að telja?
Hver framkvæmir:
- Aðgerðar- og umsjónarhjúkrunarfrðæðingur telja saman og eru ábyrgir fyrir talningu
Hvað á að telja?
- Verkfæri, grisjur, oddhvassir hlutir, smáhlutir, aðrir smáir hlutir sem fara á aðgerðarfleti
Hvenær á að telja?
- Fyrir aðgerð skal allt tvítalið og einnig það sem gefið er til viðbótar eftir að aðgerð hefst
- Fyrir lokun á húð skal gerð lokatalning x2
Hvernig er talið og skráð á Landspítala?
- Aðgerðar- og umsjónarhjúkrunarfræðingar tvítelja talningaskylda hluti upphátt:
> Talning skal vera samfelld og órofin. Æskilegt er að sömu einstaklingar telji saman og gefi sér tíma og fulla athygli þegar talið er
> Ekki skal fjarlægja neitt af stofu fyrr en lokatalning hefur farið fram
> Talning skráð í Orbit
> Gæðaskjal um talningar í gæðahandbók Lsh
Hverjir taka á mótti sjúkling á skurðsstofu og hvað skal gert fyrst?
- Svæfingalæknir, svæfinga- og skurðhjúkrunafræðingar
- Gátlitsti: staðfesta nafn og kt sjúkl, undirritað upplýst samþykki, hvaða aðgerð er fyrirhuguð, ofnæmi og WHO gátlisti
Hverjir eru mögulegir fylgikvillar aðgerða?
- Gleymist að tengja / opna fyrir dren
- Grisja / verkfæri gleymist inni í sjúkling
- Verkfæri ekki steril
- Legusár / húðrof
- Hypovolemia
- Truflun á vökva- og elektrólítajafnvæi
- Næringaskortur
- Mjög ungir / mjög gamlir
- Mjög grannir / mjög feitir
- Sýking (Blóðsýking(Sepsis))
- Eitranir
- SJúkdómar í ónæmiskerfi
- Lungnasjúkdómar
- Nýrnasjúkdómar
- þungun
- Hjartasjúkdómar
- Efnaskiptasjúkdómar
- Lifrasjúkdómar
- Geð- og líkamleg fötlun fyrir aðgerð
Hvað er átaksverkefnið SCIP (Surgical Care Improvement Project) ?
Fyrirbygging fylgikvilla aðgerða
- Bendir á leiðir til að draga úr fylgikvillum aðgerða, blóðtappa (Venous thromboembolism - VTE og skurðsárasýkinga sugrical site infection-SSIs)