Líffæraígræðslur - solid organ transplant Flashcards
Hvaða líffæri er hægt að græða í fólk ?
- Nýru
- Hjarta
- Lungu
- Lifur
- Bris
- Þarmar
- Beinmergur
- Langerhans-frumur frá brisi
- Andlit, leg og aðrir líkamspartar
Hvernig er uppvinnsla líffæraþega?
Rannsóknir:
- Einstaklingsbundið og háð ígræðsluaðgerð
- Hæð, þyngd, bþ, púls, blóð- og þvagprufur, útskilnaður nýra, röntgen-rannsóknir, segulómskoðanir, EKG, áreynslupróf, ómskoðanir, hjartaþræðing og etv fleira
Bólusetningar
Viðtöl og skoðun
- ýmsir sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur, sjúkraþjálfi
Mat erlendis fyrir hjarta- og lungnaígræðslur
Hvað getur haft áhrif á það að sjúklingi sé hafnað á líffærabiðlista?
- Nýraígræðsla > skilunarmeðferð stundum betri kostur (aldur, aðrir sjúkdómar)
- Lifrarígræðsla > ef áfengis / fíknivandamál
- Hjartaígræðsla > tímabundið gervihjarta fyrir ígræðslu
- Lungnaígræðsla > ef reykingar
Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðings í uppvinnsluferlinu?
Fræðsla:
- Hvað er ígræðsla
- Hvaða rannsóknir þarf að gera, undirbúningur
- Ávinningur / afleiðingar fyrir gjafa/þega
- Ekki geta allir gefið - ekki geta allir þegið
Stuðningur:
- Ef ekki aðgerð - hvað þá
- Fjölsk með í ferlinu
- Nýragjafar: viltu gefa annað nýrað þitt?
Skipulagning og skráning:
- Skipuleggja rannsóknir
- Bóka tíma hjám ism sérfræðingum
- Halda utan um niðurstöður
Eftirlit
- Fylgja eftir og styðja gjafa / þega og fjölsk á biðtímum
Hvernig er hægt að hvetja fólk sem bíður eftir líffæri (því það getur verið erfitt) ?
- Stunda reglulega líkamsrækt: því hraustari sem þú ert þegar þú ferð í aðgerð því fljótari ertu að ná þér
- Lifa heilsusamlega
- Góð næring skiptir máli
- Reglulegt eftirlit hjá tannlækni: mism lyf geta haft slæm áhrif á tannholdið
- Fara eftir fyrirmælum t.d vegna lyfjatöku og annarrar meðferðar (T.d skilunarmeðferð )
- Mæta reglubundið í eftirlit
Afhverju lifrarpartur frá lifandi gjafa?
- Umhyggja og vilji til að bæta lífsgæði annarra
- Ekki annar gjafi sem passar
- Lífshættulegt ástand sjúkl
- Mjög stórar aðgerðir - hætta á fylgikvillum aðgerðar hjá gjafa
- Á íslandi; einungis foreldrar sem hafa gefið barni sínu part af lifur
Afhverju er betra að fá nýra frá lifandi gjafa?
- Líftími nýrans mögulega lengri
- Ekki alltaf þörf á skilunarmeðferð fyrir aðgerð
- Hægt að skipuleggja aðgerð fram í tímann
- Aðgerðin gerð á Íslandi
- Styttri biðtími
- einstaklingar vilja gefa nýra?
Hverjir geta gefið nýra?
Gerð krafa hér á Ísl að það séu eh tengsl
- Foreldrar
- systkini
- Frændur, frænkur
- Makar
- Vinir
þ.e óskyldir geta alveg gefið (makar, vinir ofl)
Eru allir líffæragjafar?
Já, allir eru skráði líffæragjafar hér á Íslandi
- þarft að skrá ef þú vilt ekki vera gjafi
Hvað getur 1 gjafi bjargað mörgum lífum með líffærum ?
1 gjafi getur bjargað 8 lífum
Hvaða blóðflokkar geta gefið hverjum og fengið frá hverjum?
Blóð- og vefjaflokkar þurfa að passa
ABO - blóðflokkar
- AB getur fengið líffæri frá öllum !
- O getur gefið öllum
- O getur BARA fengið frá O blóðflokki
HLA-vefjaflokkar (nýragjafar/þegar)
HLA sameindunum er skipt í 2 flokka, hvernig eru þeir?
- í flokki 1 eru HLA-A, -B og -C sem finnast á yfirborði allra kyrndra frumna líkamans.
- í flokki 2 eru HLADR, -DQ og -DP sem finnast aðallega á B-eitilfrumum, átfrumum og eiknjörnungum
Hver einstaklingur erfir annað parið af vhverri HLA sameinda samsetningu frá hvoru foreldri. þær HLA sameindir sem skipta mestu máli í virkjun ónæmissvars eru HLA-A, -B og -DR. þessi þriggja sameinda samsetning er borin saman á milli mögulegs gjafa og þega. þannig eru fjórðungs líkur á að alsystkini hafi allar HLA sameindirnar eins. Að sama skapi eru fjórðungslíkur á því að engin HLA sameind sé einef þau erfa sitthvort parið frá hvoru foreldri.
- æskilegt er að reyna að halda mispörun á vefjaflokkum í lágmarki
Er betra eða verra að HLA samsetningar séu líkar ?
Margsinnis hefur verið sýnt fram á að minni líkur er á höfnun græðlings eftir því hve líkari HLA samsetningin er á milli gjafans og þegans
þessvegna betra ef ættingjar gefa ??
Hvað þarf að athuga svo þú getir gefið nýra?
- Almenn heilsa
- Ath þarf bþ, nýrnastarfsemi, hvort merki um hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, gigtarsjúkdóma, aðrir sjúkdómar? líkamsþyngd
- andleg líðan
- aldur skiptir hann máli: yngri en 20 ára /eldri en?
- Kyn skiptir það máli? konur: fyrrihugaðar barneignir?
- Félags- og fjárhagslegar aðstæður > stuðningur fjölsk, stuðningur vinnuveitenda
- Fjárhagslegur stuðningur TR - frá 1.jan 2010 greiða 80% af launum
Hvernig er uppvinsla nýrnagjafa?
- Blóðrannsóknir / þvagrannsóknir
- Röntgenrannsóknir
- Ómskoðun - æðar - nýru - hjarta
- Útskilnaðarhæfni nýrna (e-statin / þvagsöfnun)
- Hjartalínurit / áreynslupróf
Hverjar eru langtíma aukaverkanir hjá nýrnagjöfum ?
Hækkaður bþ
- annað?