Hjúkrun sjúklinga eftir bæklunaraðgerð Flashcards
Hvað er Hematopoiesis ?
Framleiðsla RBK í merg ákv beina
Hvað er Mineral homeostasis?
uþb 99% af kalki er geymt í beinum, önnur steinefni í beinum eru fosföt, carbonat og magnesium
Hvenær er beinmassi sem mestur hjá okkur?
Um 35 ára aldur
Hvernig er ferli beingróaanda?
- Hematoma: bein er æðaríkur vefur, mar verður við brotastað og ,,límir’’ beinenda saman
- Fibroblastar mæta og mynda fibrin strúktur (fibrin meshwork)
- Osteoblastar styrkja fibrin vefinn, æðanýmyndun verður og procallus myndast (collagen, kalk ofl)
- Callus: nýtt bein er myndað
- Remodelling: nýja beinið er ,,fínpússað’’
- Osteclastar fjarlægja dautt bein
Hverjir eru letjandi þættir beingróanda?
- Beinendar ná ekki saman
- Mikil bólga
- Beintap
- Spelkun ekki nægjanleg - hreyfnig á broti
- Sýking
- Drep i´beini
- Blóðleysi (anemia)
- Efnaskipta og innkirtlasjúkdómar
- Lélegt næringarástand (kalk, d-vít, protein)
- Lyfjanotkun (t.d sterar, NSAID lyf - draga úr beingróanda)
Hver er helsta ábending fyrir liðskiptaaðgerð í mjöðm og hné?
Slit í liðnum, verkir og hreyfiskerðing
- Brjóskið í liðnum þynnist og eyðist, ef ekkert er að gert verður að lokum bein í bein. Liðpokinn bólgnar og vökvi í liðnum eykst með þeim afleiðngum að liðurinn þykknar. Bein nýmyndun verður og bein þykknar
Afhverju er hætta á liðhlaupi í mjöðm eftir liðskiptaaðgerð?
Mjúkvefir sem halda við mjaðmaliðinn eru laskaðir eftir aðgerðina og hætta er á að kúlan fari úr skálinni við ákv hreyfingar
- Hættan minnkar eftir ca 3 mánuði en aðgát þarf áfram við ákv hreyfingar alla ævi
- Kippt í liðinn í slævingu, stundum skurðstouf
- Stundum er fótur settur í gifs frá ökkla upp á læri til að hindra hreyfingu
- stundum spelka í sama tilgangi
Hver eru einkenni liðhlaups?
- Miklir verkir
- Fótur styttur og innroteraður, geta ekki notað fótinn
Hverjar eru hreyfitakmarkanir eftir liðskipti í mjöðm ?
Fyrstu 3 mán:
- Ekki innrotera aðgerðarfæti
- Ekki beygja meira en 90°í mjöðm
- Ekki krossleggja fætur
- Sjúkl útskrifast með hjálpartæki (sessu í stól, upphækkun á wc, gripstöng og sokkaífæru)
Afhverju eru settir gerviliðir í hné?
- Slit í lið, verkir og hreyfiskerðing
- Ofþyngd, áverki
Hvað er hryggspenging og afh er það gert?
- Hryggjaliðir festir saman til að hinra hreyfingu
- Eftir hryggsúlubrot
- Til verkjastillingar
- Til ,,stabiliseringar’’
- Aftari vs fremri spenging
- Sérstök fyrirmæli við hreyfingu
- Verkjastilling
Hvað er Osteotomia og afh er það gert?
- TIl að rétta stöðu beins
- (hallux valgus, hjólbeinóttur)
- Fleygur tekinn úr beini og beinið sett í rétta stöðu
- Stundum þarf að nota ytri festingu að auki
Hvernig er meðferð beinbrota?
- Skurðaðgerð vs hefðbundin (gifs þar sem ekki er skorið)
- Blóðug / óblóðug rétting; brot rétt af og sett í gifs
- ORIF (opin rétting, innri festing): skurðaðgerð m íhlutum
- Innri festingar (plötur, skrúfur, naglar og vírar)
- Ytri festingar (ex fix): festingar utanvert (tímabundið)
- Gerviliðir
- Gifs eða spelkur
- Tog, strekkur
Hverjar eru helstu ástæður fyrir mjaðmabroti?
Beinþynning og hrumleiki
- Lágorkuáverki, fall á jafnsléttu
Hvernig eru klínísk einkenni mjaðmabrota?
Fótur styttur og útróteraður
Hver er áhættuhópur mjaðmabrota?
Meðalaldur er 83-84 ár, 3 konur á móti hverjum karli
- oft talsverð sjúkdómsbyrgði fyrir, dánartíðni há, hærri hjá kk en kvk
Hvernig gerast beinþynningarbrot?
- Lágorkuáverki
- Fall á jafnsléttu
- Stundum þarf ekki fall til
- Sama fólkið kemur aftur með annað brot
- Samfallsbrot á hrygg (geta haft mikil áhrif á lífsgæði)
- Mjaðmabrot (há dánartíðni)
- Úlniðsbrot (oft fyrsta brot)
- Upphandleggsbrot
Hvað er beinþynning?
- þögull sjúkdómur
- Konur eftir tíðarhvörf, hormónatengt
- Minnkaður beinmassi
- Bein verða gisin og stökk
- Oft lélegt hald í beini og erfiðar viðgerðir
Hverjir eru þekktir áhættuþættir beinþynningar?
- Kyn, aldur og erfðir
- Næring, undirþyngd, hreyfingarleysi
- Reykingar og áfengisneysla
- Fyrrum beinbrot
- Ofstarfsemi í skjaldkirtils
- Liðagigt
- Drefðir illkynja sjúkdómar í beinagrind eða langvinnir meltingar- eða lifrarsjúkdómar
- Sykursterar
- Flogaveikilyf
- Ofskömmtun á skjaldkirtilshomónum
Hvað er Sarcopenia?
Minnkaður vöðvamasi
- eykur líkur á beinþynningu og byltum
Hvað er Sarcopenia obesity?
Skiptum út vöðvamassa fyrir fytuvef
Hver er fyrirbygging / meðferð við Sarcopenia (minnkaður vöðvamassi) ?
- Líkamsþjálfun !
- Nærng með áherslu á proteininntekt
- D-vítamín
Hvernig er Sarcopenia greint?
- Lítill vöðvamassi ásamt lélegri vöðvavirkni, lítill vöðvastyrkur. Dxa > staðalfrávik
- skert virkni t.d ganga eða hreyfa sig hægt
- Gönguhraði < 0,8 m/s
- Skertur gripstyrkur í höndum. Karlar <30kg og konur <20kg
- ýmis próf til
- Tengist beinþynningu
- Eykur byltur og brotahættu
Hvað er hrumleiki (frailty) ?
Heilkenni þar sem sarcopenia er undirliggjandi þáttur og einstaklingur hefur að auki a.m.k 3 af þessum þáttum: óviljandi þyngdartap, magnleysi, þreyta, hæggengi og minnkuð líkamleg virkni.
Hrumir einstaklingar eru í aukinni hættu á byltum, að þurfa sjúkrahúsinnlögn, minnkandi hreyfi- og sjálfsbjargargetu, að verða stofnanabundnir og deyja
Hver er meðferðin við hrumleika?
- Líkamsþjálfun
- Orku og proteinbætt fæði
- D-vítamín
- Minnka fjöllyfjanotkun
Hvernig er byltuhringurinn?
Fólk dettur –> hrædd um að detta aftur –> hættir að hreyfa sig –> minnkaður vöðvamassi –> ójafnvægi í göngulagi –> aukin hætta á byltu
Hverjar eru 3 tegundir mjaðmabrota?
- Lærleggsbrot (collum fracture)
- Brot á lærleggshnútu (pertrochancter fracture)
- Brot undir lærleggshnútu (subtrochanter fracture)
Hvernig er Garden flokkun 1-4?
- Garden 1-2: Ótilfærð brot sem oft hægt er að festa með einföldum nöglum
- Garden 3-4: Tilfærð brot þar sem blóðflæði er líkas ttil skert inní kúluna og hætta á drepi í beini
Hver er ábending fyrir gervilið ?
Ef blóðflæði inn í collum er í hættu og fyrirsé að drep verði í kúlu (garden 3-4)
Hvað er gert ef brot á lærleggshálsi er ekki eða lítið tilfært (garden 1-2)?
Þá eru settir Hanson naglar upp í kúluna. Gert er ráð fyrir því að blóðflæði sé óskert og kúlan því lífvænleg. Lítið skurðsár og oftast má sjúkl stíga í fót með fullu ástigi eða ástigi að sársaukamörkum
Hvað er DHS negling (dynamic hip screw) og hvenær er það notað?
DHS negling er algeng festing á brot á lærleggshnútu. Hún leyfir samþjöppun á beini og er oft mun sársaukafyllri en gerviliðsaðgerð. Stundum brotna vöðvafestur (trochanter) sem valda enn meiri verkjum. Mikilvægt að hafa í huga hjá þessum hópi. Ef festan er léleg í beini eru stundum fyrirmæli um létt ástig eða tylliástig. Í alvarlegri brotum er oft notaður mergnagli (Gamma)
Hvenær er mergnagli (gammanagli) notaður?
Notaður til að festa brot undir lærleggshnútu (subtrochanterbrot) og stundum pertrochanterbrot. Ath að hér eru skurðsárin 2-3. Ýmist fullt ástig eða tylliástig
Hvernig er ökklabrot meðhöndlað?
- Blóðug eða óblóðug rétting
- Oft meðhöndlað einungis með gifsi ef tekst að rétta af
- Stundum aðgerð í svæfingu ef fólk er óstöðugt í liðnum og illa brotið.
- Gifs / gifsspelka + hækjur
- Algengt að fólk sé án ástigs í aðgerðarfót í 6-8 vikur
Til lagfæringar á beinbrotum getur þurft að nota ….?
Beingraft
- þegar notaður er eigin vefur sjúkl er algengt að taka beingraft frá crista iliaca.
- þá eru skurðsárin fleiri
- talsverðir verkir geta fylgt beintökunni
- Heilbrigð bein sem eru fjarlægð í aðgerð s.s mjaðmakúlur eru settar í beinabanka
Hverjir eru helstu þættir í hjúkrun sjúkl fyrir aðgerð?
- Prehabilitaion, notum tíma til að undirbúa sjúkl sem best
- Fræðsla um áverka, aðgerð, endurhæfing..
- Næring og fasta (sjúkl má borða og drekka þar til..)
- Vökvajafnvægi (inntekt og útskilnaður, blæðing)
- Þrýstingssáravarnir - Hamur
- Óráðsvarnir
- Verkjastilling
- Hagræðing
- Náið eftirlit með ástandi
- Rannsóknir
- Undirbúnigur fyrir skurðaðgerð, gátlisti skurðstofu
Hverjir eru oft fylgikvillar aðgerðar?
- Liðhlaup (mjaðmir)
- Blæðing
- Ógleði og uppköst
- Truflun á svefni
- Bráðarugl
- Blóðtappi
- Þvagfærasýking
- Þvagtregða
- Lungnabólga
- Sárasýkingar
- Bráður nýrnaskaði
- Aðrir fylgikvillar rúmlegu
Hvernig eru verkir meðhöndlaðir?
- Hreyfing og hagræðing mikilvæg í verkjastillingu
- Föst verkjalyf eru gefin 4x/sól
- 06 lyfjagjöfin er hugsðu til þess að sjúkl byrji daginn vel verkjastilltir og geti tekið fullan þátt í endurhæfingu
- Morfin og Ketogan í æð eða undir húð í bráðafasa strax eftir aðgerð
- Parasetamól og ópíóðar kjörlyf
- Algengt að gefa Parkodín/ Parkodin forte, oxycontin og parasetamól eða Tramol og Parasetamól. Gabapentin við taugaverkjum
- Oxycontin og Oxynorm. Targin
- LIA deyfileggir í hné, staðdeyfing eftir liðskiptaaðgerð
- Flest bólgueyðandi lyf talin óæskileg, Celebra ggefið eftir gerviliðaaðgerðir nema ef sérstakar frábendingar
- Stundum kælin en hiti ekki æskilegur á ný brot
Hver eru einkenni þvagfærasýkingar og hvernig er hægt að fyribyggja?
- Einkenni: hiti, slappleiki, illa lyktandi þvag, jafnvel rugl hjá öldruðum
- Fjarlægja þvagleggi um leið og hægt er, fylgjast með þvaglátum, óma res þvag ef grunur um tregðu. ónæmar bakteríur í umferð
Hver eru einkenni lungabólgu og hvernig er hægt að fyrirbyggja?
- Einkenni: hiti, slappleiki, mæði, lækkandi mettun ofl
- Þekktur fylgikvilli rúmlegu.
- öndunaræfingar, hreyfing, sitja, forðast ásvelgingu
Hver eru einkenni sárasýkingar og hvernig er hægt að fyrirbyggja?
- EInkenni: hiti, roði, þroti, vessi, auknir verkir ofl
- Djúp sýking í skurðsári kemur ekki fram strax.
- Meðhöndla vessandi / blæðandi skurðsár með aðgát, gefa sýklalyf um munn ef viðvarandi. Opin beinbrot meðhöndlast strax með sýklalyfjum í æð - óhrein sár
Hvernig og afh er eftirlit með þvaglátum eftir aðgerð ?
- stundum er þvagtregða eftir aðgerð, fylgikvilli deyfingar
- Tappað af sjúkl með einnota legg ef ekki gengur að pissa, má gera 2x áður en settur leggur
- Settur ef sjúkl þarf að bíða brotinn eftir aðgerð og erfitt er að hreyfa hann
- Leggur fjarlægður daginn eftir aðgerð eins fljótt og hægt er
- Sjúkli má ganga á wc og mikilvægt er að muna að hafa uppphækkun á wc því ekki má beygja meira en 90°í mjöðm ef gerviliður í mjöðm !
Hvort er meiri blæðingarhætt hjá sjúkl sem fer í liðskipti á mjöðm eða hné?
Mjöðm
Hvernig og afh er eftirlit með blæðingu eftir aðgerð?
- Sérstök aðgát hjá sjúkl sem koma akut inn og eru á blóðþynningarlyfjum
- Blóð haft tilbúið í húsi fyrir stærri aðgerði
- Blóðgjöf eftir þörfum
- Hemoglobin stixað á vöknun
- Blprf daginn eftir aðgerð ef blæðir meira en 500ml
- Stundum er settur keri við skurðsár sem er yfirleitt tekinn daginn eftir
- Öll blæðing (aðgerð, keri, umbúðir) metin og skrá
- Meta einkenni anemiu
- Gefa vökva
- Eigum við að gefa járn eða blóð?
Hvenær vitum við að það gæti verið hætta á skertri starfsemi úttauga- /æðakerfis ?
- Fölvi (pallor)
- Blámi (cyanosis)
- Seinkuð háræðafylling
- Bjúgur
- Kaldur vefur / húð köld viðkomu
- Sjúkl getur ekki hrefyt líkamshluta distalt við áverkann eða gips; lömun
- Verkur minnkar ekki þrátt fyrir hækkun á líkamshluta (hálega), verkjalyf eða breytta líkamsstöðu / hagræðing
- sjúkl kvartar um aukna eða minnkaða skynjun eða dofa/náladofa í líkamshluta distalt við áverka eða undir gipsi
- púls minnkaður eða finnst ekki
- Muna compartment syndrome
Hverjir eru mögulegir og hættulegir fylgikvillar beinbrota og bæklunaraðgera?
- Óráð
- Bráður nýrnaskaði
- Sýking í beini
- Fiturek (þegar stór bein brotna)
- Blóðtappi í djúpum bláæðum (DVT)
- Lungnablóðrek
- þrengslaheilkenni (compartment syndrome)
- Blöðrur
Afhverju er bráður nýrnaskaði tengt aðgerð áhættuþáttur og hvernig er hægt að fyrirbyggja?
- Sjúkl oft þurr við komu, löng fasta, ónóg vökvainntekt
- Lágþrýstur í aðgerð
- Blóðþurrð í nýrum sem veldur skaða
- Getur komið bráð nýrnabilun ofan í króníska
- Fylgjast með vökvajafnvægi og útsklinaði: oliguria, anuria
- Blóðprufur, lítil hækkun á gildum getur bent til skaða og að bregðast þurfi við
- Fyrirbyggja með því að vökva sjúkl vel og fylgjast með bþ
- Meðhöndlun fyrst og fremst vökvagjöf og eftirlit
Hver eru einkenni sýkingar í beini ?
Verkir, þroti, bólga, vessi, hiti
- kemur oftast fram á innan við 4 vikum eftir áverka
Fiturek / fituembolia getur haft áhrif á ?
Getur haft útbreidd áhrif á lungu, taugakerfi, blóðrásarkerfi
- dánartíðni 10%
Hvernig er fiturek / fituembolia greint?
Greint af einkennum og meðferð er meðhöndlun einkenna
Hvar er blóðtappi í djúplægri bláæð algengast (DVT)?
í fótum og pelvis
Hvað eykur hættu á DVT?
Reykingar og offita
Hver eru einkenni DVT ?
Verkur í fæti, bólga, roið og hiti
Hvernig er greining á DVT?
Ómun á fæti, meðhöndlað með blóðþynningu
Hver eru einkenni lungnablóðreks?
- Öndunarerfiðleikar
- Brjóstverkur við innöndun
- Breyting á hjartslættti
- Minnkuð súrefnismettun
- Hröð öndun
- Hraður púls
Hvernig er lungnablóðrek greint?
Með sneiðmynd af lungnaslagæðum, meðhöndlað með blóðþynningu
Hvað er þrengslaheilkennið (Compartment syndrome) ?
Himna er utan um vöðvagrúppur í útlimum (facia). Við áverka getur bólga orðið mikil á mjúkvef inni í himnunni. þrýstingur eykst og skaði verður á vef. Drep verður í vöðva ef þrýstingi er ekki aflétt
P-in 5:
- Pain (verkur)
- Parastesia (náladofi)
- Pallor (fölvi)
- Pulselessness (púls finnst ekki)
- Paralysis (lömun)
Oftast greint af einkennum
Hvar myndast blöðrur helst?
Myndast helst þar sem brotið bein liggur grunnt undir húð. Algengast yfir tibia, ökkla og olnboga.
Fylltar glærum vessa eða blóðvökva. Forðast skal að opna þær !
- Heil húð myndast á u.þ.b 3 vikum