Hjúkrun sjúklinga með þvagfærasjúkdóma Flashcards
Hvað er eðlileg blöðrurýmd á sólarhring?
300-500 ml 4-7x / sól
- 150-500ml af þvagi geta safnast áður en fær þvagþörf.
- í spreng 400-500ml
Hvað er restþvag (residual þvag) ?
þvag sem situr eftir í blöðru eftir að búinn að pissa
- < 75ml eftir útskilnað.
- Vísa körlum með > 100ml áfram
- Munur á þvagi sem stendur í blöðru og restþvagi
Hvað er Polyuria?
Flóðmiga
- Útskilur meira en 3.000 ml / sól
Hvað er Oliguria?
- Útskilur minna en 400ml á sólarhring, < 0,5 ml/kg/klst
Hvað er Anuria ?
- Útskilur minna en 50-100ml / sól
- Nýrnabilun
Hvað er Dysuria?
Verkur / óþægindi við þvaglát, sviði
Hvað er Nocturia?
Næturþvaglát
Hvað er Retentio?
þvagstopp / tregða
Hvað er Oliguira ?
Lítill þvagútskilnaður
Hvað er Hematuria?
Blóðmiga
- blóð í þvagi
Hvað skal koma fram í upplýsingasöfnun?
- þvagvenjur sjúklings (breytingar?): tíðni og magn, hvert er res-þvag
- vökvatekja, útskilnaður og lyf
- Fyrri saga um þvagfærasýkingar, hiti og skjálfti
- Verkur: háð líffæri, leiðir oft annað
- Bak / kviður / nára / supapubis
- Lýsing, styrkur, leiðni og tengsl við þvaglát
- Einkenni frá meltingarfærum; ógleði, uppköst, niðurgangur, uppþemba, fylgja oft sjúkdómum í þvagvegum
Hvað er Incontinence ?
þvagleki
- 17% landsmanna yfir 40 ára
- Konur > karlar, 2x algengara hjá konum. 2% leka við samfarir
- Konur á stofnunum 40-80%. Ekki eðlilegur fylgikvilli öldrunar
Hvernig er þvagleki flokkaður?
- Þvagleki: ósjálfrátt viðbragð - ósjálfráður þvagmissir vegna tauga/mænuskaða
- Álagsþvagleki (Stress)
- Bráðaþvagleki
- Stöðugur þvagleki, stundum yfirflæði
- Starfrænn (functional): trulfun á vitsmunum, skynjun, hreyf.
þvagleki getur verið blanda af álagsþvagleka og bráðaþvagleka
Hvernig er mat og meðferð á þvagleka?
- Nauðsynlegt að greina: urotherapeutar á LSH, þvaglekamóttaka
- Nota þvaglátaskrá dæmi í 2 daga til að meta og greina
- Skráður tími og magn þvagláta, vökvainntekt, þvagmissir
- Breytingar á atferli: skoða lífsstíl
- Grindarbotnsæfingar: á alltaf við (líka kk), kúlur, raförvun, blöðruþjálfun (þanæfingar / reglulegar WC ferðir), stykki, aftöppun
- Lyf: krampalosandi (antimuscarinic) slaka á blöðru –> aukaverkun: munnþurrkur, hægðatregða, sjóntruflanir
- Skurðaðgerðir: betri úrræði fyrir konur, collagen, botox
Hverjir eru áhættuþættir fyrir þvagleka?
- Aldur: eldra fólk í áhættu á ófullkominni blöðrutæmingu, þvagfærasýkingum og urosepsis
- Konur: sem hafa fætt vaginalt og breytingaskeið kvenna hefur einnig áhrif
- Sykursýki
- Taugasjúkdómar t.d MS og Parkinson: erfiðleikar með blöðrutæmingu og uppsöfnun þvags. Hætta á þvagfærasýkingum –> krónískum nýrnasjúkdómi
- Lyf: þvagræsilyf, róandi lyf o.fl
Hvernig rannsóknir eru gerðar á þvagfærum?
- Skoðun þvags
- Blóðpróf
- Myndgreining
- Urodynamiskar rannsóknir
- Eftirlit með þvaglátum
- Endóskópískar rannsóknir
Hvað er skoðað í almennri- og smásjárskoðun þvags (almenn- og mikro) ?
- Eðlisþyngd: 1.010 - 1.025 g/ml; fer eftir teg og magni þeirra efna sem eru uppleyst í þvaginu.
- pH (sýrustig): 4.6 - 8.0
- Glúkósi: 0 (5,5 mmól/L gefur 1+ en 4+ eru > 55 mmól/L glúkósa)
- Protein: 0 (0,10 g/L gefur (+) en 3+ eru > 3g/L protein )
- HBK: 0-3 /ml
- RBK: 0-3 / ml
- Bakteríur: 0 /ml
Ef eðlisþyngd þvags er minna en 1.010 - hvað segir það okkur?
Gefur til kynna að sjúkl sé duglegur að drekka eða sé með skerta nýrnastarfsemi.
Ef eðlisþyngd þvags er meira en 1.025 - hvað segir það okkur?
Bendir til eðlilegrar nýrnastarfsemi
Hvernig virkar þvagtest (stix) ?
Nitröt og/eða leukocyte esterasi: pós (Gefa til kynna bakteríur í þvagi)
- Leukocyte er ensím sem er í neutrofilum og þegar þetta stixast í þvaginu, næmi þessara prófs m.t.t baktería 76-96%, getur verið mjög næmt, 98%, s.s ef þetta stixast þá er nokkuð ljóst að það séu bakteríur í þvagi og sýking
Hvað er RNT?
Ræktun - Næmi - Talning
- Sýking > 1-100 þús/ml
- Lægri gildin fyrir konur, karlmenn m 1.tegund bakt
Hvað er mælt í blóðprófum ?
- S.kreatínin: Hæfni nýrna til að útskilja kreatinin
- S. Urea: Hæfni nýrna til að útskilja nitrogen úrgangsefni
- S. Kalíum: Hækkar við nýrnasjúkdóma, stíflur
- S.Natríum: ´Hæfni nýrna til að varðveita / útskilja salt
- HBK: (eðl. < 10 mg/L) og CRP
Hvað á S.Kreatinin að vera hjá
- KK
- KVK
KK: 60-100 µmól/L
KVK: 50-90 µmól/L
Hvað ef HBK er hækkað (eða yfir 10mg/L) ?
Gefur ákv merki um sýkingu
Hvað er CRP?
Plasmaprotein sem myndast í lifur og hefur hlutverki að gegna í tengslum við þegar átfrumur eru virkjaðar. Bráðafasaprotein og er það sem hækkar mest og fyrst við bólgur. Hækkunin getur komið fram um 8klst eftir vefjaskemmd. Hækkar við bakteríusýkingar, aseptíska nekrósu (ss ef það er nekrósa í vef), illkynja æxli og eftir stórar skurðaðgerði. Oft sést engin hækkun við ókompliseraðar veirusýkingar þannig þetta er ekkert að marka ef fólk erm eð veirusýkingar
Hvað er PSA (prostate specific antigen) ?
Protein sem framleitt er í prostata (frumum)
- Hjá körlum < 1,3 - 4,5 µg/L. Hækkar með auknum aldri
- Hækkar við hypertrophi (10-12 µg/L) og bólgur, samfarir
- Hækkar við krabbamein í blöðruhálskirtli (tvöfalt meira), taka sýni!
- PSA mælingar eru notaðar til að meta árangur á meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini
Hvernig myndrannsóknir eru gerðar á þvagfærum?
- Sneiðmynd (CT)
- CT urografia
- Ómun nýru
- Þvagfærayfirlit (KUB)
- Nýrnaskönn (isotopar)
- Beinaskann
Hvað skal hafa í huga þegar sjúkl fer í myndrannsóknir á þvagfærum?
- Kynna sér undirbúning fyrir hverja rannsókn, fræða sjúkl skv því
- Ath föstu, gjöf skuggaefnis og kreatininmælingar, ofnæmi, glucophage
- Allar rannsóknir geta verið sársaukafullar ef undirliggjandi sjúkdómur
- Sjúklingar sem eru að taka Glucophage (metformin) þurfa að sleppa því vegna skuggaefnisgjafar því það hefur áhrif á nýrun
Hvernig virkar blöðruspeglun og afhverju er hún gerð?
- Gert í staðdeyfingu eða léttri svæfingu (farið inn um þvagrás)
- Mjög algeng rannsókn og hún er gerð til að getað skoðað þvagblöðruna að innan m.t.t þess hvort það sé tumor eða blæðingarstaður og stundum eru sóttir blöðrusteinar eða nýrnasteinar
Hvað þarf að hafa í huga fyrir blöðruspeglun, en eftir?
Fyrir speglun:
- Ónóg þekking / kvíði
- Vinna með ótta; fræðsla, slökun
- Hefur sjúkl farið áður
Eftirmeðferð:
- Verkir; verkjalyfjagjöf
- Breyting á þvaglátum: blæðing, þvagteppa (retentio), sviði
- Hætta á sýkingu
- Eftirlit með hita og útliti þvags
- Fræðsla