Hjúkrun sjúklinga eftir HNE aðgerðir Flashcards
Hvað eru sinuses (skútar) ?
Fjögur pör af loftfylltum holum í andlitsbeinum
- Maxillary (kinnholur)
- Frontal (Ennisholur)
- Ethmoid (milli ennisholu og kinnholu)
- Sphenoid (fleygbein)
Hvert er hlutverk sinusa?
- Sjá nefholi fyrir slími en hafa einnig hlutverki að gegna varðandi hljóm raddarinnar
- sýkingar í sinusum: afrennsli stíflast við kvef, sýkingar geta orðið langvinnar
- Sýkingum og stíflum geta fylgt miklir verkir og langvinnar bólgur
Hver eru einkenni sinusitis (skútabólgu) ?
- Nefrennsli
- Grænt hor
- Væg hitahækkun
- Þrýstings-höfuðverkur og verkir í andliti
Hverjar eru orsakir sinusitis (skútabólgu) ?
- Ofnæmi
- Vírus
- Bakteríur
- Sveppir
Oftast kvef
Hvernig greinum við sinusitis (skútabólgu) og hver er meðferðin við því ?
Greining:
- skoðun læknis, röntgen, CT, MRI
Meðferð:
- Sýklalyf
- bólgueyðandi
- skolun
- jafnvel skurðaðgerð (FESS) ef mjög slæmt
Hvað er FESS (Functional endoscopic sinus surgery) ?
- Farið með speglunartæki um nasir og inn í nefhol
- Opnað inn í sinusa og slímhúðarsepar fjarlægðir
- Tróð er sett upp í nös/nasir í lok aðgerðar sem yfirleitt er fjarlægt 1-3 dögum síðar
Hvað er Caldwell - luc aðgerð ?
Kjálkaholuaðgerð. ER gerð vegna langvarandi sinusitis. Farið er inn í sinus maxillaris úr munni um skurð í fellinguna milli efri varar og tannholds
Hvað er Septumplastic aðgerð?
Rétting á skökkku miðnesi oftast til að bæta öndun. Tróð eða spelka sett í nef í lok aðgerðar sem yfirleitt er fjarlægt 1-3 dögum síðar
Hvað er Conchotomia aðgerð?
Klippt á miðnefskel í nefholi til að bæta öndun um nef. Stundum gert um leið og septumplastic
Hvert er algengast brot í andliti og hver eru einkennin?
Nefið er sá líkamspartur sem að brotnar oftast. Algengast vegna slysa eða áfloga (rafskútuslys!)
Einkenni:
- Verkur
- Blæðing
- Aflögun á nefi
- Nef stífla
ATH - getur valdið mænuvökvaleka !: þegar fólk sýgur upp í nef, stixa fyrir mænuvökvaleka, lítur út eins og glært hor
Hvað skal gera þegar eh nefbrotnar?
- Mikilvægt að kæla sem fyrst eftir áverka til að draga úr bólgu og blæðingu
- Hafa hærra undir höfði
- Skurðaðgerð nær alltaf gerð til lagfæringar, en stundum þarf að fresta aðgerð vegna mikillar bólgu í andliti
Hvernig er hjúkrun sjúkl eftir sinus- og nefaðgerðir?
- Hafa hærra undir höfði 30-45° hækkun
- Fylgjast með sjúklingi m.t.t blæðingar frá nefi, sjónskerðingar, verkja, sýkinga, (fráhvarfa)
- Skipta á umbúðum eftir þörfum - (eru oftast með tróð sem ekki á að eiga við)
- Kæling á nef
- Hvetja til að drekka vel
- Verkjameðferð
- Fræða sjúkl um: forðast að snýta sér og hnerra fyrstu 3-5 dagana, ekki lyfta þungu né beygja fram, geta búist við svörtum/dökkum hægðum (Ekki rembast), forðast hægðatregðu, Geta búist við mari í kringum augu/nef, hafa samband við lækni ef merki um sýkingu, taka sýklalyf skv fyrirmælum, taka því rólega í nokkra daga
Hvernig er hjúkrun sjúkl með sýkingar í hálsi?
- yfirleitt fastandi eða á fljótandi fæði
- HVetja sjúkl til sitja þegar þeir drekka - vegna kyngingarerfiðleika
- Hitalækkandi lyf
- Vökvagjöf í æð
- Hafa hærra undir höfði
- Fylgjast með LM, sérstaklega ÖT og mettun
- Súrefnismeðferð
- Sýklalyf
- Nærvera
Sýkingar í hálsi geta verið lífshættulegar, bólgan getur valdið öndunarerfiðleikum og sjúkl eiga á hættu að kafna
Hvað er Radical neck dissection ?
Eitlataka vegna krabbameins
Hvað er UPP (2 P) aðgerð?
Hvað er UPPP (3 P) aðgerð?
UPP: úfur og hluti mjúkagómsins fjarlægður
UPPP: en þá er einnig gerð tonsillectomy (hálskirtlataka)
UPP/ UPPP eru gerðar í þeim tilgangi að opna betur öndunarveg og bæta kæfisvefn og hrotur
Hvað er Tracheostomia - barkarauf ?
Gert op á barka til að tryggja opinn öndunarveg
Hvernig er hjúkrun sjúkl eftir hálskirtlatöku ?
- Hafa hækkað undir höfuðlagi
- Fylgjast með blæðingu
- Fylgjast með verkjum og líðan
- Gefa kalda drykki og klaka
- Fræða sjúkl um: að forðast að ræskja sig, hósta, hnerra, snýta sér kröfulega og reyna mikið á sig í 1-2 vikur, reyna að drekka mikið, borða mjúkt fæði í 1-2 vikur og mikilvægi munnhirðu
- Að búast megi við: að verkir vari í 7-10 daga, verri verkjum á 4-8.degi eftir aðgerð, hitaslæðing í nokkra daga, svörtum /dökkum hægðum í nokkra daga og aukin blæðingarhætta á 7-10.degi (hrúðrið að detta af)
Hvað skal gera þegar nefblæðing / Tons verður?
- Höfðalag upphækkað
- Reisið sjúkl vel upp í rúmi, látið halla sér fram
- Hafa sog tilbúið við rúm sjúkl
- Ef nefblæðing –> halla sér fram og klemma nefið saman (fyrir neðan beinið, annars fer blóð niður og fólk kastar upp)
- kæling við háls/nef
- Vökvagjöf í æð
- Inj. Octostim eða cyklocapron samkv fyrirmælum
- Gefa verkjalyf, róandi og ógleðistillandi lyf pn
- Fylgjast með LM
- Ef mikil blæðin –> panta blóðpr og fylgjast með blóðhag
Hvað er Folwy cateter og hvernig er hann notaður í nefblæðingu?
Þvagleggur stundum notaður, ballon blásið upp (í nefkoki?) til að stoppa blæðingu
Hvað er Rapid rhino og hvernig er það notað í nefblæðingu?
Stungið inn í nefið, sprautað til að blása upp og tappinn þenst upp og stöðvar blæðingu
Hvernig er hjúkrun sjúklinga eftir skjaldkirtilstöku (Thyroidectomy) og/eða kalkkirtlatöku (parathyroidectomy)
- Hækka undir höfðalagi, 30-45°
- Fylgjast með einkennum blæðingar
- Fylgjast vel með LM (tachycardia og hypotension einkenni blæðinga)
- Sýkingar- sjaldgæfar. FYlgjast með hita, útliti, blóðprufum
- Taugaskaði (hæsi? kyngingarerfiðleikar?)
- Einkenni Calsíum skorts
- Thyroid strom
Hver eru einkenni Calsíum skorts?
- Erting / dofi við munnvik, á tám og fingrum
- Lækkun á se.Calsíum
- Trousseaus sign: spasmi á hendi þegar bþ mælir er hertur að hendi
- Chvosteks sign: potað í andlit og munnvik brosi
Ef grunur: taka blóðprufur, krampi ef ekkert er gert !
Meðferð: calsium gluconat gefið í æð
Hvað er Thyroid strom?
- Mjög sjaldgæft
- ójafnvægi í skjaldkirtilshormónum
- í skjaldkirtilsaðgerð eða fyrstu 18klst
Einkenni: hraður hjartsláttur, hiti, ógleði, ofsakvíði, óróleiki, coma
Meðferð: minnka einkenni, laga hátt skjalkirtilshormónalevel í blóði
Hverjar geta verið orsakir krabbameins í barkakýli ?
- Tóbak
- Áfengi
- Krónískt laryngitis (bjúgur)
- ofnotkun raddar
- fjölskyldusaga auka líkur
Hvernig er hjúkrun sjúklinga eftir brottnám barkakýlis (total laryngectomy ) ?
- Góð fræðsla fyrir aðgerð er mjög mikilvæg; hafa samband við sjúklingasamtökin Ný rödd, mikil fræðsla frá talmeinaafræðingi, breytt líkamsímynd (missir alveg röddina)
- Sjúkl leggst inn á GG eftir aðgerð eða er á vöknun yfir nótt
- Hafa hækkað undir höfðalagi 30-45°
- Fylgjast með öndun
- Hreinsa og skipta á umbúðum kringum tracheostomy
- Munnhreinsun amk 2x/dag
- Eftirlit með skurðsári
- Eftirlit með dreni, þvaglegg og magaslöngu
- Gefa næringu
- Meta vökvajafnvægi sjúkl
- Meta verki og líðan
- Hreinsa talventil
- Kenna sjúkl og nánasta aðstandenda umönnun á barkaopi og hreinsun á talventli
- Talþjálfun hjá talmeinafræðingi
Hvað breytist í daglegu lífi hjá fólki sem missir barkakýlið ?
- Ekki er hægt að endurlífga þau á hefðbundinn hátt (ekki blásið í munn/nef)
- Finna hvorki bragð né lykt
- Bakflæði og ropar
- fistlamyndanir
- Mega ekki fara í sund, bað eða stunda siglingar (opið beint í barkann)
Hvað er barkarauf (tracheostomy) og til hvers er hún?
Gert er op / rauf á barka til að tryggja opinn öndunarveg. Oftast gert þegar fólk lendir í slysis eða getur að eh ástæðum ekki andað eðlilega t.d vegna krababmeins eða sjúkdóma t.dd öndunarbilunar eða þar sem þörf á langvarandi öndunaraðstoð (MND og MS). Túpa er þá sett í raufina og öndun fer fram í gegnum hana
Hvernig er hjúkrun sjúkl með tracheostomiu ?
- Gefa þarf sjúkl góðan tíma
- Soga eftir þörfum
- Fylgjast með cuffi
- Skipta um á umbúðum, hirða um húð kringum stomíuna og undir böndunum
- Munnhreinsun
- Gefa næringu
- Tjáning
Mjög mikilvægt að setja aldrei talventil á túpu þegar loft er í cuffi (köfnun) !!
Hvað gerir talventill?
- Einstefnuloki
- Loft er dregið inn um ventilinn ofan í lungun, loftið kemst ekki aftur út um ventilinn heldur fer upp, framhjá túpunni, í gegnum raddböndin og myndar þannig rödd. Ef cuff er á túpunni þá kemst loftið ekki út aftur
Hvað gerir barkaraufstúpa?
- Einföld túpa með cuffi (belgur sem er blásinn upp) er alltaf sett fyrst
- Cuffið haft uppblásið til að byrja með til að hindra ásvelgingu
- Fylgjast þarf með cuff þrýstingi 1x/vakt
- Tvöföld túpa eftir ca. viku (er með innri túpu)
- Mun einfaldara að hreinsa og hugsa um sjúkl með tvöfalda túpu
Hvernig á að nota sog (úr munni, stómíu og túpu) ?
- Nota granna leggi ef hægt er
- Byrja hverja vakt á að ttjékka á sogi, það sé virkt og poki sé ekki fullur
- aldrei nota sama legg í stómíu eða túpu sem notaður hefur verið í munn vegna sýkingarhættu
- Soga sterilt
- Sog að hámarki 10 sek í einu
Hvað á að gera ef barkaraufartúpa stíflast?
- Fer eftir því hvort túpa er einföld eða tvöföld
- Ef tvöföld = fjarlægja innri túpu og þrífa hana, koma aukatúpu fyrir á meðan
- Ef einföld = reyna að sopa upp úr túpu
- Ef það gengur ekki, dreypa 0,5 - 1 ml af NaCl ofan í túpuna og soga. Gæti þurft að endurtaka (þetta er aðeins gert í neyðartilfellum vegna hættu á ásvelgingu)
- Ef ennþá andnauð, kalla á lækni og fá aðstoð við að skipta á túpu
- Ef um algjöra stíflu er að ræða á að klippa á bandið og taka túpu út. Setja nýja túpu í sama númeri og númeri minni
- Til að koma í veg fyrir að túpa stíflist er gott að gefa sjúkl NaCl friðarpípur, viðheldur raka -allt mýkra
- Ef slím sjúkl er mjög þykkt getur hjálpa að gefa honum mucomyst friðarpípu og íhuga hvort sjúkl sé að fá nægan vökva