Sjálfsvíg Flashcards
Unglingar og sjálfsvíg
Skv. rannsóknum hafa 9,7% ungmenna gert tilraun til sjálfsvígs
Þriðjungur unglinga hafa fengið dauðahugsanir
Algengari hjá konum
Áhættuhegðun algengari hjá unglingspiltum
Sjálfsvíg fólks á aldrinum 15-24 ára hefur aukist
Hverjir eru í hættu?
Einstaklingar með alvarlegar geðraskanir, sérstaklega þunglyndi eða geðklofa
Einstaklingar með fíknivanda
Þeir sem hafa áður gert sjálfsvígstilraun
Ungir karlmenn sem verða utanveltu
Einhleypir karlar, sérstaklega ef atvinnuleysi og drykkjusýki fylgir
Fólk sem orðið hefur fyrir miklum breytingum á stöðu s.s. missir, atvinnuleysi og los á tengslum við aðra
Ungir samkynhneigðir
Konur sem komnar eru yfir miðjan aldur eru í meiri hættu en yngri konur
85 ára og eldri
Hverjir eru áhættuþættir fyrir sjálfsvíg?
Áfengis- og fíkniefnanotkun
Fyrri tilraunir
Þunglyndi
Félagsleg sefjun/smit
Erfið tilfinningaleg líðan (kvíði, ofsakvíði, geðklofi og persónuleikaraskanir)
Félagslegir erfiðleikar og uppeldislegur arfur
Erfiðleikar við að átta sig á kynhlutverki sínu
Áföll og hremmingar
Árekstrar við umhverfi/frelsissvipting
Niðurlæging
Atburðarhæfileikar
Hvernig eru forvarnir gegn sjálfsvíg?
Fyrsta stigs forvarnir eru þættir eins og fræðsla, vinna á fordómum, byggja upp almenna færni og auka sjálfsmat
Annars stigs forvarnir eru að finna þá sem eru í hættu t.d. með skimun og vísa í viðeigandi meðferð
Þriðja stigs forvarnir
- Úrræði fyrir þá sem hafa sjálfsvígshugsanir eða gert tilraunir
- Lágmarka afleiðingar sjálfsvíga
- Áfallateymi, hjálparlínur og neyðarathvörf
Hvernig er hægt að meta sjálfsvígshættu?
Er einstaklingurinn með sjálfsvígshugsanir
Hefur hann áætlun
Hefur hann sjálfsvígstilraunir að baki
Vill hann lofa að gera sér ekkert
Áhættuþættir
Hvaða kvarða er hægt að nota til að meta sjálfsvígshættu?
Hægt er að leggja fram Beck kvarðana, þynglyndiskvarðann og Beck vonleysiskvarðann við mat á sjálfsvígshættu
9 stig og meira á vonleysiskvarðanum er talið hafa forspárgildi fyrir sjálfsvígshættu
Hver eru viðeigandi viðbrögð við sjálfsvígshættu einstaklings?
Fylgja einstaklingnum eftir með viðtölum, hafa samband við aðstandendur
Leggja einstaklinginn inn
Eru einhver forspárgildi fyrir sjálfsvígum?
Rannsóknir hafa sýnt að ekki er í raun hægt að segja til um sjálfsvígshættu
Sumar rannsóknir benda til að sterkasti áhættuþátturinn sé neysla
Tóbaksreykingar auka áhættu skv. rannsóknum
Hefur sjálfsvíg foreldra áhrif á sjálfsvígstilraunir barnanna í framtíðinni
Þegar mæður frömdu sjálfsvíg voru börn þeirra líklegri til að fremja sjálfsvíg seinna í framtíðinni
Ekki líklegri ef faðir framdi sjálfsvíg
Hvaða meðferð er hægt að bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir?
Greina undirliggjandi vanda og meðhöndla
Efla stuðning frá fjölskyldu og umhverfi
Starfsendurhæfing
Viðtalsmeðferð
Áfengis- og vímuefnameðferð
Fjölskyldumeðferð
Samtök og sjálfshjálparhópar, Hugarafl, Geðhjálp, Geysi, Björgina o.fl.
Hvaða nálgun á meðferð er búið að taka upp á Bráðamóttöku geðdeildar varðandi sjálfsvíg?
Inngrip sem tekur 10-20 mín
Viðbragðsáætlun, sjúklingurinn aðstoðaður við að finna lausnir og stuðnings