Inngangur, einkenni geðsjúkdóma og geðskoðun Flashcards
Hvaða tvö flokkunarkerfi eru helstu notuð til að flokka geðsjúkdóma?
ICD-10
DSM-V
Hvaða bókstafur í ICD flokkunarkerfinu stendur fyrir geðsjúkdóma?
F
Á hverju eru sjúkdómsflokkarnir byggðir á?
Einkennum
Á hverju byggir greining geðsjúkdóma?
Á sögu, geðskoðun, líkamlegri skoðun…
Hvaða þættir geta aukið viðkvæmni í nýburum?
Erfðir, skaði á meðgöngu og skaði í fæðingu
Hvaða þættir geta aukið viðkvæmni í ungabarni/barni?
Seinkaður þroski, hegðunarvandamál, skert félagsleg tengsl, vanræksla foreldra, misnotkun; líkamleg og kynferðisleg
Hvað er það helsta sem einkennir geðsjúkdóma?
Það verður truflun á: geðslagi, skynjun, hugsun, hreyfingum, minni, áttun, athygli og einbeitingu og innsæi
Hvað er geðslag (mood)?
Hvernig líður þér í geðinu?
Hvað er geðbrigði?
Sjáum þetta utan á fólki
Tjáning tilfinninga: tilfinningar/skap eins og þær birtast utan frá séð
Samræmi: eru tilfinningar viðeigandi og í samræmi við það sem er að gerast í huga sjúklings og aðstæður
Óeðlilegt geðbrigði; hlær á meðan hann segir frá því að honum líður illa
Hvað er skynjun?
Hvernig við upplifum þau áreiti sem skynfærin okkar nema
Hvað er rangskynjun?
Skynáreiti til staðar en er mistúlkað
Eins og peysa sem liggur á skápnum og maður heldur að það sé manneskja
Hvað er ofskynjun?
Skynáreiti sem er ekki til staðar
Heilinn býr það til, sér eitthvað sem enginn annar sér
Hvaða ofskynjun er algengust?
Heyrn
Hvernig birtast heyrnarofskynjanir hjá fólki sem upplifir þær?
Rödd/raddir sem tala er algengast
Heyra 2 eða fleiri raddir tala um sig í þriðju persónu og eru yfirleitt neikvæðar
Hvað eru hugsanatruflanir?
Truflun á flæði hugsana
Truflun á tengslum
Innihald: hverju viðkomandi er upptekinn af, þráhyggja, ranghugmyndir