Áföll og streita Flashcards
Hver er munurinn á áfalli og streitu?
Streita: bíða í langri röð, keyra í mikilli umferð, skipta um skóla, slys, einelti, greinast með alvarleg veikindi
Áfall er meiriháttar streituvaldandi atburður: upplifun á eða vitni af atburði sem ógnaði lífi eða olli alvarlegum áverka
Hver eru helstu áföllin sem fólk getur orðið fyrir?
Alvarleg slys, ofbeldi, ástvinamissir, náttúruhamfarir
Hernaður, hryðjuverkaárás, pyntingar, hamfarir af völdum manna
Af hverju er mikilvægt að bera kennsl á áföll?
Afleiðingar geta verið víðtækar og langvarandi
Eitt áfall eykur líkur á endurteknum áföllum
Víðtækur geðvandi getur þróast (áfallastreituröskun)
Hvenær byrjum við að tala um áfallastreituröskun?
Þegar viðbrögðin verða óeðlileg
Hverjir eru áhættuþættirnir fyrir áfallastreituröskun?
Mjög alvarleg áföll þar sem lífi viðkomandi var ógnað
Hvað hefur viðkvæmni einstaklings með það að gera hvort hann þrói með sér PTSD eða ekki?
Viðkvæmari einstaklingar eru líklegri að þróa með sér PTSD en þeir sem eru minna viðkvæmir
Hvað er áfallastreituröskun?
Þegar einkenni standa yfir mánuðum og oft árum saman
Þurfa að vera amk mánuð fyrir greiningu
Þurfa að valda verulegu uppnámi eða truflun í félagslegum samskiptum, atvinnulífi eða á öðrum mikilvægum sviðum
Hvaða 3 einkennaflokka er talað um í PTSD?
Endurupplifun
Forðun og tilfinningadofi
Ofurárvekni (alltaf á verði, viðvarandi kvíði)
Hvaða aðrar geðraskanir geta farið saman með PTSD?
Þunglyndiseinkenni (s.s. sektarkennd og sjálfsásakanir, depurð, sjálfsvígshugsanir, skömm)
Kvíðaeinkeni
Áfengis- og lyfjafíkn
Hver er algengasta orsök PTSD?
Nauðganir
Hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir PTSD?
Alvarleiki áfalls, upplifun á lífshættu, börn og aldraðir, bágur félagslegur stuðningur, lág greind, lágt sjálfsmat, misnotkun í barnæsku, fjölskyldusaga um geðsjúkdóma
Hver er meðferðin við PTSD?
Almennur stuðningur og ráðgjöf
HAM
Berskjöldun (exposure)
Hvaða lyf eru notuð við PTSD?
Lyf almennt ekki notuð sem fyrsta mefðerð
SSRI geta hjálpað við kvíða og þunglyndiseinkennum
Róandi lyf gefin í stuttan tíma
Svefnlyf stundum gefin
Hvað er brátt streituviðbragð?
Viðkomandi verður fyrir alvarlegu áfalli og byrja einkenni strax eftir áfallið
Hver eru einkenni bráðs streituviðbragðs?
Dofi
Óraunveruleikatilfinning
Endurupplifanir
Skert athygli og skipulagshæfni
Óáttun
Svitna, hár púls, roðna