Líffæraígræðslur - solid organ transplant Flashcards
Hvaða líffæri er hægt að græða í fólk ?
- Nýru
- Hjarta
- Lungu
- Lifur
- Bris
- Þarmar
- Beinmergur
- Langerhans-frumur frá brisi
- Andlit, leg og aðrir líkamspartar
Hvernig er uppvinnsla líffæraþega?
Rannsóknir:
- Einstaklingsbundið og háð ígræðsluaðgerð
- Hæð, þyngd, bþ, púls, blóð- og þvagprufur, útskilnaður nýra, röntgen-rannsóknir, segulómskoðanir, EKG, áreynslupróf, ómskoðanir, hjartaþræðing og etv fleira
Bólusetningar
Viðtöl og skoðun
- ýmsir sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur, sjúkraþjálfi
Mat erlendis fyrir hjarta- og lungnaígræðslur
Hvað getur haft áhrif á það að sjúklingi sé hafnað á líffærabiðlista?
- Nýraígræðsla > skilunarmeðferð stundum betri kostur (aldur, aðrir sjúkdómar)
- Lifrarígræðsla > ef áfengis / fíknivandamál
- Hjartaígræðsla > tímabundið gervihjarta fyrir ígræðslu
- Lungnaígræðsla > ef reykingar
Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðings í uppvinnsluferlinu?
Fræðsla:
- Hvað er ígræðsla
- Hvaða rannsóknir þarf að gera, undirbúningur
- Ávinningur / afleiðingar fyrir gjafa/þega
- Ekki geta allir gefið - ekki geta allir þegið
Stuðningur:
- Ef ekki aðgerð - hvað þá
- Fjölsk með í ferlinu
- Nýragjafar: viltu gefa annað nýrað þitt?
Skipulagning og skráning:
- Skipuleggja rannsóknir
- Bóka tíma hjám ism sérfræðingum
- Halda utan um niðurstöður
Eftirlit
- Fylgja eftir og styðja gjafa / þega og fjölsk á biðtímum
Hvernig er hægt að hvetja fólk sem bíður eftir líffæri (því það getur verið erfitt) ?
- Stunda reglulega líkamsrækt: því hraustari sem þú ert þegar þú ferð í aðgerð því fljótari ertu að ná þér
- Lifa heilsusamlega
- Góð næring skiptir máli
- Reglulegt eftirlit hjá tannlækni: mism lyf geta haft slæm áhrif á tannholdið
- Fara eftir fyrirmælum t.d vegna lyfjatöku og annarrar meðferðar (T.d skilunarmeðferð )
- Mæta reglubundið í eftirlit
Afhverju lifrarpartur frá lifandi gjafa?
- Umhyggja og vilji til að bæta lífsgæði annarra
- Ekki annar gjafi sem passar
- Lífshættulegt ástand sjúkl
- Mjög stórar aðgerðir - hætta á fylgikvillum aðgerðar hjá gjafa
- Á íslandi; einungis foreldrar sem hafa gefið barni sínu part af lifur
Afhverju er betra að fá nýra frá lifandi gjafa?
- Líftími nýrans mögulega lengri
- Ekki alltaf þörf á skilunarmeðferð fyrir aðgerð
- Hægt að skipuleggja aðgerð fram í tímann
- Aðgerðin gerð á Íslandi
- Styttri biðtími
- einstaklingar vilja gefa nýra?
Hverjir geta gefið nýra?
Gerð krafa hér á Ísl að það séu eh tengsl
- Foreldrar
- systkini
- Frændur, frænkur
- Makar
- Vinir
þ.e óskyldir geta alveg gefið (makar, vinir ofl)
Eru allir líffæragjafar?
Já, allir eru skráði líffæragjafar hér á Íslandi
- þarft að skrá ef þú vilt ekki vera gjafi
Hvað getur 1 gjafi bjargað mörgum lífum með líffærum ?
1 gjafi getur bjargað 8 lífum
Hvaða blóðflokkar geta gefið hverjum og fengið frá hverjum?
Blóð- og vefjaflokkar þurfa að passa
ABO - blóðflokkar
- AB getur fengið líffæri frá öllum !
- O getur gefið öllum
- O getur BARA fengið frá O blóðflokki
HLA-vefjaflokkar (nýragjafar/þegar)
HLA sameindunum er skipt í 2 flokka, hvernig eru þeir?
- í flokki 1 eru HLA-A, -B og -C sem finnast á yfirborði allra kyrndra frumna líkamans.
- í flokki 2 eru HLADR, -DQ og -DP sem finnast aðallega á B-eitilfrumum, átfrumum og eiknjörnungum
Hver einstaklingur erfir annað parið af vhverri HLA sameinda samsetningu frá hvoru foreldri. þær HLA sameindir sem skipta mestu máli í virkjun ónæmissvars eru HLA-A, -B og -DR. þessi þriggja sameinda samsetning er borin saman á milli mögulegs gjafa og þega. þannig eru fjórðungs líkur á að alsystkini hafi allar HLA sameindirnar eins. Að sama skapi eru fjórðungslíkur á því að engin HLA sameind sé einef þau erfa sitthvort parið frá hvoru foreldri.
- æskilegt er að reyna að halda mispörun á vefjaflokkum í lágmarki
Er betra eða verra að HLA samsetningar séu líkar ?
Margsinnis hefur verið sýnt fram á að minni líkur er á höfnun græðlings eftir því hve líkari HLA samsetningin er á milli gjafans og þegans
þessvegna betra ef ættingjar gefa ??
Hvað þarf að athuga svo þú getir gefið nýra?
- Almenn heilsa
- Ath þarf bþ, nýrnastarfsemi, hvort merki um hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, gigtarsjúkdóma, aðrir sjúkdómar? líkamsþyngd
- andleg líðan
- aldur skiptir hann máli: yngri en 20 ára /eldri en?
- Kyn skiptir það máli? konur: fyrrihugaðar barneignir?
- Félags- og fjárhagslegar aðstæður > stuðningur fjölsk, stuðningur vinnuveitenda
- Fjárhagslegur stuðningur TR - frá 1.jan 2010 greiða 80% af launum
Hvernig er uppvinsla nýrnagjafa?
- Blóðrannsóknir / þvagrannsóknir
- Röntgenrannsóknir
- Ómskoðun - æðar - nýru - hjarta
- Útskilnaðarhæfni nýrna (e-statin / þvagsöfnun)
- Hjartalínurit / áreynslupróf
Hverjar eru langtíma aukaverkanir hjá nýrnagjöfum ?
Hækkaður bþ
- annað?
Hverjar geta verið aukaverkanir aðgerðar hjá nýrnagjöfum ?
Blæðing, sýking, verkir, blóðtappi, lungnabólga
Hvernig er eftirlit með nýragjafa eftir aðgerð?
Reglubundið eftirlit eftir aðgerð:
- Andleg / líkamleg líðan
- Þvagútskilnaður
- BÞ
- Verkir
- Eftirlit með skurðsári
Síðan árlegt eftirlit
- viðtal og skoðun
- líkamleg líðan
- BÞ
- blóð- og þvagprufur
- andleg líðan
Hvernig er ígræðsluaðgerðin fyrir nýraþega?
- Ef látinn gjafi = erlendis í aðgerð
- Ef lifandi gjafi = aðgerð gerð heima
- ýmist opnar aðgeðrir eða með kviðsjá
- aðgerðir skipulagðar fram í tímann
Hver er áhættan eftir nýraígræðslu?
- Fylgjast vel með LM (BÞ, púls, hiti)
- Blæðing
- Sýking; skurðsár, þvagleggur, æðaleggur
- Verkir> skurðsvæði og aðgerð
- Fylgikvillar rúmlegu; lungnabólga, blóðtappi
- Meltingarstarfsemi
Hver eru einkenni höfnunar á líffæri
- Lifur ?
Hækkuð lifrarensím, eymsli yfir lifur, gula, dökkt þvag, síþreyta, vökvi í kvið, hiti
Hver eru einkenni höfnunar á líffæri
- Nýra ?
Hækkað urea og kreatinin (gætu verið einu einkennin), minnkaður þvagútskilnaður, þyngdaraukning, eymsli yfir nýragræðiling, síþreyta, bjúgur á fótum, hiti
Hver eru einkenni höfnunar á líffæri
- Hjarta ?
Óreglulegur hjartsláttur, hægur eða hraður hjartsláttur, lágþrýstingur, mæði, bjúgur á fótum, þyngdaraukning, síþreyta, hiti
Hver eru einkenni höfnunar á líffæri
- Lungu ?
Mæði, þreyta, hósti með uppgangi, breyting á lit á sputum, breytingar á öndunarprófi, hiti
Hverjar eru algengustu áhættur / kvartanir fyrstu vikur eftir ígræðslu?
- Sýkingar af völdum veira og/eða bakte´ria
- Höfnun á ígræddu líffæri
- Óþægindi frá skurðsvæði
- Áhyggjur og depurð
- Þrekleysi
HElstu sýklar sem geta valdið sýkingum hjá líffæraþegum
skoða glæru 48 - nennti ekki að skrifa þetta
Lyfjameðferð líffæraígræðslu má flokka í 4 flokka, hverjir eru þeir?
- Afnæmingarmeðferð (fyrir ígræðslu): minnka mótefni hjá sjúkl svo hann hafni ekki líffærinu
- Innleiðingarmeðferð (við ígræðsluaðgerð): Gert hjá þeim sem eru með bráða höfnun og hjá þeim sem eru með skerta nýrnastarfsemi
- Viðhaldsmeðferð (Eftir ígræðslu) : Helst strax, fer eftir þörfum sjúkl og metið í blóðprufum
- Höfnunarmeðferð: Hversu alvarleg er höfnunin?
Hvert er markmið lyfjameðferðarinnar?
Koma í veg fyrir höfnun, vegna HLA vefjaflokkasameinda (e. human leukocyte antigen)
- Líkaminn virkjar T-eitilfrumurnar sem útrýma nýjum mótefnavökum - lyfin hamla þetta
- Viðhaldsmeðferð á ónæmisbælandi lyfjum er nauðsynleg allt lífið hjá líffæraþegum
Hverjir þurfa ekki ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir ígræðslu?
Eineggja tvíburar eru undantekning
Hver er algengasta lyfjameðferðin?
Þriggja lyfja blanda sem samanstendur af:
- Tacrolimus (kalsíneurín hindra); veitir vörn gegn höfnun líffæris
- Mycophenolate mofetil (frumubælandi lyf); hefur andefnaskipta virkni
- Prednisone (barksteri); hafa sterk bólgueyðandi áhrif, en veikari ónæmisbælandi áhrif. Hindra myndun á flestum þekktum frumuboðefnum og ýmsum firborðssameindum sem gegna hlutverki í ónæmiskerfinu
stundum er einnig notað Cyclosporin (kalseneurín hindri ) eða Sirolimus / evrolímus
Hvaða aukaverkanir geta komið útaf Tacrolimus?
blóðfituhækkun, háþrýstingur, sykursýki og meltingarfæravandamál
Hvaða aukaverkanir geta komið útaf Cyclosporin?
blóðfituhækkun, háþrýstingi, ofvexti tannholds, hægðatregðu, ofloðnu (e. hirsutism) og nýrnaskemmdum
Hvaða aukaverkanir geta komið útaf Mýkófenólat?
Getur valdið lækkun HBK
Hverjar geta verið aukaverkanir Barkstera (Prednisólón) ?
Langtímanotkun barkstera getur valdið hvimleiðum aukaverkunum á borð við þyngdaraukningu, sykursýki, beinþynningu og háþrýstingi
Hvað er Azatíoprín (Imuran, Imurel) og hverjar geta verið aukaverkanir?
Ónæmisbælingaráhrifin eru fremur ósértæk, en virka á T- og B-eitilfrumur
Aukaverkanir: beinmergsbæling, brisbólga og lifrarbólga
Hvað gerir Sírólímus (rapamýcin)?
Hindrar virkni T og B-eitilfrumna
Hvað gerir Everólímus (Certican) ?
Sírólímus afleiða sem er einnig mTOR hindrI. Hindrar eitilfrumumyndun
Hvernig er meðferð höfnunar á líffæri?
Fyrst eru sterar gefnir. Þeir eru gefnir í æð eða í töfluformi (3-5 á dag eftir líffæri) Ef þetta virkar ekki er öflugra ónæmisbælandi lyf gefið í æð sem dreypi eða með sprautu (ca 1 v). Við meðferð á höfnun bælist ónæmiskerfið meira og sýkingarhætta eykst
Hverjar eru helstu aukaverkanir lyfjameðferðar almennt?
- Sýkingar; bakteríur og/eða veirur vegna ónæmisbælingar
- Breytingar á blóðhag
- Hafnanir; huga vel að skammtastærðum lyfja
- Hækkaður BÞ
- Krabbamein
- Beinþynning
- Hjartasjúkdómar / hækkaðar blóðfitur
- Sykursýki
- Nýrnabilun
- Andleg og líkamleg vanliðan
Hvernig er fræðsla eftir ígræðslu
- Ónæmisbælandi lyfjameðferð - allt lífið
- Meðferðarheldni nauðsynleg
- Þekkja aukaverkanir lyfja
- Þekkja einkenni höfnunar
- Mæta í reglubundið eftirlit - allt lífið
- Sálfræðilegir þættir og stuðningur - ekki gleyma fjölsk
- Atvinnuþátttaka - ekki geta allir unnið
- Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu nauðsyn
Hvað skal forðast eftir ígræðslu?
- Hrátt kjöt/ fisk / hrá egg / ógerilsneydda vöru
- smitsjúkdóma, flensu
- mannfagnaði fyrstu 3 mánuðina
- Sólböð, nota sterka sólarvörn
- Náttúrulyf, hómópata-remidíur
- ís úr ísvél, opna matarbari, hlaðborð
- lifandi bóluefni